Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Látúnsbarkar Eg hef lítt stundað eltingarleik við málvillur þeirra er koma fram í ljósvakamiðlunum en ég get ekki stillt mig um að minnast á málfar ónefnds stórforstjóra er mætti í viðtalsþátt á Stjörnunni síðastliðinn sunnudag. Fyrst hélt ég að maður þessi væri útlendingur en ekki benti nú neitt til þess er leið á spjallið. Málfar þessa stórfor- stjóra leiðir hugann að því hversu mikilvæg íslenskukennslan er í skólakerfi voru. Þar má hvergi slaka á þótt hinar svokölluðu raun- greinar og hverskyns viðskipta- greinar njóti nú mestra vinsælda. Minnumst þess að hinir kínversku mandarínar urðu að kunna skil á skrautskrift og skáldskap ekki síður en talnaþrautum þegar þeir sóttu um hin háu embætti. Látúnsbarkar Persónulega hafði ég ekki síðri skemmtan af látúnsbarkaævintýri þeirra Stuðmanna í Tívolíinu í Hveragerði en Eurovision þótt Stuðmenn hafi máski mátt sleppa því að auglýsa svo grimmt Tívolíið og Eden. Var virkilega ekki hægt að vista þátttakendur víðar í milli- spili en í Tívolíinu? Var ekki gervallt Suðurlandsundirlendið kjörið leik- svið með sínum fögru hótelum og stórbýlum, að ekki sé talað um söguslóðirnar margfrægu? Þá fannst mér Jakob þulur fremur ósmekklega búinn drengurinn, en prýðilega harðmæltur og vakti at- hygli mína hversu gott vald hann hafði á p, t, k í innstöðu á eftir langa sérhljóðinu. Stjómaði Jakob keppninni um Hofsósalátúnsbark- ann af mikilli festu og öryggi. Sigurvegarinn frá höfuðstað ís- lensk/anglósaxneska poppsins, matrósadrengurinn frá Keflavík var vel að sigrinum kominn, þótt undir- ritaður hafi náttúrulega staðið með sínu kísilmálmverksmiðjukjördæmi. Danski fjöllistamaðurinn vakti og mikla spennu á mínu heimili er hann mundaði korðann með munn- inum og ekki skemmdi íturvaxinn aðstoðarmaðurinn. Hin beina út- sending ríkissjónvarpsins smaug sum sé „beint í æð“ eins og sagt er á gullaldaríslensku hinni nýju. Og ekki má gleyma dráttlistarmannin- um, Haraldi, er gladdi látúnsbarka- keppenduma með listilegum grínmyndum rissuðum á augna- bliki. Og svo var það Möðrudalsjak- inn er söng aldeilis prýðilega og hefði ég gjaman viljað sjá þennan hrausta Austfirðing þreyta aflraun- ir. Hin ágætasta skemmtun þrátt fyrir koksýninguna ónotalegu og fátæklegan klæðnað hljómsveitar- meðlima og svo var Valgeir Belgíu- fari fjarri góðu gamni en hann sendi skeyti frá Borgarspítalanum er benti til þolanlegrar heilsu. ÞríeykiÖ Að aflokinni hinni ágætu látúns- barkakeppni í Hveragerði brugðu ríkissjónvarpsmenn á leik og smeygðu inní dagskrána viðtali tveggja fréttamanna við oddvita hinnar nýbökuðu ríkissjórnar islenska lýðveldisins. Fannst mér heldur dauft yfir Þorsteini forsætis- ráðherra og þá enn frekar Steingrími utanríkisráðherra en Jón Baldvin íjármálaráðherra lék á als oddi enda tókst honum á elleftu stundu að nappa því háa embætti frá fjármálakandídatinum marg- nefnda. Já, það er órætt refskák- borð stjómmálanna þvi einsog hann Steingrímur blessaður sagði: Það er kraftaverk ef okkur tekst að framkvæma öll ákvæði þessa mál- efnasamnings! Sem fjölmiðlarýnir vona ég nú bara að ákvæðið er lýt- ur að eflingu innlendrar dagskrár ijósvakamiðlanna nái fram að ganga. Síðastliðið sunnudagskveld sannaði ríkissjónvarpið gildi slíkrar menningarstefnu enda var þar venju fremur vandað til verka. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Stjarnan: Sá hlær best ■■■ Á miðnætti í Rás 1: Glugginn 00 kvöld fær tón- —" listin hvíld í nokkrar mínútur á Stjöm- unni. Þá ætlar Jóhann Sigurðarson leikari að lesa söguna Sá hlær best eftir Larry Powell í þýðingu Gylfa Gröndal. Sagan fjall- ar um til hvaða ráða grindhoraður bókhaldari tekur þegar hann er laminn til óbóta eftir að hafa lent í árekstri á mesta annatí- manum í augsýn allra. Gylfi Gröndal þýðandi sögunnar. ■i í sumarbyrjun 30 kom út bók í Svíþjóð sem vakið hefur mikið umtal. Alva — ævi konu, heitir hún og er minningarrit um Ölvu Myrdal, skrifað af dóttur hennar. Bókin hlýt- ur að skoðast sem varnarrit fýrir Ölvu en fáum árum fyrir dauða hennar lýsti sonur hennar, rithöfundur- inn Jan Myrdal, henni afar illa. í þættinum Glugga- num í kvöld á rás 1 ætlar Steinunn Jóhannesdóttir að fjalla um bækur beggja systkinanna og rekja ævi- feril Ölvu og Gunnars Myrdal í stórum dráttum. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR « 7. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktín — Hjördis Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesiö úr forustugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Dýrin í Bratthálsi” saga með söngvum eftir Ingebrigt Davik. Kristján frá Djúpalæk þýddi. Heiðdis Norðfjörð les (2). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Þátt- urinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti.) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Breyt- ingaaldurinn, breyting til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miödegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt van Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Stein- grimsdóttir les (16). 14.30 Óperettutónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Afríka — Móðir tveggja heima. Sjötti þáttur. Um- sjón: Jón Gunnar Grjetars- son. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tílkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Ðaglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. Glugginn — Úr sænsku menningarlífi. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir. 20.00 Hljómsveitarsvitur a. Dansar frá Kasské eftir Leos Janacek. Fílharmoniu- sveitin í Brno leikur: Jiri Waldhaus stjórnar. b. „Töfrasproti æskunnar", svita nr. 2 eftir Edward Elg- ar. Fílharrnoníusveit Lund- úna leikur; Sir Adrian Boult stjórnar. 20.40 Réttarstaða og félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartardóttir. (End- urtekinn þáttur frá deginum áður.) 21.10 Barokktónlist 21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi'' eftir Guð- mund L. Friöfinnsson. Höfundur les (21). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Brot úr sek- úndu" eftir Dennis Mcln- tyre. Þýðandi: Birgir Sigurðsson. Leikstjóri: Stef- án Baldursson. Leikendur: Sigurður Skúlason, Valdi- mar Örn Flygenring, Pálmi Gestsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Róbert Arn- finnsson og Helgi Björnsson. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi.) 23.45 islensk tónlist. Pianókonsert eftir Jón Nor- dal. Gísli Magnússon og Sinfóníuhljómsveit íslands leika; Páll P. Pálsson stjórn- ar. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón. Þórarínn Stefáns- son. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. SJÓNVARP Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 00.10 Næturvakt útvarpsins, Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 I bitiö. — Snorri Már Skúlason. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunútvarp rásar 2. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik Vals og KR í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu karla á Val- svelli. 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. 6> ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 18.30 Villi spæta og vinir hans. 25. þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingarnir i hverfinu. Sjötti þátfur. Kanadískur myndaflokkur i þrettán þátt- um. Þýðandi Gunnar Þor- steinsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðar- son og Ragnar Halldórsson. Samsetning: Jón Egill Berg- þórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamyndaflokkur i tiu þáttum. Þriðji þáttur í nýrri syrpu um Bergerac rann- sóknarlögreglumann á Ermarsundseyjum. Þýðandi Trausti Júliusson. 21.35 Saga tískunnar. (Story 'of Fashion.) Annar þáttur. Breskur heimildamynda- flokkur í þremur þáttum um sögu þess minningarfyrir- bæris sem tiska nefnist. í öörum þætti er fjallaö um tískusviptingar á á.unum 1920 til 1950. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Þulur Björg Jónsdóttir. 22.35 Leyniþræöir. (Secret Society). Þriðji og fjórði þátt- ur umdeilds, bresks heim- iidamyndaflokks. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.35 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí § 16.45 Uppreisn Hadleys (Hadley's rebellion). Bandarísk sjónvarpsmynd með Griffin O’Neal, Charles Durning, William Devane og Adam Baldwin í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Fred Walton. Sextán ára sveita- strákur fer i úrvalsskóla fína og ríka fólksins. Þar lendir hann fljótt utangátta en hann trúir því statt og stöð- ugt að hann geti nýtt afburða íþróttahæfileika sína til að sigra heiminn. 18.20 Knattspyrna — SL-mótið — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut (Highway to Heaven). Bandarískur framhaldsþáttur meö Mich- ael Landon og Victor French i aðalhlutverkum. Jákvætt viðhorf og bjartsýni eru aðalsmerki Jonathans Smith á ferðum hans um heiminn. § 20.50 Betra seint en aldrei (Long time gone). Bandarísk sjónvarpsmynd með Paul Le Mat, Will Wheaton og Ann Dusenberry í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Robert Butler. Nick yfirgaf konu sina og tveggja ára son til þess að lifa hinu Ijúfa lífi. Þegar fyrrverandi eiginkonu hans býðst starf í Miðaust- urlöndum, kemur það i hans hlut að sjá um soninn. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum sem verða til þess að styrkja samband þeirra. § 22.20 Oswald réttarhöldin (The Trial of Lee Harvey Oswald). Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í 5 hlutum. 2. þáttur. Menn voru felmtri slegnir og í miklu uppnámi þann 22. nóvember 1963, en þá var John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, myrtur. Lee Harvey Óswald var grunað- ur um moröiö, en aldrei var hægt að sanna eða afsanna sekt hans, þar sem hann var sjálfur myrtur á leið til réttarins. I þessum þáttum eru réttarhöldin sett á svið, kviödómur skipaður og í lok kveðinn upp dómur yfir Lee Harvey Oswald. § 23.25 Tískuþáttur. Umsjón: Anna Kristín Bjarnadóttir. § 00.05 Skuggalegt samstarf (The silent partner). Kanadísk mynd frá 1978 með Elliot Gould, Christop- her Plummer og Susannah York i aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Daryl Duke. Maður nokkur gerir sig liklegan til að ræna banka. En yfirgjald- keri bankans deyr ekki ráöalaus og ákveður að stinga vænni fúlgu undan sjálfur. Myndin er gerð eftir sögu Anders Bodelsen. § 1.50. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Isskápur dagsins? Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráöandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjöl- skyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkiö sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00-19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkiö sem kemur við sögu. ísskápur dagsins endurtek- inn. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. Fréttir kl. 19.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ás- geirssyni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull i mund og Ingerervökn- uð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall og viðmælendur koma og fara. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason fer með gaman- mál, gluggar í stjörnufræðin og bregður á leik með hlust- endum. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa timan- um. 12.00—13.00 Pia Hansson at- hugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunn- ar, umferöarmál, íþróttir og tómstundir og einnig kynn- ing á einhverri íþróttagrein. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leíkið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tón- list. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Verðlaunaget- raunin er á sinum stað milli klukkan 5 og 6, siminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 Stjörnutiminn. The Shadows, Fats Dom- ino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. 20.00-21.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnuspil, Helgi litur yfir spánýjan vin- sældarlista frá Bretlandi og leikur lög af honum. 21.00—23.00 Árni Magnús- son sér um tónlistarþátt. Stjörnufréttir kl. 23.00. 23.10—24.00 íslenskir tónlist- armenn. Hinir ýmsu tónlist- armenn (og konur) leika lausum hala í einn tíma með uppáhaldsplöturnar sínar. í kvöld: Magnús Kjartansson. 00.00—00.15 Kvennabósinn, eftir Lawrence E. Orin. Þetta er spennandi saga fyrir svefninn. Jóhann Sigurðar- son leikari les. 00.15— 7.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur.) Stjörnu- vaktin hafin . . . Ljúf tónlist, hröð tónlist. ALFA K/Utlkf tNtrnrtll. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 8.00 Morgunstund: ( orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.