Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 53 • Frá Gvendarlaug hins góða. MorgunblaSlð/SHÞ Sundmót Héraðssambands Strandamanna: Fyrsta sundmót eftir byggingu sundskýla við Gvendarlaug SUNDMÓT var haldift laugardag- inn 20. júní á Laugarhóli. H.S.S. sá um mótiö og tóku fjögur ung- menna- og íþróttafólög þátt f því. Stigahæst var Leifur heppni með 161 stig. Sundfólagift Grettir var með 115 stig, Geislinn með 63 stig og Neisti, Drangsnesi með 21 stig. Þátttakendur voru 65 en gestir á mótinu um 200. Það var sérstaklega gott veður hér laugardaginn 20. júní, er fyrsta sundmótið var haldið, eftir að nýju sundskýlin við Gvendarlaug hins góða voru vígð. Hátt á þriðja hundrað manns, gestir og kepp- endur, söfnuðust hér saman og fylltu brekkur og útsýnisstaði um- hverfis laugina. Hafði allur undir- búningur gengið vel og mótið verið vel skipulagt af hendi sundfélags- ins Grettis og sundráðs. Það var Leifur heppni í Árnes- hreppi sem fór með sigur af hólmi eða 161 stig á þessu móti. Næst kom svo sundfélagið Grettir í Bjarnarfirði með 115 stig. Þriðja félagið varð svo Geislinn á Hólmavík með 63 stig en Neistinn á Drangsnesi rak svo lestina með 21 stig. í karlaflokki varð Víkingur Jóhanns- Golf: LEK-mót á morgun Á MORGUN, fimmtudaginn 25. júní, fer fram þriðja golfmót LEK, en það eru mót, sem landssam- tök eldri kylfinga standa ein að og er þess vænst, að eldri kylfing- ar fjölmenni til keppni. Leikið verður af klúbbteigum (gulum) og hófst skráning síðast- liðinn sunnudag, en áframhaldandi skráning fer fram í dag. Ræst verð- ur út frá kl. 4 síðdegis, en geti einhverjir farið út fyrr verður greitt fyrir því. Óskaö er eftir því, að væntanlegir þátttakendur í Svíþjóðarför í ágúst staðfesti þátt- töku sína á mótinu í Grafarholti, enda rennur út frestur til stað- festingar 1. júlí. son efstur með 23 stig. I sveina- flokki, 15—16 ára, Björgvin Gestsson með 20 stig, báðir í Geisla. I piltaflokki, 13—14 ára, Einar Þ. Guðmundsson úr Gretti með 15 stig. í strákaflokki, 11—12 ára, Hjálmar Sigurðsson, Gretti, með 12 stig og í hnokkaflokki 10 ára og yngri, Guðmundur R. Björnsson úr Leifi heppna með 5 stig. ( kvennaflokki voru tvær efstar og jafnar; Petrína Eyjólfsdóttir úr Leifi heppna og Helga Arngrímsdóttir úr Gretti, með 13 stig. ( meyja- flokki einnig, Jensína Hjaltadóttir úr Leifi heppna og Viktoría Ólafs- dóttir úr Gretti með 10 stig. ( telpnaflokki var efst Viktoría Rán Ólafsdóttir með 13 stig. í stelpna- flokki, Laila Pétursdóttir með 15 stig og í tátuflokki Álfheiður Gunn- steinsdóttir með 5 stig, en hún er úr Leifi heppna. SHÞ Strandamenn hlaupa og synda Knattspyrna - hlaup - göngur og almenn útivistarhelgi Laugarhóli. ÍÞRÓTTIR og útivist var ofarlega á baugi f Strandasýslu um helg- ina. Keppt var f fjórðu deild knattspyrnu, auk þess fóru fram göngur, hlaup og sundmót. Það var 4. deild Geislans á Hólmavík sem keppti við Reyni frá Hnífsdal að þessu sinni og sigraði Reynir með þremur mörkum gegn tveimur í jöfnum og líflegum leik. Þá var göngudagur fjöldyldunn- ar sunnudaginn 21. júní og var góð þátttaka í honum víða um sýsluna. Ungmennafélagið Hnoðri í Óspakseyrarhreppi fór til dæmis í göngu til nágranna sinna við Hrútafjörð og var svo mikil þátt- taka að um 60—70% íbúanna voru með í göngunni. Gengið var með fjörðum og lífríki þeirra skoðað. Þegar svo var komið að túnfætin- um á Borgum beið göngufólksins veisla, sem nágrannarnir úr Bæjar- hreppi höfðu búið þeim og kom svo sannarlega á óvart. Þá fór friðarhlaupið gegnum Strandasýslu í gær, sunnudaginn 21. júní. Kom kyndillinn inn í sýsl- una við Brú klukkan 10.30 og var hlaupið með hann norður sýsluna af hinum ýmsu ungmennafélögum. Á Hólmavík tóku um 60—70 ung- mennafélagar úr Geislanum á móti honum og hlupu með hann um götur bæjarins og síðan upp á Steingrímsfjarðarheiöi og að sýslumörkum. Voru það knatt- spyrnumenn úr fjórðu deild Geisl- ans, sem skiluðu honum af sér. Meðal annarra hlupu formaður ungmennafélagsins og sveitar- stjóri Hólmavíkur. Auk þessa fór svo fram fjöl- mennt sundmót á Laugarhóli í Gvendarlaug hins góða. Þannig má segja að Stranda- sýsla hafi verið undirlögð af íþróttaiðkunum og útivist helgina 20.—21. júní. - SHÞ Morgunblaðið/Björn Blöndal • Tveir hópar voru myndaftir meö afreksfólkinu og kennurum á íþrótta- og leikjaskólanum. Fyrri hópurinn fyrir hádegi, síðari hópur- inn eftir hádegi. Kunnir kappar komu í heimsókn KUNNIR fþróttamenn voru á ferð- inni f Keflavfk fyrir helgina og var tilefnið að heimsækja krakkana á leikjanámskeiði sem þar stendur yfir. Þetta voru Arnór Guð- johnsen, atvinnumaður f knatt- spyrnu f Belgfu, Sigurður Jónsson, atvinnumaður f knatt- spyrnu f Englandi, Eftvarft Þór Eðvarðsson, sundkappi og fþróttamaður ársins 1986, Ragn- heiður Runólfsdóttir, sundkona og Már Hermannsson, frjálsf- þróttamaður. Guðni Kjartansson, íþróttakenn- ari, sagði að tilefnið hefði verið að vekja athygli yngri kynslóðarinnar á gildi íþrótta og hverju mætti áorka á því sviði. fþróttaráð Keflavíkur stendur fyrir íþrótta- og leikjanámskeiöum fyrir börn frá 6 til 12 ára I sumar. Hvert námskeið stendur yfir í einn mánuð og eru tvö slík í gangi í einu, fyrir og eftir hádegi. Guðni, sem hefur umsjón með þessum námskeiðum, sagði að kennd væru undirstöðuatriði í flestum íþróttagreinum og hefðu 4 íþróttakennarar, þau Elín Gunnars- dóttir, Jón Kr. Gíslason, Einvarður, Jóhannsson og Ingvar Guðmunds- son verið fengin til að kenna við íþrótta- og leikjaskólann. B.B. _ Abu Garcia Cardinal 900 Með Cardinal 900 línunni hefur Abu Garcia tekist að sameina hágæða framleiðslu- aðferðir nútímans og áratuga þróun veiði- hjóla. Cardinal 900 veiðihjólin eru smíðuð úr bestu fáanlegum efnum eins og grafiti sem er sérlega sterkt og létt. Tæknileg hönnun Abu Garcia veiðihjólanna eykurþægindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu Garcia veiðihjól við allra hæfi. HAFNARSTRÆTI 5 SlMAR 16760 og 14800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.