Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Lundatíminn hafinn í Eyjum: Lundi með minna móti en veiðimenn þó bjartsýnir Vestmannaeyjum. LUNDATIMINN rann upp í gær hjá veiðimönnum í Vest- mannaeyjum. Hann stendur yfir frá mánaðamótum og fram í byijun ágúst lýkur venjulega um þjóðhátíð. Fjöldi manna úr hinum ýmsu starfsstéttum hverfa þá á vit náttúrunnar í úteyjum. Undanfarnar vikur hafa veiðimenn verið að gera allt klárt í úteyjum fyrir úthaldið. Elliðaeyingar vígðu með viðhöfn nýtt og glæsilegt veiðihús í eynni um helgina og nágrannar þeirra í Bjarnarey voru þá um leið að flytja heilu húshlutana út í sína eyju og ætla að fullklára nýtt veiðihús á örfáum dögum. síðustu vikuna, en mikill lundi hefði verið í Suðurey í vor þegar hann kom upp að. Hermann sagðist vera sæmilega bjartsýnn á sumarið, veið- in réðist af því hvemig æti væri fyrir fuglinn í sjónum og af veður- farinu. Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður í Stór- höfða, hefur lengi fylgst grannt með lundanum og staðið fyrir um- fangsmiklum merkingum á lunda allt frá árinu 1953. Sagðist hann hafa merkt alls um 37 þúsund lunda á þessum árum, bæði pysjur og „Fyrsti hópurinn hjá okkur í Suðurey fer út í eyju á föstudags- kvöld. Við erum búnir að gera allt klárt, en munum byrja á því að rýja rollumar okkar," sagði Her- mann Einarsson, hreppstjóri í Suðurey, í samtali við Morgun- blaðið. Hreppstjórar eru þeir kallað- ir, sem veita veiðifélögum úteyjarmanna forstöðu. Hermann sagði að þeir væru með 35 kindur í Suðurey, „svona rétt til að halda gróðri í lagi og viðhalda sauðagötum í eynni“. Hermann sagði að lítill fugl hefði verið uppi fullorðna fugla. Óskar sagði að lundi væri nú með minna móti og taldi ástæðu þess helst vera, að veðurskilyrði væru óhagstæð, þurr- viðri og stillur. Óskar sagði að merkingar hans hefðu meðal annars leitt í Ijós að lundinn getur orðið allt að 30-40 ára gamall. Hann hefði dæmi um það að merktur lundi frá Stórhöfða hefði komið fram 30 árum síðar. Þá hafa lundar merktir í Stórhöfða komið í veiðiháfa í Færeyjum. Lundinn er mikill herramanns- matur og hefur verið vaxandi eftiispum eftir honum. í ár er hann seldur á 32 krónur stykkið frá veiði- manni á bryggju og 45 krónur sé hann afhentur hamflettur. Verðið hækkar siðan verulega sé lundinn bæði reyttur og reyktur. Þannig telja margir hann bestan en færri fá en vilja. -hkj. VEÐURHORFUR í DAG, 02.07.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt norðaustur af Færeyjum er 1000 millibara djúp lægð sem þokast austur. Um 1000 km suðvestur af Hvarfi er önnur lægð, 995 millibara djúp, sem hreyfist fremur hægt austur og siðar norðaustur. Norður af Jan Mayen er 1018 millibara hæð. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt. Sums staðar þokubakker á annesj- um norðanlands en smáskúrir við suður- og austurströndina. Annars víða þurrt og bjart veður. Hiti á bilinu 8 til 16 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Heldur vaxandi austan- og suðaustanátt. Þykknar upp sunnanlands og fer sennilega að rigna þar um kvöldið. Annars staðar þurrt og víða léttskýjað inn til landsins. Hiti á bilinu 10 til 15 stig og sums staðar hærri í innsveitum. LAUGARDAGUR: Hæg suðlæg átt. Skúrir og hiti 10 til 14 stig á suöur- og vesturlandi en þurrt, víða lóttskýjað og hiti 14 til 18 stig um norðan- og austanvert landið. TÁKN: Heiðskfrt á Úk \Km0íífí2 ■m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Ceisíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hKI veöur Akureyri 9 alskýjaft Reykiavfk 12 léttskýjaft Bergen 13 alskýjaA Helsinki 17 skýjaft Jan Mayen 6 skýjað Kaupmannah. 19 léttskýjað Narssarssuaq 13 alskýjað Nuuk 4 þoka Osló 14 þrumuveður Stokkhólmur 20 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 29 heiðskirt Amsterdam 18 lóttskýjað Aþena 32 halðskírt Barcelona 26 mistur Berlín 22 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 32 þokumóöa Frankfurt 26 skýjað Glaskow 14 skúr Hamborg 22 hálfskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 20 lóttskýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 28 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Miami 28 léttskýjað Montreal 19 skýjað NewYork 28 mistur París 23 léttskýjað Róm 27 þokumóða Vín 29 lóttskýjað Washington 24 mlstur Winnipeg 14 skúr Dr. Grace Thornton látin DR. GRACE Thornton, fræði- maður og fyrrum starfsmaður bresku utanríkisþjónustunnar, lést 23. júní sl. 73 ára að aldri. Hún var fædd hinn 27. júní 1913 í Bretlandi. Fyrir stríð stund- aði hún rannsóknir á íslandi og í Cambridge og fjallaði doktorsrit- gerð hennar um Landnámabók. Dr. Grace Thomton starfaði í breska sendiráðinu í Reykjavík skömmu eftir stríð. Síðan vann hún um tíma í breska utanríkis- ráðuneytinu og í sendiráðum Bretlands í Kaupmannahöfn og Brussel. Eftir það fluttist hún til Jakarta þar sem hún var sam- starfsmaður Sir Andrew Gilchrist í sendiráðinu, þegar það var brennt til grunna í uppþotum árið 1963. Morgunblaðið/Sigurgeir Dr. Grace Thornton var sæmd Fálkaorðunni árið 1983. Vímulaus æska: Yfir ein og* hálf milljón komin inn Foreldrasamtökin Vímulaus æska hafa nú innheimt eina milljón og sex hundruð þúsund af þeim rúmlega fjórum milljónum sem landinn lofaði í fjársöfnun þeirri er útvarpsstöðin Bylgjan og samtök- in stóðu að fyrir nokkru síðan. Þetta kom fram í samtali við Lísu Wium starfsmann samtak- anna. Hún sagði að forráðamenn Vímulausrar æsku væru mjög ánægðir með þá upphæð sem safn- ast hefur enda hafi enginn gert sér vonir um að tækist að innheimta alla þá peninga sem lofað var í söfnunina. Lísa sagði að gíróseðlar hefðu verið sendir út skömmu eftir út- varpssöfnunina og greiðslur væru enn að berast. Það er því ekki út- séð um það ennþá hversu mikið fé samtökin fá út úr þessari söfnun. Að sögn Lísu eru samtökin með fleiri jám í eldinum hvað varðar fjáröflun og um þessar mundir er gengið í hús og fólki boðið að kaupa skífuna eða snælduna Vímulaus æska. Lísa sagði að sölumönnum væri yfirleitt vel tekið og hefði sala gengið vel til þessa. Nýjar reglur um stærð skipa: Hafa ekki áhrif á veiðiheimildir BREYTTAR reglur um stærð skipa, sem taka munu gildi 1. júlí nk. munu ekki leiða til þess að fiskiskip, sem i kjölfar hinna nýju reglna lenda í öðrum stærð- arflokki, missi veiðiheimildir sínar. Núverandi lög og reglu- gerðir um stjórnun fiskveiða falla úr gildi um næstu áramót og verður nýtt frumvarp að taka af skarið um veiðiheimildir þeirra skipa, sem fara á milli flokka. Reglubreyting þessi felst í því að samræma íslenskar reglur al- þjóðlegum reglum, sem byggjast á alþjóðasamþykkt, sem gerð var í London 1969 og um 70 þjóðir hafa tekið upp. Sagði Jón B. Jónasson hjá sjávarútvegsráðuneytinu að langur aðdragandi hefði verið að Forseti íslands í opinbera heimsókn til Italíu í haust FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer í opin- bera heimsókn til Ítalíu í haust. Komelíus Sigmundsson for- setaritari sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri byrj- að að skipuleggja dagskrá heim- sóknarinnar, en ákveðið væri að forsetinn færi til Ítalíu í október. Ráðgert er að heimsóknin standi í fjóra daga. setningu þessara reglna. Jón gat þess, að þeir bátar, sem þegar hefðu verið mældir og væru í veiði yrðu ekki sviptir heimildum sínum, „uppmæling skipa mun ger- ast smám saman á nokkurra ára bili, en skip, sem smíðuð eru eftir 1. júlí munu verða mæld eftir þess- um nýju reglum," sagði Jón. Aukin upplýs- ingaskylda vín- veitingahúsa VERÐLAGSSTOFNUN hefur ákveðið að setja strangari reglur um upplýsingaskyldu vínveit- ingahúsa.I þessu felst að upplýs- ingar um aðgangseyri verða að standa skýrum stöfum áður en komið er inn í veitingahúsið og við miðasölur. Einnig verður veitingamönnum gert skylt að auglýsa verð á helstu tegundum áfengra drykkja og gosdrykkja við vínbari. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn væri ekki búið að skoða til hlítar skýringar veitingamanna á verðlagi á veitingahúsum, en þeir hafa sett fram ýmis rök fyrir álagn- ingunni. „Við teljum ekki rétt, fyrst um sinn að minnsta kosti, að skylda veitingamenn til að lækka verðið. Sú leið er þó ekki útilokuð. Okkur þykir skynsamlegra að herða reglur um upplýsingaskyldu veitingahú- sanna og reyna með því að láta neytendur sjálfa velja og hafna og sýna með því aðhald," sagði Georg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.