Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 27 Birgir ísleifur Gunnarsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðbjörg Benediktsdóttir eiginkona hans, Ragnhildur Helgadóttir, Þór Vilhjálmsson og Þorsteinn Pálsson, sem heldur á dóttur sinni Þórunni. Slappað af í blíðviðrinu. Á myndinni má m.a. sjá þá bræður Árna Sigfússon borgar- fulltrúa og Þór Vigfússon formann Heimdallar ásamt eiginkonum. Hátt í 500 manns í siimarferð Varðar LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörð- ur stóð fyrir árlegri sumarferð sinni sl. laugardag og var að þessu sinni farin hringferð um Snæfellsnes. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 8.00 árdegis og komið aftur til baka um kl. .21.30. Hátt í 500 manns tóku þátt i ferðinni og var farið á alls átta stórum rútum. Jónas Bjarnason, formaður Varðar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fjöldi ferðafélaga hefði verið í meðallagi að þessu sinni. í fyrra þegar farið var upp að Veiðivötnum hefðu þeir farið hátt í 800 talsins og hefði þá fjöldi rútubifreiða verið 15. Jónas sagði að Varðaferð væri árlegur viðburður félagsins og hefði sá siður viðgengist í yfir 20 ár. Fólk tók með sér skrínukost og var borðað úti í ágætisveðri þrisvar sinnum á leiðinni, við Langá, í Búðarhrauni og í Berserkja- hrauni. Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands, var aðalfar- arstjóri í ferðinni auk þess sem leiðsögumenn úr Félagi leiðsögu- manna voru í hverri rútu og fræddu ferðalanga um það sem fyrir augun bar. Sigríður Þórðardóttir, oddviti í Grundarfirði, flutti ávarp. Operan skuldar enn ÞRÁTT fyrir að íslenska Óperan hafi fengið aukafjárveitingu úr ríkissjóði og skuldir hennar við ríkissjóð hafi verið felldar niður, er hún ennþá í fjárhagskröggum. íslenska Óperan skuldar eftir sem áður 6,5 milljónir og þar af er skuld við Reykjavíkurborg að upphæð 3,2 milljónir króna. Reynir Kristinsson, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, tjáði Morgunblaðinu að fjárlög fyrir árið 1987 hefðu gert ráð fyrir 4,3 millj- ónum króna til íslensku Óperunnar en nú hefur verið samið um 5 millj- ón króna aukafjárveitingu. Einnig náðist samkomulag um að 8 milljón króna skuld óperunnar við ríkissjóð yrði látin niður falla. Þá var ákveð- ið að framlag ríkissjóðs til íslensku Óperunnar næmi 8 milljónum króna á ári næstu þijú árin. Ríkið mun auk þess greiða fast- ráðnum starfsmönnum laun en þeir eru nú sex talsins. Hér er um að ræða tvær stöður á skrifstofu, einn ljósameistara, húsvörð, forstöðu- mann saumastofu og sýningastjóra. Tilvonandi framkvæmdastjóri ís- lensku Óperunnar verður einnig á launum hjá ríkinu frá og með 1. september n.k. en hann hefur ekki enn verið ráðinn. Garðar Cortes, óperustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með þennan samning við ríkið en óperan væri enn skuldug. Þær 5 milljónir sem hún fékk nú aukalega duga, að sögn Garðars, ekki til þess að greiða allar lausaskuldir og laun fastráð- inna starfsmanna fram að áramót- um. íslenska Óperan skuldar eftir sem áður 6,5 milljónir og þar af er skuld við Reykjavíkurborg að upphæð 3,2 milljónnir króna. Að- spurður sagði Garðar að reynt yrði að ná svipuðu samkomulagi við Reykjavíkurborg og náðist við ríkið. Karfi seldur fyrir lægsta leyfilega verð FJÖGUR skip sigldu með afla til Bretlands í síðustu viku. Meðal- verð á þorski í þessum sölum var 47,39 kr. Meðalverð þorsks í gámum var hins vegar 45,96. Ogri RE 72 seldi í Bremerhaven og var opinbert verð á karfanum 35,37 á kg, sem er lágmarksverð. 29. júní seldi Ottó Wathne NS 90 132.417,50 kg í Grimsby og var heildarsöluverðið 7.839.840,16 kr. Meðalverð á kg var 59,21. Börkur NK 122 seldi 30. júní 113.852,50 kg á 5.582.179,16 kr í Grimsby og var meðalverðið á kg 49,03 kr. Dagrún ÍS 9 seldi 2. júlí 229.164,00 kg í Grimsby og var meðalverðið 44,44 kr. Loks seldi Þórshamar GK 75 2. júlí 98.165,00 kg í Hull og var meðalverðið 45,66 kr. Heildar- meðalverð var 48,97 kr. Meðalverð á kg á Bretlandsmark- aði var 47,39 kr fyrir þorskinn, 63,97 fyrir ýsuna, 30,77 fyrir uf- sann, 29,88 fyrir karfann, 54,55 fyrir kolann, 60,79 fyrir grálúðuna og 59,23 fyrir annað. Ögri RE 72 seldi 30. júní í Bre- merhaven 243.631,00 kg fyrir 8.826.891,98 kr og var meðalverðið 36,23. Meðalverð á kg fyrir þorsk- inn var 43,70 kr, 53,80 fyrir ufsa, 35,37 fyrir karfa og 49,07 fyrir annað. 1.253.672,00 kg af gámafiski voru seld á Bretlandsmarkaði í síðustu viku og var heildarverðið 61.068.400,61 kr. Meðalverð á kg fyrir þorskinn var 45,96 kr., 55,90 fyrir ýsuna, 26,78 fyrir ufsann, 22,21 fyrir karfann, 58,49 fyrir kolann, 64,03 fyrir grálúðu og 49,58 fyrir blandaðan fisk. Morgunblaðið/Einar Falur Á myndinni eru, talið frá vinstri, þau Ægir Sigurvinsson, Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Sigurður Guðmundsson, settur biskup, og Guðmundur Guðmundsson. í aftari röð, talið frá vinstri eru vígslu- vottamir séra Arngrimur Jónsson, Reykjavík, dr. Einar Sigurbjömsson, prófessor, séra Gunnþór Ingvarsson, Hafnarfirði, séra Friðrik Hjartarson, Búðardal, og Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur, sem annaðist altarisþjónustu við vígsluna. Prestavígsla í Dómkirkjunni PRESTAVÍGSLA var í Dóm- kirkjunni á sunnudag og hlutu þrír prestar vígslu að þessu sinni. Það vom þau Guðmundur Guðmundsson, sem skipaður hefur verið æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, Ægir Sigurgeirs- son, sem valinn hefur verið prestur á Skagaströnd, og Hulda Hrönn M. Helgadóttir, en hún hefur verið valin prest- ur í Hrísey. Sigurður Guð- mundsson, settur biskup, sá um vígsluna. Hulda Hrönn og Ægir eru meðal fyrstu prestanna sem hljóta vígslu samkvæmt nýjum lögum um veitingu prestakalla. Hulda Hrönn er níunda konan sem hlýt- ur prestavígslu en á þessu ári luku 6 kandídatar guðfræðiprófi, þar af 3 konur. Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur, annaðist altaris- þjónustu, Marteinn H. Friðriksson annaðist undirleik og stjómaði Dómkórnum og Elín Sigurvins- dóttir söng einsöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.