Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í versluninni Kópavogi. Þar fœrð þú nýtt, fýrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. _ > Fyrirspurn til Olafs M. Jóhannessonar eftir Sigurð Þór Guðjónsson Velæruverðugi fjölmiðlarýnir! í Morgunblaðinu 27. júní, þar sem þú gerir tónlist einkaútvarps- stöðvanna að umtalsefni, hrýtur þessi staðhæfing úr penna þínum: „Svo sannarlega létti þungu fargi af landslýð er barokkið á rás 1 þokaði fyrir léttari tónlist- arsveiflu ... Þessi orð eru ekki skýrð frekar. „Barokk" í músík er tónlist Evr- ópu ca. 1600—1750. En þá hvíldu eins og ógnarfarg á menningu álf- unnar sumir mestu snillingar mannkynssögunnar, t.d. Bach og Hándel. Sem fróðleiksfús blaðalesandi Á FUNDI fjármálaráðherra Norðurlandanna var ákveðið að taka landbúnaðarstefnu land- anna til athugunar í þeim til- gangi að skýra og meta áhrif stefnunnar á efnahagslífið og fjárhag hins opinbera. Fjármálaráðherrar Norðurlanda héldu reglubundinn vorfund 23.júní síðastliðinn í Helsinki. Farið var yfir efnahagshorfur Norðurland- anna í ár. Þá var rætt um þróun efnahagsmála í OECD-löndunum og líkleg áhrif lítils hagvaxtar á efnahagshorfur Norðurlandanna. Á fundinum var ákveðið að hrinda af stað gerð áætlunar um efnahagssamvinnu a Norðurlönd- unum. Fyrri áætlun um sama efni var ákveðin 1985 og rennur út sitt skeið 1988-89. Stefnt er að því að Sigurður Þór Guðjónsson nýja áætlunin verði lögð fyrir Norð- urlandaráð til endanlegrar ákvörð- unar 1989. Hún mun taka til fjárfestingar í samgöngumann- virkjum, niðurfellingar á viðskipta- hömlum, rannsókna- og iðnaðar- uppbyggingar, byggða- og umhverfismála og fleira. Auk áðumefndrar endurskloðun- ar á landbúnaarstefnu, sem ætlað er að ljúka haustið 1988, var einnig rætt um athugun hliðstæðum at- vinnugreinum, svo sem fiskveiðum og fiskvinnslu. Þá var ákveðið að halda áfram vinnu að margs konar samræmingu á sviði skattamála. Fundinn sóttu af hálfu íslands Magnús Pétursson hagsýslustjóri og Indriði H. Þorláksson skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu. „Er það virkilega til- fellið að rás 1 hafi spilað (og spili kannski enn?) svo mikið af músík frá þessu tíma- bili að hlustendur haf i yfirleitt tekið eftir því?“ langar mig til að beina til þín, herra Ólafur, þessum spumingum: 1. Er það virkilega tilfellið að rás 1 hafi spilað (og spili kannski enn?) svo mikið af músík frá þessu tíma- bili að hlustendur hafi yfirleitt tekið eftir því? Jafnvel þó „barokk“ þýddi í nákvæmni þinni hvers kyns „klassísk tónlist" frá miðöldum til okkar daga myndi það litlu breyta. Ég vænti þess að þú styðjir svar þitt með órækum staðreyndum úr dagskrárgögnum Ríkisútvarpsins. 2. Hvernig vitrast þér „svo sann- arlega" að „landslýð" létti þegar barokkið „þokaði" fyrir poppinu? Allur landslýður? 100%, 80%, 60%? Hvemig ferðu eiginlega að því, maður, að vita þetta, sem enginn annar veit? Mikið vildi ég vera svo vitur. Ég býst við því, minn ljúfi, að þú sannir áðumefnda fullyrðingu, sem er ansi Ólafsleg, auðveldlega með óyggjandi rökum. Ef ekki — á móti öllum líkum — neyðist undirrit- aður mjög skúffaður til að flokka hana með staðhæflngum sem þess- ari: „Lifandis skelfingar ósköp linnir þungri plágu á lesendum Morgunblaðsins, þegar ritstjórar þess loka fyrir rangfærslur, sleggjudóma og menningar- fjandskap Ólafs M. Jóhannesson- ar i fjölmiðladálki blaðsins." Með samúðarkveðjum. P.s. Þú kemur daglega jafn mikið á óvart. Höfundur er rithöfundur. Fjármálaráðherrar Norðurlanda: Fram fari endurskoðuii á landbúnaðarstefnu SEMKIS íslensk nýjung! viðgerðarefni ■ múrblöndur ■ íblöndur SEMKÍS V 3 tegundir einstakra viðgerðarefna fyrir steinsteypu. Fljót- pp- og hægharðnandi, með og án trefja. SEMKÍS M L. 7 tegundir múrblandna til viðgerða og múrhúðunar úti og ► inni, úr völdum íslenskum hráefnum. Tilbúnar til notkunar í hentugum umbúðum. SEMKÍS I >íblöndunarefnið MÚRMÉLA er fínt kalksteinsduft og not- ast sem bætiefni í venjulegar múrblöndur, úti og inni. Minnkar vatnsdrægni og sprungumyndun múrsins. SEMKIS — efnin eru árangur margra ára þróunarstarfs. SEMKÍS — efnin hafa staðist prófanir opinberra rarmsóknastofnarma. SEMKIS — efnin eru framleidd undir ströngu eftirliti. SEMKIS - efnin eru til sýnis hjá Byggingaþjónustunni Hailveigarstíg 1 Heildsöludreif ing: Amór Hannesson, Garðabæ © 91-689950 Hallur Bjamason, Akranesi © 93-12457 ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFELAGIÐ HF. SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS Útsölustaðir: BYKO ■ Húsasmiðjan ■ JL húsið ■ BB byggingavörur ■ Byggingavöruverslunin GOS ■ Byggingavöruverslun Sambandsins ■ Málningarbúðin Akranesi ■ Málning- arþjónustan Akranesi ■ KB Borgamesi ■ KEA Akureyri og helstu byggingavöruverslanir landsins. 5.Í KALMANSVELLIR 3 AKRANESI S 93-13355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.