Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 75 f: Vitleysa að sauðkind- in valdi landspjöllum Til Velvakanda. Að undanfömu hefur verið skrif- að um beit og landnytjar í dálka þína af lítilli sanngimi. Sauðkindin er kölluð bitvargur og allt fundið henni til foráttu. Að mínu áliti er allt of mikið úr þeim skaða gert sem sauðkindin veldur því upp- blástur stafar af veðurfarinu fyrst og fremst. Það er ekki annað en vitleysa að sauðkindin valdi landspjöllum. Margir fullyrða meira að segja að kindin bæti gróðurfar þar sem beit er í hófi. Það er að vísu rétt að ekki er unnt að rækta skóg þar sem kindur em á beit að stað- aldri, en af skóginum em heldur nytjar, eða hvað? lít svo á að landið eigi að nytja fyrst og fremst en skógrækt- in eigi að koma í annað sætið. Við skulum ekki gleyma því að sauð- kindin hefur verið eitt helsta viðurværi þjóðarinnar í ellefu hundmð ár. Af henni kemur senni- lega besta kjöt sem völ er á og það kunna allir að meta. Gamall bóndi Léttsveit RÚ V skipti um takt og tón Til Velvakanda. Hlustandi skrifar: Hin annars áhugaverða Létt- hljómsveit Ríkisútvarpsins fór vel af stað og kom fram t.d. í sjón- varpi og víðar, við góðar viðtökur. Hún var ekki síst áhugaverð fyrir það m.a. að leika vinsæl lög í nýrri útsetningu, jafnvel íslensk eða gam- alkunn lög sem hér hafa notið hylli gegnum tíðina. Hljómsveitin virðist vera skipuð góðum hljóðfæraleikurum og hafa allt til bmnns að bera sem gerir hana vinsæla. Hins vegar er nú farið að bera á því að hljómsveitin sé að staðna eilítið í lagavali, eða ætli að festast í því fari sem hún fyrst markaði. Það er t.d. ekki til eilífðar hægt að bjóða upp á „Stóð ég úti í tungls- ljósi“, þótt það hafi verið fmmlegt fyrst framan af. Fjölbreytt lagaval verður til að koma, og sífellt verður að skipta um til að halda vinsæld- um. Auðvitað kostar þetta allt pen- inga, að halda svona hljómsveit úti. Og það þarf að hafa góðan útsetjara, sem gerir ekkert annað en að sjá um fjölbreytni, lagaval og útsetningar, líkt og er hjá Sin- fóníuhljómsveitinni, sem hefurtekið sig til og leikið vinsæl dægur- og þjóðlög í útsetningu Magnúsar Ingi- marssonar. Einnig er það ljóður á ráði Létt- hljómsveitarinnar að notfæra sér ekki fullskipaða hljómsveitina, með innbyrðis skiptingum þó eins og gerist hjá flestum stórhljómsveit- um, í stað þess að láta einleikara taka upp stóran hluta hvers lags. Hljómsveitin hefur á að skipa frá- bæmm hljóðfæraleikuram og ein- leikumm, en þrátt fyrir það er ekki rétt að fullnýta þessa hljóðfæraleik- ara á kostnað hljómsveitarinnar allrar. Annað sem má fyllilega taka til athugunar hjá þessari hljómsveit er klæðnaður hljóðfæraleikaranna. Síðast er þeir komu fram, held það hafi verið í sjónvarpinu nýlega, var búið að klæða þá í einhverja tötra, sem líktust íþróttabúningum. Gott ef þeir vom ekki í strigaskóm líka. Þetta er ekki við hæfi hjá góðri hljómsveit, sem á og verður að auka vinsældir sínar. Einn hluti ánægjunnar við að hlusta á og einn- ig horfa á góða stórhljómsveit er að sjá samhæfðan hóp og agaðan, sem búið er að þaulæfa og fram- koma og klæðnaður skiptir miklu máli. Klæðnaður við hæfí hefði ver- ið smekklegur jakkafataklæðnaður, með eða án binda. Frjálslegur klæðnaður getur ver- ið í lagi, ef hann er samhæfður, en gúlpandi íþróttabúningur, sem einna helst líkist fangaklæðnaði, er ekki til þess fallinn að auka á vin- sældir í „show-business“. Að lokum vil ég óska Létthljóm- sveitinni til hamingju með áfangann og vona að hún vaxi að vinsældum eins og til var stofnað. HEILRÆÐI * *. - $ - # má Garðvinnan á að vera þeim til ánægju og heilsubótar sem hana stunda. Sláttuvélar og tijáklippur létta mönnum vinnu en gæta þarf varúðar í meðferð þessara tækja svo ekki hljótist slys af. engar Þessir hringdu . . Derrick ber af öllum Halldór hringdi: „Það er mikið kvartað um allt milli himins og jarðar en mig lang- ar til að þakka sjónvarpinu fyrir góða dagskrá að undanfömu. Það hefur verið sagt að kvikmyndimar sem þar em sýndar séu lélegar en því er ég alls ekki sammála. Val á bíómyndum hefur stórbatn- að hjá RÚV að undanfömu, kannski vegna samkeppni frá Stöð 2. Bandarískar og enskar bíómyndir em ekki alltaf bestar — það sannaðist sl. laugardag. Þá var sýnd ágæt mynd frá Júgó- slavíu, Stríðslok. Þá hafa fram- haldsmyndaflokkarnir verið ágætir hjá sjónvarpinu. Derrick ber þó af þeim öllum og vil ég þakka sjónvarpinu sérstaklega fyrir að sýna þennan þýska saka- málaflokk." Gullkross Gullkross tapaðist fyrir u.þ.b. mánuði hjá Sundlaugunum eða á leiðinni upp í Armúla. Á krossin- um er Kristsmynd og faðirvorið á dönsku er letrað aftaná hann. Pinnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 83767. Brún taska Brún taska með tveimur smell- um tapaðist fyrir nokkm. Taskan er merkt Guðmundi Haraldssyni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila töskunni í Lúllabúð á Hverfísgötu. ÓDÝR OG HAGKVÆM VIÐARVÖRN SEM ENDIST UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÖTEX KJÖRVARI er hefðbundin viðarvörn og til í mörgum litum. Ef einkenni viðarins eiga að halda sér, er best að verja hann með Kjörvara. hleyptir raka auöveldlega í gegnum sig. Mjög gott verðrunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. Ódýr viðarvörn | KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel. AUGLYSIR Viljum ráða hresst og duglegt starfsfólk I sumar- og framtlðarstörf, hálfan eða alian daginn. Ekki yngri en 17 ára. • • # Úps!,Við gleymdum því að okkurvantareinnig kjötiðnaðarmenn til kjötskurðar og frágangs á kjöti. A/ p r s ' u iD D m co Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.