Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 27
grtf T.ITJI MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 RlP 27 Alþjóða heilbrigðismálastof numn: Eyðnirannsóknir undirbúnar hérlendis 32 íslendingar hafa mælst með mótefni TVEIR erlendir sérfræðingar í læknisfræði, dr. Bytchenko og dr. Ching komu til íslands og dvöldust hér dagana 24. - 27. júní sl. Þeir félagar komu á veg- um Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO og tilgangur heimsóknarinnar var að undirbúa samstarf um eyðni- rannsóknir hérlendis. Að sögn Ólafs Ólafssonar, land- læknis heimsóttu læknarnir tveir rannsóknastofur og hittu nefndar- menn í farsóttarnefnd að máli, auk sérfræðinga í ýmsum greinum og heilbrigðismálaráðherra. Ólafur sagði að rannsóknirnar yrðu tvíþættar. í fyrsta lagi yrði fylgst með tíðni og útbreiðslu sjúkdómsins í ýmsum áhættuhópum og í öðru lagi yrðu áhrif mismunandi fræðsluaðferða metin. „í sambandi við þetta verður sett upp ákveðin áætlun. Sem dæmi um þær spum- ingar sem leitast verður að svara í rannsókninni get ég nefnt spurning- una hvort betra sé að standa að uppfræðslu almennings með fjöl- miðlum eða bæklingum og hvernig best sé að skipuleggja fræðsluher- ferðir í skólum og á vinnustöðum. íslendingar voru fyrstir þjóða í Evrópu til að taka upp skipulega eyðnifræðslu á vinnustöðum og vonandi má draga nokkurn lærdóm af reynslu okkar,“ sagði Ólafur. Hann sagði að auk íslands yrði svipuð rannsókn unnin í Portúgal og Ungvetjalandi. „Þeir álíta að ísland henti vel til rannsókna af þessu tagi, þar sem þjóðin sé tiltölu- lega fámenn og auðvelt sé að ná til fólks.“ Ólafur sagði að nú hefðu alls 32 íslendingar mælst með mótefni í blóði gegn eyðniveirunni og þar af væru tveir látnir. Hann sagði að frá áramótum hefðu þrír bæst í hópinn. Kindakjöt: Mikilvægi Noregs markaðar minnkar - segirlngi Tryggvason NORÐMENN vilja losna undan gömlum samningi við íslendinga sem skuldbindur þá til að kaupa 600 lestir af íslensku kindakjöti ár hvert, eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardaginn. Tillaga hefur komið fram um að Norðmenn greiði fyrir 1200 lest- ir í einu lagi og losni síðan undan þessari kvöð. Ekki hefur enn verið gengið frá samkomulagi um þetta. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns Stéttarsambands bænda er Noregsmarkaðurinn mikilvægur eins og er. Að undanförnu hefði fengist lægra verð fyrir kindakjötið í Noregi en áður, en með þessum samningi hefði sala á ákveðnu magni af kjöti verið tryggð. „Ef samdráttur verður í útflutn- ingi, eins og stefnt er að og birgða- staða kemst í eðlilegt horf, breytist þetta og Noregsmarkaðurinn hættir að hafa mikla þýðingu. Ef gengið verður frá samningi um þetta er út af fyrir sig gott að losna við 1200 lestir af kindakjöti nú,“ sagði Ingi Tryggvason. 80daga aímœlistilboö (fyrir 35mmfilmur) VerÖ kr: 3100.- íö gildir til 6. júlí 1987. HfiNS PETERSEN HF 1 tilef ni af 80 ára af mœli Hans Petersenhf. bjóðumvið Kodak myndavél á einstaklega haqstœðu verði. 5áiaábyrgð UMBOÐSMENN UM LAND ALIT! RAIM VERÐKYNNING Nokkur dæmi um verð: Verð pr. stk. kr.: Kerti................................. 80,00 Kveikjulok........................... 320,00 Kveikjuhamar ........................ 131,00 Blaðka í blöndung................. 155,00 Bensínvír............................ 725,00 Bremsuslanga framan ................. 665,00 Bremsuklossasettframan ’72-’84 .... 690,00 Bremsuklossasett aftan ’72-’84 ...... 690,00 Hleðslujafnarakúla................. 1.890,00 Stýrisendi .......................... 595,00 Hjólapakkdós ........................ 120,00 Liðhúsapakkdós....................... 350,00 Vatnskassi......................... 9.705,00 Klafafóðring ........................ 310,00 Jafnvægisstangafóðring .............. 225,00 Gormarframanogaftan................ 2.081,00 Stýrishöggdeyfir................... 1.105,00 Höggdeyfar, framan og aftan........ 1.550,00 Hliðarlistasett 2. og 4. dyra...... 6.900,00 Þurrkublað........................... 347,00 Hraðamælasnúra ’72-’84 .............. 725,00 Notkun viðurkenndra varahluta er trygging fyrir hámarks endingu með lágmarks kostnaði. Hekla hf. selur aðeins viðurkennda vara- hluti með ábyrgð, á hagstæðu verði. Kynntu þér okkar verð áður en þú leitar annað, það getur borgað sig. Símar: 695500 og 695650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.