Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 10

Morgunblaðið - 20.06.1987, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20..JÚNÍ 1987 SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH ÞORÐARSON HDL Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Fossvogsskóla Glæsil. raðhús á tveimur hæðum. Um 180 fm nettó auk bílsk. Eld- hús, stofur m.m. á efri haeð, 4 svefnherb. m.m. á neðri hæð. Snyrting á báðum hæðum. Sólsvalir á efri hæð, verönd á neðri hæð. Ræktuð lóð. Hagkvæm grkjör. Á útsýnisstað við Funafold Stórt og glæsil. raðhús í smíðum á „einni og hálfri hæð" með tvöf. bílsk. rétt við Gullinbrú i Grafarvogi í fremstu röð. Allur frág. fylgir utanhúss. Byggjandi Húni sf. Grkjör við hæfi kaupanda. Á rúmgóðri eignarlóð Endurn. einbhús i gamla Austurb. um 60 fm að grunnfl. með 4ra-5 herb. íb. á hæð og rishæð. Snyrting á báöum hæðum. Rúmg. kj. fylg- ir. Laust strax. Með frábærum greiðslukjörum 3ja og 4ra herb. stórar og glæsilegar íbúðir í smíðum við Jöklafold. Byggjandi Húni sf. Frágengnar undir tréverk. Sameign fullgerð. Vin- samlegast kynnið ykkur teikningar, upplýsingar um frágang og óvenju hagstæð grkjör. í Vesturborginni eða nágr. óskast til kaups rúmg. húseign eða séreignarhluti. Skipti mögul. á 5 herb. úrvalsíb. í Vesturb. Fjöldi fjársterkra kaupanda að fbúðum, sérhæðum, einbýlis- og raðhúsum. Margir með óvenju góðar greiðsl- ur strax við kaupsamning. Vinsamlegast leitið nénari upplýsinga. Opið í dag, laugardag, frákl. 11.00-16.00. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 „Erfiðara að fá keyptan fisk“ - sagði Júlíus Rafnsson framkvæmda- stjóri RA Pétursson hf. í Njarðvík. Ytri-Njarðvík. „ÚTFLUTNINGUR á gámafiski hefur haft umtalsverð áhrif á reksturinn hjá okkur,“ sagði Júlí- us Rafnsson, framkvæmdasyóri hjá frystihúsinu RA Pétursson hf. i Njarðvík. „Fyrirtækið á enga báta og við verðum að kaupa allt hráefni sem hér er unnið. Útflutningur á fiski i gám- um hefur orsakað að nú er erfiðara að fá keyptan fisk, verð á honum er hærra en áður hefur þekkst og í kjölfarið fylgir að erfiðara er að halda uppi fastri atvinnu. Júlíus sagði að sjómenn fengju hærri skiptaprósentu fyrir afla sem væri seldur erlendis og þeir kysu því frekar að selja aflann þar en hér heima. Hann hefði til að mynda boðið tvöfalt Landssambandsverð í 9 tonn af ýsu sem átti að fara í gám. „Útgerðarmaðurinn var tilbú- inn að selja, en sjómennirnir á viðkomandi veiðiskipi vildu heldur að aflinn yrði seldur erlendis. Út- koman varð sú að eftir söluna úti var skilaverðið 4 krónum lægra til útgerðarinnar en það verð sem ég bauð fyrir fiskinn. Sjómennirnir fengu hins vegar meira fyrir sinn snúð og þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir til að selja aflann hér heima á meðan skiptaprósentan er ekki leiðrétt. Vandamálið við þetta fyrirkomu- lag er margvíslegt, ekki er hægt að reikna út afkomu frystihúsanna og stjómvöld vita ekki hið raun- verulega fiskverð. Með tilkomu fiskmarkaða verða óháðir aðilar sem skrá verðið og tel ég þá vera þróun í rétta átt.“ Júlíus sagði enn- fremur að hann teldi að útflutning- Vorum að fá aukasendingu af hinum sívinsæla Ford Fiesta Verð frá kr.338.000.” Opið virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 I II. AFGREIÐSLU STRAX Framtíð VIDSKEIFUNA FORD UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. S: 685100 - 689633 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Júlíus Rafnsson framkvæmda- stjóri RA Pétursson hf. í Njarðvík. ur á fiski í gámum ætti aðeins rétt á sér þegar ekki hefðist undan að vinna aflann og ef til vill á einstaka fisktegund. — BB Morgunblaðið/Bjðm Blðndal Guðfinnur Sigurvinsson forseti bæjarsljórnar Keflavikur. „ÚtflutningTir í gámum hef- ur ekki haft veruleg áhrif í Keflavík“ - sagði Guðfinnur Signrvinsson forseti bæjarstjórnar Keflavlk. „FISKÚTFLUTNINGUR í gám- um hefur ekki haft áberandi áhrif á atvinnulifið í Keflavík, því við höfum það lítinn kvóta að hann leyfir ekki þennan út- flutning,“ sagði Guðfinnur Sigurvinsson, forseti bæjar- stjómar Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Guðfinnur sagði að flest fiskverkunarfyrirtæki í Keflavík ættu báta eða togara sem öfluðu hráefnis og oftast hefðu þau getað unnið aflann sem á land hefði borist. Hann teldi eðlilegt að nýta sér þessa tækni til að selja afla erlend- is sem ekki væri hægt að vinna hér á landi. Þessum útflutningi fylgdi töluverð áhætta eins og komið hefði í ljós í Vestur-Þýskalandi fyrir páska þegar verð á gámafiski hefði dottið niður. „Mín skoðun er að einstaklingar eigi að njóta sín í þessari atvinnu- grein við að selja þessa vöru á sem bestu verði erlendis. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur haft of mikið með þennan útflutning að gera og mér sýnist það sé af hinu góða að fyrirtæki eða einstaklingar reyni að fá sem best verð fyrir fisk- inn erlendis. Að flytja flskinn út ferskan með flugi er álitlegur kost- ur sem áreiðanlega á framtíð fyrir sér,“ sagði Guðfínnur ennfremur. - BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.