Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 „Skilningur á mikil- vægu starfi háskólans vex úti í þjóðfélaginu“ Ræða Sigmundar Guðbjarnasonar rektors á Háskóla- hátíð 27. júní Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, kæru kandidatar og gestir, ágætu sam- starfsmenn. Ég býð ykkur hjartanlega vel- komin á þessa hátíð er við lítum til helstu viðburða þessa háskólaárs sem senn er liðið og afhendum kandidötum prófskírteini. Á þessu háskólaári voru skráðir til náms 4.428 stúdentar þar af voru nýinnritanir 1.908 en útskrif- aðir verða alls 529 kandidatar. Þetta árið hefur verið Háskóla ís- lands giftudijúgt. Starfíð hefur verið þróttmikið og er unnið að mörgum erfiðum verkefnum á sviði kennslu og rannsókna, þjónustu og stjómsýslu háskólans. Við lítum björtum augum til framtíðarinnar og munum efla starfsemina á ýmsa lund, ekki síst með nýrri tekjulind. Tekjur af Happdrætti háskólans ijármagna allar byggingafram- kvæmdir háskólans svo og tækja- kaup _og viðhald húsa að mestu leyti. Á þessu ári var bætt við nýrri tegund af happdrætti, þ.e. skyndi- happdrætti, svokallaðri Happa- þrennu. Happaþrennan mun reynast háskólanum happasæl þvi salan reyndist strax meiri en spáð var og tekjur háskólans því meiri en ráð var fyrir gert. Fari svo sem horfír mun Happaþrennan gera okkur kleift að byggja upp og bæta starfsaðstöðuna hraðar en áætlað var. Kunnum við landsmönnum hin- ar bestu þakkir fyrir þessar ágætu viðtökur. Getum við þannig tekið hús verkfræði- og raunvísindadeilda í notkun nú í september, hálfu ári fyrr en ráðgert var. Jafnframt get- um við haldið fullum framkvæmda- hraða við innréttindu á húsi læknadeilda. Á liðnu hausti fagnaði Háskóli íslands 75 ára afmæli með sam- komu hér í Háskólabíói 4. október og með margvíslegri kynningu á sögu háskólans og starfi, bæði í blöðum og sjónvarpi svo og með Opnu húsi. Gefín var út Byggingar- saga háskólans fram til 1940 og hafínn er undirbúningur að útgáfu byggingarsögu frá 1940 fram til 1990. Tímarit Háskóla íslands hóf göngu sína á árinu en því er ætlað að kynna starfsemi háskólans svo og vísindi og listir almennt. Rann- sóknaskrá háskólans kom út á liðnu hausti en þar voru einstök rann- sóknaverkefni kynnt. Sýndar voru tvær myndir í sjónvarpi uni Há- skóla íslands, önnur fjallaði um sögu háskólans fram til 1940, hin myndin fjallaði um starfsemi há- skólans nú á tímum. Þessi viðamikla kynning tókst vel og hefur aukið jákvæða umfjöllun og veljvilja landsmanna í garð háskólans. Merkasta afmælisgjöfin sem há- skólinn fékk var fyrirheit ríkis- stjómarinnar um að fjórfalda fjárveitingar í Rannsóknasjóð há- skólans úr 5 m.kr. í 20 m.kr. á næstu fjórum árum og veitt var aukafjárveiting að upphæð 3 m.kr. Þakka ég menntamálaráðherra Sverri Hermannssyni vasklega framgöngu í þessu máli og ágætt samstarf. Jafnframt gaf Reykjavík- urborg 7,5 m.kr. og Rannsóknaráð ríkisins 8 m.kr. til þess að byggja líftæknihús á Keldnaholti sem verð- ur eign háskólans. Vil ég færa borgarstjóra og framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs sérstakar þakkir fyrir stuðning þeirra. Menntastefna háskólans er margþætt og er einn þátturinn sá að styrkja undirstöðumenntun fyrir háskólanám. Háskóli íslands mun næsta haust gefa út leiðbeiningar fyrir framhaldsskólana og nemend- ur þeirra. Háskóladeildir hafa nú þegar skilgreint þær kröfur um undirstöðumenntun sem nemendur þurfa að uppfylla til þess að þeim nýtist háskólanámið sem best. Stefnt er að frekari kynningu á háskólanáminu sjálfu, bæði til- högun náms og jafnframt hverskon- ar starfstækifæri eru möguleg að námi loknu. Eitt af nýmælum í háskólanum er virkt framgangskerfi fýrir alla háskólakennara. Nú er unnt að veita stöðuhækkun og launahækk- un á grundvelli verðleika og afkasta í starfi. Hæfniskröfur fyrir kennara og viðmiðunarreglur eða leiðbein- ingar fyrir dómnefndir hafa verið skilgreindar af háskóladeildum. Geta lektorar vænst hækkunar í stöðu dósents og dósentar nú hækk- að í prófessorsembætti að undan- gengnu mati dómnefndar og að uppfylltum hæfniskröfum viðkom- andi deildar. Slíkt framgangskerfi mun verða mikilvægur hvati til aukinna dáða í starfí þegar menn fá umbun fyrir aukið framlag og frumkvæði, einkum í kennslu og rannsóknum. Skilningur á mikilvægu starfí háskólans vex úti í þjóðfélaginu og þá einnig stuðningur við háskólann. Þessi aukni skilningur og stuðning- ur kemur fram í ýmsum myndum, bæði frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Mikilsverður er stuðningur Reykjavíkurborgar, en bæði borgarstjóri og borgarstjóm hafa sýnt mikinn áhuga á að efla háskólann og samstarf við hann. Er þeim ljóst mikilvægi háskólans fyrir Reykjavíkurborg og landið allt. Stuðningur Reykjavíkurborgar við byggingu tveggja tæknigarða, Líftæknihúss á Keldnaholti fyrir starfsemi á sviði líftækni og efna- iðnaðar og Tæknigarðs í nágrenni Raunvísindastofnunar fyrir raf- einda-, tölvu- og upplýsingatækni, mun vafalítið hraða þróun og hag- nýtingu þekkingar á þessum sviðum í landinu. Líftæknihúsið verður reist fyrir afmælisgjafír Reykjavíkurborgar og Rannsóknaráðs ríkisins eins og áður var getið. Verður húsið eign Háskóla íslands en aðstaðan síðan leigð út bæði stofnunum og fyrir- tælqum til rannsókna og þróunar- starfa. Tæknigarðurinn verður byggður í samvinnu Reykjavíkur- borgar, Þróunarfélags íslands, Félags islenskra iðnrekenda, Tækniþróunar hf. og Háskóla ís- lands. Verður aðstaðan leigð á sama hátt til rannsókna og þróunarstarfa og mun Háskóli Islands eignast þetta húsnæði á 20 árum. Áætlaður byggingakostnaður er 70 m.kr. Þessi þróun ber vitni vaxandi skilningi forsvarsmanna sveitarfé- laga og fyrirtækja á mikilvægi og möguleikum rannsókna og þróunar- verkefna. Vaxandi skilningur og stuðning- ur kemur einnig úr öðrum áttum, frá einstaklingum og velunnurum háskólans. Háskólinn er ætíð opinn öllum þeim sem vilja veita honum stuðning eða þiggja þjónustu hans. Um þessar mundir eru háskólar undir smásjá, miklar kröfur eru gerðar til þeirra og er grannt skoð- að hvernig þeir uppfylla þessar kröfur. Hugtakið háskóli hefur tekið breytingum á síðustu áratugum einkum þegar rætt er um skóla á háskólastigi án þess þó að átt sé við háskóla í hefðbundnum skiln- ingi. í hefðbundnum háskóla eða Universitas er hlutverkið tvíþætt, annars vegar að stunda vísindaleg- ar rannsóknir og þjálfa nemendur til vísindastarfa, hins vegar að mennta nemendur og þjálfa til ákveðinna embætta og starfa. Meg- inhlutverk háskóla hafa verið óbreytt um aldir en þau hlutverk eru varðveisla, öflun og miðlun þekkingar. Hlutverk háskóla eru jafnframt varðveisla menningararfs liðinna kynslóða, að varðveita það besta sem hefur verið hugsað og skrifað, svo og að miðla nemendum stöðugt af nýjum menningar- og menntastraumum. Á síðustu áratugum hafa sprottið upp aðrar tegundir háskóla eða skóla á háskólastigi sem leggja megináherslu á kennslu og verk- þjálfun en litla eða enga áherslu á vísindalegar rannsóknir. Slíkir skól- ar eru einkum sérskólar ýmiskonar og starfsþjálfunarskólar, t.d. kenn- araskólar, tækniskólar og listaskól- ar. Aðsókn að slíkum skólum vex hröðum skrefum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi þróun er þegar hafin hér á landi og mun slíkum skólum fjölga á næstu árum. Háskóli íslands mun starfa með slíkum skólum og styðja þá í þeirri viðleitni að efla menntun - í landinu. Viðhorf nemenda víða um lönd eru þau að sækja meira í starfsnám; þeir vilja í auknum mæli móta nám sitt sjálfír og velja námskeiðin í samræmi við eftir- spum á vinnumarkaði. Háskólar á Vesturlöndum verða fyrir áþekkri gagnrýni og er for- vitnilegt að gefa henni gaum. Þessi gagnrýni er einkum eftirfarandi: 1. Háskólar leggja of mikla áherslu á menntun og þjálfun há- skólakennara og vísindamanna. 2. Framhaldsnám og verkefni nemenda eru of tengd þörfum há- skólakennara sjálfra. 3. Háskólar leggja of litla áherslu á að þjálfa framkvæmdamenn og athafnamenn sem þora að taka áhættu. 4. Háskólar eru of íhaldssamir, þeim er illa stjómað og þeir eru ekki fallnir til að mæta þörfum þjóð- arinnar. Hafa ber í huga að stjómun há- skóla er verulega frábmgðin stjóm- un fyrirtækja. Stjómun háskóla einkennist af veikri miðstýringu og valddreifíngu til háskóladeilda, svo og af fmmkvæði háskóladeilda. Sumt af þessari gagnrýni þekkjum við einnig hér við Háskóla fslands. Vandamál háskóla em einnig víðast hvar þau sömu en þau em einkum þessi: 1. Takmörkuð geta þjóðfélagsins til að veita nægilegu fé til háskóla svo þeir geti uppfyllt kröfur um kennslu, rannsóknir og þjónustu. 2. Takmörkuð geta háskóla til að mæta akademískum kröfum. 3. Aukinn þrýstingur á háskóla til að mæta skammtímaþörfum þjóðarinnar þegar meginmarkmiðin taka mið af langtímaþörfum. 4. Barátta við stöðnun, því þörf fyrir faglega endurhæfingu og símenntun vex ört. 5. Vægi kennslu, rannsókna og þjónustu. Hagnýt sjónarmið mega ekki skaða undirstöðurannsóknir eða þær greinar sem em síður hag- nýtar. Ýmsir óttast hagsmunaárekstra, óttast að hagnýtar rannsóknir vaxi á kostnað undirstöðurannsókna sem em eitt af meginverkefnum há- skóla. Ekki tel ég ástæðu til að óttast slíka þróun við Háskóla ís- Sigmundur Guðbjarnason lands þar sem megin viðfangsefnin em undirstöðurannsóknir. Við lifum í þekkingarþyrstum heimi þar sem þekking og færni em í vaxandi mæli verslunarvara. Við leitum fjár- stuðnings hjá stjómvöldum, sem leitast einnig við að styrkja atvinnu- líf og efnahag landsmanna. Það er því eðlilegt að við reynum að miðla öðmm af þeirri þekkingu sem við höfum aflað, að háskólinn stuðli að hagnýtingu þekkingar í landinu eft- ir því sem kostur er. Eftir sem áður hafa háskólakennarar rannsókna- frelsi og velja sjálfir þau viðfangs- efni sem þeir glíma við. Vísinda- menn okkar vinna að verkefnum sem þeir sjálfír telja mikils virði. Þeir vilja veita öðmm hlutdeild í afrakstrinum, gefa öðmm kost á að njóta árangursins og nýta niður- stöðumar. Það er hins vegar nýtt viðhorf að þeir sem vilja nýta slíkar rannsóknaniðurstöður í atvinnu- skyni verða að greiða fyrir slík not. Með þessum hætti viljum við afla fjár til frekari rannsókna. Á 75 ára ferli hefur Háskóli ís- lands eflst úr tiltölulega fábreyttum embættismannaskóla í ijölhæfa mennta- og vísindastofnun. Upp- byggingin hefur orðið í áföngum og er nú tímabært að endurskoða stefnu háskólans með hliðsjón af stöðu mála og nýjum áherslum í upplýsinga- og tækniþjóðfélagi nútímans. Slík endurskoðun á markmiðum og starfsemi háskólans ætti í fyrsta lagi að skerpa skilning kennara á æskilegum áherslum og breytingum í eigin starfí, í öðm lagi að vekja athygli á stöðnun og jafnvel vanræktum sviðum ef slíkt er fyrir hendi, og í þriðja lagi að benda á nauðsynlegar úrbætur í kennslu og aðstöðu til kennslu ef þurfa þykir. Ljóst er að pörf fyrir aukna menntun vex ört og kröfur um bætta þjónustu á þessu sviði fara vaxandi. Aðsókn að öldungadeild- um framhaldsskólanna sýnir að menntunin er ekki lengur forrétt- indi unga fólksins. Eldri nemendur leita menntunar í vaxandi mæli því með aukinni menntun fjölgar starfstækifæmm og jafnframt tækifæmm til meiri lífsfyllingar. Háskólinn verður því að leita leiða til að mæta slíkum þörfum, þ.e. veita nemendum tækifæri til að stunda nám með starfi, veita tæki- færi til að vera í hlutanámi þótt það taki tvöfalt lengri tíma. Þetta er aðeins eitt dæmi af þeim mörgu verkefnum sem bíða úrlausnar í dag. Kæm kandidatar. I dag takið þið við prófskírteini úr hendi deildarforseta og fáið formlega staðfestingu á því að hafa lokið háskólaprófi og hafa þar með lokið mikilvægum áfanga í lífi ykk- ar. Háskóli íslands óskar ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju með þennan árangur og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum. Þið sáuð hér áðan lýst kjöri heið- ursdoktors þegar prófessor Jóni Sigtryggssyni var sýndur sá mesti sómi sem Háskóli íslands getur sýnt nokkmm manni, að sæma hann doktorsnafnbót í heiðurs- skyni. Sá sómi er verðskuldaður og lýsti deildarforseti tannlæknadeild- ar því hvemig prófessor Jón Sig- tryggsson byggði upp tannlækna- deild, en það var mikið afrek við þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi. Með því að nefna þetta nú vil ég vekja athygli ykkar á því að lífið býður upp á tækifæri til margskon- ar afreka, sem em unnin í kyrrþey, önnur verða að fréttaefni. Vett- vangurinn er breiður og viðfangs- efnin em mörg en kröfumar em þær sömu þegar upp er staðið, að skila vel unnu verki. Tómas Guðmundsson skáld segir svo á einum stað í ljóðum sínum: Og enginn fær til æðri tignar hafist né öðlast dýrri rétt en þann að geta vænst af sjálfum sér og krafist að saga landsins blessi hann. Prófessor Jón Sigtryggsson hef- ur skilað vel unnu verki og getur verið ykkur sem fyrirmynd ásamt öðmm þeim brautryðjendum sem byggt hafa upp Háskóla íslands, já, sem byggt hafa upp það þjóðfélag sem við nú njótum góðs af. Við njótum nú afraksturs þess erfiðis sem forverar okkar lögðu á sig til að búa okkur betri heim. Skáld æskunnar, ástar og vonar segir ennfremur: En kynslóð nýja til starfa kallar sá dagur sem órisinn er og nú er ykkar dagur að rísa. Ykk- ar bíða mikil ævintýri, þið munuð sækja á brattann, oft með storminn í fangið. Að leiðarlokum munuð þið ylja ykkur við minningamar um sigra og ósigra, um gleði og sorgir, en þannig verður lífsins saga. Eitt af því sem menn vilja frekar gefa en þiggja em ráð. Ég ætla samt að gefa þér nokkur ráð, kæri kandidat. Fyrsta ráðið er að vera heiðarlegur. Reyndu ekki að blekkja aðra og enn síður sjálfan þig. Heið- arleikinn veldur þér minnstum áhyggjum, minni streitu og kvíða og eykur veg þinn og traust í hvívetna. Annað ráðið er að vera vandvirk- ur, og skila vel unnu verki. Fagmennska þín og vönduð vinnu- brögð ráða mestu um starfsframa þinn og launakjör. Allt flaustur og fúsk skaða mest þann sem hefur slíkt í frammi; fúskaranum treystir enginn fyrir vandasömu verki. Þriðja ráðið er að temja þér umburðarlyndi, vertu ekki dóm- harður. Þú skalt hafa í huga að þú ert skammt á veg kominn í lífsins skóla, mörg þyngstu prófin em framundan. Sýndu samferðamönn- um þínum þolinmæði. Þú munt sjálfur rata í margar þær raunir sem þú fordæmir í dag. Verðmæta- mat þitt mun breytast, þrítugur hugsar þú öðmvísi en tvítugur og fimmtugur leggur þú enn annað mat á sömu hluti. Viðhorf okkar breytast stöðugt á lífsleiðinni og kröfumar til lífsins einnig. Skáldið gefur þessi ráðin: Að leik og námi gakk þú heill og glaður og ger þér ljóst að þú ert sá er æ skalt verða meiri og betri maður því meira sem þig reynir á. Og lát þú æska, vit og anda verða þá vængi sem þér lyfta hæst, að sannist þegar sést til þinna ferða, að sigling þín var djorf og glæst. Já vissulega em miklar vonir bundnar við hveija nýja kynslóð, við vel menntað, þróttmikið og dug- legt fólk enda segir skáldið svo: Við vitum frá æskunnar ami skal risa sá eldur, sem þjóðunum veginn má lýsa til fegurra framtíðarlands. Við væntum vissulega mikils af ykkur, við væntum vinnusemi og vandvirkni, framtakssemi og fram- fara, við væntum dijúgra dags- verka. Við árnum ykkur heilla og óskum ykkur farsældar í framtíð- inni. Guð veri með ykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.