Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 43 DENMARK Population: 5112130 Area: 42080 km* Capital: Copenhagen Toial number oí childrenS books 1985: 809 Darush origmals: 302 FINLAND Population: 4.770000 Area: 337032 km2 Capital: Helsmki Total number ofchildrenS books1984: S97 Finnish origmals: 185 ICELAND Population: 240000 Area: 109 000 km2 Capital: Reykjavik Total number of childrenS books 1983:139 Icelandic origmals: 37 NORWAY Population: 4091132 Area 386963 km* Capital: Oslo Total number of childrenS books1984 250 Norwegian ongmals: 152 SWEDEN Population: 8.358.667 Area: 449964 km* Capital: Stockholm Total number ol chiklrenS books 1984:1200 Swedish originals: 500 WORLD CONGRESS ON CHILDREN’S BOOKS CHILDREN’S UTERATVRE AND THE NEWMEDIA Við undirbúning IBBY-ráðstefnunnar í Osló, lagði hver landsdeild til eina mynd af baraabókapersónu sem væri vel þekkt og gæti þjón- að sem tákn fyrir þarlendar barnabækur. Stjóra íslenska Baraabók- aráðsins valdi þessa mynd eftir Halldór Pétursson sem sýnir Kára litla og Lappa. Frá hinum Norðurlöndunum má sjá Ljóta andarung- ann, Múmínálfana, Ræningjana úr Kardemommubæ og Línu lang- sokk. Alþjóðlegt merki IBBY-samtak- anna. Viðurkenningar Barnabókaráðsins Á síðastliðnum vetrí var ákveðið að Bamabókaráðið skyldi veita við- urkenningu fyrir framlag til bamamenningar. Var þessi viður- kenning veitt í fyrsta sinn í vor á dagskrá ráðsins, þann 12. apríl. Þær viðurkenningar sem veittar vora í þetta sinn vora bundnar við nýjungar, og var því tekin sú ákvörðun að í þetta sinn skyldi ekki veita viðurkenningu vel þekkt- um höfundum. Þess ber þó að geta að þessi ákvörðun var eingöngu bundin við þessa fyrstu veitingu. Þeir sem viðurkenninguna hlutu að þessu sinni vora: Guðmundur Ólafsson og Þor- vaidur Þorsteinsson sem báðir sendu frá sér sínar fyrstu bækur árið 1986; Námsgagnastofnun fékk viður- kenningu fyrir útgáfu á léttu lesefni; Ármann Kr. Einarsson og Bókaútgáfan Vaka-Helgafell fyr- ir stofnun Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka og fyrstu íslensku bamabókaverðlaunin; Bergþóra Arnadóttir fékk við- urkenningu fyrir snældu sem hún gerði og kallar Skólaljóð. Er það ætlun Borgarbókaráðsins að þessar viðurkenningar verði ár- legur viðburður héðan í frá. Aðalfundur Bamabókaráðsins var haldinn þann 28. apríl. Stjóm ráðsins skipa: Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, formaður; Jónlna Friðfinnsdóttir, varaformaður; Margrét Gunnarsdóttir, ritari; Guðríður Þórhallsdóttir, gjaldkeri; Gunnvör Braga, meðstjómandi; og í varastjóm Petrína Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir. í rit- nefnd era Iðunn Steinsdóttir, Hildur Hermóðsdóttir, Sigurlaug Krist- jánsdóttir og Vignir Jónsson. Á dagskrá Baraabókaráðsins era mörg verkefni og má þar nefna áframhaldandi kynningu á bama- bókahöfundum með skrám yfír ritstörf þeirra, skrár sem helgaður eru ákveðnum viðfangsefnum, sem skólasafnsverðir og kennarar geta notað við kennslu, og skrá yfír létt lestrarefni. Tímaritið, Böra og bækur er tilvalinn vettvangur fyrir slík verkefni. Hverri landsdeild ber skylda til þess að móta starfsemi sína í sam- ræmi við áhuga og þarfír á hveijum stað og er því íslenska Barnabók- aráðið íslensk samtök með íslensk markmið sem taka mið af þvi sem er að gerast erlendis á þessu sviði. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. Grár fiðringnr og glæpaspil Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó. Fjárkúgun — 52 Pic Up ☆ ☆ ‘/2 Leikstjóri: John Frankenhei- mer. Handrit: Elmore Leonard og John Steppe, byggt á met- sölubók Leonards. Tónlist: Gary Chang. Kvikmyndatöku- stjóri: Jost Vacano. Aðalhlut- verk: Roy Scheider, Ann-Margret, Vanity, John Glover, Clarence Williams III. Framleiðandi: Golan/Globus. Bandarisk. Cannon 1986. Nýjasta mynd Frankenheimers fjallar um miðaldra mann, Scheid- er, sem verður það á að misstíga sig í kvennamálum. Taka framhjá sinni heittelskuðu eiginkonu og verðandi borgarfulltrúa, Ann- Margret, með snoppufríðri ungmellu, sem í rauninni er tál- beitan í fjárkúgunargildru sem sett er fyrir hann. Sceider á erfitt með að leita til lögreglunnar, ekki síst vegna stjómmálavafsturs eiginkonunn- ar. En karl er gamalt stríðshross, eldskírt í Kóreu, og þrengir hring- inn um illþýðið en með þeim árangri helstum að gjálífískonan unga er drepin og morðið að auki látið líta svo út sem það sé af völdum Scheiders. Nú era góð ráð geypidýr. Scheider kemst á snoðir um bóf- ana, smákrimma og samstarfs- Scheider hefur séð betri daga en í Fjárkúgun. menn í klámbransanum. Þöngulhausar sem hann síðan upprætir, einn á fætur öðram. Því er ekki að neita að Fjárkúg- un á marga ljósa punkta. Sagan að vísu rútína en Frankenheimer tekst í bestu atriðunum að skapa fílm noir-stemmningu og auka- persónumar skila sér afburðavel í höndum útvalinna skúrkaleikara sem era fæddir í hlutverkin. En hvoragur aðalleikaranna, Scheid- er og Ann-Margret, nær sér á strik og munar um minna. Þau skapa meinlegt tómahljóð í hjarta myndarinnar. Þá hefur Frankenheimer, þeim rómaða kvikmyndagerðarmanni, sem á áram áður þótti einn harð- hentasti og kröfuharðasti leik- stjóri vestan hafs, gengið illa að ná myndinni saman. Sem fyrr segir minna mörg atriði á foma frægð — ég er ekki í vafa um að Fjárkúgun er besta mynd hans í röskan áratug, eða síðan The French Connection II kom fram á sjónarsviðið 1975 en hún líður fyrir langdrægni og óþarfa frávik frá efninu. Og þó Fjárkúgun lykti á köflum af stórborgarspillingu og lífi í lágkúranni kemst hún hvergi nærri stórverkum Fran- kenheimers á velmegtaráram hans, eins og The Manchurian Candidate, Seconds og Seven Days in May. En mest er um vert að Eyjólfur er farinn að hressast. Börkur Þótt leikirnir séu skemmtilegir er vinsælast að fara á hestbak Guðmundur Pálmarsson 11 ára. Hesturinn hans heitir Glanni og eru sumir krakkanna smeykir við að fara á bak honum. Hressir krakkar á reiðnámskeiði NÚ ÞEGAR skólinn er búinn og allir krakkar eiga frí, taka önnur og oft skemmtilegri verkefni við hjá þeim. Morgunblaðsmenn litu við á reiðnámskeiði sem haldið er í Víðidal. Annað námskeið sumarsins stendur nú yfir. Mikil ásókn er í þessi námskeið og þau vora upp- pöntuð um klukkustund eftir að innritun hófst. Margir krakkanna fara á fleiri en eitt námskeið og sum koma ár eftir ár. Flestir era á aldr- inum 8-12 ára. Krökkunum sem sækja nám- skeiðið er skipt í fjóra hópa. Þau sem era að byija fara í D-hóp og þau sem hafa verið áður og era vön, fara í A-hóp. Einn hópur í einu fer á hestbak í einn og hálfan tíma í senn. Hinir þrír hópamir samein- ast þá í leilcjum, inni og úti. Stundum er farið að veiða í Elliða- vatni eða í spumingaleik úti á túni. Svo er sérstakt föndurhús á bak við Fáksheimilið. Á þessum tveggja vikna námskeiðum læra bömin meðal annars að söðla hestana og taka af þeim. Öllum er skylt að vera með hjálma. jjj- U1W v+j SÆNSK VÖRUKYNNING DAGANA 23. - 27. JÚNÍ OPIN: VIRKA DAGA KL. 14-22 LAUGARDAG KL. 10 - 19 arna/on ^PARKETVAL .JTRÖNNING tintorama n litaval ÞORSTCINN GISLRSON. HEILDVEfíSLUN KÚLULEGASALAN HF SIG. SVEINBDÖRNSSON HF. HÉÐINN HÖNNUN • GÆÐI • PJÖNUSTA KRISTJAN siggeirsson HÁÞRÓUÐ T/KKNl — GÓÐ ENDING — FAGGRT HANDBRAGÐ £ H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.