Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Jón Magnússon „ A sama tíma og stór hópur á í erf iðleikum með að hafa ofan í sig og eyðir hlutfallslega mun meiru af launum sínum í matarkaup en gerist í nágrannalönd- um, þá gengur það ekki að matvælum sé hent.“ enda. Mér er spurn, af hverju er verð á kindakjöti ekki lækkað frek- ar en að henda því á haugana? Ég spyr líka, hverjum er það í hag að framfylgja stefnu sem gerir bænd- um erfitt fyrir og íþyngir skatt- greiðendum og neytendum? Ég spyr líka, hvaða stjórnmálastefna bygg- ist á því að eðlilegt sé að skattleggja neytendur endalaust til að halda upp óarðsamri atvinnustarfsemi? Ég spyr líka, hvað á aðlögunar- og breytingartími í landbúnaði að standa í mörg ár, ætti ég ef til vill frekar að segja áratugi? Hvers vegna er langtímastefna sem bygg- ist á fullri ábyrgð framleiðenda matvæla ekki mörkuð? Þetta gengfur ekki lengur Ég segi það eins og mér finnst, þetta gengur ekki lengur. A sama tíma og stór hópur á í erfiðleikum með að hafa ofan í sig og eyðir hlutfallslega mun meiru af launum sínum í matarkaup en gerist í ná- grannalöndum, þá gengur það ekki að matvælum sé hent og milljörðum eytt til að niðurgreiða kjöt fyrir útlendinga. Kjör fólks byggjast ekki eingöngu á fleiri krónum í vasann, eins og þráhyggja verkalýðsleið- toganna snýst um. Þau byggjast á því hvað fólk fær fyrir peningana sína. Lægra matarverð og lægri skattar er það sem vinnst ef brotist er út úr vítahring fáránleika núver- andi framleiðslustefnu. Fari svo að stjómmálamenn skynji ekki þessa staðreynd er óhjákvæmilegt að neytendur og skattgreiðendur gefí þeim frí frá og með næstu kosning- um í svo miklu mæli, sem mögulegt er. Höfundur er lögmaður / Reykja- vík og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna. AÐALFUNDUR Lagnafélags ís- lands var haldinn á Hótel Loft- leiðum þann 12. maí s.l. Á fundinum var Kristján Ottós- son, starfsmaður byggingardeildar borgarverkfræðings, endurkjörinn formaður félagsins en aðrir stjóm- armenn voru kjömir Valdimar Jónsson, Rafn Jensson, Sæbjöm Kristjánsson, Jón Siguijónsson, Jónas Valdimarsson og Guðmundur Halldórsson. Aðalfundurinn tilnefndi sérstakt fagráð skipað fulltrúum frá 35 fél- ögum, stofnunum og skólum á þessu sviði og skyldi ráðið vera stjóminni til aðstoðar. í fréttatilkynningu frá Lagnafél- agi íslands segir að innan félagsins sé nú starfandi fræðslunefnd, staðlanefnd og nefnd sem vinnur að athugun á notkun plastpípa í lagnakerfum. Þar segir einnig að á síðasta starfsári hefðu verið haldnir þrír fræðslufundir þar sem m.a. var ijallað um hönnun, útboð, smíði, eftirlit og viðhald loftræsti- og hita- kerfa. Félagsmenn í Lagnafélagi ís- lands em 260 talsins. Vítahringiii’ fáránleikans eftirJon Magnússon Þegar matvælum er fleygt á mslahauga, í stómm stfl, þýðir það að framleiðslustefnan er röng. Und- anfama daga hafa borist fregnir af því, að miklu magni kindakjöts sé hent á öskuhaugana í Reykjavík. Sömu dagana birtast myndir af miklu magni af tómötum og gúrk- um á þessum sömu haugum. Einhver orðaði það svo snyrtilega að nú væri boðið upp á kindakjöt með salati á öskuhaugum Reykja- víkurborgar. Neyslu stýrt með verðlagningu Fyrir áratug birtust fregnir af því að miklu magni af tómötum og gúrkum væri hent á haugana. Neyt- endasamtökin mótmæltu því og kröfðust þess að verðið yrði lækkað til að auka neysluna. Þá var einnig bent á, að grænmetisneysla væri til muna minni hér en í nágranna- löndum okkar. í kjölfar þessa, eftir viðræður þáverandi forstjóra Sölu- félags garðyrkjumanna og stjórnar- manna Neytendasamtakanna, var ákveðið að gera tilraun til þess að auka neysluna á tómötum með því að hafa breytilega verðlagningu. Verðið var lækkað verulega og neyslan jókst svo mikið að ekki þurfti að henda miklu magni af þessum matvælum. Allar götur síðan hefur Sölufélag garðyrkju- manna lækkað verðið á þeim tíma, sem framleiðslan hefur verið í há- marki með góðum árangri, en haldið allt of háu verði á öðrum tíma með slæmum árangri. Neyt- endur hafa fengið ódýrari vöru og aukið neysluna, en garðyrkjumenn hafa getað selt framleiðslu sína. Nú virðist þetta ekki duga og þá er nauðsynlegt bæði fyrir neyt- endur og framleiðendur garðávaxta að finna leiðir til þess að hjá því verði komist að henda þessum mat- vælum. Enn sem fyrr er neysla grænmetis og garðávaxta til muna minni hér á landi en í nágrannalönd- unum, líkur eru því á, að hægt sé að auka hana verulega með því að lækka verðið. Ég tel að rætur vand- ans nú, hvað sölu á tómötum varðar sé að við upphaf sölu íslenskra tóm- ata sé verðið allt of hátt. Þá eru innfluttir tómatar á allt of háu verði þann tíma, sem innlendir eru ekki á markaðnum. Þetta veldur því að neysla þessarar góðu og hollu mat- vöru er minni en hún væri eí einhverri skynsemi væri fylgt í verðlagningu. Þegar verðið er síðan m) D/EMIUM VERÐ: HERRASKOR DÖMUSKÓR BARNASKOR BARNASKÓR FRA 995,- FRÁ 495.- FRÁ 695.- FRÁ 300.- lækkað á miðju sölutímabili íslenskrar framleiðslu, þá næst ekki að auka neysluna nægilega. Tvímælalaust mundi það koma bæði neytendum og framleiðendum vel, að haga verðlagningu þannig yfir veturinn, að innflutt fram- leiðsla væri seld á eðlilegu verði og innlend framleiðsla væri ekki seld á því okurverði sem raun ber vitni í upphafi framleiðslutímabilsins. Neysla þessarar vöru yrði þá meiri allt árið um kring og mundi líklega aukast hlutfallslega meira þegar verðið væri enn lækkað á þeim tímum þegar framboðið væri mikið. Neytendur eiga ekki síðri rétt en framleiðendur. Það er því óviðun- andi að við skulum þurfa að kaupa þessar og fleiri matvörur á mun hærra verði en aðrir og sjá svo á eftir matvælum á ruslahauga Reykjavíkur vegna rangrar stefnu í framleiðslu og verðlagningu. Hafa ber í huga að söluaðili þessara matvæla er markaðsráðandi og skammtar því neytendum rétt, án aðhalds af samkeppni og án aðhalds hins opinbera. Af kindakjöti Framleiðsla og sala kindakjöts er í vítahring fáránleikans. Mark- mið þau sem þjóðin hefur sett sér eru að græða landið, að haga kjöt- framleiðslu sinni á þann veg að dugi til innanlandsneyslu og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þessi markmið eru sjálfsögð. Stað- reyndirnar eru hinsvegar þær að stöðugt er gengið á landið vegna ofbeitar sauðfjár. Við erum því að vinna gegn því markmiði að græða landið ár eftir ár og munum skila komandi kynslóð verri landgæðum en þeim sem við tókum í arf. Kjöt- framleiðsla er allt of mikil, þannig að nú er bæði hent miklu magni af kindakjöti á ruslahauga Reykjavíkur á sama tíma og reynt er að troða miklu magni ofan í út- lendinga með æmum tilkostnaði fyrir þjóðfélagið. Kostnaðurinn við þessa útflutningsstarfsemi nemur svo miklum fjárhæðum árlega, að duga mundi til að byggja upp full- komnasta vegakerfi í Norðurálfu á skömmum tíma og efla jafnframt aðrar samgöngur. Á hveiju ári dregst byggð utan þéttbýlissvæðis- ins við Faxaflóa saman. Niðurstað- an er því sú, að við erum stöðugt að vinna gegn ofangreindum markmiðum, um að græða landið, framleiða matvæli í samræmi við innanlandsneyslu og stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Á grundvelli tveggja síðastnefndu markmiðanna þurfa neytendur og skattgreiðendur samt að greiða óheyrilega hátt verð og háa skatta. Ég' var svo bamaleg- ur, að halda það við setningu nýrra búvörulaga, að eitthvað mundi breytast til batnaðar, en þröngir ímyndaðir sérhagsmunir og at- kvæðaveiðar stjómmálamanna í dreifbýlinu hafa valdið því að víta- hring fáránleikans er haldið við, á kostnað skattgreiðenda og neyt- Aðalfundur Lagnafélags íslands: Stofnað sérstakt fagráð LAUGAVEGI20 - SIMI621377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.