Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 45 Minning': Eyyólfur H. Þórarins- son rafvirkjameistari Fæddur 26. nóvember 1918 Dáinn 30. mai 1987 Laugardaginn 6. júní sl. fór fram frá Keflavíkurkirkju útför Eyjólfs Þórarinssonar sem lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 30. maí. Eyjólfur hafði þá verið rúmfastur þar á annað ár, en undir læknishendi langt á þriðja ár. Við félagar Eyjólfs úr rafmagns- deild Keflavíkurverktaka höfðum löngu ákveðið að halda upp á 30 ára afmæli deildarinnar með því að fara erlendis í lok maímánaðar en einmitt á meðan þessu ferðalagi okkar stóð kom kallið. Eyjólfur var fæddur 26. nóvem- ber 1918 í Keflavík. Foreldrar hans voru Þórarinn Eyjólfsson trésmiður og kona hans Elínrós Benedikts- dóttir, ljósmóðir. Þórarinn og Elínrós áttu 4 syni, eina dóttur og eina fósturdóttur. Eyjólfur er sá þriðji af sonunum, sem fellur frá, hinir voru Benedikt, sem búsettur var í Kópavogi og Jón á Akureyri. Á unglingsárum sínum stundaði Eyjólfur almenna vinnu í landi og þó sérstaklega hjá Hraðfrystihúsinu Keflavík hf. og stundaði síldveiðar fyrir Norðurlandi á sumrin. 19 ára gamall hóf hann nám í rafvirkjun hjá Samúel Kristbjarnar- syni á Akureyri en fluttist að námi loknu til Keflavíkur setti þar á stofn Raftækjavinnustofu Keflavíkur. Árið 1947 kaupir Eyjólfur fyrirtæk- ið af Samúel Kristbjamarsyni og flytur þá til Akureyrar, rekur þar verslun og verkstæði til ársins 1956, þá flytur hann aftur til Keflavíkur. Hann starfaði um tíma hjá Sameinuðum verktökum og síðan íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli til ársins 1959. Hann rak síðan Raftælqavinnustofu Keflavíkur til ársins 1971. Þá stofn- aði hann Altanator hf. sem fram- leiddi rafala. Nú seinustu árin vann Eyjólfur að þróunarverkefni, sem var rafeindastýrður riðstraumsraf- all óháður snúningshraða aflvélar. Þennan rafal hafði Eyjólfur hugsað sér sem framtíðarlausn fyrir fiski- skipaflotann, en entist ekki aldur til að ljúka þessu verkefni. Þann 16. ágúst árið 1941 giftist Eyjólfur eftirlifandi konu sinni, Maríu Sigríði Hermannsdóttur frá Akureyri. Þau eignuðust 5 myndar- leg og vel gerð böm. Þau em: Eydís gift Hafsteini Guðnasyni skipstjóra í Keflavík, Elínrós gift Sigurði Jóns- syni yfírmanni sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli, Guðrún gift Ævari Guðmundssyni flug- virkja, Þórarinn giftur Jóhönnu Viðarsdóttur, hann starfar sem raf- tæknifræðingur á vegum Samein- uðu þjóðanna í ísrael og Anna María gift Þorsteini Sigurðssyni rafverktaka hér í Keflavík. Eyjólfur átti dóttur fyrir hjónaband, Elsu Lilju sem var gift Garðari Vil- hjálmssyni, en hann lést árið 1976. Sambýlismaður Elsu Lilju er Birgir Axelsson, útgerðarmaður í Keflavík. Ekki er unnt í þessari minningar- grein að fara í smáum atriðum yfir það sem Eyjólfur Þórarinsson hefur tekið sér fyrir hendur, eða gera því skil svo vel færi, svo yfirgripsmikill var hann á svo mörgum sviðum. Hann hlaut aðeins bamaskóla- menntun á sínum unglingsámm hér í Keflavík, en brennandi áhugi hans á fróðleik um alla skapaða hluti var óstöðvandi. Hann tók inntökupróf beint upp í 3. bekk Iðnskólans á Akureyri, lauk þaðan prófi með hárri einkunn, kenndi rafmagns- fræði um tíma við Vélskólann á Akureyri og teikningu við Iðnskól- ann í Keflavík um tíma, var sjálf- menntaður tungumálamaður, las öll erlend tæknirit sem hann komst yfir og teiknaði og byggði mörg íbúðarhús hér syðra. Eyjólfur var mikill félagsmála- maður, var einn af stofnendum Keflavíkurverktaka, stjómarfor- maður rafmagnsdeildarinnar um 9 ára skeið. Hann var nokkur ár framkvæmdastjóri systurfélags raf- magnsdeildarinnar „Ramma hf,“ og í stjóm þess fyrirtækis í mörg ár, hann var formaður Rafverktakafé- lags Suðumesja um tíma og í stjóm Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Iðnþróunarfélagsins. Eyjólfur var mikill og ötull sjálfstæðismaður, tók virkan þátt í félagsstarfsemi hér í Keflavík. Hann var einn af stofn- endum Frímúrarastúkunnar Sindra í Keflavík og starfaði þar vel frá upphafi. Ég kynntist Eyjólfi fyrir liðlega 20 ámm. Við höfum meðal annars setið í stjóm Rafmagnsverktaka, um árabil átt sæti í stjóm annars félags um ólík málefni. Eyjólfur var stórhuga og framsýnn, hafði sterk- an persónuleika og var á mörgum sviðum langt á' undan sinni samtíð, hann var vinur vina sinna og góður þeim sem minna máttu sín, hann var tengdabömum sínum sem faðir, umhyggjusamur gagnvart sinni fjölskyldu og snyrtimenni á öllum sviðum. Hjónaband þeirra Maríu Her- mannsdóttur og Eyjólfs Þórarins- sonar var til mikillar fyrirmyndar, hlýtt og elskulegt viðmót mætti hveijum þeim sem kom inn á þeirra heimili. Gleði og vinátta sat þar í fyrirrúmi, María sýndi það nú á meðan Eyjólfur lá sína löngu legu á sjúkrahúsi hvaða persónu hún hefur að geyma, því þrátt fyrir erf- iða vaktavinnu sem hún vinnur, leið aldrei sá sólarhringur að hún heim- sótti Eyjólf ekki amk. tvisvar sinnum. Nú er þessari baráttu lok- ið, en langt er síðan það varð ljóst að þessi sjúkdómur yrði ekki sigrað- ur. Þrátt fyrir það kvartaði Eyjólfur aldrei, hann tók með karlmennsku þess sem beið hans, fullviss um að hinn hæðsti höfuðsmaður mundi úthluta honum þeim launum sem honum bæri að afloknu vel unnu dagsverki. Um leið og við félagar hans ásamt eiginkonum okkar úr Sindra og Rafmagnsverktökum minnumst góðs félags og sendum honum okk- ar hinstu kveðju, biðjum við Guð að gefa þér María mín og þinni fjöl- skyldu styrk og blessun um ókomin ár. Blessuð sé minningin um Eyjólf Þórarinsson. Jóhann Líndal Jóhannsson Halldóra Björns- dóttir - Minning Látin er í Reykjavík Halldóra Bjömsdóttir húsfreyja, níræð að aldri. Halldóra var fædd á Fá- skrúðsfirði 5. janúar 1897 dóttir hjónanna Sigurlaugar Stefánsdótt- ur og Bjöms Einarssonar. Þar ólst hún upp, en síðan stundaði hún vinnu á ýmsum stöðum þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Brandi Vilhjálmssyni frá Neskaup- stað árið 1925. Brandur var sonur Vilhjálms Stefánssonar í Hátúni og fyrri konu hans, Sveinhildar Hildi- brandsdóttur. Þau Sigurlaug og móðir Halldóru og Vilhjálmur faðir Brands vom hálfsystkin svo að Brandur og Halldóra vom systkina- böm. Þau Brandur og Dóra, eins og hún var ævinlega kölluð, settust að í Reykjavík þaðan sem Brandur stundaði togarasjómennsku fram yfir seinni heimsstyijöld, en síðan ýmiss konar verkamannavinnu. Þau bjuggu fyrst vestur í Skerjafirði en síðan lengi á Laugamesvegi 41. Á Laugamesveginum tókust með okkur kynni er foreldrar mínir flutt- ust með mig á fyrsta ári í kjallara hússins hjá þeim Dóm og Brandi, sem var elsti bróðir föður míns. Þau hjón vom bamlaus en fljótlega stækkaði bamahópurinn í kjallaran- um. Vafalaust hefur það verið þeim viðbrigði að fá allan þennan skara í húsið en það reyndist okkur böm- unum mikið happ. Daddi var smiður og Dóra saumakona, sögðum við, enda vom þau óþreytandi að útbúa fyrir okkur alls konar hluti. Brand- ur smíðaði kistla og skemla og Dóra saumaði á dúkkumar. Svo fór Brandur með okkur í gönguferðir niður í fjöm og sýndi okkur bátana í Laugamesvíkinni og þegar við komum heim fengum við heitt súkk- ulaði hjá Dóra. Ekkert var of gott fyrir okkur. Mér er minnisstæð morgunstund þegar Brandur hafði raðað mörgum, stómm öðuskeljum í hring á stórt kefli sem við notuð- um fyrir leikborð, og þessir dýrgrip- ir blöstu við okkur systmnum þegar við komum út að leika okkur. Þótt ys og þys væri í kjallaranum var kyrrð og friður uppi og þangað máttum við stundum fara eitt og eitt þar sem við fengum að njóta okkar sem sjálfstæðar persónur. Þar vom húsgögn klædd rauðu /ár Kransar, krossar og kistu- skreytingar. Blómahornið Garðabæ Simi 656722. & t Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu samúö og hlýhug við andlát og útför systur okkar, INGIBJARGAR SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR frá Staöarbjörgum. Sérstakar þakkir til fyrrverandi samstarfskvenna í eldhúsi Land- spítalans. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurlaug Jónsdóttir, Jónanna Jónsdóttir, Vllhelm Jónsson. plussi og kristalsgripir sem mátti handfjatla og skoða ljósbrotið í, í sólskininu. Stundum fengum við að hjálpa Dóm að strauja vasaklúta eða þá að hún las fyrir okkur úr Morgunblaðinu. Þegar fram liðu stundir fór ég þangað með stafrófs- kverið mitt og Dóra kenndi mér að kveða að. Þegar við vomm búnar að lesa sýndi hún mér myndir í tímaritinu LIFE sem hún fékk reglulega sent frá systurdætmm sínum sem flust höfðu til Ameríku. Þar kynntist ég lífinu í borginni Nevíork, sem ég kvað að eins og Dóra hafði kennt mér á stafrófs- kverið og setti ekki í samband við borgina Njújork sem rædd var í fréttunum fyrr en ég var komin á unglingsár. Þar kom að, að kjallarinn var of lítill fyrir bamaskarann og við flutt- um okkur um set inn í Hlíðar. En í áratug á eftir vom sunnudags- heimsóknir á Laugamesveginn fastir liðir í tilveranni og ófáar myndimar sem við teiknuðum af húsinu hennar Dóm fram eftir öll- um ámm. Það var ólíkt skemmti- legra en að teikna mynd af nýja húsinu með 32 stofugluggum. Þar lékum við feluleiki og eltingaleiki innanhúss og utan og enginn kvart- aði undan skarkalanum. Við máttum allt. Þótt bemskuárin sem ég hef nú lýst standi mér ljóslifandi fyrir sjón- um er þessi heimur löngu horfinn. Horfín er fjaran og komin uppfyll- ing undir Borgartúnið og Sætún. Húsið stendur enn á sínum stað en er orðið ótrúlega lítið innan um stór- byggingamar sem hafa risið í kring. Brandur og Dóra em löngu flutt þaðan. Brandur býr nú í skjóli Brands Kristinssonar, fóstursonar þeirra hjóna og hans góðu konu, Bám Bjamadóttur. Dóra hafði um hálfs annars áratugs skeið dvalist á hjúkmnardeild Hrafnistu. Þangað fór hún vegna veikinda en fljótlega fór hún að aðstoða við umönnun annarra sjúklinga, sem hún taldi að þyrftu meiri aðstoðar við en hún sjálf. Dvalarheimilið varð hennar heimur og þar naut hún hjúkranar og alhlynningar er heilsunni hnign- aði. Að leiðarlokum vil ég þakka Dóm fyrir mína hönd og systkina minna fyrir þann þátt sem hún átti í að gera bemskuár okkar björt og ánægjuleg. Hafi hún þökk fyrir allt. Kristín Bjamadóttir t Þökkum innilega veitta samúö og hlýhug viö andlát og útför móður minnar, ömmu og langömmu, SVÖVU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, saumakonu, Laugarásvegi 39 Lilja Huld Sævars, Magnús Jóhannsson, Svava Krlstín Ámadóttir, KJartan Egilsson, ína Karlotta Árnadóttir, Dagur Brynjólfsson, Lilja Kristfn Dagsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og veitta samúð viö andlát og útför bróöur okkar, STEFÁNS SÆBERGS ÓLAFSSONAR, Helgustööum viö Reyöarfjörö. Magnús Ólafsson, Ólöf Ólafsdóttir, Unnur Ólafsdóttlr. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför sonar míns, ODDS ELLA ÁSGRÍMSSONAR. Fyrir hönd vandamanna. Úlfhlldur Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.