Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Hafsbotnsréttindi norðan og austan við Jan Mayen: Lagt til sameiginlegt tilkall Islands, Noregs og Danmerkur ÍSLENSK stjóravöld munu leggja það til við ríkisstjórnir Noregs og Danmerkur að sam- vinna verði höfð um réttargœslu þjóðanna varðandi hafsbotns- réttindi fyrir austan Jan Mayen og á milli Svalbarða og Jan May- en. Utanríkisráðuneytið hefur í sam- vinnu við utanríkismálanefnd Alþingis látið fara fram sérfræði- lega könnun á _ hugsanlegum hafsbotnsréttindum íslands á við- komandi svæði. Sérkenni- legt hreiður maríuerlu: Ungarnir aka um á dráttarvél FJÓRIR litlir maríuerluungar aka um allar grundir á dráttar- vél bóndans á Efrahvoli f Rangárvallasýslu og hafa gert frá því að þeir skriðu úr eggj- unum. Þetta ferðalag unganna á sér nokkum aðdraganda. Þannig var að fyrir um þremur vikum veitti Guðmundur Magnússon, bóndi á Efrahvoli, því athygli, að í hvert sinn, sem hann renndi í hlaðið á dráttarvélinni sinni, kom maríu- erla fagnandi á móti honum. Guðmundur ákvað að komast að því hvers vegna fuglinn væri svo hrifínn af farartækinu og sá þá hreiður með fímm eggjum á bak við ökumannssætið, undir húsinu á dráttarvélinni. Hann varð að nota dráttarvélina næstu daga, hvað sem öllum eggjum leið, en reyndi þó að láta hana standa sem oftast heima. Að sögn húsfreyjunnar á bæn- um, Helgu Pálsdóttur, vom heimamenn famir að óttast að engir ungar kæmu úr eggjum þessum, þar sem maríuerlan flaug alltaf úr hreiðrinu þegar dráttar- vélin var hreyfð. Vélin hefur þó haldið nægum hita á eggjunum, því fyrir nokkram dögum fór að heyrast hljóð úr homi. Þá vora skriðnir flórir ungar úr eggjunum. Nú er unnið í heyskap á Efra- hvoli og dráttarvélin er því mikið notuð. Ungamir era enn á sínum stað í hreiðrinu og þegar haldið er heim á leið eftir strangan vinnudag bíður maríuerlan á hlað- inu með nægar birgðir af flugum og ormum handa ungunum á dráttarvélinni. í framhaldi af könnun þessari hefur utanríkisráðuneytið snúið sér til ríksstjóma Noregs og Dan- merkur og lagt til að samvinna verði höfð um réttargæslu þjóðanna á svæðinu og að utanríkisráðherrar þessara ríkja hittist í tengslum við næsta utanríksráðherrafund Norð- urlanda í byijun september og ákveði þá tilhögun væntanlegrar samvinnu um þessi mál. { samtali við Morgunblaðið sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkisnefndar, að sameiginlegur réttur þessara þriggja þjóða byggð- ist á 76. gr. hafréttarsáttmálans, sem íjallar um hafsbotninn utan 200 mflna efnahagslögsögunnar. „Það er stórt svæði í norðanverðu Atlantshafí, sem engin þjóð hefur fram að þessu gert tilkall til, að því er hafsbotnsréttindi varðar. Svæðið afmarkast af efnahagslög- sögu Grænlands, íslands, Færeyja, Jan Mayen og Noregs. Með því að beita 76. gr. ná þessi lönd sameigin- lega að loka svæðinu, en sú grein heimilar 60 sjómflna útfærslu út frá svokölluðum brekkufæti. Þama er undanskilið nokkuð stórt svæði norðan við Jan Mayen og tvö lítil svæði á milli Jan Mayen og Nor- egs, þar sem hafsbotnsréttindi eru ekki nægilega vel könnuð," sagði Eyjólfur. „Þannig myndi t.d. falla í skaut íslands nokkuð stórt svæði austur af íslensku 200 mílunum." Taldi Eyjólfur að með sameiginlegu tilkalli þessara þjóða gæti engin þjóð véfengt þennan rétt. „Þjóðir Norðurlandanna geta lok- að hafínu frá Noregi og Skotlands- ströndum, allt vestur til Kanada. Þær ættu að standa saman um sameiginlega kröfugerð, samnýt- ingu, vemdun og ræktun ystu hafa,“ sagði Eyjólfur Konráð Jóns- son, formaður utanríkisnefndar, að endingu. í samtalj við Morgunblaðið sagði Matthías A. Matthiesen utanríkis- ráðherra: „Þegar í ljós kom við skoðun sérfræðinga okkar í hafs- botnsmálum að veigamikil hafs- botnsréttindi austur og norðaustur af íslandi tengdust Islendingum, Norðmönnum og Dönum vegna Grænlands, samkvæmt hafréttar- sáttmálanum, var málið rætt í utanríkisnefnd Alþingis og sjálfsagt talið að snúa sér formlega til ná- granna okkar. Sameiginleg hags- munagæsla var lögð til, með það fyrir augum að um sameign og samnýtingu landanna verði að ræða." Matthías gat þess, að orð- sendingar hefðu í gær verið af- hentar utanríkisráðuneytum Noregs og Danmerkur. „Þar lagði Umrætt svæði sést hér á kortinu og afmarkast af efnahagslögsögu Noregs, íslands, Grænlands og Jan Mayen. Hvíta svæðið innan brota- markanna er svæðið þar sem, samkvæmt niðurstöðu sérfræðinga, Danmörk (f.h. Grænlands), Noregur og ísland ættu að geta gert til- kall til hafsbotnsréttinda. Skyggðu svæðin eru svæði þar sem hafsbotnsréttindi eru ekki nægilega könnuð. ég til að á næsta utanríkisráðherra- fundi Norðurlandanna ættu utan- ríkisráðherrar þessara landa með sér sérstakan fund um málið," sagði Matthías Á. Matthiesen utanríkis- ráðherra. Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins: Sjómenn vilja samkomulag en ekki einhliða ákvörðun „SAMKOMULAG mun nást mjög fljótlega eftir að fiskkaupendur fallast á að setjast niður og ræða málin við okkur,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Far- manna- og fiskimannasambands- ins, í samtali við Morgunblaðið í gær af tilefni deilu sjómanna og útgerðarmanna á Vestfjörðum, en sjómenn neita að sigla nema fiskverð liggi fyrir. Um þau ummæli Friðriks Pálsson- ar, forstjóra SH, í Morgunblaðinu í gær að honum virtist sjómenn vera orðnir fráhverfir fijálsu fískverði, sagði Guðjón að því færi víðs fjarri. „Frelsið verður hins vegar að vera báðum megin borðsins, en ekki þannig að fiskkaupendur myndi eig- ið verðlagsráð og ákveði verðið einhliða." Hann sagði að sjómenn væru opnir fyrir öllum möguleikum varðandi ákvörðun verðs, það gæti hvort sem er verið á grandvelli sam- komulags um fast verð eða ákveðna viðmiðun eða alfarið samkvæmt lög- málinu um framboð og eftirspum. Um þau ummæli Friðriks, að fisk- kaupendur hefðu boðið verð, sem væri í samræmi við ýtrustu kröfur sjómanna á fundum verðlagsráðs, eða 10% hækkun, sagði Guðjón að það væri ekki sannleikanum sam- kvæmt, þar eð sjómenn hefðu þar einnig lagt til breytingu á frádrátt- arkúrfunni. Samkvæmt núverandi frádráttarkúrfu dragast 0,80% frá kflóverði allra físka, sem era undir 5 kg, en við lögðum til að kúrfan yrði færð í sama horf, eða 0,50%. „Ég mótmæli því að hafður sé eftir okkur hálfur sannleikur og þykir mér leitt til þess að vita að Friðrik Pálsson hafi svo slæmt minni." Guðjón sagðist ennfremur ekki skilja það að kröfur sjómanna á Vestfjörðum um leiðréttingu kúrf- unnar og 10% hækkun væra ósanngimi í augum forstjóra SH. „Á Sauðárkróki var kúrfan leiðrétt og rúmlega það og Grandi og físk- kaupendur á Akranesi og víðar hafa samkvæmt okkar útreikningum boð- ið um 20% hækkun þorskverðs. Að maður tali ekki um fískmarkaðsverð- ið.“ Grimsby: Þorskverð 44,56 kr DAGRÚN ÍS seldi nýverið hluta afla síns í Grimsby. Seld voru 163 tonn af þorski fyrir 7,2 milljónir og var meðalverð á kg 44,56 krón- ur. Að sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar hjá LÍÚ er þetta mjög lélegt verð, þar eð meðalverð á þorski í Bretlandi er 57—58 kr. Orsakaðist þetta verð af offramboði og góðu veðri. Vil- hjálmur gat þess að offramboðið kæmi til vegna þess að útgerðarmenn virtust taka kúfínn af mesta aflanum, sem ekki væri unnt að vinna vegna sumarfría hér heima. Af því tilefni vildi Vilhjálmur vara sérstaklega við því að útgerðarmenn væra að senda skip sín um verslunarmannahelgina í sölu; reynslan í fyrra hefði orðið afar slæm, vegna offramboðs. Grindavík: Fiskimjölsverksmiðja keypt í heilu laffi frá Noreffi Gríndavík. '-* O GOÐAFOSS kom í gærmorgun til Grindavíkur með fiskimjöls- verksmiðju sem Fiskimjöl og Lýsi hf. festi kaup á í Noregi fyrir skömmu á 35 milljónir króna. Að sögn Péturs Antonssonar for- stjóra Fiskimjöls og Lýsi hf. var ástæðan fyrir kaupunum fyrst og fremst sú að mjölþurrkuninni í verk- smiðjunni í Grindavík verður breytt í gufuþurrkun. Mengunarvamir verða margfalt betri en þær eru í dag en það var orðið mjög brýnt að lagfæra þær. „Gufuþurrkun hefur verið á döf- inni hjá okkur seinni hluta vetrar og eigum við nú í viðræðum við forráðamenn Hitaveitu Suðumesja um gufukaup frá Svartsengi," sagði Pétur. „Verksmiðjan sem við keyptum frá Noregi var á eyjunni Vikholmen í Norður-Noregi og hafði verið keyrð í viku eftir endurbyggingu þegar henni var lokað. Stærstu stykkin eru gufuþurrkarar sem vega hvor um sig 50 tonn, sjóðar- ar, pressa og sogkjamatæki. Inni- falið í kaupunum er hönnun á uppsetningu tækjanna miðað við húsnæðið sem fyrir er, eftirlit með uppsetningu og gangsetningu verk- smiðjunnar. Verksmiðjan verður í fullum rekstri allan tímann og stefnt er að því að öll tækin verði komin í gang 1. október í haust. Afköstin munu aukast lítillega en gæði mjölsins vegna gufuþurrk- unar ættu að batna og bind ég miklar vonir við að hluti mjölsins geti selst á hærra verði og veitir víst ekki af þar sem afkoman í dag hefur aldrei verið verri vegna lélegs markaðsverðs á mjöli og lýsi undan- farið," sagði Pétur að lokum. — Kr.Ben. Morgunblaðifl/Kr.Ben. Frá uppskipun fiskinyölsverksmiðjunnar i Grindavík. Lestar skipsins voru fullar af tækjum og hér er eitt af þeim stærstu híft í Iand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.