Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Iran: Afvopnunarmál eitt helsta umræðuefnið -í opinberri heimsókn Weizáckers, forseta V-Þýskalands Moskvu, Reuter. Reuter Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna, og Richard von WeizScker, forseti Vestur-Þýskalands, sem í gær kom í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Umsátrinu um franska sendiráðið loks aflétt Moskva: París, Reuter. ÍRANIR hættu á laugardag fimm daga löngu umsátri sínu um franska sendiráðið í Teheran, en franska lögreglan hélt vöku sinni við íranska sendiráðið í París. Samkæmt talsmanni franska ut- anrikisráðuneytisins fengu franskir sendiráðsstarfsmenn að fara ferða sinna eftir vegabréfs- skoðun. íranskar öryygissveitir um- kringdu franska sendiráðið og héldu starfsmönnum þess í herkví eftir að franska lögreglan hafði um- kringt íranska sendiráðið í París með það fyrir augum að hafa hend- ur í hári eins starfsmanna þess, sem grunaður er um meinta hryðju- verkastarfsemi. Maðurinn, Vajid Gordij, er skráð- ur sem sendiráðstúlkur, en franska lögreglan telur að í raun sé hann næstráðandi í sendiráðinu. Hann leitaði hælis í sendiráðinu eftir að honum var stefnt fyrir hryðjuverka- dómstól í síðustu viku. Þar vilja menn kanna tengsl hans við fransk- an Líbana, sem er ákærður fyrir aðild að sprengjutilræðin í París í fyrra. Þá létust 13 manns og meira en 250 særðust alvarlega. Iranska sendiráðið vill ekki leyfa frönskum yfirvöldum að hafa tal af honum, nema tryggt sé að hann verði ekki handtekinn. Gordij nýtur ekki frið- helgi stjórnarerindreka. Jacques Chirac, forsætisráð- herra, boðaði á föstudagskvöld til kvöldfundar lykilráðherra stjórnar- innar um málið, en samskipti ríkjanna hafa verið mjög stirð und- anfarin ár, sérstaklega vegna stuðnings Frakka við íraka. Telja sumir að batni samskiptin ekki, sé hætt við að franskir gíslar í Líban- on komi seint heim. Utanríkisráð- herra Frakka, Jean-Bernand Raimond, sagði um helgina að vissulega vildu Frakkar bæta sam- búðina við írani, en bætti við að sá friður yrði ekki keyptur hvaða verði sem væri. Reuter Lögreglan þurfti að fylgjast með öllum undankomuleiðum, líka þeim sem liggja um undirheima Parísarborgar. RICHARD von WeizSeker, for- seti Vestur-Þýskalands, kom í gær til Moskvu í opinbera heim- sókn. Er búist við, að viðræður hans við sovéska ráðamenn muni snúast um afvopnunarmál og Bretland: Ný stefna stjórnvalda í stuðningi við listastarfsemi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. Ríkisstjórnin mun á morgun kynna nýja stefnuyfirlýsingu um stuðning við listastarfsemi í landinu. Richard Luce lista- málaráðherra mun þá lýsa því yfir, að fyrirtæki og stofnanir á sviði lista verði að afla sér tekna á frjálsum markaði til að fá styrk frá ríkinu. Búist er við mikilli andstöðu meðal lista- manna við þessar fyrirætlanir. Richard Luce kynnir þessa nýju stefnu á morgun á ráðstefnu lista- ráða í Newcastle. I viðtali við The Sunday Times sl. sunnudag sagði Luce: „Þónokkur hluti listamanna hegðar sér enn eins og á sjöunda og áttunda áratugnum. Þeir halda, að ríkið eigi að sjá þeim farborða, og ef ríkið lætur þá ekki hafa það, sem þeir vilja, þá eru ríkið og þingið hræsnarar. Þessu þarf að breyta." Stefnunýjungin er sú, að styrk- ur frá ríkinu er bundinn því skilyrði, að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun afli sér tekna annars staðar að tilgreindu marki. Tekj- umar geta komið frá einkaaðilum sem styrkur eða fjárfesting, eða jafnvel frá bæjarfélögum. Ef ekki tekst að afla nægilegra tekna fell- ur ríkisstyrkurinn niður. í síðasta mánuði var óperunni í Kent t.d. tilkynnt, að ríkisstyrkurinn til hennar, sem nam sem svarar 43 milljónum króna, félli niður, ef stofnuninni tækist ekki að verða sér úti um fjárupphæð, sem svar- ar til 12 milljóna króna, á ftjálsum markaði. Luce segir, að listastofnanir NOKKUR átök hafa brotist út í íhaldsflokknum. John Biffen, sem missti embætti sitt í stjórn- inni eftir kosningarnar, sagði Thatcher vera stalínista. Einn- ig er að koma í Ijós, hvemig á því stóð, að kosningabarátta Ihaldsflokksins var svo illa skipulögð sem raun bar vitni. Ný skoðanakönnun segir íhaldsflokkinn hafa aukið fylgi sitt verulega frá kosningunum. John Biffen segir í viðtali við The Sunday Telegraph sl. sunnu- dag, að ríkisstjómin, sem hann þjónaði í átta ár, sé stalínísk. Hann heitir því, að hann muni ekki auðvelda stjóminni að koma verði að gefa óskum almennings meiri gaum en þær hafa gert. „Það er stórt bil á milli þess, sem listafólk telur að sé gott fyrir list- imar og þess, sem meirihluti bresks almennings fínnst um þær. Víða í listum hafa menn ekki gert sér grein fyrir mikilvægi við- stefnumálum sínum í gegnum þingið. Þessi árás Biffen á stjómina hefur komið á óvart, og fyrrum samstarfsmenn hans segja hana bera vott um sárindi hans yfir því að hafa misst valdastólinn. í The Sunday Times sl. sunnu- dag birtist útdráttur úr bók, þar sem lýst er, hvemig frú Thatcher tókst á við aðalstöðvar íhalds- flokksins í kosningabaráttunni — ekki síður en við andstæðinga sína. Hún myndaði samstarfshóp í Downingstræti og þáði af honum ráð í kosningabaráttunni í stað þess að treysta á aðalstöðvamar. Þessi hópur bar ábyrgð á því, hvemig áherslumar breyttust í kosningabaráttunni og Thatcher skiptavinarins." Andstæðingar ráðherrans segja, að þessi nýja stefna muni leiða til þess, að færri nýjum og erfiðum verkum verði komið á framfæri, meira verði um klassísk verk og söngleiki eins og eftir Andrew Lloyd Webber. náði tökum á henni, en í upphafi hennar fór ýmislegt úrskeiðis hjá Íhaldsflokknum. Starfsmenn að- alstöðvanna segja Thatcher bera ábyrgð á kosningabaráttunni, því að hún ákveði í raun, hverjir stjómi aðalstöðvunum. í skoðanakönnun, sem birtist sl. sunnudag í The Sunday Times, kemur í Ijós, að íhaldsflokkurinn hefur aukið fylgi sitt frá kosning- unum og hefur nú stuðning 49% kjósenda, Verkamannaflokkurinn hefur 31% stuðning og Bandalag fijálslyndra og jafnaðarmanna 17%. I kjölfar átakanna í Banda- laginu hefur fylgi þess hrunið og hefur ekki verið minna, frá því að það var stofnað. Kjósendur þess halla sér að íhaldsflokknum. Átök í íhaldsf lokknum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. aukin samskipti rikjanna. Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna, og Eduard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra, tóku á móti Weizacker og Hands-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, við komuna. Sovéskir ráðmenn munu leggja mesta áhersluna á afvopnunarmálin í viðræðunum við Weizácker og þá einkum á Pershing 1-A-flaugamar, sem þeir segja hindrun í samningum stórveldanna um meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá er einnig talið víst, að hvorirtveggju vilji nota tækifærið til að bæta sam- skipti ríkjanna, sem hafa verið dálítið stirð síðan Helmut Kohl kanslari líkti Mikhail Gorbachev við Joseph Göbbels, áróðursmálaráð- herra nasista. Ekki er talið ólíklegt, að mál Matthíasar Rust, flug- mannsins unga, sem lenti á Rauða torginu, verði leyst í ferð Weizác- kers. Auk afvopnunarmálanna munu viðskiptamálin verða ofarlega á baugi en Vestur-Þýskaland er mesta viðskiptaland Sovétmanna á Vesturlöndum. Gera Sovétmenn sér vonir um aukna samvinnu og að ríkin ráðist sameiginlega í ýmis verkefni. I ferðinni mun Weizácker fara til Síberíu og ræða þar við fulltrúa lúterstrúarmanna, afkomendur þýskra innflytjenda. Um tvær millj- ónir manna af þýskum ættum búa í Sovétríkjunum og segja mannrétt- indasamtök í Vestur-Þýskalandi, að 60.000 þeirra vilji flytjast brott. ■ ■I 1 \f/ ERLENT .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.