Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 0Vg«tf»l»§>Í$> 149150. tbl. 75. árg. Vestur-Þýskaland: STOFNAÐ 1913 ÞRIÐJUDAGUR 7. JULI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skemmdar- verk í herstöð L»hr, Vestur-Þýskalandi, Reuter. Skemmdarverkamenn komust inn í kanadiska herstöð í Vestur- Þýskalandi snemma f gærmorg- un og sprengdu sprengju er olli tjóni sem mctið er á um þrjár milljónir marka (rúmlega 60 niillj. ísl. kr.). Enginn slasaðist. Kanadíska herstöðin, sem er ein af herstöðvum Atlantshafsbanda- Bretland; íhaldsflokk- urinn eyk- ur fylgi sitt London, Reuter. STUÐNINGUR almennings í Bretlandi við íhaidsf lokkinn hef- ur aldrei verið meiri en nú frá því að flokkurinn komst til valda árið 1979 undir forystu Margrét- ar Thatcher. I skoðanakönnun, sem birt var í gær, nýtur stjórn Thatchers nú stuðnings 49 hundraðshluta þjóðarinnar. Skoðanakönnunin, sem Mori- fyrirtækið gerði fyrir dagblaðið The Titnes, sýnir að fylgi íhaldsflokks- ins hefur aukist um sex hundraðs- hluta síðan í kosningunum í síðasta mánuði. Flokkurinn vann þá stór- sigur og hlaut hundrað og eins sætis meirihluta í þinginu. Svo virðist sem ávinningur íhaldsmanna sé einkum á kostnað bandalags miðflokkanna, en ef marka má könnunina hefur fylgi þess rýrnað um sex af hundraði frá kosningum og er nú sautján hundr- aðshlutar. Stuðningur við Verka- mannaflokkinn er nú 31%, um einum af hundraði minni en í kosn- ingunum. Skoðanakönnunin sýndi einnig að fylgi við efnahagsstefnu stjórn- arinnar fer vaxandi og um allt land hafa menn trú á því að efnahags- ástandið muni batna á næstu mánuðum. Sjá „Átök í íhaldsflokknum" á bls. 30. lagsins í Vestur-Þýskalandi, er við bæinn Lahr og þetta er fyrsta árás á slíka stöð sem er undir stjórn Kanadamanna. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér. Sprengjan var með fjarstýringu. Við sprenginguna kviknaði í elds- neytisgeymum stöðvarinnar og tók tvo klukkutíma fyrir slökkviliðs- menn að ná tökum á eldinum. Sérstakir varnargarðar úr jarðvegi og steinsteypu komu í veg fyrir að eldurinn kæmist í flugvélar og byggingar. I Lahr er fjölmennasta herlið Kanadamanna í Evrópu og sagði talsmaður hersins að um 10.000 hermenn og fjölskyldur þeirra byggju [ nálægum bæjum. Reuter Kanadískir höfuðsmenn virða fyrir sér leifar eins hervagns af sex, sem eyðilögðust í sprengingunni í herstöð Kanadamanna við Lahr í Vestur-Þýzkalandi. Suður-Kórea: Andlát námsmanns ýfir upp heiftarhug Seoul, Reuter. TIL átaka kom í framhaidi af friðsamlegum mótmælaaðgerð- um námsmanna í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, í gær. Átökin brutust út er lögreglan hugðist reyna að koma í veg fyrir að stúdentar héldu af háskólalóð- inni út á götur borgarinnar. Þeir söfnuðust saman til að syrgja f élaga sinn, Lee Han-yol, sem dó í sjúkrahúsi i gær eftir að hafa legið í dái frá 9. júní sl. er hann fékk táragashylki í höfuðið. Um eittþúsund stúdentar tóku þátt í átökunum. Hrópuðu þeir ókvæðisorð að ráðamönnum lands- ins og kröfuðst lýðræðis í anda Lee Han-yol, sem þeir hafa gert að pfslarvætti. « í gær voru 177 stjórnarandstæð- ingar leystir úr haldi í Suður-Kóreu og sagði í yfírlýsingu dómsmála- ráðuneytisins í Seoul að þetta væru fyrstu aðgerðir stjórnarinnar til að efna loforð um aukið lýðræði. Var því heitið að 300 menn til viðbótar yrðu látnir lausir síðar í vikunni og mörghundruð síðar á árinu. Jafn- framt var sagt að á þriðja þúsund manns, þar á meðal stjórnarand- stöðuleiðtoginn Kim Dae-jung, fengju borgaraleg og pólitísk rétt- indi að nýju í vikunni. Átök blossuðu upp á sunnudag þegar andlát Lee spurðist út. Atök- in voru hin mestu í rúma viku. Til hatrammra átaka kom nær daglega í júní en verulega dró úr þeim þeg- ar Roh Tae-woo, formaður stjórnar- flokksins og arftaki Chun Doo Hwan, forseta, tilkynnti um veru- legar umbætur í lýðræðisátt. Meðal annars var heitið frjálsum forseta- kosningum í febrúar næstkomandi, en það hefur verið aðalkrafa stjórn- arandstöðunnar. Persaflói: Bretland: Nunna vinnur tuttugu þúsund punda veðmál S(. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKUR milljónamæringur, Sir Jack Kayward, tapaði 20.000 punda veðmáli við nunnu um helgina. Sir Jack var gestur við vígslu íþróttahúss rómversk-kaþólsks stúlknaskóla í Brewood í Staf- ford-skíri, en hann hafði gefið skólanum 30.000 pund og síðar 12.000 pund til framkvæmda við gerð bílastæða. Þegar hann var að skoða íþróttahúsið með konu sinni, lafði Kayward, og skólastýr- unni, systur Helen, veðjaði hann við þá síðarnefndu, að enginn nemenda skólans gæti farið með kvæðið „The Lamp of Life" eftir Sir Henry Newbolt utanbókar. Systir Helen kallaði á tvær 13 ára gamlar stúlkur, sem fóru með kvæðið án þess að hika. Systirin skoraði þá á Sir Jack að tvöfalda veðmálið og hann mætti ráða þrautinni. Sir Jack tók áskoruninni og bað systurina að nefna nöfn allra leikmanna Úlf- anna, sem töpuðu í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á móti Portsmouth árið 1939. Öllum við- stöddum til mikillar undrunar runnu nöfnin viðstöðulaust upp úr nunnunni. Bandarískar þotur hefja skipavernd Washington, Reuter. Bandarískar orrustuþotur hófu skipavernd á Persaflóa um helgina til þess að koma í veg fyrir loftárásir Irana og íraka á olíuskip á flóanum. Þrátt fyrir þessa vernd varð spánskt tank- skip fyrir íranskri árás á flóan- um i gær. Orrustuþoturnar fóru sína fyrstu eftirlitsferð á laugardag er þær hnituðu hringi yfir þremur banda- rískum herskipum, þar á meðal freigátunni Stark, meðan þær sigldu út af Persaflóa um Hormuz- sund á laugardag. Bandaríkjamenn hafa óttast að íranir skjóti eldflaugum, sem stað- settar eru í nágrenni sundsins, á skip. Hefur verið látið að því liggja að flaugunum verði grandað ef Ir- anir geri sig líklega til að brúka þær. Flaugarnar gætu grandað hvaða skipi á sundinu sem væri. Að sögn blaðsins Washington Post var tilgangurinn með loftverndinni um helgina að granda flaugunum ef þeim yrði beitt gegn bandarísku herskipunum. íranir skutu á spánskt tankskip, Santa Maria, sem er 314 þúsund tonn, nærri Hormuz-sundi í gær. Engan i áhöfn skipsins sakaði og lítið tjón varð á skipinu. Á sama tíma og árásin var gerð birtu íran- ir nýjar yfirlýsingar þar sem Bandaríkjamenn voru varaðir við „mikilli niðurlægingu" ef þeir leyfðu olíuskipum frá Kuwait að sigla undir bandarískum fána. Fyrstu skipin munu sigla undir bandarískum fána í næstu viku. Bandarískur þingmaður afhenti for- seta skipafélags Kuwait fyrstu fánana til þessara nota á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.