Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Hentuqur hand- lyftari HPV800 Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð: 80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. BiLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 lngerhillur oq rekkar mm Eigum á lager og útvegum með stuttum fycirvara allar gerðir af vörurekkum ög lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. 2/ / / y 2/ £ UMBODS- OG HE/LDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML672444 Öllum, sem sýndu mér vinarhug á 80 ára afmœlinu, sendi ég mínar bestu þakkir. Bjarni G. Tómasson, BarmahliÖ 49. BILATORG NÓATLN 2 - SÍMl iClll.V' SAAB 9000 turbo 16 árg. 1987 Til sölu nýr Saab 9000 turbo 16 sjálfskiptur. Verð kr. 1.200.000,- í i ku'fx'íÁí 11? V ?. / mJm m * vÆ Morgunblaðið/Þorkell Nokkrír aðstandenda sænsku vörukynningarinnar. Frá vinstri Ægir Björnsson umboðsmaður Grund- éns, Esbjörn Sköld frá sænska útflutningsráðinu, Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri ÍSARN hf., Ágúst Ragnarsson frá Saab umboðinu, Bert Christiansson frá sænska útflutningsráðinu, Vigfús Geirdal blaða- fulltrúi, Reynir Guðmundnsson frá Gísla J. Johnsen, Guðmundur Ólafsson frá Johan Rönning, Sigurður Daníelsson frá Landsmiðjunni og Gunnar Ingibergsson innanhúsarkitekt. Þijátíu íslensk fyrirtæki kynna sænskar vörur SÆNSK vörukynning er haldin í Scania húsinu við Skógarhlíð og stendur hún yfir dagana 23. til 27. júni í tilefni af komu sænsku konungshjónanna hingað til lands. Sýningin var opnuð f gær kl. 15.30 og voru Karl XVI Gustaf Svíakon- ungur og Silvia drottning viðstödd opnunina ásamt forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur. Mats Hellström, landbúnaðar- og sam- starfsráðherra Svíþjóðar flutti opnunarræðuna. Þijátíu íslensk fyrirtæki taka þátt í kynningunni. Fyrirtækin flytja öll inn sænskar vörur og á sýningunni kennir ýmissa grasa. Sem dæmi má nefna að sýndir verða stórir þunga- flutningabílar, loftpressur, fólksbílar, heimilistæki, málningarvörur, tölvur og tölvubúnaður, matvæli, fatnaður og listiðnaðarvörur svo eitthvað sé nefnt. Er vörukynningin var kynnt fyrir blaðamönnum voru m.a. viðstaddir Esbjöm Sköld fulltrúi sænska út- flutningsráðsins og Bert Christians- son, einnig fulltrúi sænska útflutn- ingsráðsins og jafnframt forstjóri The Swedish Fishery Group. Á fund- inum kom m.a. fram að íslendingar fluttu inn vörur frá Svíþjóð fyrir 4.1 milljarð íslenskra króna á síðasta ári og nemur það 9% af öllum innflutn- ingi til landsins. Svíar flytja mun minna inn frá íslandi. Innflutningur frá íslandi hef- ur þó aukist jafnt og þétt á síðastliðn- um árum. Milli áranna 1985 og 1986 jókst hann úr rúmum 100 milljónum sænskra króna í 189 milljónir, eða um 87%. Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í vörukynningunni: ÍSARN hf., Veltir hf., Gunnar Ásgeirsson hf., Saab umboðið, Kosta Boda, Bangsi-Fix, Vélaverkstæði Sig. Sveinbjömssonar hf., Kristján Ó. Skagfjörð hf., Kristj- án Siggeirsson hf., Vélar og verkfæri hf., Vörumarkaðurinn, Ofnasmiðjan hf., Johan Rönning hf., Landsmicýan hf., Samband íslenskra samvinnufé- laga, Gísli J. Johnsen sf., Kúlulegu- salan hf., Kassagerð Reykjavíkur hf., Ásbjöm Ólafsson hf., Egill Áma- son hf., Vífilfell hf., Þórður Sveinsson co. hf., Ragnar-Herrafataverslun, Bjami Stefánsson, Sól hf., Vélsmiðj- an Héðinn hf., Slippfélagið í Reylgavík hf., Einar J. Skúlason hf., Heildverslun Þorsteins Gíslasonar og Harðviðarval. Útskrifaðist sem sjóliðsforingi Fyrsti íslendingxirinn sem lýkur prófi frá Háskóla bandarísku strandgæslunnar UNGUR íslendingur, Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, útskrifaðist nýlega sem sjóliðsforingi frá Háskóla bandarísku strandgæsl- unnar. Hann er fyrsti íslending- urinn sem lýkur sjóiiðsforingja- prófi frá þessum skóla. Ásgrímur, sem er 23 ára gam- all, hefur stundað nám við foringja- skóla bandarísku strandgæslunnar síðastliðinn fjögur ár og var hann Umboðsmaður óskast fyrir verkfræðiforrit MAPDAT A/S, sem er undirfyrirtæki VIAK A/S í Noregi, sérhæfir sig í talfræðilegri kortagerð og þróun og leiðbeiningu við notkun tölvuforrita. Við erum að leita eftir umboðsmanni eða sölumanni fyrir tölvuforrit okkar á íslandi. Við óskum eftir að komast í samband við fyrirtæki sem býr yfír góðri þekkingu á: land- mælingum, kortagerð, aðveitu- og fráveitufræði ásamt þekkingu á tölvum. Forrit okkar ná yfir landmælingar, hitaveitu-, vatnsveitu- og fráveituleiðslur, kapalkerfi (sjón- varps), kortaskráningu, flatmálsreikninga (skógrækt), líkanagerð á landslagi, upplýsingasöfnun með þrívíddar-ritara, breytingareikninga og fasteignaskráningu. Þróun á nýjum þrívíddarforritum fyrir skipulagsáætlanir og byggingahönnun er vel á veg komin' Vinsamlegast hafíó samband vió MAPDA TA/S, Postboks J53,1360Nesbru eóa hafíð sam- band riö Frode Roifsen eða Truls Korsæth í síma:90-47-2-849580um nánari uppiýsingar. MapDctf as eini útlendingurinn sem útskrifaðist þaðan að þessu sinni. Meðal þeirra sem voru viðstaddir útskriftina voru foreldrar hans, Camilla Pétursdóttir og Ásgrímur Bjömsson skipstjóri. Þá var Hörður Bjamason, sendifull- trúi við íslenska sendiráðið í Washington viðstaddur útskriftina fyrir hönd jslensku Landhelgis- gæslunnar. í fréttablaðinu „The Day“, sem er svæðisblað þar sem skólinn er í Connecticut, var löng grein um útskrift sjóliðsforingjanna þar sem Ásgríms er sérstaklega getið sem fyrsta íslendingsins sem lýkur prófi frá skólanum. Þar er þess ennfremur getið að Hörður Bjamason hafi verið viðstaddur sem fulltrúi íslensku utanríkisþjón- ustunnar. Ásgrimur Lárus Ásgrímsson að loknu prófi í einkennisbúning bandariskra sjóliðsforingja. Að lokinni stuttri dvöl hér á landi að prófi loknu hélt Ásgrímur á ný til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir sérstaka þjálfun í eitt ár hjá bandarísku strandgæsl- unni, en hann fer í þessa þjálfun á vegum íslensku Landhelgisgæsl- unnar. Nýútskrifaðir sjóUðsforingjar fagna próflokum með því að kasta húfum sínum og merkjum samkvæmt gamalli hefð. Mynd þessi birt- ist í svæðisblaðinu „The Day“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.