Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 r HÖGNI HREKKVÍSI ERTU Bt)lN AÐ L'ATA pÉPi PETTA BIUTHUAP í HUG TIL AÐ LATA í SOKKANA?" „Mennirnir eru hluti af nátt úrunni og þarfnast hennar“ Kæri Velvakandi. Margir eru þeir sælureitir innan borgarmarkanna hér í Reykjavík sem unun er að dvelja á, þegar hægjast fer um eftir eril daganna. Mig langar hér til þess að geta nokkurra, en í stuttu bréfí sem þessu er ekki hægt með góðu móti að telja þá alla upp. Hversu notalegt er það ekki að ganga um malargötumar í Laug- ardalnum og heyra marrið við hvert fótmál. Hlusta á söng fuglanna í tijám grasgarðsins eða á simalínum liðinna daga. Sjá hestana á vappi og beit á gresjunni, eða líta út í víðáttu himinsins. Þar sækja á mann háleitar hugsanir um lífíð og tilveruna í kyrrðinni, þegar niður mannaferða og ærandi vélaskrölt sköpunar þeirra hljóðna. Eða íjaran við Ægisíðuna og strandlengjumar vestan við Reykjavík sem tilheyra Seltjamar- nesinu. Þar unir ekki síður sála mín sér í kyrrð og ró kvöldsins við öldunið er mjúk báran strýkur steina og sand. Unun er að líta út á hið mikla haf þegar loft er kyrrt og hafgola liðins dags mætir and- varanum af landi með kossi. Ekki má heldur gleyma dalnum við Ellliðaámar. Þar er sérstakt að vera, gleyma sér frá borgarþys og renna saman við undurfagra nátt- úm. Að sitja á steini við fossinn, horfa á lygnan hylinn og hlusta á lifandi vatnið syngja við klappir og gras hreinsar huga og sál af öng- þveiti ríkjandi nútíma borgarsiða. Einnig er gott að heilsast við trén í reitunum milli ánna en af þeim er skjól og blíða líkt og í Öskju- hlíðarlautum. Það þarf ekki alltaf að leita langt yfír skammt að góðum útivistarsvæðum. Jafnvel götur Reykjavíkur hafa reynst mörgum manninum sálubót þegar rökkva tekur og ljós gatnanna hafa farið að senda geisla sína á mannlausa göngustíga borgarinnar. Þó „ómissandi" tæknibrellur glepji fyrir mörgum manninum þessa daga, sjónvarp, tölvur, bílar og fleira, skulum við ekki gleyma því að mennimir em hluti af náttúr- unni og þarfnast hennar. Meðan þeir lifa hér í heimi þarfnast þeir náttúmnnar til að geta lifað. Sölu- mennimir lifa á tækninni, hinir hálfdrepa sig á henni. Vemdum því þessa sælureiti, leggjum rækt við þá. Og sem böm náttúmnnar, hvemig væri að heim- sækja oftar móður sína, móður náttúm? Einar Ingvi Magnússon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til Iesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Idag minnumst við þess, að lýð- veldi var stofnað 17. júní 1944. Hátíðarhöldin em í föstum skorðum um land allt líkt og á Sjómannadag- inn um síðustu helgi. Segja má, að Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, standi ekki beinlínis með fast land undir fótum, þegar hann ávarpar þjóðina við fótstall styttu Jóns Sigurðssonar. Hann er forsæt- isráherra til bráðabirgða, eða þar til tekist hefur að mynda nýja stjóm á grundvelli nýs þingmeirihluta í samræmi við vilja okkar, háttvirtra kjósenda, í kosningunum, sem fram fóm fyrir tæpum tveimur mánuð- um, eða 25. apríl síðastliðinn. Verst er ef fennir yfír það í huga stjómmálamannanna, hveiju þeir hétu okkur fyrir kosningamar. Masið og þrasið um myndun nýrrar stjómar snýst oftast frekar um, hvernig á að fara í kringum kosn- ingaloforðin en hvemig á að efna þau með markvissum hætti. Er at- hyglisvert að kynnast því enn einu sinni, að stjómmálamennimir líta alltaf vonaraugum til pyngju um- bjóðenda sinna, þegar þeir smíða framtíðarkastala sína. Finnst þeim greinilega árennilegra að takast á við þá en hið opinbera útgjaldakerfi. xxx Eftir að Margaret Thatcher hafði í þriðja sinn hlotið af- dráttarlausan meirihluta á breska þinginu, hét hún að uppræta sósíal- isma í Bretlandi. Þær skorður sem opinber ofstjóm í fjármálum og efnahagsmálum setti Bretum væm í andstöðu við breskt þjóðareðli, sagði hún. Bretar vildu hafa frelsi til að ráða málum sínum sjálfir, ráðstafa fjármunum sínum án opin- berrar íhlutunar og velja sér við- fangsefni án skipana að ofan. Velgengni Thatcher sýnir, að hún hefur betra jarðsamband en forver- ar hennar. Enginn sigrar jafn örugglega í kosningum nema sá, sem hefur jarðsambandið í lagi. Öllum sem kynnst hafa stjóm- málum hér og í Bretlandi ætti að vera ljóst, að umræður hér eru í mörgu tilliti keimlíkar bresku um- ræðunum. Skilgreining Thatcher á andstöðu bresku þjóðarinnar við sósíalismann hittir einnig í mark hér. Talsmenn hins opinbera kerfís em á hinn bóginn miklu áhrifa- meiri í öllum stjómmálaflokkum hér á landi en í Bretlandi og á það vafalaust sinn þátt í þeirri gjá, sem myndast milli stjómmálamanna og umbjóðenda þeirra. Eins og við sjáum snúast stjómarmyndunarvið- ræðurnar nú að vemlegu leyti um það, hvernig aðstöðu stjórnmála- menn fá í kerfínu en ekki hitt, hvemig þeir eiga að veita því að- hald til að gæta hagsmuna almenn- ings og veita honum sem mest fijálsræði. XXX Víkveija fínnst við hæfi nú á þjóðhátíðardeginum, þegar þess er minnst, að öll sjálfstæðis- barátta, jafnt einstaklinga sem þjóðríkja, er ævarandi, að minna á nauðsyn varðstöðunnar um rétt ein- staklingsins gagnvart opinbemm kerfum, hvaða nafni sem þau nefn- ast. A alþjóðavettvangi gemm við kröfu um að tekið sé tillit til sjónar- miða okkar og hikum ekki við að sækja mál okkar, hvort sem þau em stór eða smá, af fullri hörku. Inn á við ber minna á sambærilegri hörku til að tryggja hag einstakl- inga gagnvart tregðulögmálum kerfisins. Hitt er orðinn of ríkur þáttur í málflutningi alltof margra stjómmálamanna, að þeir líta á stjómmálaflokka sem tæki fyrir sig í valdabaráttu en ekki sem farveg fyrir hugmyndir og hugsjónir, sem leiddar em fram til sigurs í umboði kjósenda og með hagsmuni þeirra í huga. Þegar svo er komið þarf 1 hinn almenni borgari að láta meira að sér kveða í sjálfstæðisbaráttunni. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.