Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 67 undir mikla skurðaðgerð, sem tókst svo vel, að nánast mátti líkja við kraftaverk. En þar var líka mikið beðið fyrir árangri. Það vildi svo til, að ég var hjá henni kvöldið fyr- ir þá aðgerð, og það get ég fullyrt, að óvíða hef ég upplifað eins mikla sálarró við slíkar kringumstæður og svo sterka trú á kærleika og handleiðslu skaparans. En sjúkdómurinn tók sig upp aftur, og Siddý þurfti að koma oft hingað suður. Ætíð sýndi hún sama þrekið, sína sterku trú og aðdáan- legt æðruleysi hetjulundar. Það er ekki langt síðan hún hvarf héðan, norður og heim, til að eiga þar hin síðustu jarðnesku dægur. Það er svo gott að mega fara heim, sagði hún þá við mig. Ég fann, að orðin höfðu tvíþætta merkingu, trúarlega ekki síður, því hún var orðin þreytt. En nú er hinni miklu baráttu lok- ið. í dag verður jarðsett á hinum yndisfagra stað á Nöfunum heima á Sauðárkróki. Þar verður erfítt að standa með harm í huga mitt í feg- urð vorsins. En við skulum þá muna það vel, að gröfín er ekki blind- gata, heldur þjóðbraut kynslóðanna frá myrkri til ljóss, frá skuggum harms og saknaðar inn til þess ljóss sem nærist af kærleika lífgjafans mikla. Hann gefur það nú, að Siddý fær að hverfa frá lífí til lífs, þess lífs sem stefnir öllu mót upprisu sólar í austri, þeirrar sólar sem skín yfír sístæðum páskablómum á altari hins hæsta höfuðsmiðs ver- aldarsviðs. Og þar bíða vinir í varpa. Guð gefí ykkur öllum þá huggun, frændfólk og vinir heima á Sauðár- króki. Öll þökkum við, það sem í hæfíleikum og manngildi góðrar konu var gefíð og biðjum henni blessunar Guðs. Þórir Stephensen Leiðrétting í minningargrein bekkjarsystk- ina um Guðmund Hannesson, ljósmyndara, hér í blaðinu um síðustu helgi hefur nafn bekkjar- bróður okkar, Guðjóns Sigurðs- sonar, í Hafnarfírði, misritast og hann sagður Sigurjónsson, en hér með leiðréttist það. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. + Eiginmaður minn, stjúpfaðir og fósturbróðir. t SVERRIR EGGERTSSON ÓLAFUR SÍVERTSEN ÞÓRÐARSON rafvirkjameistari, fyrrv. leigubifreiðastjóri, Aðallandi 9, Mánagötu 10, er látinn. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. lést í Landspítalanum að kvöldi mánudagsins 15. júní. júní kl. 13.30. Stefanfa Júníusdóttír, Svandfs Sverrisdóttir, Ingibjörg Auðbergsdóttir, Valgerður Axelsdóttir, Sigrfður Olsen. Eggert Ágúst Sverrisson, Þórhildur Jónsdóttir. t RANNVEIG SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR fyrrum húsfreyja i' Stóru-Sandvík, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 20. júníkl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Kristfn Pálsdóttir, Tómas Magnússon, Rannveig Pálsdóttir, Kristinn Kristmundsson, og fjölskyldur. t Maðurinn minn, SIGFÚS JÓHANNSSON, Slóttahrauni 15, Hafnarfirði, lést 15. júní á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Bára Guðbrandsdóttir. Hjartkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR J. ÞORMAR, Barmahlíð 15, Reykjavík, er lóst 12. þ.m., verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim er vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð SÍBS. Fyrir hönd aðstandenda, Geir P. Þormar. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR PETRÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Rauðalæk 18, andaðist á heimili sínu mánudaginn 15. júní. Snorri Júlfusson, Guðrún Snorradóttir, Hilmar Snorrason, Jón K. Ingibergsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. t STEINUNN SIGRÍÐUR HANSEN, fædd Glssurardóttir, fædd 09.05.1930, d. 14.06.1987. Útförin ferfram föstudaginn 19. júnikl. 12.00 frá Hyltibjergkirke. Erik, Gunnar, Nils og Gunnar Gissurarson. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDVINS BALDVINSSONAR, Kleppsvegi 38, Reykjavfk. Þrúður Finnbogadóttir, Baldvin Baldvinsson, Monika S. Helgadóttir, Finnbogi Þór Baldvinsson, Bóthildur Friðþjófsdóttir, Jóhanna Hrefna Baldvinsdóttir, Sölvi Jónasson og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR, Stóru-Tungu, Daiasýslu. Sérstakar þakkir skulu færðar öllu starfsfólki á Sjúkrahúsi Akra- ness fyrir langa og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn B. Pétursson, Ólafur G. Pótursson, Pétur Már Ólafsson, Agnes E. Pétursdóttir, Einar G. Pétursson, Ólafur Jóhannes Einarsson, Pétur Ólafsson, Jóhann G. Pétursson, Erla Ásgeirsdóttir, Eva Marfa Ólafsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir, Guðbjartur Jón Einarsson. + Þökkum innlega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa. JÓNS B. ÓLAFSSONAR, frá Fffustöðum, Arnarfirði. Vilborg Jóndóttir, Gunnar Valdimarsson, Valdís Jónsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Jóhanna Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sigurósk Jónsdóttir, Gfsli Viktorsson, Guðrún Jónsdóttir, Páll Jakobsson, Sigrún Jónsdóttir, Þórir Einarsson, Inga Dóra Jónsdóttir, Aðalbjörn Gröndal, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður- systur okkar, LÍNEYJAR GÍSLADÓTTUR. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð, Akur- eyri, fyrir góða umönnun. Systkinin frá Ingjaldsstöðum og fjölskyldur. einnig Elísabetu, bestu vinkonu hennar sem nú sér á eftir traustum vini, í þeirra miklu sorg. Guð blessi hana. t Frændi okkar, SVEINBJÖRN BJÖRNSSON, frá Húsavfk, vlð Borgarfjörð eystri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. júní kl. 15.00. Frændsystkinin. t ÞORBJÖRG K. SNORRADÓTTIR, Aðalbraut 5, Raufarhöfn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eirfkur Þorsteinsson, Þorbjörg Steingrfmsdóttir, Anna Þ.Toher, Arna Borg Snorradóttir, Steingrfmur Snorrason, Ævar Snorrason, Pétur Steinn Guðmundsson, Sighvatur Sveinsson, Marfa Einarsdóttir, Anna Jóna Haraldsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS A. SIGURÐSSONAR, Fellsmúla 4, Reykjavfk. Hrefna Pálsdóttir, Jóhanna Óskarsdóttir, Kornelía Óskarsdóttlr, Magnús Guðlaugsson og barnabörn. t Þökkum innilega veitta samúð við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÓBERTS G. JENSEN, Háengi 15, Selfossi, Jóna Gissurardóttir, Björn Jensen, Guðrún Á. Halldórsdóttir, Gissur Jensen, Hansfna A. Stefánsdóttir, Jóhanna Jensen, Svavar Bjarnhéðinsson og barnabörn. Jóna Dís Bragadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.