Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 58
QP. 58 í happdraetti. Slíkir hlutir gerast enn þann dag í dag. Ég heyrði sögu um mann sem kom nýlega inn í búð þar sem steinar eru seldir, hann sá ryk- ugan klump sem enginn hafði haft augastað á, keypti hann og hafði þar með eignast stóran gullklump. Það kom í ljós eftir að rykið var þvegið af. Það er ævintýri að ganga um þetta þorp. Ef húsin eru ekki upprunaleg frá fyrstu hendi eru þau nákvæmlega endurgerð eftir gömlum teikningum og lýsingum af þeim húsum sem áður stóðu á sama stað. Þarna er apótek eins og þau voru í gamla daga og skranbúð þar sem ýmsir hlutir eru seldir. Myndir eru teknar af fólki í fötum frá nítjándu öld og fólk getur fengið ýmislegt prentað samkvæmt þeirra tíma prenttækni. Jafnvel rykið undan hestvögnun- um er það sama og í árdaga. Þeir næstum hverfa í gulan mökkinn þar sem þeir bruna framhjá okkur. Árbæjarsafn kom upp í hugann er við gengum þama um. Það myndi öðlast nýtt líf ef þar sæti fólk í göml- um íslenskum búningum, ynni úr ull, smíðaði skeifur, byggi til skyr og væri að svipuðum störfum og unnin voru í þessum húsum þegar þau voru og hétu. Það gæti verið að búa til hluti svipaða þeim sem voru unnir á hveijum bæ í þá daga og selt. Enn eru margir sem kunna gömlu handbrögðin sem þeir gætu einnig kennt öðrum um leið eins og gert er þama. Þama hefur unga fólk- inu verið kennt þetta handbragð svo það lifí með þjóðinni og deyi ekki út og áhugahópar um sögu og menn- ingu skiptast á um að vinna og margir gera það endurgjaldslaust. Fólk virðist hafa mikla ánægju af störfum sínum þama, það er mjög hlýlegt, alþýðlegt og forvitið um hvaðan gestimir eru. íslendingar virðst vera fremur fáséðir gestir á þessum stað. Heppnin hafði verið með okkur þennan dag. Sólin skein og andvarinn var hlýr. Við sáum staðinn í sínum fegursta búningi. Næsta dag var rigning og þoka. Það er víðar en hér sem ekki er sjálfgefið að allir dagar séu jafn góðir. Það kom þó síður að sök því næst ætluðum við að skoða gullsafn Ballarat. Þar er merkilegt myntsafn, sem einn maður átti og safnaði, þar eru eintök af flestum ef ekki öllum myntum sem slegnar hafa verið úr gulli í heiminum. Furðu þykir sæta hvað þessum manni, sem hét Poul Simon, hefur tekist að safna margvíslegri mynt. Um leið er þetta safn mikil söguleg heimild vegna þess hve miklar upp- lýsingar fylgdu um myntsláttu víðs vegar í heiminum. Þar er einnig gull í ýmsu formi eins og það hefur verið fundið gegn um tíðina. Þama eru líkön af ýmsu sem gullgrafarar not- uðu á þeim tímum. Þau sögðu jafnvel enn meira um aðbúnað þeirra, sem oft var jafn frumstæður á sinn hátt og sá sem íslendingar bjuggu við á sama tíma. Bæði bera þessi söfn þjóðinni gott vitni um meðvitund og skilning á nauðsyn þess að tengja saman fortíð og nútíð. Undir grámóskulegum himni höld- um við síðan af stað áleiðis til Melboume. Á leið okkar þangað ök- um við eins og venjulega í gegnum og framhjá þorpum og bæjum. Mörg þeirra líta út eins og tíminn hafi stað- ið í stað, það em bara rangir bílar sem em á götunum. Það er viss eilífð- arró yfir þessum stöðum og gróður- inn setur mjúkan svip á umhverfið. Blómstrandi rósir, neríur, futsíur og ótal önnur litrík blóm kalla fram allt öðmvísi tilfinningar, en maður þekk- ir úr sínu eigin umhverfí. Hin sérstöku flöskuburstatré, banksíur, sem ég held að þekkist ekki annars staðar, skreyta um- hverfið mikið. Þau em til rauð, hvít, gul og bleik með misstómm burstum. Melbourne Fyrr en varir emm við farin að nálgast stórborgina Melboume. Eg verð að segja að alveg var ég laus við að finna til dæmigerðrar stórborgartilfinningar í þessari borg. Mér fannst rólegur bragur á strætun- um þama, laus við það stress sem I csipr uut, e HTinAunTMwu ukja,wwtiojtowt MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Gróðurríkur Hellisgarðurinn i Mount Gambier. Echidna á leið yfir veginn. „Það var þó gott að fá brauðmola." Possum þiggur mola úr hendi Malcolms. ég held að sé í ýmsum öðmm borgum af sömu stærð í heiminum. í Melboume búa rúmlega tvær og hálf milljón manns. Hún er höfuð- borg Viktoríufylkis og hefur verið kölluð borg garðanna því að af þeim þijú þúsund eitt hundrað fjömtíu og tveim hektumm lands, sem Mel- boume nær yfír, em átta hundrað fímmtíu og einn þeirra garðar í ýms- um myndum. Melboume er sögð hafa að geyma fallegasta safn heims- ins af byggingum í Viktoríönskum stíl. Við höfðum ekki mikinn tíma fyr- ir borgarlífíð svo við misstum áreið- anlega af ýmsu sem borgin hefur upp á að bjóða. Samt gengum við um fallegan almenningsgarð þama rétt hjá ráðhúsinu. í þessum garði er hús Cooks kapteins og þar er mikið af fallegum gróðri. Þar var verið að taka brúðarmyndir af jap- önsku pari. Á þessum slóðum er mikið um að slíkar myndir séu tekn- ar i almenningsgörðum eða úti í guðsgrænni náttúmnni. Philip Island Eftir tveggja nátta dvöl í Mel- boume höldum við aftur út á vit náttúmnnar. Næst ætlum við að heimsækja náttúmparadísina Philip Island í Viktoríu. Þar em selir á klöppum rétt við land og þar ganga þessar litlu, vinalegu mörgæsir „Fairy Penguins" á land eftir sólar- lag hvert kvöld, eftir að hafa verið í sjónum allan daginn. Þúsundir manna koma árið um kring til að sjá þær koma á land. Þessi fallegu, litlu en ofurlítið klunnalegu dýr em eins og sambland af þrem tegundum dýra. Þær em spendýr með heitt blóð, vængi eins og fuglar en geta þó ekki flogið. I stað þess hefur þeim verið gefínn eiginleiki til að synda eins og fískar. Þær halda til meðfram hálfri strönd Ástralíu, en er hvergi eins auðvelt að sjá og á Philip Island. Þær grafa sér holur við ströndina þar sem þær verpa eggjum og ala upp unga sína. Þær he§a venjulega varp í ágúst og liggja á þangað til í desember. Þær verpa tveim hvítum eggjum á stærð við hænuegg sem báðir foreldrar liggja á. Unginn brýtur sig síðan úr skel- inni með hvassri brún, sem er á gogginum, en dettur af fljótlega eft- ir að unginn er skriðinn úr egginu. Þeir em þaktir dún og fyrst í stað þurfa þeir yl frá foreldrunum til að halda á sér hita. Smátt og smátt hverfur dúnninn og fjaðrir koma í staðinn. Þessar hangandi Qaðrir mynda vatnsþétt lag hið ytra, en dúnninn hið innra myndar lag sem heldur á þeim hita. Átta vikna gaml- ir em þeir orðnir jafn stórir og foreldramir sem verða þijátíu og þriggja sentimetra langir. Þá em þeir á vappi umhverfis holuna þang- að til foreldramir hætta að fæða þá og þeim er ætlað að kunna að synda og bera sig eftir björginni. Það var fólk frá mörgum löndum sem stóð lotningarfullt og beið eftir þessum litlu vemm. Þær veltu sér fyrst í sjónum og smámjökuðu sér upp í fjöruna. Þær virðast mjög fé- lagslyndar því þær komu alltaf margar saman. Eftir að þær komu á þurrt land litu þær í kringum sig og reyndu að átta sig. Síðan kjöguðu þær í átt að holum sínum, framhjá mörg hundmð forvitnum augum sem kepptust um besta útsýnið, því senn dimmdi og ljóskastaramir, eina leyfílega ljósið, dugði varla til að lýsa þær upp. Það tók þær dijúgan tíma að komast heim í holur sínar enda var þetta oft nokkuð löng leið fyrir litla fætur. Ógleymanleg sjón. Á leið okkar, sem næst liggur til Mallacoota, ókum við inn í þjóðgarð sem er á þessari leið. Fararstjórinn vissi mjög lítið um hann og því var honum ekki ætlaður neinn tími. Þessi þjóðgarður er af svipaðri stærð og Snæfellsnes. Wilsons Promontory Wilsons Promontory er þjóðgarður í Viktoríu og er fjallgarður við fjörð, umlukinn sjó á þijá vegu. Eyjar og sker em rétt fyrir utan og setja sinn sérstaka svip á leiðina inn í garðinn. Það er erfitt að ætla að lýsa þessum víðattumikla garði. Hann einkennist mikið af mörgum dölum sem standa mishátt og em allir meira og minna skógi vaxnir. Þar em ýmsar göngu- leiðir sem tæki margar vikur eða mánuði að þræða ef vel ætti að vera. Við sáum garðinn því aðeins í mý- flugumynd. I miðjum garðinum er dalur. Inn í hann ókum við til að skoða okkur um og fínna heppilegan áningarstað. Þessi dalur er skógi vaxinn með fyöll á þijá vegu, mjög skjólsæll. Þama var óvenjulegasta móttökunefnd sem við höfum upplifað. Sem við ókum löturhægt inn í þennan skjólsæla sal sáum við litla, skautlega páfagauka baða sig í poll- um. Það vom Mountain Lowry, rauðir og bláir að lit. Þeir em greini- lega góðu vanir af gestum staðarins. Við vomm varla fyrr komin út úr bílnum, en þeir komu í tuga- eða hundraðatali og settust á okkur og allt í kringum okkur gargandi og heimtandi mat. Hettumávamir fylktu líka Iiði og slógust í hópinn svo úr varð mikill og hljómsterkur kór. Páfagaukamir nutu þó þeirra forrétt- inda fram yfir hettumáva að standa þeim langtum framar í flughæfni. Þeir tóku sér stöðu hvar sem þeir fundu festu svo við höfðum stundum jafnvel sex eða sjö fugla hangandi einhvers staðar á okkur. Brauðið okkar hafði mikið aðdráttarafl. Þeir em svo flinkir að fljúga að þeir stálu bita af samlokunni minni þó ég héldi hendinni frá mér og hreyfði hana stöðugt. Ekki leist þeim þó á kaffíð. Spáðu þeir þó mikið í þennan diykk sem ég hélt á í hinni hendinni. Svona augnablik hefði verið stórkostlegt að eiga á kvikmynd. Er við höfðum fengið nægju okkar af þessum söng litum við aðeins upp í dali þama fyrir ofan áður en við héldum áleiðis til Mallacoota. Það var glampandi sól og mátu- lega hlýtt. Utsýnið var til allra átta svo langt sem augað eygði. Milli gylltra, hárra grasstráa, sem sólin hellti geislum sínum yfir, glitti í gul- brúnar kengúmr á vappi. Litasam- setningin var eins og málverk. Grænt gras, gyllt strá, gulbrúnar kengúmr og blá fjöll í fjarska. Lífið er þeim svo friðsælt í þessum garði að þær em mjög gæfar. Það var hægt að klappa þeim þegar geng- ið var til þeirra til að taka myndir. Gróðurfarið milli þessara þjóð- garða er mjög misjafnt þó eucalypt- us-trén, banksíur og fleiri tegundir setji sinn svip á allt. Þessi tré em í mörgum afbrigðum frá einu svæði og loftslagi til annars. Sum em varla hærri en birkirunnamir okkar, en önnur geta orðið mjög há. Eucalypt- us-trén búa yfír þeirri einkennilegu náttúm að vaxa aftur þó þau brenni í skógareldum. Það er eitt af dæmum um forsjá náttúmnnar sem hefur miðlað rétt- um gróðri á hveijum stað og gefið þeim ótrúlega aðlögunareiginleika gagnvart óvæntum og erfíðum uppá- komum. Að horfa á endumýjunina í þessum tijám þar sem nýir sprotar stinga sér út úr bolum tijánna minnir á mátt lífsins yfir dauðanum og er eins og annað dæmi um söguna enda- lausu. Það er undarlegt að hvar sem maður ekur sér maður varla nokkum tímann böm úti að sippa eða í bolta- leik nema á skólalóðum. Mér fannst ég varla sjá bam á ferli eins og við sjáum hér. Ef þau sáust vom þau í fylgd kennara í einhvers konar vett- vangskönnun. En það virðist vera ríkur þáttur í kennslu bama. í þjóð- görðum og víða annars staðar hittum við heilu bekkina sem vom að vinna verkefni um umhverfí sitt, gróður- far, menningu og hvaðeina sem nöfnum tjáir að nefna. Flest vom þau í skólabúningum. Agi virðist vera þar með nokkm öðm móti en við eigum að venjast. í útvarpinu var að heyra að Ástral- ir glímdu við sömu vandamál og flestar aðrar þjóðir — eyðni, vimu- efni og hvers kyns ofbeldi var algengt fréttaefni þar eins og hér. Þar var einnig sama alþjóðlega tón- listin og berst á öldum ljósvakans hér heima. Bítlamir, Simon og Gar- funkel, Simply Red og fleiri virðast jafíi vinsælir þar og hér. Svo ýmsu kunnuglegu bregður fyrir augu og eyra þó hinum megin á hnettinum sé. Heimsfréttimar em og flestar þær sömu og bomar em á borð fyr- ir okkur. Þó em fleiri þeirra skiljan- lega meira frá suðurhvelinu. Og bíllinn rennur eftir veginum. Við sjáum að við náum ekki til Mallacoota svo við fáum okkur tjald- stæði í borginni Sale. Þar er falleg- asta göngugata sem ég hef séð. Lögð bleikum hellum. Til hliðanna em litl- ar grasflatir eins og hálfmáni í laginu og bekkir meðfram sem liggja einnig í hálfhring. Trén setja svo punktinn yfír iið, slúta yfir og em til skjóls þegar borgarbúar fá meira af sól en góðu hófu gegnir. Nú er hitastigið að hækka, ævin- týralegur himinbláminn nýtur sín til ftills á skýlausum himni. Við þær kringumstæðum skoðum við borgina rétt í dagrenningu áður en morgun- glaðir borgarbúar rölta til vinnu. Þar eins og annars staðar sést að fólk veit um betri stað fyrir kara- mellubréf og umbúðir, en göturæsi borgarinnar. Hún er þekktust fyrir og hefur haft mestan ágóða af olíu sem fannst í sjó þar fyrir utan. í henni búa tæp þrettán þúsund manns. Þar af margir Bandaríkja- menn sem komu þangað vegna olíuborana ESSO. Undir vermandi skini sólar reynum við að komast á leiðis til Mallacoota. Ein undarlegustu hljóð, sem ég heyrði í þessu víðáttumiída landi, vom hljóð skorkvikinda. Þau sá ég reyndar ekki eftir því sem ég best veit, en hljóðin vom nokkurs konar hátíðnihljóð sem líktust smellum eða örfínum bjölluhljóm. Það var ein- kennilegt að ganga fram hjá dauðum eða lifandi tijábolum og heyra þessi hljóð koma frá þeim án þess að sjá neitt. Útsýni er óhindrað undir heið- skímm himni. Lake Entrance er ein af paradísunum meðfram suðaustur- ströndinni. Þar er ströndin gerð á myndrænan hátt af móður náttúm og umhverfið kallar á bamið í okk- ur. Þama er hægt að taka báta á leigu og gera sér ýmislegt til ánægju og dægrastyttingar. Gróður og til- breytingarríkt umhverfið við vog- skoma ströndina og sérkennilegir klettar fá mann til að langa til að bregða á leik. Blómstrandi eldtrén við smábátaleiguna ramma inn fal- legt útsýnið. Á leið okkar frá þessum stað verð- ur broddgöltur á vegi okkar, hann er að fara yfír götuna. Leiðin er löng fyrir hann og okkur gefst nægur tími til að skoða hann og mynda. Ástr- alskur broddgöltur er nefndur Echidna og á það sameiginlegt með öðmm þarlendum spendýmm að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.