Morgunblaðið - 24.06.1987, Side 1

Morgunblaðið - 24.06.1987, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 139. tbl. 75. árg.______________________________MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987____________________________Prentsmiðja Morgrmblaðsms Rauði flotinn: Búnaður frá Kongsberg þegar kom- inn í kafbát Ósló, fri Jan-Erik Laure, fréttaritara Horgunbladsins. RAUÐI FLOTINN er þegar far- inn að nota norskan og japanskan búnað, sem gerir kafbátum unnt að sigla nær hljóðlaust, en talið var að enn væru 1-2 ár i það. Norska blaðið Aftenposten sagði frá þessu i gær. Kafbáturinn var þó ekki hljóðari en svo að hans varð vart með hlust- unarbúnaði í GIUK-hliðinu svokall- aða, milli Grænlands, íslands og Bretlandseyja." Norska ríkisvopnaverksmiðjan Kongsberg og japanska fyrirtækið Toshiba seldu Sovétmönnum búnað- inn þrátt fyrir bann við sölu herbún- aðar til austantjaldsríkja. Þurfti Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, að biðja Bandaríkja- forseta afsökunar vegna þessa. Suður-Kórea: Chun forseti hittir sljórn- arandstöðu- leiðtoga í dag Seoul, Reuter. FORSETI Suður-Kóreu, Chun Doo Hwan, féllst í gær á að hitta helsta leiðtoga stjómarandstöð- unnar, Kim Young Sam. Fundur- inn, sem eiga mun sér stað í dag, fer fram eftir tveggja vikna Iangar óeirðir og óvissuástand. Kim Young Sam mun ráðgast við annan stjórnarandstæðing, Kim Dae Jung, áður en til fundarins kemur, en sá hefur verið í stofu- fangelsi frá 10. aprO. Fundur þessi var ráðgerður skömmu eftir komu aðstoðarut- anríkisráð- herra Banda- ríkjanna, Gaston Sig- ur, til Kóreu, en hann var gerður út af Banda- ríkjaforseta til þess að hvetja stjóm Suð- ur-Kóreu til aðgerða í lýðræðisátt. A sama tíma og Sigur ráðlagði utanríkisráðherra Suður-Kóreu að draga úr óánægju með viðræðum og málamiðlunum við stjómarand- stæðinga, fór bandaríski sendiherr- ann til fundar við Kim Young Sam og sagði honum að stjómarandstað- an hefði stuðning Bandaríkjastjóm- ar til þess að koma á lýðræði í landinu. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Þriggja daga opinber heimsókn Karls XVI. Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar hófst í gær. í gærkvöld hélt forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, veislu á Hótel Sögu í tilefni heimsóknarinnar og var þar margt prúðbúinna gesta. Myndin er tek- in er konungshjónin komu til veislunnar. Sjá frásögn, myndir og forystugrein á miðopnu og ræður þjóðhöfðingjanna á bls. 30. Afvopnunarviðræðurnar: Perú: Stjómin biðst lausnar Líma, Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Perú, Luis Alva Castro, baðst í gær lausnar fjrir sig og ráðuneyti sitt. Akvörðunin var tekin af ríkisstjórninni allri og sagði utanríkisráð- herrann að eðlilegt væri að stjórnin færi frá um leið og leiðtogi hennar. Vitað var að Castro, sem einnig gegnir embætti fjármálaráðherra, vildi fara frá, en talið að að- eins yrði um forsætisráð- herraskipti að ræða. Engin stjórnarkreppa er þó talin framundan og situr núver- andi stjórn áfram þar til tekst að mynda nýja. Enn hefur engin athuga- semd borist frá forsetahöllinni, en vitað er að forsetanum, Al- an Garcia, var mjög umhugað um að Castro sæti áfram. Þeir hafa starfað saman allt frá Reuter sigri jafnaðar- Luis Alva Castro. mannaflokks Garcia árið 1985 og taldir bera ábyrgð á efnahags- stefnu stjómarinnar. Talið er að Luis Alva Castro hyggist taka við Garcia sem for- seti árið 1990, en að Garcia getist minna að þeirri hugmynd. Segja fréttaskýrendur að Castro vilji hætta stjómmálaþátttöku áður en að efnahagur landsins versni. Shultz og Shevardnadze hittast í Washington í júlí Genf og Washington, Reuter. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þeir George Shultz og Edvard Shevardnadze, munu hittast í Washington um miðjan júlí, að þvi er Edward Rowny, sérlegur aðstoðarmaður Banda- rikjaforseta í afvopnunarmálum, sagði i gær. Tilgangur fundarins verður að hraða afvopnunarviðræðum risaveldanna og liðka til fyr- ir samningi i þá veru. Rowny vildi ekki segja nákvæmlega hvenær fundurinn væri ráðgerður, en sagði þó að báðir aðilar hefðu fallist á að hann yrði í Washington um miðjan júli. Takist fundurinn eins og til er ætlast kann afvopnunarsáttmáli að verða undirritaður fyr- ir haustið. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að enn væri fundurinn ekki fastmælum bundinn. Rowny er nýkominn frá viðræð- um við samningamenn ríkjanna og sagði að fundur utanríkisráðherr- anna væri nauðsynlegur til þess að flýta fyrir samningaviðræðum stór- veldanna; sérstaklega ef samningar ættu að takast á árinu. Sagði Rowny að líklegt mætti telja að samningar um meðaldræg vopn tækjust fyrir haustið, ef utanríkis- ráðherrunum semdist vel. Aðalefni fundarins verða samn- ingaviðræður um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í heiminum og sérstaklega flauga í Evrópu. Síðast þegar fundur jafnhátt- settra ráðamanna var haldinn miðaði viðræðum þessum verulega áfram. Það var í apríl síðastliðnum, þegar Shultz sótti þá Shevardnadze og Gorbachev heim í Kreml, en að honum loknum hófust samninga- menn í Genf aftur handa við að koma sér saman um afvopnunar- samning. Eru menn þegar ásáttir um frumdrög slíks samnings, en þar er gert ráð fyrir að fækka veru- lega í kjamorkuvopnabúrum stór- veldanna og að fjarlægja öll meðal- og skammdræg kjamavopn úr Evr- ópu. Enn eru þó nokkur ljón í veginum fyrir samkomulagi og sagðist Rowny vona að takast mætti að ryðja þeim úr vegi á fundinum í Washington. „í drögununm er samningurinn orðinn 130 blaðsíður og það hefur ekki verið fallist á eina þeirra enn,“ var haft eftir Rowny. Það sem helst hefur vafist fyrir samningamönnum er hvemig sannreyna má að samningamir séu haldnir, verði á annað borð af þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.