Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Víðáttumesta útivistar- svæði Reykvíkinga er tvímælalaust Heiðmörk, og varla er til sá Reykvíkingur sem hefur ekki lagt þangað leið sína að sumarlagi til að njóta náttúrunnar og útsýnisins í gönguferð, til að gróðursetja tré, virða •fyrir sér blómskrúðið, hlusta á fuglakliðinn eða tína ber að haustlagi. Nú eru liðin rúmlega 35 ár síðan hafist var handa um að gera svæðið aðlaðandi til útivistar, en upphaf þess má telja þegar Hákon Bjama- son, fyrrv. skógræktarstjóri, skrif- aði grein í Ársrit Skógræktarfélags íslands árið 1936, þar sem hann lýsir gróðri og kjarrleifum á svæð- inu undir Hjöllum og Löngubrekk- um. „Þama er einkennilega fagurt um að litast," segir hann, „að vor- lagi, nýútsprungin trén, ljósgræn" og hann mælir með því að eigendur landsins, Reykjavík og Hafnarfjörð- ur, geri ráðstafanir til að vemda þessar skógarleifar og koma þeim á legg. Málið þokaðist í rétta átt á næstu árum. Arið 1941 gaf Skóg- ræktarfélag íslands út bækling sem nefndist Friðland Reykvíkinga ofan Siliðavatns en síðar gaf próf. Sig- urður Nordal svæðinu nafnið Heiðmörk, en hann hafði oft lagt leið sína um þessar slóðir sér til hressingar. Girðingarefni var keypt með frjálsum samskotum 1944 og 1947 var samþykkt í bæjarstjóm Reykjavíkur að gera Heiðmörk að útivistarsvæði Reykvíkinga. Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk síðar í hendur viðfangsefnin í Heiðmörk, og svæðið var vígt sem útivistarsvæði 25. júní 1950. Gunn- ar Thoroddsen, borgarstjóri, flutti vígsluræðu, en einnig töluðu þeir Hákon Bjamason, Sigurður Nordal og Guðmundur Marteinsson sem þá var formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Allar götur síðan hefur það félag haft veg og vanda af framkvæmd- um og gróðursetningu í Heiðmörk og rekið vinnuskólann þar á vegum Reykjavíkurborgar. Félagið hefur einnig annast samstarf við „land- nemafélögin" svokölluð og önnur samtök sem hafa tekið að sér að gróðursetja í afmarkaðar spildur. Heiðmerkursvæðið allt er nú orðið rúmlega 2.800 ha að stærð. í Arsriti Skógræktarfélags ís- lánds árið 1986, þegar Skógræktar- félag Reykjavíkur á 40 ára afmæli, segir að á árunum 1949—85 hafi alls verið plantað í Heiðmörk rúm- lega fjómm milljónum tijáplantna af 12 tegundum, þar af langmest af sitkagreni og birki, en þær teg- undir hafa reynst hvað best ásamt þprgfuru og stafafuru. Þar segir einnig að Heiðmörk hafí aldrei ver- Ljósmynd/Sig. Blöndal Oflugur gróður með hvann- grænu hrútaberjalyngi. í Heiðmörk er orðið sæmilegt og stígagerð komin vel áleiðis. Framtíðarsýn Hákonar Bjama- sonar um friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns árið 1941 varð að vem- leika. Þar hafa á síðustu ámm orðið áberandi breytingar á gróðurfari til hins betra. Trén hafa mörg hver dafnað með ágætum og svæðið hefur fengið á sig hlýlegri svip. Heiðmörk er fyrir löngu orðið vin- sælt útivistarsvæði og fjölmenni er þar mikið á góðviðrisdögum. Nú er líka svo komið að það er ekki bara trjágróðurinn sem er eft- irsóknarverður þama upp frá og slqolið sem af honum fæst. í kjölfar hans koma sjálfkrafa fleiri kostir sem laða fólk að svæðinu engu síður, og má þar til nefna háþróað- an lággróður í skógarsverðinum og fjölskrúðugt fuglalíf. Reyndar var tilgangurinn með þessum skrifum að vekja sérstak- iega athygli á þessum tveim þátt- um. í fyrmefndu riti um Heiðmörk 25 ára er auk greinar Guðmundar Marteinssonar formanns Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur um skógrækt og skyld störf í Heiðmörk og stuðst hefur verið við hér, einn- ig greinar eftir þá Jón Jónsson jarðfræðing, Eyþór Einarsson nátt- úmfræðing og Þorstein Einarsson fyrrv. íþróttafulltrúa í Reykjavík. Jón gerir grein fyrir jarðfræðileg- um atriðum í Heiðmörk sem ekki em tök á að kynna í stuttri blaða- grein. En þar segir hann að það sem einkenni Heiðmörk fyrst og fremst frá sjónarmiði jarðfræði séu mis- gengi og spmngur í berggmnni annars vegar og hraun hins vegar. Eyþór skrifar um villtar blóm- plöntur og byrkninga í Heiðmörk en hann hafði gert skrá um það efni árið 1956. í skránni em til taldar 152 tegundir allt frá fmm- stæðustu plöntum til hinna þróuð- ustu frá mosa upp í brönugrös og körfublóm. Eyþór skrifar um þróun gróðurs á hrauni og mosaþembum og gerir grein fyrir hvemig vaxtarmöguleik- ar blómplantna verða meiri eftir því sem jarðvegur myndast. í Heiðmörk ber mest á lyng- og heiðagróðri, en graslendi sem býður upp á nýja gerð plöntusamfélags eykst. Og eftir því sem jarðvegur batnar myndast kjarr eða skógur. Slík er rás plöntusamfélagsins sem lýkur með myndun birkiskóga. Haustlitir í Heiðmörk. LjóamyncUVilhj. Sigtryggsson ið talið kjörland til tijá- eða skógræktar. Meðalhitinn þar sé 1—2 gráðum lægri en í Reykjavík t.d., hvergi sé þar rennandi vatn og jarðvegur ófijór og grunnur í upphafí. Rætkunarstarfíð hafí því ekki síður verið fólgið í uppgræðslu og almennum landbótum og þar hafí Alaska-lúpínan verið betri en engin. Hún hefur þá sérstöku hæfí- leika að vinna köfnunarefni sjálfri sér til framfæris úr lofti og getur því vaxið á gróðursnauðum melum. En fræi af Alaska-lúpínu er safnað á hveiju ári í Heiðmörk og því dreift á nýja mela. Vinnuskóli Reykjavíkurborgar hefur fengið aukna hlutdeild í gróð- ursetningarstarfinu í Heiðmörk undir umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Nefna má að teknar hafa líka verið upp nýjar aðferðir með plöntun í plógfar á flötu landi og hefur það gefist vel. Vegakerfi Ljósmynd/Vilhj. Sigtryggsaon Blágresi og fleiri plöntur i skóg- arsverði Heiðmerkur. Brönugrös og blágresi í skjóli tijánna. Ljósmynd/Sig. Blöndal I Heiðmörk er líka blómsknið og fuglamergð handa okkur að skoða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.