Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 41 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sameinuðu arabisku furstadæmin: Hæstráðendurnir hafa náð samkomulagi í bili EFTIR nýjustu fréttum að dæma hafa furstamir í Sameinuðu arab- isku furstadæmunum ákveðið, að hæstráðandinn i Sharjah, Súltan-al Quassimi fái að taka aftur við stjómartaumunum þar. Um tima leit svo út fyrir, að forseti furstadæmanna sjö, Zayed stjóraandi þess fjölmennasta, Abu Dhabi væri hallur undir þá hugmynd, að leyfa bróðurnum og valdaránsmanninum Abdel Azez að taka við. And- staða sú sem var gegn því hjá ráðamönnum í Dubai virðist hafa ráðið úrslitum. Á hinn bóginn telja menn liklegt, að Súltan fursti verði að láta meiri völd i hendur bróðurins fyrir vikið. Einnig hefur hann nú formlega verið útnefndur krónprins Sharjah. Zayed forseti - hefur dregið úr völdum hans? Zayed forseti og Súltan fursti í Sharjah Shaijah er þriðja fjölmennasta furstadæmið. Þar búa um 220 þúsund manns og byggja afkomu á olíuvinnslunni, þótt samdráttur og verðfall hafi komið óþyrmilega við á þeim bæ sem annars staðar. í fréttum um valdaránstilraun Abd- els var bent á, að ein meginástæðan fyrir henni hefði verið sú, að honum hefði blöskrað óstjóm Súltans bróð- ur á efnahagsmálum. Furstadæmið væri skuldum vafið og sæi ekki út úr erfiðleikum sínum. An efa er það hluti af skýringunni. En væntan- lega eru þær fleiri. í fyrsta lagi em bræðravíg og fjölskyldudeilur í Sameinuðu fursta- dæmunum algeng. Reyndar hefur verið friðsamlegt þar furðu lengi. Þetta landssvæði var áður undir yfírstjóm Breta, en þegar þeir fóm á braut frá hinu síðasta í kringum 1970, tóku áhrifamestu ættimar sig saman og ákváðu að mynda ríkja- samband það, sem við köllum síðan Sameinuðu arabisku furstadæmin. í öndverðu vakti fyrir furstunum að fá Quatar og Bahrein inn í sam- bandið, en af því varð ekki. Fáir vom trúaðir á, að fursta- dæmin héldust saman. Ekki er vafí á því, að gríðarlegir olíuhagsmunir hafa ráðið þar miklu. Samstaða innan furstaættanna hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og áður og fyrmm þótti það ekki tiltöku- mál, þótt einhveijir forystumenn hyrfu sporlaust. Næsti fjölskyldu- meðlimur tók við og meira var ekki gert með það. Nú er ekki raunin sú, að olía sé í öllum furstadæmunum sjö, þó að öll hafí þau á einn eða annan hátt hagnast á olíuauðnum og sums staðar standi rannsóknir yfír, þar sem ekki hefur fundizt olía enn. Á fyrstu ámm olíuævintýrsins í þess- um heimshluta er ekki nokkur vafí á því aðíbúamir vom hálft í hvom að týna áttum vegna þessa skyndi- lega og auðfengna auðs, sem þeyttist úr iðmm jarðar. Það vom sjaldnast arabamir, sem bám hita og þunga af ránnsóknum og leit og vinnslu. Erlend fjölþjóðayfírtæki önnuðust slíkt og vinnulið frá Pa- kistan og Indlandi sá um erfíði- svinnuna.En langmest af gróðanum rann svo til arabanna. Auðvitað hefur svo smám saman náðzt jafn- vægi að nokkm , svo að í flestum furstadæmanna hefur verið reynt að veita gróðanum að vemlegu leyti til margvíslegrar uppbyggingar og til alls konar þjóðþrifamála. Unnið hefur verið að rannsóknum í sjávar- útvegi og fískveiðar hafa eflzt vemlega. Byggðar hafa verið heil- sugæzlustöðvar og öll læknisþjón- usta er endurgjaldslaus. Skóla- byggingar hafa verið reistar og í opinbemm plöggum jafnan lögð áherzla á, að allir séu hvattir til að mennta sig. Konur em með sömu réttindi og karlar, að minnsta kosti á pappímum. Nokkur misbrestur vill verða á að þessari hvatningu sé fylgt eftir, svo að mikið vantar upp á að ástandið sé eins glæsilegt og stjómendur vilja vera láta. Þá hefur verið leitað að vatni því að vatnsskortur er geigvænlegur. Leiddar hafa verið vatnsleiðslur langar leiðir, meðal annars frá Saudi Arabiu, en það er langt í land að það dugi til að auka að gagni akuryrkju og landbúnað.eins og er þó á áætlunum allra furstadæ- manna. Meðal þess sem keppt hefur ver- ið að er að ýta undir siglingar og verzlun og höfnin í Dubai er nú ein helzta umskipunarhöfn í heimi og skapar mörgum atvinnu. Síðast en ekki sízt má nefna ferðamannaiðn- aðinn. í Abu Dhabi, Dubai og Shaijah hafa verið byggð hin glæsi- legustu hótel og þau hafa flest það upp á að bjóða, sem glatt getur ferðamenn í leyífum sínum. Agæt aðstaða er til íþróttaiðkana af öllu tagi og svo mætti lengi telja. Al- þjóðaflugvellir em einnig í þremur áðumefndum furstadæmum. Shaijah var hvað lengst á veg komið að þróa þessa grein. Ferða- menn streymdu til Sharjah bæði úr öðmm Arabalöndum og hinum ýmsu heimshomum.Ferðamálaráð furstadæmisins bjó til slagorð, sem varð frægt: Brostu - þú ert kominn til Shaijah. Þótt fáir staðir í heimi séu jafn dýrir fyrir ferðamenn og fursta- dæmin, jókst ferðamannastraumur- inn jafnt og þétt. Og þar eð Shaijah hefur ekki nándar nærri eins miklar olíulindir og Abu Dhabi og Dubai var unnið að því öllum ámm að laða þangað enn fleiri ferðamenn. En fyrir tveimur ámm ákvað Súltan fursti svo, eftir áskomn frá Fahd, kóngi í Saudi Arabiu og vini sínum, að banna allt áfengi í furstadæm- inu. Vín hafði aðeins verið á boðstólum á hótelunum. Útlending- ar búsettir furstadæmunum þurfa sérstakt leyfi til að kaupa áfengi. Ekki er ætlunin að innfæddir fái vín, svo að þetta þótti erlendu gest- unum augljóslega að þeim einum beint. Og það kom fljótlega í ljós, að ferðamenn sættu sig ekki við, að geta ekki valið hvort þeir vildu vín eða ekki. Varla er ofmælt að segja að ferðamannaiðnaðurinn í Shaijah hefur nánast hmnið síðustu tvö ár. Gestir leita til hinna fursta- dæmanna í staðinn og Dubai og Abu Dhabi hafa notið þess. Áfengisbannið hefur ekki mælzt vel fyrir hjá nánum samstarfsmönn- um furstans, eftir að kom í ljós, að það myndi hafa alvarlegar eftia- hagslegar afleiðingar. Og það var raunar eitt af því sem fréttaský- rendur töldu, að bróðirin Abdel Aziz hefði hugsað sér að breyta. Ásamt með því að hann sakaði Súltan bróður sinn um að almenn óreiða væri í efnahagsstjómun Shaijah. Eins og komið hefur fram í grein um Sameinuðu furstadæmin s.l. vetur em aðeins 20 prósent íbúa arabar, hinir em frá Austurlöndum Qær að miklum meirihluta frá Indl- andi og Pakistan. Stéttamunur er mikill og skipting auðs ákaflega ójöfn. Þó hafa allir í sig og á og vel það, því að undanfarin ár hafa furstadæmin verið með einar hæstu meðaltekjur í heimi. Þó að menn þekki einkum tvö þau stærstu og áhrifamestu Abu Dhabi og Dubai - og nú kannski Shaijah, láta furstar hinnar Qögurra að sér kveða. Þau heita Ras al Khaimah, Fujairah, Ajman og Um al Quiwain. Hvert furstadæmi hefur sína eigin stjóm og foringja, sem situr í Æðsta ráð- inu furstanna sjö. Þar eiga allir að vera jafnir en eins og oft vill verða em það yfírmenn stærstu furstadæ- manna, sem hafa verið jafnari en aðrir. Þó er niðurstaða mála nú mjög athyglisverð með hliðsjón af því sem í upphafi sagði; hafí Zayed forseti í Abu Dhabi verið því fylgjandi að Abdel Aziz tæki völdin, bendir það til að hann hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir furstanum í Dubai, Ras- hid, sem studdi Súltan eindregið. Og Rashid fursti hefur þá greinilega fengið talið hina á að fylgja sér. í fljótu bragði séð gæti þetta svo boðað breytingu á valdahlutföllum í furstadæmunum. Og athygli heimsins beinist í auknum mæli að þeim, ekki aðeins vegna olíu, heldur og sakir þess að þau em partur af þeim heimshluta sem hvað eld- fimastur er nú um stundir. Olian er undirstaða alls Konur hafa á pappímum jafna aðstöðu til náms „Já, vertu nú með upp í Vatnaskóg..." Almenna mótið í Vatnaskógi 26.-28. júní ORÐ GUÐS — UPPSPRETTA GLEÐINNAR — Kristilegar samkomur alla dagana: Föstudagur: Kl. 21.00 Upphafssamkoma Laugardagur: Kl. 10.00 Biblíulestur* Kl. 17.00 Fjölskyldusamkoma Kl. 20.30 Vitnisburðarsamkoma Kl. 23.45 Miðnætursamvera Sunnudagur: Kl. 10.15 Guðþjónusta* Kl. 14.00 Kristniboðssamkoma* Kl. 17.00 Lokasamkoma *Barnasamkoma á sama tíma — Einstakt tækifæri til útivistar í fögru umhverfi (göngu- ferðir, íþróttir, bátsferðir o.fl.) — Kaffitería, sælgætisverslun og matsala á staðnum. Stakar máltíðir til sölu. Þeir sem vilja geta haft með sér nesti. — Biblían og kristilegar bækur til sölu. — Mótsgjald, kr. 350,- fyrir 12 ára og eldri (200 kr. fyrir heimsókn einn dag), er innheimt við komu á staðinn. Tjaldstæði og önnur notkun á staðnum innifalin. — Hafið viðlegubúnað og skjólgóðan fatnað meðferðis. Allir eru hjartanlega velkomnir á mótið Samband íslenskra kristniboðsfélaga Tryggingafélag bindindismanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.