Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 139.tbl.75.árg. MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rauði flotinn: Búnaður frá Kongsberg þegar kom- inn í kafbát ÓhIó, frá Jan-Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. RAUÐI FLOTINN er þegar far- inn að nota norskan ogjapanskan búnað, sem gerír kafbátum unnt að sigla nær hljóðlaust, en talið var að enn vœru 1-2 ár i það. Norska blaðið Aftenposten sagði frá þessu i gær. Kafbáturinn var þó ekki hljóðari en svo að hans varð vart með hlust- unarbúnaði í GIUK-hliðinu svokall- aða, milli Grænlands, íslands og Bretlandseyja." Norska ríkisvopnaverksmiðjan Kongsberg og japanska fyrirtækið Toshiba seldu Sovétmönnum búnað- inn þrátt fyrir bann við sölu herbún- aðar til austantjaldsríkja. Þurfti Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, að biðja Bandaríkja- forseta afsökunar vegna þessa. Suður-Kórea: Chun f orseti hittir stjórn- arandstöðu- leiðtogaídag Seoul, Reuter. FORSETI Suður-Kóreu, Chun Doo Hwan, f éllst i gær á að hitta helsta leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Kún Young Sam. Fundur- inn, sem eiga mun sér stað í dag, fer fram eftir tveggja vikna langar óeirðir og óvissuástand. Kim Young Sam mun ráðgast við annan stjórnarandstæðing, Kún Dae Jung, áður en til fundarins kemur, en sá hefur verið i stofu- fangeisi frá 10. april. Fundur þessi var ráðgerður skömmu eftir komu aðstoðarut- anríkisráð- herra Banda- ríkjanna, Gaston Sig- ur, til Kóreu, en hann var gerður út af Banda- ríkjaforseta til þess að hvetja stjórn Suð- ur-Kóreu til aðgerða í lýðræðisátt. Á sama tfma og Sigur ráðlagði utanríkisráðherra Suður-Kóreu að draga úr óánægju með viðræðum og málamiðlunum við stjórnarand- stæðinga, fór bandaríski sendiherr- ann til fundar við Kim Young Sam og sagði honum að stjórnarandstað- an hefði stuðning Bandaríkjastjórn- ar til þess að koma á lýðræði í landinu. Reuter Kim Dae Jung Perú: Morgunblaðið/Bjami Eiríksson SÆNSKU KONUNGSHJONIN AISLANDI Þriggja daga opinber heimsókn Karls XVI. Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar hófst í gær. í gærkvöld hélt forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, veislu á Hótel Sögu í tilefni heimsóknarinnar og var þar margt prúðbúinna gesta. Myndin er tek- in er konungshjónin komu til veislunnar. Sjá frásögn, myndir og forystugrein á miðopnu og ræður þjóðhöfðingjanna á bls. 30. Stjórnin biðst lausnar Líma, Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Perú, Luis Alva Castro, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ákvörðunin var tekin af ríkisstjórninni allri og sagði utanríkisráð- herrann að eðtiiegt væri að stjórnin færi frá um leið og leiðtogi hennar. Vitað var að Castro, sem einnig gegnir embætti fjármálaráðherra, vildi fara frá, en talið að að- eins yrði um forsætisráð- herraskipti að ræða. Engin stjórnarkreppa er þó talin framundan og situr núver- andi stjórn áfram þar til tekst að mynda nýja. Enn hefur engin athuga- semd borist frá forsetahöllinni, en vitað er að forsetanum, Al- an Gareia, var mjög umhugað um að Castro sæti áfram. Þeir hafa starfað saman allt frá Reuter sigri jafnaðar- Luis Alva Castro. mannaflokks Garcia árið 1985 og taldir bera ábyrgð á efnahags- stefnu stjórnarinnar. Talið er að Luis Alva Castro hyggist taka við Garcia sem for- seti árið 1990, en að Garcia getist minna að þeirri hugmynd. Segja fréttaskýrendur að Castro vilji hætta stjórnmálaþátttöku áður en að efnahagur landsins versni. Afvopnunarviðræðurnar: Shultz og Shevardnadze hittast í Washington í júlí Genf og Washington, Reuter. Utanrikisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þeir George Shultz og Edvard Shevardnadze, munu hittast í Washington um miðjan júlí, að því er Edward Rowny, sérlegur aðstoðarmaður Banda- rikjaforseta í afvopnunarmálum, sagði í gær. Tilgangur fundarins verður að hraða afvopminarviðræðum risaveldanna og liðka til fyr- ir samningi í þá veru. Rowny vildi ekki segja nákvæmlega hvenær fundurinn væri ráðgerður, en sagði þó að báðir aðilar hefðu fallist á að hann yrði í Washington um miðjan júli. Takist fundurinn eins og til er ætlast kann af vopnunarsáttmáli að verða undirritaður f yr- ir haustið. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að enn væri fundurinn ekki fastmælum bundinn. Rowny er nýkominn frá viðræð- um við samningamenn ríkjanna og sagði að fundur utanríkisráðherr- anna væri nauðsynlegur til þess að flýta fyrir samningaviðræðum stór- veldanna; sérstaklega ef samningar ættu að takast á árinu. Sagði Rowny að líklegt mætti telja að samningar um meðaldræg vopn tækjust fyrir haustið, ef utanríkis- ráðherrunum semdist vel. Aðalefni fundarins verða samn- ingaviðræður um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í heiminum og sérstaklega flauga í Evrópu. Síðast þegar fundur jafnhátt- settra ráðamanna var haldinn miðaði viðræðum þessum verulega áfram. Það var í apríl síðastliðnum, þegar Shultz sótti þá Shevardnadze og Gorbachev heim í Kreml, en að honum loknum hófust samninga- menn í Genf aftur handa við að koma sér saman um afvopnunar- samning. Eru menn þegar ásáttir um frumdrög slíks samnings, en þar er gert ráð fyrir að fækka veru- lega í kjarnorkuvopnabúrum stór- veldanna og að fjarlægja öll meðal- og skammdræg kjarnavopn úr Evr- ópu. Enn eru þó nokkur ljón í veginum fyrir samkomulagi og sagðist Rowny vona að takast mætti að ryðja þeim úr vegi á fundinum í Washington. „í drögununm er samningurinn orðinn 130 blaðsíður og það hefur ekki verið fallist á eina þeirra enn," var haft eftir Rowny. Það sem helst hefur vafist fyrir samningamönnum er hvernig sannreyna má að samningarnir séu haldnir, verði á annað borð af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.