Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Af Zorg ogBetty Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bláa Betty. Betty Blue: 37,2 le Matin. Sýnd í Bíóhúsinu. Sljörnugjöf: ☆ ☆ 1/2 Frönsk. Leikstjóri, handrits- höfundur og framleiðandi: Jean-Jacques Beineix. Kvik- myndataka: Jean-Francois Robin. Helstu hlutverk: Jean- Hugues Anglade og Beatrice Dalle. Hér höfum við franskt kær- ustupar fyrir níunda áratuginn. Hann er Zorg (Jean-Hugues Anglade), 35 ára, stefnu- og áhyggjulaus vingull sem helst er á því að láta hvem dag nægja sína þjáningu og gerir ekki meiri kröfur til lífsins en að það veiti honum stúlku, húsaskjól og kaffí. Hún er hin tvítuga Betty (Be- atrice Dalle) og býr yfir andlegum og líkamlegum krafti sem nægir þeim báðum og oft meira en það. Hún er sífellt að leita að ein- hveiju í honum sem hún getur dáðst að og á skilið taumlausa ást hennar og hún finnur það í bók sem hann hefur skrifað en ekki haft hugrekki til að koma á framfæri. Henni finnst hann ein- hver mesti rithöfundur sem uppi er. Honum finnst hann ekki vera neitt sérstakt. Tröllatrú hennar á eftir að vekja hann til lífsins en bara aðeins of seint fyrir Betty. Ef það er einhver sem hjálpar til við að lyfta þessari nýjustu mynd Jean-Jacques Beineix, Betty Blue, sem sýnd er í hinu menningarbylta Bíóhúsi, upp yfír hinn gullsveipaða franska ofurró- mans, þá er það Beatrice Dalle í hlutverki Betty. Hin kleyfhuga stelpa, sem getur hrifist eins og krakki en lagst í ofsafengið þung- lyndi þegar eitthvað bjátar á, verður ljóslifandi í meðförum hennar og persóna sem er jafn óþægileg og hún getur verið heill- andi. Jean-Hughes Anglade er líka ágætur í hlutverki Zorg sem hljóður, indæll og ástsjúkur fylgir Betty á vit örlaganna. Þeir sem á annað borð hafa séð myndir Beineix (Diva), sem er Jean-Hughes Anglade og Be- atrice Dalle í hlutverkum sinum í Bláu Betty. einn af athyglisverðustu leikstjór- um Frakklands, vita kannski á hveiju þeir eiga von í Bíóhúsinu; stíl sem heldur manni við efnið jafnvel þegar efnið er lítið annað en stíllinn. Betty Blue er ofurró- mantísk í silkimjúku gulbrúnu ljósi ástarinnar og hryssingsleg í köldu svartnætti geðsýkinnar. Rúmsenurnar fela ekkert og aðal- persónurnar ganga næstum jafnmikið um naktar og í fötum. Það mátti líka búast við því af hinum kaldhæðnislega Beineix, sem hefur gott auga fyrir hinu kómíska, að mestu grínstundimar verða til af láti og jarðarför móð- ur einnar persónunnar í einni af hliðarsögum myndarinnar. Sagan er alltaf efnileg og at- hyglisverð og yfirleitt sögð í mestu makindum. Þau Zorg og Betty þvælast úr einum stað í annan og við kynnumst vinum þeirra í stuttan tíma en það er ekki laust við að maður fari að bíða eftir því að sagan taki á sig rögg og verði eitthvað þegar hún endar á skyndilegan, óvæntan og hrottalegan hátt og kemur manni algerlega í opna skjöldu. Maður hefur orðið var við ótta fólks við að enskt tal sé kannski sett inn á myndina eða að hún sé ótextuð. Myndin er á frönsku og með íslenskum texta. „Tangarsókn gegn vímu“ á vegum Krýsuvíkursamtakanna: Ekið og hjólað í kringum landið „TANGARSÓKN gegn vímu“ heitir söfnunar- og áróðursher- ferð, sem Krýsuvíkursamtökin standa fyrir nú í júlí. Annars vegar ætlar hópur unglinga úr félagsmiðstöðvunum Frosta- skjóli og Þróttheimum að hjóla umhverfis landið í fylgd rútubils og nokkurra leiðbeinenda en hins vegar munu félagar úr Forn- bilaldúbbi íslands aka hringinn á bilum sinum. Unglingamir hjóla suður fyrir en Fornbílaklúbburinn ekur norður um. Hóparnir munu svo hittast á Egilsstöðum 14. júlí og þar verður einhver uppákoma áður en haldið verður áfram. Síðan fer hjólreiða- fólkið norður fyrir og um Vestfirði og þaðan til Reykjavíkur en forn- bílamenn aka suðurleiðina. Lagt verður af stað frá Krýsuvík- urskóla 7. júlí kl. 13.00 þegar unglingamir hjóla út fyrir Reykja- nes. Kl. 9.00 morguninn eftir leggja hópamir svo af stað frá bensínstöð- inni á Ártúnshöfða — unglingamir suður — fornbílamenn norður. Þar hefst tangarsóknin. í för með Fombílaklúbbnum verður Takk-dúettinn, en það em þau hjónin Halldór Lámsson og Ámý Jóhannsdóttir. Þau hafa ný- lega gefíð Krýsuvíkursamtökunum sölurétt á plötu sem þau gáfu út og heitir„Mirrored Image". Platan verður til sölu á vegum beggja hóp- anna og snælda með sama efni mun fást á bensínstöðvum urh land að tangarsókn lokinni. Ymsir aðilar styrkja þetta fram- tak. Kaupfélög um land allt munu gefa unglingunum og fylgdarliði þeirra mat á leiðinni. Heimilistæki hf. lána síma í bílinn sem fylgir þeim og Fálkinn leggur til reiðhjól. Henson gefur þeim íþróttagalla áamt stutbuxum og bol og Skelj- ungsbúðin útvegar eldunaráhöld. Þá munu ESSO-stöðvarnar gefa eldsneyti á fombílana. Rás 2 mun fylgjast með ferðalag- inu og láta hlustendur vita hvað ferðalöngunum líður, einkum í þættinum Milli mála sem er á dag- skrá alla virka daga frá kl. 12.45. REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK Póstverslun: Simi 91-30980
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.