Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Arangursríkt samstarf lögreglumanna: Stærsti smygglhring- ur í Evrópu upprættur Wiesbaden. Reuter. STÆRSTI kókainsmyg'gflhringiir í Evrópu hefur verið upprættur að þvi er talsmaður vestur-þýsku rannsóknarlögreglunnar, sagði i gær. Lögreglumenn frá Vestur- Þýskalandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum unnu saman að rannsókn málsins og hafa 13 manns verið handtekin. Alnæmi: 1400 til- felli í júní Höfuðpaur hringsins var hand- tekinn í London 19. júní og fundust þá 53 kíló af kókaíni, sem er hluti af geysimiklu magni sem smygglað hefur verið frá Kólumbíu til Evr- ópu. Höfuðpaursins hefur verið leitað undanfarin 14 ár eftir rán í skartgripaverslun í Munchen, en hann hefur hvað eftir annað geng- ist undir skurðaðgerðir til þess að breyta útliti sínu og tekist þannig að villa um fyrir lögreglunni. Við handtöku mannanna 13 í Bretlandi, V-Þýskalandi og Banda- ríkjunum, fannst auk kókaínsins, lausafé sem var jafnvirði tæplega 4 milljóna þýskra marka (rúml. 84 millj.ísl.kr.), gull, fommunir, skart- gripir o.fl. Verið er að rannsaka hvort smygglhringurinn beri ábyrgð á morðum á nokkrum einstaklingum og hvort meðlimir hans hafi mútað embættismönnum í nokkrum lönd- um utan Evrópu. Nöfn hinna handteknu hafa ekki verið gefin upp, en vitað er að höf- uðpaurs hringsins er vel gætt, þar sem hann situr í fangelsi í Bret- landi, því lögreglan óttast að útsendarar kókaínframleiðenda í Kólumbíu muni reyna að drepa hann. Reuter. Hluti fjármunanna er fundust þegar meðlimir smygglhringsins voru handteknir. Genf, Reuter. Alnæmistilfellum fjölgaði um 1.400 í júní að sögn Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar (WHO). Fjöldi alnæmistilfella, sem til- kynnt hafa verið til stofnunar- innar, er þá orðinn 53.121 í 118 löndum. Frá þessu var skýrt í gær. Stofnunin segir að tilkynnt til- felli séu þó aðeins smábrot af heildarfjölda sýktra í heiminum. Mest íjölgun sýktra varð í Banda- ríkjunum, eða rúmlega eitt þúsund manns. Heildarfjöldi fórnarlamba sjúkdómsins, sem vitað er um, er þá orðinn 37.000 þar í landi. í Evrópu hafa flest alnæmistil- felli uppgötvast í Frakklandi, eða 1.632. Spánn: 35 farast í bílslysi Orense, Spáni, Reuter. Langferðabíll með um 45 elli- launaþega valt ofan í skurð í Orense-héraði á Norðvestur- Spáni í gær. 35 manns létu lífið og tíu slösuðust. Er þetta versta umferðarslys á Spáni siðan 1979. Að sögn talsmanns stjórnvalda var ástand hinna slösuðu í sumum tilvikum alvarlegt og gæti tala lát- inna hækkað. Fólkið var á leiðinni heim til Saragossa úr ferðalagi í Portúgal og fór bíllinn út af rétt hjá landa- mærunum. Árið 1979 fórust 49 manns bílslysi á Spáni, aðallega skólabörn. Gengi gjaldmiðla Bandarikjadalur hélt áfram að styrkjast í gær en verðbréfasalar þorðu ekki að fullyrða að svo yrði til frambúðar. Hlutabréf seldust á óvenju háu verði í Lon- don og sá áhugi á breskum bréfum, sem hófst í siðustu viku, virðist ekki í rénun. Gengið var þannig í gær að sterl- ingspundið kostaði 1.6100 Banda- ríkja dali en einn dalur kostaði: 1.3273 kanadíska dali, 1.8410 vestur-þýsk mörk, 2.0733 hollensk gyllini, 1.5340 svissneska franka, 38.18 belgíska franka, 6.1320 franska franka, 1333 ítalskar lírur, 149.20 japönsk jen, 6.4175 sænskar krónur, 6.7325 norskar krónur og 6.9975 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 443.00 dali. BÝÐUR EINHVER BETUR? HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg isafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ömars Vestmannaeyium, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsið Reykjavik. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.