Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.07.1987, Blaðsíða 60
Ið 60 V8CI ÍJÚL .S SUOACnJTMMI'í .aiOAjaHUDflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987 Garðar Jónsson sjómaður - Minning Fæddur25. mars 1909 Dáinn 24. júní 1987 Víkingur er fallinn í valinn. Að kveldi miðvikudagsins 24. júní, Jónsmessudags, var á burt kvaddur af þessum heimi vinur og sam- starfsmaður, Garðar Jónsson, með fullgilt hásetaskírteini númer 1702, útgefíð af Sjómannafélagi Reyjavíkur, 15. febrúar 1926. Hann var einn af þessum gömlu görpum, sem séð hafa tímana tvenna í íslenzku athafnalífi. Hann var fæddur árið 1909 og þannig 78 ára að aldri þegar göngunni lauk hér í heimi. Garðar var Reykvíkingur, ótst upp í stórum systkinahópi, en alls voru systkinin 14 og hann sjötti í röðinni, en faðir hans var húsasmið- ur og var einn af þeim sem unnu við að reisa Eimskipafélagshúsið. Snemma byrjaði hann að vinna og fékk starf í uppskipunarvinnu hjá Eimskip 13 ára gamall og starfaði þar alla tíð upp frá því. Voru þau störf er hann gegndi á þessum langa starfsferli hjá Eimskip af margskonar toga, en þó var sjó- mannsstarfið og þá sérstaklega er hann var bátsmaður á nýja „Gull- fossi“ árin 1950—1954 að öllum líkindum hans blómaskeið og það sem var honum e.t.v. hugstæðast og hann þekktur fyrir. Er ekki of- sögum sagt að Garðar nálgaðist sannast að segja að vera þjóðsagna- persóna, vegna sérstæðra hæfileika sinna, dugnaðar, bjartsýni, skop- skyns og margs annars er gerði hann að sérstæðum persónuleika. Og skyldurækni hans, áreiðanleika og drengskap hans var við brugðið, enda var það svo að árið 1962, þegar nýr forstjóri Eimskipafélags- ins þurfti að finna sér traustan og áreiðanlegan einkabílstjóra, þá valdist Garðar til starfsins og sinnti því við góðan orðstír, með sóma og reisn um langt árabil og ávann sér þannig traust og virðingu jafnt yfir- boðara sem annarra er til þekktu. Það var samt ekki eðlislag Garð- ars að hreykja sér og vann hann störf sín jafnan í kyrrþey og með glaðlegu og látlausu yfirbragði. Hann bar ekki mikla virðingu fyrir monti eða stórmennsku og vildi meta menn eftir manngildi, enda sjálfur djarflynt hraustmenni, eins og ýmsar sagnir af afreksverkum hans eru til vitnis um og getið er um í ævisögum, m.a. Ólafs stýri- manns Tómassonar, Farmaður í friði og stríði. Hann var samt fram- takssamur um ýmis mál og vegna meðfædds lífsatgervis og atorku kom hann víða við t.d. í íþróttastarf- semi innan félagsins, þar sem hann lagði dijúgan skerf til og átti oft forgöngu, þótt hann léti síðan öðr- um gjaman eftir að vera á toppnum, „nema þegar hinir nenntu ekki að standa í hlutunum" eins og hann einu sinni orðaði það í samtali, þeg- ar talið barst að forustu hans í íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi innan hrings samstarfsmanna hjá félaginu. Og flestallir munu kann- ast við það Grettistak, sem hann átti hlut að þegar íþrótta- og heilsu- ræktaraðstöðu var komið á fót við Borgarskála, en dæmi um þátt hans og framlag þar var það, að þetta var nefnt Garðarshólmi og var Garðar þar eins og kóngur í ríki sínu, hugsaði um allt og fyrír öllu, enda var honum treyst bæði af yfír- boðurum og samstarfsmönnum og þannig látinn næsta einráður um alla tilhögun og framkvæmd þama. Sá hann um þetta með dugnaði, hvatti fólk til að nota hina ákjósan- legu aðstöðu og dreif hlutina þannig með lífí og sál og var driffjöðrin þarna. Garðar var einnig mikill aga- og reglumaður. Hann gerði strangar kröfur um hreinlæti og góða um- gengni og fylgdi þeim fast eftir. Allt varð að vera hreint og snyrti- legt svo þannig séð var hann einnig sómakær og mannræktarmaður. Engum hélzt uppi að ganga illa eða ósnyrtilega um. Sá átti ekki aftur- kvæmt, til þess sá sá er gætti sóma félagsins að enginn smánarblettur félli á þessa starfsemi, sem hann bar svo mjög fyrir bijósti. Síðar mun plássleysi í Borgar- skála vegna bflainnflutnings hafa orsakað það að „æfíngaaðstaðan" eins og Garðar nefndi það, var flutt fram á Seltjarnames, og þar var aðstaðan að dómi Garðars stómm betri. Og þama var stór íþróttasalur og margt og margt fleira af ákjós- anlegum tækjum og búnaði og gott pláss til alls. Honum var ofarlega í huga hvort nokkurt fyrirtæki væri hér, sem gerði annað eins fyr- ir sína starfsmenn. Og Garðar var þakklátur af alhug fyrir það, að forráðamenn félagsins skyldu vilja gera það mögulegt að koma upp þessari aðstöðu fyrir starfsmenn- ina. Og allt þetta var sem hluti af honum sjálfum. Honum var þetta hugsjón og sem hans eigið líf. Þannig var Garðar í hugsun og lífsháttum. Maðurinn mátti ekki vamm sitt vita og gætti þess að aðrir vanhelguðu ekki þau verð- mæti sem þeim vom lögð til af góðum hug og til hagsbóta. Honum var ljóst að strangleika er oft þörf, þegar gæta skal góðra hluta. Og nú er hann genginn inn á vegi bjartara lífssviðs, inn á þann veg sem vér öll skulum einn dag ganga. Lífið hér er undirbúningur að því er koma skal og hvemig vér reynumst á veginum hér skapar það sem á eftir kemur. Hreinlyndi og drenglyndi varir og verður að óbrot- gjömum gmndvelli þess er koma skal, enda þarf ekki annað en leita til hinnar miklu bókar til að lesa orð meistarans og áminningar til vor um það. Sé nú horft til vegferð- ar hins horfna bróður verður vart annað séð en að arfurinn sem hann bjó sér hér beri honum gott vitni og hljóti að verða honum haldgott veganesti á nýjum slóðum framtíð- arlandsins. Og um það efast ekki vinir hans og samstarfsmenn sem þekktu hann og á það jafnt við um jafningja og yfirboðara. A þessum vegamótum tímabund- ins skilnaðar eru honum vottaðar einlægar þakkir fyrir samfylgdina. Og þeim fylgja fyrirbænir honum til handa um blessun og farsæld í nýjum heimkynnum. Um leið eru bömum, ættingjum og öðru venzla- fólki sendar einlægar samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan dreng vera eftirlifendunum hug- hreysting og huggun á skilnaðar- stund. Gamlir samstarfsmenn Eimskip. Hver og einn markar sín spor á lífsleið sinni, engir tveir þau sömu. Vinur okkar, Garðar Jónsson, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju, var engin undantekning. Hann markar sín eftirtektarverðu spor, sem lengi munu lifa í minningu okkar, er hann þekktum, og upp verða rifjuð á góðum stundum. Þau bera sitt sérstaka svipmót, sem er svo ógleymanlegt, einstaklega þrungið af einlægni, drengskap og velvild. Þess er minnst, að Garðar gerði sér snemma grein fyrir þeim sann- indum, að vinnan göfgar manninn. Innan við fermingaraldur var hann vaknaður til meðvitundar um, að til þess að afla brauðsins þurfti brauðstrit, sem svo er kallað, og 13 ára gamall vann hann sumar- langt hjá atvinnurekanda sem upp frá því varð hans vinnuveitandi. Garðar taldi sig alla tíð hafa verið ósvikinn af þeim samskiptum og víst er um það, að enginn getur efast um að atvinnurekandinn, Eim- skip, hafí átt með afbrigðum hollan og dyggan þjón, þar sem Garðar var, hvort sem hann vann til sjós eða lands. Þar fór saman góðvilji og einlæg trúmennska. Það yrði langt mál, ef samstarfs- menn Garðars segðu frá þeim mörgu skemmtilegu og eftirminni- legu atvikum, sem átt hafa sér stað á löngum starfsferli hans. Það gerð- ist óneitanlega margt, sem gaman er að muna og gott að minnast. Hann lifði tímana tvenna, dimma daga stríðsáranna, þegar siglingar um heimshöfin voru válegar, en einnig bjarta daga, þegar sól skein í fullu suðri og siglt var með glæsi- brag á Gullfossi, allt suður til Miðrjarðarhafsins. Frá árinu 1954 var starfsvettvangi Garðars lokið á skipunum og við tóku störf hans margvísleg í landi hjá félaginu, hér í Reykjavík. Starfsferill hans var langur og spannar stórt tímabil í sögu Eim- skipafélagsins. Hann hafði til dæmis átt alla forstjóra félagsins fyrir húsbændur, eins og hann orð- aði það sjálfur; Emil Nielsen, Guðmund Vilhjálmsson, Óttarr Möller og nú síðast Hörð Sigur- gestsson. Guðrún Magnús- dóttir - Minning Fædd 15. október 1908 Dáin 23. júní 1987 í dag, 2. júlí, verður kvödd hinstu kveðju frá Dómkirkjunni, Guðrún Magnúsdóttir, til heimilis í Ingólfs- stræti 7b í Reykjavík. Hún var fædd í Reykjavík 15. október 1908 og lést 23. júní 1987. Hún var aldr- ei nefnd annað en Stella, og trúi ég að margir hafí talið það skímar- nafn hennar, en svo var ekki. fremst á hana sem Stellu ömmu í Ingó, og þau minnast heimsókna til hennar með hlýju og söknuði. Ég á Stellu margt að þakka, en fyrst og síðast á hún þakklæti mitt fyrir það sem hún var bömunum mínum. Hún gegndi vissulega mik- ilvægu hlutverki í lífí þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem hartn ver öðrum tii gagns, því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því nkari er hann sjálfur. (Bókin um veginn eftir Lao-tse.) Þessi tilvitnun átti einkar vel við Stellu, því líf hennar einkenndist öðru fremur af því að vera veitandi en þiggjandi og hún veitti ætíð af rausn. Þar af leiddi að hún safnaði ekki veraldlegum auði, hennar auð- ur fólst í hlýju viðmóti, elskulegum móttökum þegar hún var heimsótt og ekki síst ást hennar á bömum. Viðmót hennar í garð bama hygg ég að hafi falist í einni setningu: „Böm eru líka fólk,“ ogþannig kom hún fram við litla fólkið sem var í kringum hana dags daglega. Og þau eru orðin mörg bömin, sem hafa notið umhyggju hennar í gegn- um árin, fyrst stór hópur systkina- bama og á seinni ámm þeirra böm. Og bömin mín vom svo lánsöm, að eiga ást hennar vísa. Stella var föðursystir mannsins míns, en bömin okkar litu fyrst og Aðstandendum hennar votta ég virðingu mína og samúð og ég bið þess, að minningin um Stellu, með sitt hiýja viðmót og góða hjartalag, megi verða þeim að leiðarljósi um ókomin ár. Við máttum vissulega margt af henni læra. Aðalbjörg Sigþórsdóttir Elskuleg mágkona, og ekki síður vinkona mín, verður jarðsett í dag. Stellu, eins og hún var alltaf köll- uð, kynntist ég fyrir 38 ámm. Þá byrjaði ég að vinna í Litlu-blóma- búðinni, Bankastræti 14. Þáverslun átti móðir hennar, Jóhanna Zoega. Ég varð strax velkomin á heimili Jóhönnu og Magnúsar, foreldra hennar, í Ingólfsstræti 7B, eins og aðrir starfsmenn biómabúðarinnar, sem öll fjölskyldan gerði að vinum sínum. Svo kynntist ég Stellu enn betur, er ég trúlofaðist, og seinna giftist yngsta bróður hennar, Jóni Bryntýr. alla hjálp okkur til handa. Hún hafði dætur okkar heilt sumar og fram á haust, er ég var veik og lá á spítala, enda þótti þeim vænt um hana „frænku“, eins og bræðra- börnin kölluðu hana. Margar stundir höfum við setið saman og rætt um þennan heim og annan, eins og jafnöldmr. Hún var ung í anda og fylgdist vel með öllu. Þá var ánægjulegt að labba með henni út. Hún var alltaf svo vel tilhöfð og á það við bæði klæða- burð og útlit. Ég tel mig lánsama að hafa notið vináttu hennar svona lengi. Það fylgdi því einhver örygg- iskennd að vita af henni í Ingó. Það verða mikil viðbrigði að eiga ekki vísan stað þar lengur og eitt er víst, að fara í „bæinn" verður allt öðmví- si. Það var eins og maður reiknaði með að Stella yrði þar ævinlega. Þetta em fátækleg orð um kæra mágkonu á kveðjustund. Guð blessi minningu hennar. Drotlinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta Á grænum grundum, lætur hann mig hvlast Leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr Davíðssáimi nr. 23.) Fyrstu búskaparár okkar bjugg- um við í húsinu hjá þeim, í lítilli íbúð, niðri. Stella var þá hætt að vinna úti, en sá um heimilið fyrir foreldra sína og bræður. Einnig tók hún að sér uppeldi bróðurdóttur sinnar, Kristínar Stefánsdóttur, og reyndist henni sem besta móðir. Hún var með stórt hjarta og mátti ekki aumt sjá án þess að rétta sína hönd til hjálpar. Allt hennar líf var hún að hjálpa ættingjum og vinum. Þá má ekki gleyma öllum þeim flíkum, sem húri heklaði eða pijón- aði á bræðrabömin og þeirra böm og fram í fjórða ættlið. Hún sat aldrei auðum höndum, var sívinn- andi handa litlu bömunum og fleirum. Ég vil þakka henni fyrir Anna Helgadóttir í dag verður systir okkar jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Já, hún Stella okkar, en það var hún kölluð, er farin. Það voru ófáir sem hún rétti hjálparhönd og hugs- aði þá aldrei um þakklæti, heldur hvort ekki væri hægt að gera meira enda var hún elskuð og virt af ótelj- andi þiggjendum, ekki síst okkur bræðmnum. Hún var sú sem hugsaði um for- eldra okkar til dánardægurs þeirra, en þau létust bæði heima og höfðu notið ástar og umhyggju Stellu alla tíð og verður aldrei fullþakkað það starf hennar. En það voru ekki ein- ungis þau sem hún lét sér annt um. Hún vann sem ung stúlka í prent- smiðjunni Gutenberg, en þegar bróðurdóttir hennar var tekin í fóst- ur heima þá hætti hún í Gutenberg til að geta annast hana og það var alla tíð litið á þær sem mæðgur, enda kallaði hún Kristínu alltaf dóttur sína og ól hana upp sem sína eigin og Kristín kallaði Stellu mömmu. Þegar Kristín varð uppkomin hóf Stella störf við skúringar og vann þá á mörgum stöðum samtímis, t.d. Ingólfscafé á nóttunni (Alþýðu- húsinu) Ingólfsstræti 5, (mennta- málaráðuneytinu), Alþýðubankan- um og á fleiri stöðum. Á öllum stöðum var hún virt og þau vinnu- brögð sem hún sýndi í starfi sínu metin. Mjög oft bakaði hún sínar þekktu kökur og færði því fólki sem starf- aði á þessum stöðum. Og ekki voru ófáar flíkur sem hún pijónaði eða heklaði og gaf öllum litlum frænd- um og frænkum í fjölskyldunni. Og þegar þau voru orðin stærri gaf hún slíkan fatnað á basara hjá sínu stéttarfélagi, Framsókn. Þannig var Stella og svona verð- ur hennar minnst vonandi um aldur og æfi. Við bræðurnir munum að minnsta kosti ekki gleyma henni og verkum hennar meðan við lifum. Við kveðjum góða systur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem) Sigurður T. Maguússon, Jón B. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.