Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Halldór Laxness og dr. Jakob Benediktsson ræða saman. (Morgunblaðið/Sverrir) Svanhildur Óskarsdóttir, Árni Sigurjónsson og Peter Hallberg bera saman bækur sínar á Laxness-þingi Vel heppnað Laxness-þing Séð yfir hluta af ráðstefnusal Hótels Esju meðan á þinginu stóð. Sem sjá má sat nóbelsskáldið þingið ásamt Einari Laxness Matthías Viðar Sæmundsson, flytur erindi sitt um Vefarann mikla frá Kasmír Árni Pétur Guðjónsson og Þórdis Arnyótsdóttir, leikarar, léku atriði úr Atómstöðinni LAXNESS-ÞING var haldið á Hótel Esju síðastliðinn laugar- dag. Var hér um að ræða eins dags ráðstefnu um Halldór Laxness og verk hans. Hófst þingið klukkan 10.00 árdegis og stóð til klukkan 18.00. Þing- ið var haldið á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir og er eitt hið fjölsóttasta sem félagið hefur haldið til þessa. Þrátt fyrir blíðskaparveður á laugardaginn, má fullyrða að milli 200 og 300 manns hafi setið þingið. Alls fluttu fimm bókmennta- fræðingar erindi um verk skálds- ins. Fyrstur var Peter Hallberg, sem rakti skáldsagnagerð Hall- dórs og fjallaði um afstöðu hans til skáldsagnagerðar á 70 ára rit- ferli. Aðrir á mælendaskrá voru Ámi Siguijónsson og Bergljót Kristjánsdóttir, sem fjallaði um Gerplu sem nútímaverk, Matthías Viðar Sæmundsson, sem fjallaði um Vefarann mikla frá Kasmír og bar saman við verk Gunnars Gunnarssonar sem voru skrifuð upp úr fyrri heimstyijöldinni og Dagný Kristjánsdóttir flutti erindi um ástina og óhugnaðinn í Gerplu. Tveir leikmenn, þau Svanhildur Óskarsdóttir og Tómas R Einars- son, fluttu stutt erindi um eftir- lætisbók sína. Svanhildur ræddi um Kristnihald undir Jökli og Tómas um Sölku Völku. Hópur leikara sem útskrifuðust úr Leik- listarskóla íslands í vor flutti atriði úr verkum Laxness; Halldór Bjömsson flutti ljóðið Stríðið, Ámi Pétur Guðjónsson og Þórdís Amljótsdóttir léku kveðjustund organistans og Uglu úr Atómstöð- inni og Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir fluttu tvö ljóð við undirleik Ólafíu. Einnig kom Dagný Kristjánsdóttir flutti fyrirlestur um ástina og óhugnaðinn í Gerplu Halla Margrét Ámadóttir söng lög við Ijóð eftir Laxness Bergljót Kristjánsdóttir, flytur erindi sitt um Gerplu söngkonan Halla Margrét Jóns- dóttir á þingið og söng þtjú af ljóðum Laxness. í lok þingsins vom pallborðsumræður þar sem þinggestir fengu tækifæri til að spyija fyrirlesara nánar út í rann- sóknir þær sem fyrirlestramir byggðu á. Sem fyrr segir var þing- ið mjög vel sótt, skipulagning til fyrirmyndar og væri óskandi að Félag áhugamanna um bók- menntir héldi áfram á þessari braut í framtíðinni. ssv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.