Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Skilningnr eykst á þýð- ingu góðra loftræstikerfa eftir Kristján Ottósson Það var fyrst um síðustu aldamót að farið var að leggja frárennslis-, vatns- og hitalagnir í hús hér á landi. Nú, rúmlega áttatíuogfimm árum síðar, er ekki byggt það hús sem ekki er útbúið fullkomnum lagnakerfum. Þótt lagnakerfi hafi verið lögð í hús allt frá aldamótum var almennt ekki farið að hanna og teikna þau fyrr en í kringum 1940 og það var fyrst um 1960 sem byggingarfull- trúi í Reykjavík fór að hafa eftirlit með uppsetningu og frágangi lagnakerfa annarra er^ loftræsti- kerfa. Eftirlit byggingafulltrúa með loftræstikerfum var tekið upp með nýrri byggingarreglugerð árið 1979. Þótt margt hafí vel til tekist við gert loftræsti- og hitakerfa hér á landi má víða betur gera. Endurbætur á loftræsti- og hita- kerfum þar sem aðaláherslan er lögð á bætta orkunýtingu og verður sífellt stærri hluti af starfí lagna- manna. Meiri kröfur eru nú gerðar til loftræstikerfa en áður, bæði hvað varðar bætta meðhöndlun lofts, nákvæmari stjómun umhverfísað- stæðna og aukna sjálfvirkni. Stýritækni hefur tekið stórstíg- um framförum og þar eiga mögu- leikamir enn eftir að aukast eftir því sem tölvutækni fleygir fra’m. Ýmsir þeir sem vinna við hönnun og uppsetningu lagnakerfa höfðu oft rætt um nauðsyn þess að stofna félag, á breiðum grundvelli, þar sem lagnahönnuðir, blikksmiðir, pípu- iagningamenn og seljendur bygg- ingarefna gætu komið saman og rætt sameiginleg hagsmuna- og fræðslumál. Lagnafélag íslands var síðan stofnað þann 4. október 1986. Hlutverk félagsins er, samkvæmt lögum þess, að stuðla að þróun lagnatækni og gagnkvæmum skiln- ingi milli þeirra stétta sem að lagnamálum vinna. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að: 1. Skipuleggja fyrirlestra og námskeið ásamt útgáfu fræðslurita. 2. Stuðla að rannsóknum, stöðl- um og tæknilegum umbótum í lagnatækni. 3. Stuðla að og fylgja eftir hæfni- og menntunarkröfum þeirra er að lagnaframkvæmdum standa. 4. Taka þátt í alþjóðastarfsemi á sviði lagnatækni. Þegar hafa þrír fræðslufundir verið haldnir á vegum félagsins, fyrsti um varmaskipti, annar um snjóbræðslulagnir og þriðji um hönnun, útboð, smíði, eftirlit, út- tektir og viðhald loftræsti- og hitakerfa. Að fenginni reynslu er ljóst að löngu var orðið tímabært að bind- ast samtökum til að efla samstarf og gagnkvæman skilning milli aðila sem starfa að fræðilegri og hag- nýtri lagnatækni. í 14. gr. laga Lagnafélags ís- lands segir: Stjóm félagsins skal ár hvert tilnefna í Fagráð og skipa formann þess. Fagráð skal vera stjóminni til fulltingis við að ná fram tilgangi félagsins. í Fagráði sitja nú yfír 50 fulltrú- ar frá rúmlega þijátíu stofnunum, samtökum og skólum. Guðni Jó- hannesson verkfræðingur, er formaður Fagráðs. Fagráð var kallað saman 5. mars 1987 og mættu þar rúmlega tutt- ugu fulltrúar. Á þessum fundi voru rædd ýmis mál m.a. plastefni í rör- um, gæðamál í öllum starfsgreinum innan félagsins og staðlamál. Starfsemi Fagráðs er enn ekki fullmótuð og bíður formanns þess Kristján Ottósson og fulltrúa í Fagráði mikið starf og fjölbreytt, ef vel tekst til um stefnumótun. En hveijir eiga erindi í slíkt félag? Allir, jafnt einstaklingar, fyrir- tæki, stofnanir og félög sem í starfí sínu hafa nána snertingu við tækni- leg og/eða fagleg vandamál á sviði lagnatækni og hafa til að bera þekkingu eða reynslu á því sviði. Hér má til nefna einstaklinga frá meistara- og sveinafélögum blikk- smiða og pípulagningarmanna, verkfræðinga, tæknifræðinga selj- enda, fulltrúa stofnana og skóla. Þessi upptalning telst þó engan veginn tæmandi. Hér verður hver og einn að líta í eigin barm og spyija sjálfan sig hvort ekki sé ástæða til að styðja þetta félag, sér og öðrum til halds og trausts. í Lagnafélagi íslands eru nú yfír 230 félagsmenn. En styrktarfélagar geta orðið fyrirtæki, stofnanir og félög sem að öllu eða einhveiju leyti helga starfsemi sína fræðilegri og hagnýtri lagnatækni. Styrktarfélagar hafa rétt til að eiga fulltrúa á fundum, fyrirlestrum og námskeiðum sem félagið gengst fyrir. Þörf er á auknum umræðum og skoðanaskiptum allra aðila sem á þessu sviði starfa. Ekki er nóg að binda sig ein- vörðungu við þröng áhugasvið, hvort sem um er að ræða það fag- lega eða fræðilega. Innsýn í störf annarra í vinnslu- keðjunni hljóta að stuðla að jákvæðari og árangursríkari sam- skiptum. Þörfín á samræmdri túlkun og framsetningu gagna er brýn svo allt gangi eins og til er ætlast. Þetta nær aldrei fram að ganga svo að viðunandi sé nema borin sé virðing fyrir verkþáttum hvers og eins. Þetta gildir fyrir allan vinnslufer- ilinn, frá frumhönnun til lokafrá- gangs að ógleymdu viðhaldi sem öll lagnakerfí þurfa á að halda. Eitt er það svið þar sem mikið verk er óunnið, það eru reglugerðir. Árið 1979 var t.a.m. gefín út byggingarreglugerð sem gilda á hvarvetna á landinu. Þar eru áberandi tilvísanir í íslenska staðla sem enn þann dag f dag eru óútkomnir. Hér er eflaust um að kenna fjár- magnssvelti til handa Iðntækni- stofnun íslands sem á að standa að útgáfu þessari. Hér þarf að koma af stað umræð- um og reyna að marka sameigin- lega stefnu í þessum málum. Því má segja að L.A.F.Í. sé til- valinn grundvöllur til að knýja á um úrbætur. Það hlýtur að vera tækni- og fagmönnum til framdráttar og stuðningur við stofnanir sem að þessum málum vinna. En lítum aðeins til baka, tökum dæmi og skoðum í huga okkar hvað áunnist hefur. Það er nánast óskiljanlegt að það skuli viðgangast á slíkri tækniöld sem við búum á að hægt sé að skila loftræsti- og hitakerfum til notenda án þess að láta upplýsingar fylgja um það hvernig daglegur rekstur og stilling kerfanna og ein- stakra tækja þeirra eigi að vera. Fyrir stuttu fór ég í eftirlitsferð í eitt hús Reykjavíkurborgar. Þar átti að vera nokkuð gott útsog bæði frá eldhúsi og öllu húsinu. Ég bað forstöðukonuna að sýna mér gangsetningarrofann fyrir út- sogskerfíð. Hún skildi mig ekki, svo ég leitaði og fann rofann og gang- setti kerfið. Þá sagði forstöðukonan: „Ég er svo aldeilis hissa, ég er búin að vera hér forstöðukona í 9 ár og hef aldrei haft hugmynd um að hér væri loftræstikerfí. Þó hefur fólkið alltaf verið að kvarta undan þungu lofti." Stutt er síðan ég var beðinn um að kanna útsog í öðru húsi borgar- innar. Þar áttu að vera tvö útsogs- kerfí. Ástandið var þannig að blásarann vantaði á annað kerfið, hafði aldrei verið settur upp, en í hinu kerfínu hafði ekki verið lagt rafmagn til blásarans. Þama voru liðin 7 ár frá því að húsið var tekið í notkun og úttektir skrifaðar. Þau eru ekki fá loftræstikerfín sem slökkva þarf á ef nota þarf rýmið sem blásið er inn í, ýmist vegna hávaða eða óþæginda af loft- straumi. Fyrir nokkru kom ég í samkomu- sal í húsi hjá borginni. Ég tók eftir að mjög fljótlega varð þungt loft í salnum, því hann var fullur af fólki. Ég fór til húsvarðarins og spurði hvers vegna væri slökkt á loftræsti- kerfinu. Svarið var að fólkið kvartaði undan kulda. í tvö og hálft ár sem húsið var búið að vera í notkun hafði hann slökkt þegar fólkið gekk í salinn og kveikt þegar það fór út. Hvers vegna? Innblástursristar vora 3 metra uppi á vegg öðra megin í salnum og vora þær með föstum 15 gráðu halla á blöðum. Þær snéra öfugt, blésu niður á stólana og gerðu það að verkum að ekki var hægt að sitja í fjórðu stólaröð eftir salnum endilöngum, nema að slökkt væri á kerfinu. Hugsa sér að þama höfðu farið Lokunartími sölubúða og almenningsálitið eftirHjört Jónsson Lýðræði köllum við okkar stjóm- arfar og sem betur fer er hér þó nokkurt lýðræði. Forustumenn þjóðarinnar geta ekki bolast enda- laust, þegar almenningsálitið kemur til skjalanna. Verkalýðsleiðtogar hafa oft óeðlilega hátt og gera stundum fár- ánlegar kröfur, annars eiga þeir á hættu að þeim verði vikið til hliðar. Þeir mega þó ekki telja umbjóðend- um sínum trú um fölsk gæði, eða skella skolleyram við þróuninni, því það hefnir sín síðar. í meira en 40 ár hefur staðið í samningum verslunarfólks og kaupmanna ákvæði um opnun og lokun sölubúða. Allan tímann hefur þetta ákvæði verið báðum aðilum til ills og neytendum til óhagræðis. Allar aðrar stéttir semja um laun fyrir þann vinnutíma, sem starf- seminni og öllum aðstæðum hentar best: dagvinnukaup, eftirvinnukaup og kaup fyrir nætur- og helgidaga- vinnu. Sú staðhæfíng forastumanna Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, að það þjónaði hagsmunum launþega í verslun, að binda lokun- artíma sölubúða í kjarasamningum, hefur alla tíð verið röng. Vinnu- þrælkun er aðeins gamalt rök- þrota-slagorð, sem ekki á hér við. Það er enginn neyddur til að vinna í verslun. Sé verslunarfólk verr launað en aðrar stéttir þá geta þess- ir forastumenn aðallega sjálfum sér um það kennt. Það era margar verslanir opnar fram á kvöld og á helgidögum um allt land, svo sem sölutumar, veit- ingaverslanir, æ fjölbreyttari og stærri verslanir á hverri bensínaf- greiðslu og almennar verslanir, þegar komið er út fyrir bæjarmörk- in. Engin vinnuþrælkun eða vand- ræði virðast í sambandi við þetta. Það er heldur ekki rétt að vakta- vinna sé ekki til í versluninni. Stór hluti afgreiðslufólks í verslun era konur á öllum aldri, og það færist stöðugt í vöxt að þær vinni hálfan dag eða hluta úr degi. Svona era vaktastörf unnin í versluninni nú þegar með góðu samkomulagi milli launþega og kaupmanna. Um næt- urvinnu er aldrei að ræða. Húsmæður og fleiri konur og karlar vinna hlutastörf í verslun og það hentar báðum aðilum ágætlega. Þetta mun ekkert breytast við frjálsan afgreiðslutíma. Engin vinnuþrælkun, og hver segir að vinnudagurinn verði lengri þó opn- unartíminn sé fijáls? Það er langt frá því að vera sjálfsagt, og raunar mjög ólíklegt að svo verði almennt. Þegar fijáls opnunartími verslana kemst á, þá verður aðalbreytingin sennilega sú, að verslanir verða opnar á þeim tíma sem viðskipta- vinimir vilja helst versla. í 30 ár hefur undirritaður skrifað þó nokkuð margar blaðagreinar um opnunar- og lokunartíma sölubúða. Þar hefur alltaf verið hvatt til þess að losa þessi ákvæði út úr kjara- samningum, því þau hafa ráðið miklu um afstöðu borgarstjómar Reykjavíkur til málsins. Nú er mælirinn sjáanlega fullur. Innflutn- ingsfrelsi og verðmyndunarfrelsi er gengið í garð og frelsi til að þjóna betur neytendum í höfuðborginni og þeim, sem hana sælcja, er ekk- ert varasamt eða flókið frelsi eins og kom fram í umræðum sumra borgarfulltrúa á nýafstöðnum fundi í borgarstjóm, heldur sjálfsagt frelsi. Menn treysta því, að öll borgarstjómin sjái hve gott mál er hér á ferðinni fyrir þá er verslun stunda og þó fyrst og fremst fyrir allan almenning. Verslunin, þessi homreka, er með auknu frelsi nokkuð að rétta úr kútnum. Forastufyrirtæki eins og Hagkaup og mörg fleiri hafa rutt veginn. Hin jákvæðu áhrif af sam- keppni era þegar farin að skila sér til fólksins i landinu. Enginn skyldi þó halda að þetta komi allt í slq'ótri svipan. Jafnvægi næst aðeins á Hjörtur Jónsson „Þegar frjáls opnun- artími verslana kemst á, þá verður aðalbreyt- ingin sennilega sú, að verslanir verða opnar á þeim tíma sem við- skiptavinirnir vilja helst versla.“ löngum tíma. Þetta veit verðlags- stjóri og hefur hagað störfum sínum samkvæmt þvf af góðum hyggind- um. En þó hér hafí skipt um til hins betra fyrir verslunina, þá er til- hneigingin ennþá rík að halda henni í öskustónni og sjást þess mörg dæmi. Hér era nokkur: Sérstakur skattur er lagður á verslunarhúsnæði en ekkert ann- að húsnæði. Hvers vegna? Smásöludreifingin er skylduð til að veita sumum viðskiptamönnum sínum lán í formi kortaviðskipta, og greiða há innheimtulaun af lán- unum. Hversvegna þá ekki að lána öllum, láta eitt yfír alla ganga? íslensku flugfélögin hafa hærri fluggjöld til útlanda ef menn era í viðskiptaerindum. Hvers vegna? Og hvað segja menn svo um hina voðalegu ólaunuðu nauðungar- vinnu, sem liggur á kaupmönnum við að innheimta söluskattinn? Hversvegna þegja samtök kaup- manna? Aðeins fjögur dæmi. Málin ganga ekki fram af sjálfu sér, það þarf að kynna þau og rökstyðja. Lýðræðið bendir manni á aðferðina. Almenningsálitið þarf að vera hliðhollt því sem gera skal. Dagblöð ná til allra landsmanna, sama er að segja um sjónvarp og útvarp. Afkoma þessara fjölmiðla byggist mjög mikið á verslunar- stéttinni, þeir standa henni líka opnir til þess að kynna stöðu sína. Verslunarstéttin er ekki saklaus f sínum eigin málum, hún þarf að halda vel vöku sinni alveg eins og aðrir hagsmunahópar. Það getur tekið 30 ár að koma málum í höfn, eins og að framan getur. Nú er vandlega leitað að skattstofnum fyrir ríkið. Era vamir verslunar- stéttarinnar nógu traustar? Er ekki vissara að merkja Hús verslunar- innar með stóram stöfum. Sólstöður 1987. Höfundur er knupmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.