Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Skákmótið World Open í Fíladelfíu: Róbert vann í sínum flokki Hlaut 170.000 króna verðlaun WORLD OPEN-skákmótinu lauk í fyrradag i FUadelfíu í Banda- ríkjunum, en það hófst þann 27. júní sl. Átta íslendingar tóku þátt í mótinu. Róbert Harðarson varð sigurvegari i sínum flokki, þar sem kepptu skákmenn með undir 2.400 skákstig og hlaut hann sjö vinninga af átta mögu- legum. Hann vann sex skákir og gerði tvö jafntefli. í sigurlaun fær Róbert 4.500 dollara sem svarar 170.000 islenskum krón- um. Tveir aðrir íslendingar kepptu í sama flokki og Róbert. Þröstur Ámason fékk sex vinninga og Jón Garðar Viðarsson fékk fjóran og hálfan vinning. Þátttakendur í þess- um flokki voru 115 talsins. Rækjubátar reknir inn NÍU rækjubátar á Breiða- fírði voru í gær sendir í land eftir að varðskipið Týr hafði gert skyndiskoðun á búnaði þeirra og réttindum skipstjórnarmanna. Allir bátarnir voru frá Snæfells- nesi. Ýmsu reyndist vera ábóta- vant á bátunum. Á sumum þeirra voru réttindalausir menn, aðrir voru vanmannað- ir, búnaði var ábótavant og haffæriskírteini eins bátsins var útrunnið. Sótt hafði verið um undanþágu fyrir réttinda- lausa skipveija á sumum bátanna en hún ekki fengist enn. í svokölluðum alþjóðlega flokki, sem var sterkasti flokkurinn á mót- inu, sigraði Gulko, sem keppti fyrir hönd Bandaríkjanna, og Miles frá Englandi. Þeir fengu átta vinninga hvor af tíu mögulegum og fá þeir hvor um sig tæplega 18.000 dollara sem svarar rúmlega 700.000 ís- lenskum krónum. Þrír íslendingar voru á meðal þátttakenda í þessum flokki. Karl Þorsteins fékk fímm og hálfan vinning af tíu mögulegum og Ingvar Ásmundsson og Sævar Bjamason fengu fímm vinninga hvor. Skákum þeirra þriggja í níundu og tíundu umferð lauk öllum með jafntefli. Þráinn Vigfússon tefldi í flokki skákmanna undir 2.200 skákstig- um. Hann hlaut fímm og hálfan vinning af átta mögulegum og Stef- án Þórisson tefldi í flokki skák- manna undir 1.700 skákstigum og hlaut hann fímm vinninga af átta mögulegum. Barinn með flösku RÁÐIST var á pilt í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins og skarst hann illa þegar árásar- maðurinn sló hann með flösku. Pilturinn var fyrir utan veitinga- húsið Þórscafé eftir dansleik þegar maður réðst á hann. Maðurinn sló hann í andlitið með flösku og skarst pilturinn illa. Hann var fluttur á slysadeild, en árásarmaðurinn í fangageymslur lögreglunnar. Lög- regla sagði ekki tímabært að skýra nánar frá árásinni eða tildrögum hennar. Morgunblaðið/BAR Meðlimir sænsku hljómsveitarinnar Europe á sviðinu í Laugardalshöllinni. Tónleikar Europe í Laugardalshöll: A sjötta þúsund áheyrendur ÓHÆTT er að segja að kátt hafí verið í Höllinni þegar sænska rokkhljómsveitin Europe tróð þar upp í gær- kvöldi. Fullt var út úr dyrum og mun á sjötta þúsund manna hafa verið þar innan dyra, að sögn húsvarðarins í Laugar- dalshöll, þegar blaðamaður ræddi við hann skömmu eftir að Europe hóf leik sinn. „Ég held að það sé farið að líða yfír smádömumar héma í hrönn- um,“ sagði húsvörðurinn. Þeir félagamir í Europe komu fram á svið Laugardalshallar um tíuley- tið, en byijað hafði verið að hleypa rokkþyrstum íslenskum Europe- aðdáendunum inn f húsið einum og hálfum tíma áður. „Ég veit ekki hvort það er hiti í mönnum hér, það er að minnsta kosti hiti í húsinu. Það er hoppað, klappað og öskrað í takt við músíkina. eins og á ölium tónleikunum sem við sjáum í sjónvarpinu. Þetta er greinilega ekkert öðruvísi hér á landi en annars staðar," sagði húsvörðurinn að lokum. Hljómsveitin lék fram undir miðnætti og var klöppuð tvisvar upp af áheyrendum sem vom vel með á nótunum. Náði sefjunin hámarki þegar klykkt var út með _The Final Countdown". Óhappahrina í umferðmní NOKKUÐ mikið var um óhöpp f umferðinni í Reykjavík um síðustu helgi, en ekki urðu þó alvarleg slys á fólki. Óhöppin byijuðu í raun á föstu- dag. Snemma um morguninn, rétt fyrir kl. 7, missti ökumaður stjóm á bifreið sinni á mótum Straums Fyrstu efnahagsaðgerðir ríkissij ómarinnar: 1,2 milljarða mun aflað með aukinni skattheimtu MEÐ FYRSTU aðgerðum sfnum f efnahagsmálum ætlar ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar að ná inn 1,2 miiyörðum króna nettó með aukinni skattheimtu en á næsta ári er áætlað að aðgerðimar skili 2,9 milljörðuin f rfkissjóð. Til þess að milda áhrifin af þess- nm akatttthækknnnm hnpkkn barnabætur og ellilffeyrir. Þessum auknu tekjum ætlar ríkisstjómin að ná meðal annars með því að fækka undanþágum frá söluskatti. Til dæmis verður lagður 25% skattur á tölvur og farsíma, 10% skattur á matvömr aðrar en mjólk, kjöt, físk, kart- öflur, nýtt grænmeti og ferska ávexti. Einnig verður lagður 10% skattur á þjónustu auglýs- inga-, lögfræði-, teikni- og verkfræðistofa, endurskoðunar- og bókhaldsþjónustu og matar- aðföng veitingahúsa og fæðis- sölu mötuneyta. Auk fækkunar söluskattsund- anþága verður Iagt 4 króna gjald á hvert kíló bifreiða sem em allt að 2.500 kíló að þyngd en 10.000 krónur á þyngri bif- reiðir. Hálft bifreiðagjald verður innheimt á þessu ári. Lántöku- gjald af erlendum lánum verður lagt á, ríkisábyrgðargjald hækk- að, sérstakt kjamfóðurgjald að upphæð 4 kr./kg Iagt á og einn- ig er áætlað að ná inn 300 Eftirfarandi aðgerðir f efnahagsmálum verða fyrstu ráðstafanir ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar til að rétta halla ríkissjóðs: Innheimta 1987 m.kr Aætlanir Alagt 1988 m.kr I. Fœkkun undanþága frá sðluskatti: 1. Tölvur, 25% skattur 160 380 2. Farsfmar, 25% 20 60 3. Augiýsingastofur, 10% skattur, 1. sept. 15 60 4. Lögfræðistofur o.þ.h., 10% skattur, l.sept. 35 140 6. Endurskoöun og bökhald, 10%skattur, 1. sept. 25 100 6. Teiknistofur, verkfrseðistofur, arkitektar o.þ.h., 10% 70 280 skattur, 1. sept. 7. Matvörur, aðrar en mjólk, kjöt, fiskur, kartöflur, nýtt 290 700 grœnmeti og ferskir ávextir, 10% skattur 8. Mataraðföngveitingahúsaogfœðisaalamötuneyta, 60 360 10% skattur, 1. okt. 675 2.070 D. Bifreiðagjald 4 kr./kg/ár, allt að 2.500 kg og 10 þús. kr. á þyngri bfla 235 610 — hálft gjald á þessu ári m. Sérstakt kjamfóðurgjafd, 4 kr./kg 80 200 IV. Hækkun rfkisábyrgðagjalds 30 110 V. Lántökugjald flf erlendum lánum 60 230 1.080 8.220 VI. Barnabætur -100 -200 VII. EUilifeyrir -90 -270 Samtals fjármálaaðgerðir 890 2.750 Vffl. Frestun endurgreiðslu söluskatts til qávarútvegs 300 700 Nettóáhrif 1,2 milljaröar á þessu ári. Nsesta ár 2,9 miljjarðar. milljónum á þessu ári með frest- un endurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegsins. Sjá málefnaaamning rfkis- stjómar Þorsteins Pálsonar á bls. 31 til 35. og Höfðabakka. Ökumaðurinn hafði ætlað sér að beygja af Straumnum yfír á Höfðabakkann, en fór of hratt í beygjuna, ók yfír umferðareyju og endaði á Ijósastaur. Á föstudagskvöld varð harður árekstur á Kringlumýrarbraut og er of miklum hraða kennt um hvem- ig fór. Tvær bifreiðar óku samsíða í suður og var annar ökumaðurinn eitthvað óvarkár. Bifreið hans skall í hlið hinnar, sem kastaðist út af veginum. Á laugardag tók ekki betra við. Þá var ekið á tvo drengi á mótum Hálsasels og Hólmasels. Drengimir tveir hjóluðu af göngustíg út á göt- una og urðu því fyrir bifreiðinni. Þeir sluppu þó með smá meiðsli og skrámur. Ekið var á gangandi mann á Suðurlandsbraut, á móts við veit- ingahúsið Sigtún, aðfaranótt sunnudags. Bifreið var ekið suður brautina þegar maður hljóp út á götuna. Hann varð fyrir bifreiðinni og kastaðist út af veginum. Við skoðun á slysadeild reyndist hann fótbrotinn. Síðar sömu nótt missti ökumaður stjóm á bifreið sinni á Hringbraut, við enda 'Ijamarinnar. Bifreiðin endaði för sína á ljósastaur og valt. Ökumaðurinn handleggsbrotnaði og brenndist nokkuð þegar hann fékk heita olíu yfír sig. Og enn missti ökumaður stjóm á bifreið sinni á sunnudagskvöld, skömmu fyrir kl. 22. Hann ók sem leið lá vestur Ægissíðu, en skammt vestur af Hofsvallagötu brást hon- um bogalistin. Bifreið hans þeyttist út af veginum, snerist og stöðvaði loks á tröppum hússins númer 105 við Ægissíðuna. Þá kom bifreiðin einnig við brunahana, en ökumaður sá þann kost vænstan að halda á brott. Lögreglan hafði hendur í hári hans skömmu síðar. Hann reyndist hafa hitt Bakkus fyrr um kvöldið og eftir að tekin hafði verið af honum skýrsla var hann sendur heim í rúmið. Hassolíumálið: 1250 grömm hass- olíu frá Marokkó MÁL mannanna þriggja, sem handteknir voru fyrir smygl á hassolíu til íslands, er nú full- rannsakað og hefur verið sent til rikissaksóknara. Fyrir utan þau 750 grömm af hassolíu, sem fundust í fórum mannanna hér á landi, reyndist íslendingurinn, sem handtekinn var i Englandi, vera með 500 grömm af efninu innvortis. Þrír menn, tveir íslendingar og einn Englendingur, voru handteknir í Reykjavík á hvítasunnudag, 7. júní. í fórum þeirra fundust 700 grömm af hassolíu, sem Englend- ingurinn hafði smyglað til landsins í veijum sem hann gleypti. Hann var þá nýkominn til landsins frá Englandi, en hafði áður dvalist ( Marokkó. Ferðafélagi hans þar var íslenskur maður og var sá hand- tekinn við komuna til Englands tveimur dögum eftir handtöku þre- menninganna á íslandi. Hann hafði brugðið á sama ráð 0g Engiending- urinn, sett hassollu í veijur og gleypt þær síðan. Talið er að hann hafí ætlað sér að selja hassolíuna ( Englandi. Þarlend yfírvöld rann- saka nú mál hans og situr hann í haldi í Manehester. Á föstudaginn var íslendingun- um tveimur sleppt úr haldi hér á landi, en Englendingurinn situr enn inni. Gæsluvarðhaldstími hans rennur út ( dag, en ltklegt er að óskað verði eftir framlengingu varðhaldsins. íslendingurinn í Manchester, sem er sonur annars þeirra sem handteknir voru í Reykjavík, er enn í haldi lögreglu þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.