Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 23 Er mjög hryggur yfir framferði Islendinga - segir sir Peter Scott sem hefur skilað fálkaorðunni SIR PETER Scott hefur skilað íslensku fálkaorðunni sem hann fékk fyrir rannsóknir á heiðargæsinni á íslandi. Sir Peter ger- ir þetta í mótmælaskyni við hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni sem hann telur vera óheiðarlegar og brot á reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins sem íslendingar eigi að hlíta samkvæmt al- þjóðalögum. Sir Peter Scott, sem nú er 77 ára að aldri, er heimsþekktur nátt- úrufræðingur. Hann var einn af stofnendum World Wildlife Fund Intemational og er nú heiðurs- formaður samtakanna. Sir Peter situr nú ársfund Al- þjóða hvalveiðiráðsins í Boume- mouth. Morgunblaðið hitti hann þar að máli og spurði hann fyrst um ástæður þess að hann skilaði fálka- orðunni. „Ég skrifaði forseta íslands á síðasta ári og sagði að ég hefði miklar áhyggjur af því að íslend- ingar væru að nota vísindin sem yfírskin til að bijóta í bága við samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðs- ins og halda áfram hvalveiðum. Ég tók þetta svo nærri mér að ég tilkynnti að ef veiðamar héldu áfram yrði ég að skila fálkaorðunni. Ég fékk staðfestingu frá forseta- embættinu um að bréf mitt hefði borist þangað en engin önnur svör. Þegar ný hvalvertíð hófst á íslandi fyrir viku sendi ég fálkaorðuna til forsetaembættisins eins og ég sagðist myndu gera. Eg vona að íslendingar bijóti ekki allar brýr að baki sér og gangi úr Alþjóða hvalveiðiráðinu eins og þeir hóta nú, því það gæti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir ís- land. Mér þykir mjög vænt um ísland og á þar mjög marga vini og það hiyggir mig að íslendingar skuli fara þannig fram á mjög vafa- saman hátt. Það er ekki heiðar- legt.“ — Heldur þú að vísindaveiðar íslendinga hafí slæm áhrif á al- menningsálitið? „Ég held það. Samkvæmt al- þjóðalögum eru íslendingar skuld- bundnir að fara eftir þeim fyrirmælum sem Alþjóða hvalveiði- ráðið setur, þar sem ísland er meðlimur í ráðinu og verður að vinna þar af heiðarleika. Það er brot á þessari skuldbind- ingu að veiða hvali í vísindaskyni Sir Peter Scott þegar það er ljóst og yfirleitt viður- kennt í Alþjóða hvalveiðiráðinu, að engin þörf eða réttlæting sé á hval- veiðum í þágu vísindanna. Ef íslendingar ganga úr ráðinu og halda áfram að veiða hvali eru þeir að stunda sjóræningjahvalveið- ar og ég gæti ekki afborið að sjá íslendinga fá á sig slíkan stimpil." — Telur þú þá ástæður fslend- inga fyrir vísindaveiðunum mark- lausar? „Ég tel ekki að þær ástæður sem íslendingar gefa upp fyrir veiðun- unum séu gildar. Ég er að vísu ekki vísindamaður sjálfur, en vísindamenn hafa varað við að taka áhættu með dýrategundir sem eru í hættu að deyja út. Vísindaveiðar eru óþarfar og það er ekkert meira hægt að læra af dauðum hvölum. Þótt sumir haldi því fram er það ekki rétt. Japanir halda því til dæmis fram að þeir þurfí að veiða steypireyði, stærsta dýr jarðarinn- ar, ekki til þess að rannsaka innihald maga hennar heldur til að rannsaka innihald maga smokk- fískanna sem steypireyðurin étur. Þetta hlýtur að vera einhver óburð- ugasta ástæða sem fundin hefur verið fyrir að veiða síðustu steypi- reyðimar. íslendingar ætla í ár að veiða 80 langreyðar sem er annað stærsta dýr jarðar og ég tel það vera hættulegt stofninum," sagði sir Peter Scott að lokum. UÓMANDIBÍLL í HVELLI Bröste hreinsivörurnar vinna kraftaverk á bilnum: Splendo gerir rúdumar skínandi hreinar á augabragdi. Basta Vinyl Extra fjarlægir óhreinindi af vinyl eöa plasti utan á bílnum t.d. studurum. Polish Spray er bón sem setur sterkan gljáa á lakkid og ver það raka og óhreinindum. Rens-Lak djúphreinsar bíllakkið sem fær þá sinn upprunalega lit. Bröste gædavörur fást á bensinstödvum Esso. Olíuf élagið hf 1 z í Samið við arkitekt tónlistarhússins Fjárskortur háir framkvæmdum. SAMTÖK um byggingu tónlistarhúss hafa nýlega samið við Guðmund Jónsson arkitekt um teikningar af húsinu og er áætlað að hann ljúki verkinu og skili þvi af sér fyrir Iok þessa árs. Að sögn Ármanns Amar Armannssonar hefur mikill fjárskortur staðið þessum samtök- um, eins og mörgum öðrum áhugamannasamtökum, fyrir þrifum og valdið því að dregist hefur að taka ákvarðanir um framkvæmdir. Snemma í vor var haldinn fundur störf. Öll hönnunarvinna kostaði í fulltrúaráði samtakanna og voru þar saman komnir fulltrúar allra tegunda tónlistar. Armann Öm sagði að mikil eining hefði ríkt á fundinum og hefðu allir fundarmenn verið sammála um að biýnasta verkefni samtakanna þessa stundina væri að leita leiða til fjáröflunar og fara af stað með fláröflunarherferð hið fyrsta. Skipað var í fláröflunar- neftidir sem koma til með að starfa fram eftir sumri og skila af sér þeim hugmyndum sem fram koma áður en sumri lýkur. Armann sagði að um þessar mundir væri unnið að ráðningu hönnuða og væru þeir nú að heQa mikið og næmi kostnaður við hana u.þ.b. 10% af heildarbyggingar- kostnaði hússins. Á fundi fulltrúar- áðsins var einróma samþykkt að hönnuninni yrði haldið áfram á með- an verið væri að hugsa upp fjáröflun- arleiðir. Má búast við því að seinni hluta sumars verði farið af stað með kynn- ingu á samtökunum og markmiðum þess, að sögn Armanns. Samhliða þessu væntanlega kynningarátaki verður að öllum líkindum reynt að safna nægilegu flármagni til að framkvæmdir við húsið geti hafíst sem fyrst. Hátt fiskverð í Þýzkalandi TOGARINN Snorri Sturluson RE seldi tæplega 230 lestir, mest karfa i Bremerhaven í gær. Verð að meðaltali var 67,39 krónur, sem er mun hærra en fengizt hefur fyrir íslenzkan fisk i Þýzka- landi að undanfömu. Ástæðan er meðal annars Iágt hitastig, aukin eftirspum og minnkandi fram- boð. Snorri seldi alls 228,6 lestir fyrir 15,4 milljónir króna. Meðalverð var 67,39 krónur. 70 lestir af þorski voru í aflanum en að öðru leyti var hann að mestu karfí. Gámasendingu til Þýzkalands seinkaði vegna vélar- bilunar flutningaskips. Gámamir koma ekki á markaðinn fyrr en í dag eða á morgun og kann það að hafa haft einhver áhrif til hækkunar á fiskverðið í gær, en þá var aðeins á boðstólum fískur úr Snorra. Guðmundur Kristinn SU seldi í gær 67 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3,6 milljónir króna, meðalverð 55,46. Fyrir þorsk í aflanum fengust að meðaltali 66,96 krónur á hvert kíló, fyrir ýsu 58,83 og fyrir ufsa 29,99. Engir gámar héðan voru komnir á markaðinn, en úr þeim verður selt síðar í vikunni. .740.- Stgí- Veldu þér SANYO bíl- tæki og JENSEN hátal- ara í bflinn. Því þú hlustar hvergi meira á útvarp en í bílnum. Athugaðu það. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.