Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 17
V8eí LIÚl .S HUOAaUTMMH .QICLA,iaHUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 01 17 Markaðurinn: Nokkur hugtök eftirSigurð Sigvrðarson Markaðsfræðin hefur, eins og aðrar fræðigreinar, smám saman þróað með sér eigin orð og hugtök sem auðvelda skýringu, hugsanir og rökræður. En markaðsfræðin er ung fræðigrein, sem er án efa ástæðan fyrir því, að hún hefur ekki enn náð að aðlagast íslenskri tungu. Nútíma markaðsfræði hefur einkum þróast í Bandaríkjunum og þar af leiðir að orð og hugtök í markaðsfræði eru svo að segja ein- göngu á ensku. Margar vestur- evrópskar þjóðir hafa tekið upp mörg ensk orð í markaðsfræði og gert þau að sínum. Þannig er því t.d. farið með Norðmenn, Svía og Dani. Mjög brýnt er að þýða markaðs- fræðina á skiljanlega íslensku, sem varla ætti að vera erfitt, svo liðug sem íslenskan er. Það er hins vegar áhyggjuefni ef fræðigreinin nær ekki að tengjast íslenskunni varan- legum böndum og ensk orð verða ráðandi í faglegri umfjöllun jafnt sem í daglegri umræðu. I þessari grein mun höfundur reyna að gera nokkra grein fyrir hugmyndum sínum um landnám markaðsfræðinnar í íslenskri tungu. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vekja umræðu og hvetja til þess að fleiri gefi málinu gaum. Markaðsfærsla Nokkur áhöld eru um hvort nota eigi orðið „markaðsfærsla“ eða „markaðssetning“ sem þýð- ingu á orðinu „marketing". Enska orðið hefur að sjálfsögðu fjölmargar aðrar merkingar. Orðið „markaðsfærsla “ lýsir vel þeim ferli sem fólginn er í því verkefni að fylgja eftir vöru allt frá framleiðslustigi, eða fyrr, og þar til varan er boðin til kaups í verslun, jafnvel lengur, því mark- aðsfærslunni lýkur að sönnu ekki við sölu. Mjög mikilvæg verkefni bíða markaðsmannsins eftir að varan hefur verið seld, t.d. verður hann að svara spurningum eins og: Hvernig líkaði kaupandanum varan? Hvers vegna keypti hann hana? Hvemig neytti hann henn- ar? Orðið markaðssetning hefur á einhvem hátt takmarkaðri merk- ingu, þó svo að margir hafi notað þessi orð jöfnum höndum. „Setn- ing“ er skylt orðinu að „setja" og er því frekar haft yfir eina ein- staka athöfn en margar og mismunandi. Það skilyrði uppfyll- ir „markaðsfærsla" betur að mati greinarhöfundar. Hér eru þó ekki hundrað í hættunni, hvort orðið sem valið er, en þó er skýrara í faglegri umræðu að nota eitt orð um hvert verk. Markaðsgreining Greinarhöfundur stingur upp á því að nota orðið „markaðsgrein- ing“ í sömu merkingu og enska orðið „market segmentation". „Segment" merkir einfaldlega hluti af stærri heild og er þekkt hugtak úr rúmfræði. Með „Market Segmentation" er átt við hluta af markaðinum, hóp neytenda sem hafa svipuð einkenni, líkar eða sömu þarfir eða óskir o.s.frv. Markaðurinn er með öðrum orðum greindur í sundur eftir flölmörg- um þáttum, sem skipta máli við í markaðsfræði markaðsfærslu. Sem dæmi má nefna, að Selfyssingar eru hluti („segment") af íslensku þjóðinni. Greina má Selfyssinga, eins og aðra hluta þjóðarinnar, t.d. eftir kyni, aldri, skólagöngu, áhuga- málum, störfum, stjórnmálaskoð- unum o.s.frv. Það myndi til dæmis auðvelda sölu á gleraugum á Selfossi ef vitað væri um alla þá sem þar þurfa að nota gleraugu. En þar sem þær upplýsingar liggja ekki á lausu notast gleraugnasalinn eflaust við upplýsingar um aldur fólks, vitandi það að margir þurfa á gleraugum að halda eftir að vissum aldri er náð. Annað orð sem til greina kemur er „markaðshlutun“, sem hefur ýmsa kosti, en líklega á „mark- aðsgreining" þó auðveldar upp- dráttar vegna tengsla við önnur skyld orð með sömu endingu, t.d. aðgreining, sundurgreining, manngreining (sbr. manngrein- arálit) o.s.frv. Markaðsstokkur Eitt mikilvægasta hugtakið í markaðsfræðinni er enska orðið „marketing mix“. Átt er við þau grundvallaratriði sem markaðs- fræðin byggir á; „vöru, verð, kynningu og dreifingu“ (á ensku: „product, price, promotion and Distribution"). Bein þýðing væri „markaðsblanda", ákaflega hal- lærisleg þýðing, en þar sem slíkt hanastél er ekki til neyslu, hvorki beint né óbeint, er því hafnað. Hins vegar fer vel á því að nota orðið „markaðsstokkur". „Stokk- ur“ er gott og gilt íslenskt orð sem enn er í fullu gildi, t.d. spilastokk- ur, pennastokkur o.s.frv. Stokkur Sigurður Sigurðarson „Mjög brýnt er að þýða markaðsfræðina á skiljanlega íslensku, sem varla ætti að vera erfitt, svo liðug- sem íslenskan er. Það er hins vegar áhyggju- efni ef fræðigreinin nær ekki að tengjast íslenskunni varanleg- um böndum og ensk orð verða ráðandi í . faglegri umfjöllun jafnt sem í daglegri umræðu.“ er því hirsla eða safn muna og ágætlega getur hann að auki geymt þessi mikilvægu atriði markaðsfræðinnar. Markaðsmaður í fjölmiðlaheiminum eru starfs- heitin blaðamaður og fréttamað- ur, yfirmennimir eru ritstjóri og fréttastjóri, en þeir eru jafnframt blaðamenn. Lögreglumenn eða lögregluþjónar halda uppi lögum og reglu á götum úti. Þeirra yfir- maður er lögreglustjóri. í við- skiptaheiminum gegna sölumenn - mikilvægum störfum í lokaáfanga markaðsfærslunnar. Stjómendur söludeildar em sölustjórar og ekki geta allir haft þann titil. Gera má því ráð fyrir að mark- aðsmenn starfí að markaðsmál- um. Þeir hafa oft sérmenntun í sínu fagi og sú menntun gefur þeim titilinn markaðsfræðingur. Markaðsmenn í stjórnunarstörf- um kallast markaðsstjórar og ekki geta allir haft þann titil, ekki frek- ar en allir blaðamenn ritstjóratitil eða lögreglumenn lögreglustjóra- titil. Greinarhöfundur kýs þannig að mynda starfsheiti þeirra sem að markaðsmálum starfa á sama hátt og þeirra sem að sölumálum starfa. Orðið „markaðsmaður" er stutt og laggott orð, þó svo að mörgum kunni að þykja nokkuð snubbótt í fyrstu. Það aðlagast þó örugglega mjög vel. í þessari grein hefur stuttlega verið fjallað um örfá hugtök í markaðsfræðinni sem brýnt er að nái fótfestu ííslensku máli. Minna máli skiptir hvort að þau orð sem hér hefur verið stungið upp á verði viðurkennd eða einhver önn- ur. Eitthvert framhald mun verða á þessum nýorðahugmyndum greinarhöfundar á næstunni. Höfundur er við nám í markaðs- fræðum. AFMÆUSTILBOÐ FRÁ CITROÉN: tilefni 40 ára afmælis Globus hafa frönsku CITROÉN verksmiðjurnar ákveöið að veita okkur sérstakan afmælisafslátt á takmörkuðum •• fjöldaaf CITROEN AX. &. 298000- stýrið“, erbylting í hönnun smábíla hvað varðar Afmælistilboð Lækkun AX 10 RE 298.000.- 31.900.- AX 11 RE 322.000.- 27.500.- Greiósluskilmálar við allra hæfi. Þú finnur ekki sambærilegan bíl á þessu verði. CITROÉN AX sem fékk viðurkenninguna „Gullna aksturseiginleika, rými og sparneytni. Fáðu þér CITROÉN AX strax - þú hættir ekki fyrr! G/obus H F Lágmúla 5 Sími 681555 YÐDA F3d2.7/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.