Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 17 Tónlistarskólinn í Reykjavík: Aldrei fleiri lok- ið burtfararprófi Tónlistarskólanum í Reykjavík var slitið fyrir skömmu í Háteigs- kirkju. Skólastjórinn, Jón Nordal, flutti skólaslitaræðu og afhenti nemendum skirteini sín. Að þessu sinni lauk 31 nemandi burtfararprófi, en 4 luku prófi í fleiri en einni grein. Þetta er stærsti hópur sem brautskráður hefur verið frá skólanum frá upphafi. Eftir deildum skiptast burtfarar- prófsnemendur þannig: 6 tón- menntakennarar, 1 blásarakennari, 2 blokkflautukennarar, 1 sellóleik- ari, 6 píanókennarar, 6 tóku lokapróf í tónfræðadeild, 6 tóku burtfararpróf í hljóðfæraleik, 6 luku einleikaraprófi og 2 einsöngvara- prófi. Við skólaslitin var skólanum færðar gjafir frá þeim sem nú út- skrifuðust og þeim sem luku námi fyrir 10 árum. Skólastjóri þakkaði þeim hlýhug og tryggð við skólann. Einn af kennurum skólans og einn af fyrstu nemendum hans, Margrét Eiríksdóttir, lætur af störfum við skólann í vor. Voru henni þökkuð frábær störf í þágu skólans og var hún hyllt af kennurum og nemend- um. í frétt frá skólanum segir að starfsemi hans verði öflugri og fjöl- breyttari með hveiju árinu. Gert hafi verið mikið átak til eflingar Sýning á sænskum frímerlgum I tilefni af heimsókn sænsku konungshjónanna var í gær opn- uð sýning á sænskum frímerkj- um. Sýningin er haldin í af- greiðsiusal pósthússins í Póst- hússtræti og inniheldur sænsk frímerki frá nokkrum síðustu áratugum. Búist er við að sýning- in standi yfir í mánaðartima og er opin á afgreiðslutíma póst- hússins sem er eftirfarandi: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 8.30 til 16.30 og þriðjudaga og fimmtudaga frá 8.30 til 17.30. Aðgangur er ókeypis. bóka- og plötusafni skólans og leit- að til einkaaðila í íjáröflunarskyni. Hafi það borið góðan árangur og er skólinn mjög þakklátur fyrir þann stuðning. Þá segir einnig að samstarf skól- ans við Sinfóníuhljómsveit íslands hafi verið mjög ánægjulegt á skóla- árinu. Nemendur sem tóku einleik- arapróf léku með sinfóníuhljóm- sveitinni í Háskólabíói í febrúar og í maí frumflutti hún fjögur ný verk burtfararprófsnemenda í tónfræða- deild. Tónleikahald var mjög mikið á vegum skólans á síðasta skóla- ári, yfir tuttugu opinberir tónleikar auk tónleikahalds innan skólans. (Fréttatilkynning) Burtfararprófsnemendur frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987. Fjórða ferð Nörrðnu á morgun: Nýr biðsalur tekinn í notkun FERJAN Norröna kom í fyrsta skipti í sumar 6. júní og fjórða ferð hennar út verður á morgun. Nokkuð vinsælt er hjá íslending- um að fara vikuferð til Færeyja eða skipta tímanum á milli Fær- eyja og Hjaltlandseyja, að sögn Jónasar Hallgrimssonar, á Seyð- isfirði, umboðsmanns Norrönu. í sumar var tekinn í notkun nýr biðsalur fyrir farþega. í hverri ferð eru frá 350 upp í 550 farþegar. Jónas sagði að erlendir ferðamenn væru nokkuð færri en í fyrra enda hefði verið kaldur vetur í Evrópu og þá sæktu ferðamenn þaðan frek- ar suður á bóginn. Hlýtt og gott veður hefur verið á Seyðisfírði og gera erlendu ferðamennimir oft stutta viðdvöl þar í bakaleiðinni. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' síöum Moggans! ' Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins [ ' 'ftl tí.f C Bílar til afgreiðslu strax Verð frá kr. 376.100.- JOIFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.