Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Unglingar úr Kirkjubæjar skóla á alþjóðlega leik- listarhátíð í Austurríki Björgvin Pálsson ásamt þremur verka sinna. Björgvin Pálsson í FIM-salnum BJÖRGVIN Pálsson sýnir nú í fyrsta sinn á íslandi ljósmyndir sem unnar eru með gúmbíkróm- atlausn. Myndirnar eru stækkaðar á vatnslitapappír sem penslaður hefur ! verið með gúmbíkrómatlausn. Við þetta fá myndimar grófa áferð og ending þeirra margfaldast. Björgvin var nýlega úthlutað starfslaunum frá Kópavogsbæ og þau gera hon- um kleift að þróa tækni sína frekar. Fyrir síðustu aldamót var þessi sér- stæða vinnsluaðferð mjög vinsæl í almennri ljósmyndun. Björgvin sýnir yfír 40 myndir, mest fuglamyndir og portrett. Sýn- ingin er í FÍM salnum, Garðastræti 6. Hún stendur til 28. júní og er opin frá 2-7. Aðgangur er ókeypis. Kirkjubæj arklaustri. Síðastliðinn vetur var starf- andi leiklistarklúbbur í Kirkju- bæjarskóla undir stjórn Guðrúnar Höllu Jónsdóttur. Eft- ir áramótin var ráðist í að setja á svið leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir“ í leikgerð Ólafs Hauks Símonarsonar. Far- ið var í leikferð um Suðurland auk 3ja sýninga á Kirkjubæjar- klaustri. Nú hefur frést að hópnum hafí verið boðið á leiklistarhátíð í Aust- urríki og af því tilefni var haft samband við Guðrúnu Höllu leik- stjóra. Hver voru tildrögin að þessu? Upphaflega var það þannig að ég hafði samband við Sigrúnu Val- bergsdóttur hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga til þess að afla mér upp- lýsinga um tæknibrellur. Þegar hún spurði um verkið og heyrði að þetta var áhugasamur hópur sem hafði unnið þetta frá grunni bæði hvað varðar leikmynd, búninga og annað og unglingar í öllum hlutverkum, spurði hún mig hvort við værum tilbúin að fara með verkið á leiklist- 17. júní á Vopnafirði Vopnafirði. FRIÐARHLAUPIÐ og 17. júní- dagskrá ungmennafélagsins Einheija féllu skemmtilega sam- an hér á Vopnafirði, en að kvöldi 16. júni tóku Vopnfirðingar við friðarkyndlinum upp á Hellis- heiði og hlupu með hann í einum áfanga til Vopnafjarðar, rúm- lega 25 kilómetra leið. Að morgni þjóðhátíðardagsins Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu þriðju- daginn 23. júní þar sem greint var frá gjöfum er heilsugæsiustöðinni á Hellissandi bárust. I fréttinni var rangt farið með félag það er gaf lampa og heymar- og augnrann- sóknartæki. Hið rétta er Kvenfélag Hellissands en ekki Kaupfélag Hellissands. Beðist er velvirðingar á þessu. tók svo 2. deildarlið Einheija við að hlaupa og skilaði kyndlinum til Bakkfírðinga og höfðu Vopnfírðing- ar þá hlaupið yfír 50 km og mun það vera með þvi lengsta sem hlaup- ið er á vegum eins félags í þessu friðarhlaupi. Það vakti mikla athygli forráða- manna hlaupsins hversu margir hlupu í einu, en milli 30 og 40 manns hlupu saman stóran hluta leiðarinnar. Að friðarhlaupi loknu var þjóðhátíðardagskrá á íþrótta- vellinum á vegum ungmennafélags- ins Einheija að viðstöddu fjölmenni í ágætu veðri. Á dagskrá voru íþróttaleikir, hlaup, knattspyma, keppni á fjórhjólum og fleira. Mikla hrifningu vakti keppni í hástökki milli starfsfólks Kaupfé- lags Vopnfírðinga og starfsfólks frystihúss Tanga hf. Keppt var með svokallaðri frjálsri aðferð og lauk með sigri fiystihússfólksins. Einnig má nefna knattspymuleik liðmanna Einheija sem að þessu sinni kepptu við eiginkonur sínar og lauk leikn- um með sigri eiginkvennanna sem vom mun hressari í hreyfíngum en karlaliðið, en þeir kepptu í slökkvi- liðsbúningum. Að lokinni dagskrá á íþróttavellinum var ungmennafé- lagið með kaffísölu og þjóðhátíðinni lauk svo með fjölskyldudansleik um kvöldið. - B.B. o INNLENT Guðrún Halla Jónsdóttir leik- stjóri. arhátíð í Prag eða Austurríki. Á þessu stigi fannst mér ekki hægt að svara þessu þar sem æfíng- ar voru ekki langt komnar. En þegar fmmsýning var afstaðin og gekk mjög vel, undirtektir mjög góðar, þá var haldinn fundur með aðstandendum bamanna þar sem hugmyndin um ferðalag var rædd. Virtist það vera samdóma álit barn- anna og foreldranna að þiggja þetta boð og vinna að málinu eins vel og hægt væri. Hvert er svo förinni endanlega heitið? Förinni er heitið til Austurríkis þar sem við munum fyrst vera með 2 sýningar í Salzburg á vegum áhugaleikfélags þar, þaðan fömm við til Bad Radkersburg, sem er við landamæri Austurríkis og Júgó- slavíu, þar sem við munum taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð unglinga. Sú hátíð tekur 4 daga og þar verða 20 þjóðir með full- trúa, allt unglinga á bilinu 10—18 ára. Hvað er hópurinn stór sem þú ferð með? í leikhópnum vom í vetur 18 unglingar á aldrinum 12—15 ára. Einn leikaranna getur því miður ekki farið með þannig að í hópnum em 17. Annar ljósamaðurinn hljóp í skarðið í hlutverk þess sem gat ekki farið. Hvernig hefur undirbúningi verið háttað? Við sýndum 6 sýningar í mars- mánuði hér heima og á Suðurlandi og tókum síðan aftur upp æfíngar ll.júní og komum til með að hafa 1 sýningu hér heima áður en farið verður. Það verður 25. júní. Þangað til verða æfíngar á hveijum degi, nema 17. júní! Það sem við leggjum aðaláherslu á núna á æfingum em hreyfíngar, þar sem áhorfendur í Austurríki skilja auðvitað ekki mál- ið. Leikskráin verður hins vegar bæði á ensku og þýsku. Hvenær leggið þið svo af stað út? Við leggjum af stað 28. júní og verðum í Salzburg til 3ja júlí þaðan fömm við til Bad Radkersburg og verðum þar til 8. júlí en síðan ökum við til Munchen og þaðan um Lux- emburg heim og reynum að skoða það markverðasta á þessari leið. Hvernig er með fjármögnun og aðra praktiska hluti, farar- stjórn og þess háttar? í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um það í upphafi að um er að ræða samvinnuverkefni skólans og UMF Armanns, og þeir sem hafa aðallega starfað fyrir þessa aðila og fara með út sem fararstórar em Jón Hjartarson, Áslaug Ólafsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson. Foreldrar hafa auk þess staðið dyggilega við bakið á okkur. Auk þess mun Æsa Siguijónsdóttir taka á móti okkur í Salzburg og verða okkur innan handar meðan á dvölinni stendur. Ég sé hins vegar eingöngu um leik- stjómina, og allt seim snýr að leikritinu sjálfu er í mínum höndum. Leitað hefur verið til margra fé- laga og fyrirtækja, bæði hér í sýslunni og annars staðar til fjár- stuðnings. Mörg þeirra hafa tekið okkur vel og stutt okkur dyggilga. Þeir aðilar sem við helst höfum leitað til em þeir sem aðstandendur sýningarinn- ar skipta helst við auk fyrirtækja sem við beinlínis auglýsum fyrir. Við teljum þetta vera góða land- kynningu og svona uppátæki vekja alltaf heilmikla athygli. Ég vil hér koma á framfæri, fyrst tækifæri gefst til, að betur má ef duga skal, endar ná ekki ennþá saman, svo allir styrkir em vel þegnir. Eitthvað að lokum? Þetta er búin að vera skemmtileg vinna og gaman að vinna með þess- um krökkum. Ég hvet fólk til að koma á síðustu sýninguna því það er mikill stuðningur áður en lagt er af stað í ferðina. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar [ húsnæöi i Kópavogur — Miðbær Höfum til sölu iðnaðarhúsnæði á besta stað í miðbæ Kópavogs. Húsnæðið er 700 fm með byggingarétti fyrir ca 1000 fm að auki. Upplýsingar veitir fasteignasalan: Fjárfesting, sími 622033. Laus íbúð í Hamborg ca. 45 fm. með húsgögnum, síma og sjónvarpi í topp standi til leigu frá og með 1. sept. 1987 til 1. feb. 1988 eða eftir samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúm- er inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. júní 1987 merkt: „Hamborg — 4029“. Sumarhústil leigu Á Landamóti í Köldukinn S-Þing. er gistiheim- ili fyrir 10-12 manns. Öll aðstaða fyrir hendi, sundlaug í Stóru-Tjarnarskóla, verslun á Fosshóli. Einnig er stutt til Húsavíkur, Mý- vatns og Akureyrar. Geymið auglýsinguna. Upplýsingar gefur Kristbjörg í síma 96-43234 eða 96-43279. Málningarvöruverslun Til sölu málningarvöruverslun í Múlahverfi. Góðir möguleikar. Góð viðskiptasambönd. Upplýsingar í síma 22727. Myndbandaleiga Til sölu myndbandaleiga í miðbænum, 1400 spólur. Góðir möguleikar og hagstætt verð. Upplýsingar í síma 22727. Fyrirtæki Kr. 700.000 Vegna skipulagsbreytinga ertil sölu lítil sauma- stofa. Gott tækifæri fyrir þá, sem hafa þekk- ingu og áhuga á fötum, framleiðslu þeirra, hönnun o.s.frv. Þar sem óskað er eftir skjótri sölu er verði og útborgun stillt í hóf. Þeir sem hefðu áhuga á frekari upplýsingum, vinsamlegast leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 16.30 nk. föstudag merkt: „F — 6007“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.