Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Evrópukeppnin U-21: Leikur Sigurður Jónsson með gegn Dönum? ÍSLENSKA landsliöiö í knatt- spyrnu skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri leikur gegn Dönum á Akureyri eftir viku. Þetta verður þriöji leikur íslands í Evrópukeppn- • Arnþór Ragnarsson Sund: Arnþór , setti íslands- met ARNÞÓR Ragnarsson, SH, setti íslandsmot í 60 metra bringusundi á alþjóðlegu móti í Örbyhus f Sviþjóö um helg- ina. Arnór synti á 31,7 sekúnd- um, en met Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar var 32,04. Þrett- án krakkar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í mót- inu. inni að þessu sinni, en í fyrra tapaði liðið 2:0 fyrir Finnum í Finnlandi og 4:0 fyrir Tókkum á Akureyri. íslenski hópurinn verður valinn í dag eða á morgun, en þar sem flestir leikmennirnir, er koma til greina, leika með félögum sínum f 1. eða 2. deild um helgina, koma strákarnir ekki saman fyrr en eftir helgi. Leikir f Evrópukeppninni fara fram á tveimur árum, en sam- kvæmt reglunum eru leikmenn, sem eru löglegir í fyrsta leik, lög- legir út keppnina. Það þýðir að strákar, sem ekki voru orðnir tutt- ugu og eins árs 1. ágúst í fyrra, koma til greina í liðið. Þá er leyfi- legt að hafa tvo eldri leikmenn. Guðni Kjartansson velur liðið og er víst að hann verður að gera nokkrar breytingar á því frá leikjun- um gegn Finnum og Tókkum. Þá fékk liðið mörg mörk á sig og því þarf að styrkja vörnina. Sigurður Jónsson lék ekki með liðinu í fyrra, en að öllu forfallalausu ætti hann að vera með nú og leikur þá von- andi á miðjunni. Margir ungir og góðir strákar leika í 1. deild og má þar nefna markmennina Hauk Bragason KA og Pál Ólafsson KR, varnarmenn- ina Júlíus Tryggvason Þór, Þor- stein Guðjónsson KR, Þorstein Halldórsson KR, Henning Henn- ingsson FH og Jóhann Magnússon ÍBK, miövallarleikmennina Andra Marteinsson KR, Gauta Laxdal KA, Ólaf Þórðarson ÍA, Siguróla Kristj- ánsson Þór, Gunnar Skúlason KR, Snævar Hreinsson Völsungi og Eirík Björgvinsson Völsungi, og framherjana Jón Grétar Jónsson Val, Hlyn Birgisson Þór og Þorvald Örlygsson KA. Uppistaða liðsins verður örugg- lega úr þessum hópi leikmanna, en ekki er ólíklegt að annar hvor eldri leikmannanna eða jafnvel bóðir verði varnarmenn. • Leikur Slgurður Jónsson á miðjunnl með U-21 landsliðlnu gegn Dönum f næstu viku? Beíntínnáborð... HRAÐFLUTn/nOAR BORGARTÚN 33. 105 REYKJAVÍK. simar: 27622/27737 Með DHL hraðflutningum k.emst sending þín beint inná borð viðtakanda eins fljótt og örugglega og hugsast getur. Eitt símtal og DHL sækir skjölin eða pakkann til þín. Hann er síðan í öruggum höndum stærstu hraðflutningsþjónustu heims. DHL sér um allt! Hafðu samband og kynntu þér þjónustu okkar — hún kemur á óvart. Þjóðar- átak gegn hreyfingar- leysi TRIMMNEFND íþróttasam- bands fslands undirbýr nú annað árið f röð þjóðarátak gegn hreyfingarleysi undir kjörorðinu: Heilbrigt Iff — hag- ur allra. Samvinna er í starfi þessu með eftirtöldum aðilum: (þróttasambandi fslands — trimmnefnd, Ungmennafélagi íslands, Ólympíunefnd fslands, heilbrigðisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, fé- lagsmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Efnt verður til „göngu- og skokkskóla" um land allt á tíma- bilinu 1,—19. júní og síðan verður „göngu- og skokkhelgi" 20. og 21. júní nk. og munu íþrótta- og ungmennafélög sjá um skipulag og framkvæmd, hvert í sinni heimabyggð. Gefinn er út sérstakur fræðslubæklingur fyrir almenn- ing og verður hann sendur öllum íþrótta- og ungmennafé- lögin svo og heilsugæslustöðv- um, íþróttahúsum, sundstöð- um og íþrótta- og æskulýðsráðum næstu daga. Vísast hér með til þessara staða. Vonast er til að þetta þjóð- arátak gegn hreyfingarleysi verði sem flestum hvatning til þess að halda áfram. Á Jóns- messu 1986 voru þrír trimm- dagar með sama kjörorði: „Heilbrigt líf — hagur allra" og tókst vel, og vitað er að þeim fer fjöigandi sem leggja stund á líkams- og heilsurækt með iðkun ýmissa íþróttagreina sér til heilla og hagsbóta — en tak- markið er að fá enn fleiri í þann hóp, á hvaða aldri sem er. Álafoss- hlaupið ekki í dag ATHYGLI hlaupara og skokk- ara er vakin á þvf að Álafoss- hlaup FRÍ fer ekki fram f dag, 17. júnf, eins og auglýst er f dagskrá Vfðavagnshlaupa. Þann 20. júní fer aftur á móti fram Ólympíuhlaupið sem er almenningshlaup. Það er 10 km götuhlaup og hefst það á frjálsíþróttavellinum í Laugard- al og lýkur þar einnig. 1. deild: KR og Þór á morgun SJÖTTA umferð 1. deildar karla f knattspyrnu hefst klukkan 20 á morgun með leik KR og Þórs á KR-velli. KR er í 2. sæti deildarinnar með 11 stig, en Þór er í sjötta sæti með sex stig, sigraði bæði Fram og Akranes. Á föstudaginn leika Víðir og Keflavik, KA og Völsungur og FH og Fram, en umferðinni lýk- ur á sunnudaginn með leik Vals og (A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.