Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 38 Burðarþol Suður- landsbrautar 22 Athugasemd vegna blaðaskrifa o g opinberrar umræðu Blaðinu hefur borist með- fylgjandi bréf og greinargerð frá Hjúkrunarfélagi íslands: Formaður Hjúkrunarfélags ís- lands hafði samband við Júlíus Sólnes prófessor í hönnun burðar- virkja við verkfræðideild Háskóla íslands, fljótlega eftir að skýrsla um buðarþol ýmissa bygginga var kynnt, þar sem ein af umræddum byggingum var Suðurlandsbraut 22. Framkvæmdastjórn Hjúkrunar- félags íslands var kunnugt um að Júlíus Sólens prófessor hafði verið falið að athuga jarðskjálftaþol hússins, og 40 bls. greinargerð þar um lá fyrir. Því er ósk Hjúkrunarfélags ís- lands að meðfylgjandi greinargerð Júlíusar Sólnes prófessors ásamt bréfi verkfræðinganna, Gunnars Torfasonar og Þórs Aðalsteinsson- ar verði birt á viðeigandi stað í blaði yðar. F.h. Hjúkrunarfélags íslands Pálína Siguijónsdóttir, formaður. Suðurlandsbraut 22 Greinargerð um stöðugleika vegna jarðskjálftaálags. 1. Inngangur Félagsmálaráðuneytið hefur dreift skýrslu, sem nefnist „Grein- argerð um könnun Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðrins á burðarþoli bygginga", apríl 1987. Á blaðsíðu 5 í greinargerðinni er fjallað um hús J, sem er fimm hæða steinsteypt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði með einnar til tveggja hæða bakhúsi. Upplýst hefur verið og komið fram, m.a. í öllum fjölmiðlum, að hús þetta er húsið á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. í greinargerðinni segir m.a. um hús J: „Athugun á stöðug- leika gegn jarðskjálftaálagi í N-S stefnu sýnir að gaflskífur fram- hússins eru ekki færar um að flytja til jarðar þá krafta, sem á þær koma. Ef dæma á eftir burð- arvirkjateikningum eru undirstöð- ur vanreiknaðar og sumar á mörkunum að þola lóðrétt álag eingöngu." Þá segir enn fremur um hús J í greinargerðinni. „Nið- urstaða. Teikningum er verulega áfátt. Stöðugleika hússins gagn- vart láréttum kröftum er áfátt. 2. Athugun á jarðskjálftaþoli Eftir ábendingu frá byggingar- fulltrúanum í Reykjavík, leitaði byggingaraðili hússins, Olafur Bjömsson, byggingarmeistari, til undirritaðs, Júlíusar Sólnes, pró- fessors í hönnun burðarvirkja við verkfæðideild Háskóla íslands, og fól mér að athuga jarðskjálftaþol byggingarinnar. Bygging hússins var þá nýhafín, og voru undirstöð- ur hússins að mestu frágengnar. Aðrar burðarvirkjateikningar, sem burðarþolshönnuður hússin, Her- mann Isebam, byggingartækni- „Mig rak því í roga- stanz, þegar ég las það í blöðunum, aö húsið af einhverri rannsóknar- nefnd á vegum Félags- málaráðuneytisins væri talið vanhæft til þess að standast jarð- skjálftaálag skv. ÍST 13.“ fræðingur, sá um að gera, voru hins vegar ekki tilbúnar. Á grund- velli byggingamefndarteikninga, sem eru gerðar af teiknistofunni E S, Borgartúni 29, reiknaði ég áhrif jarðskjálfta á bygginguna og gerði lauslegar tillögur um frá- gang burðarvirkja. Útreikningar mínir og rannsókn sýndi, að húsið, með þeim aðgerðum, sem ég lagði til, myndi auðveldlega standast ýtrustu kröfur ÍST13. Við útreikn- ingana notaði ég hins vegar mun fullkomnari álags- og útreiknigs- aðferðir skv. tillögum alþjóða steinsteypusambandsins, CEB. Mig rak því í rogastanz, þegar ég las það í blöðunum, að húsið af einhverri rannsóknamefnd á vegum Félagsmálaráðuneytisins væri talið vanhæft til þess að standast jarðskjálftaálag skv. ÍST 13. Undrun mín varð enn meiri þegar ég komst að því, að í nefnd- inni voru ekki neinir aðilar með sérþekkingu á vðið jarðskjálfta- hönnunar byggingarvirkja. Eftir að þessi umræða um jarð- skjálftaþol nokkurra bygginga í Reykjavík hófst, hefur húsið á Suðurlandsbraut 22 verið til frek- ari athugunar af minni hálfu. Tölvuútreikningar vegna dreifingu láréttra krafta í húsinu og til á- kvörðunar á stífni burðarvirkis þess, voru grundvöllur fyrir loka- verkefni eins nemanda í bygging- arverkfræði vorið 1987. Staðfesta niðurstöður hans þá dreifingu á láréttum kröftum, sem ég hafði fundið áður. Að svo komnu máli sá ég ástæðu til þess að ná í teikningar á burðarvirkjum hússins. Mér hafði á sínum tíma ekki verið fal- ið að yfirfara þær né sinna burðarvirkjum hússins að öðru leyti en því að athuga hvort hægt væri að byggja húsið svo það þyldi jarðskjálftaálag á grundvelli bygg- ingamefndarteikninga. Við athug- un á burðarþolsteikningunum, sem em fremur ófullkomnar og ekki vel unnar, er þó hægt -að ráða í það, að alls staðar hefur verið séð fyrir nægjanelgri jámbendingu á súlum og veggjum gagnvart lá- réttum kröftum vegna jarð- skjálftaálags. í raun er hægt að gagnrýna teikningarnar á þeim grundvetli, að víða hefur verið notað óþarflega mikið af jámum og sums staðar allt of mikið. Það skal tekið fram, að ég hef ekki yfírfarið teikningar með tilliti til lóðrétts álags eingöngu. Allar lóðréttar burðareiningar svo sem súlur og veggir svo og undirstöður hússins vom hins vegar athugaðar með tilliti til jarðskjálftaálags samafara samtíma lóðréttu álagi. Til þess að fá samanburð við niður- stöður rannsóknamefndarinnar var álag reiknað skv. ÍST 13. Niðurstöður þessarar athugun- ar sýna, svo ekki verður um villzt, að húsið þolir jarðskjálftaálag skv. ÍST 13, og það með svæðisstuðli Z = 0,75. Undirstöður hússins em veikasti hlekkur þess. Hönnuður virðist ekki hafa tekið tillit til lá- réttra krafta. Hann virðist hins vegar hafa haft undirstöðumar það stórar af einhveijum öðmm orsökum, að þær standast álag skv. ÍST 13 og það með svæðis- stuðli Z = 0,75. Fyrirkomulag undirstaða er ekki hið ákjósanleg- asta, en sama virðist gilda um velflest hús í Reykjavík og á öðmm jarðskjálftasvæðum landsins. Gild- ir einu hvort í hlut eiga hinar svokölluðu stóm verkfræðistofur eða einstaklingar, sem taka slík verkefni að sér í aukavinnu. Mjög fáir burðarþolshönnuðir á íslandi hafa sett sig rækilega inn í áhrif jarðskjálfta á byggingarvirki eða em færir um að jarðskjálftahanna mannvirki og byggingar. Jarð- skjálftastaðlar geta ekki komið í staðinn fyrir slíka þekkingu. 3. Viðbrögð Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins Eftir að hafa staðfest svo ekki verður um villzt, að húsið á Suður- landsbraut 22 í Reykjavík þolir jarðskjálftaálag skv. ÍST 13 með svæðisstuðli Z = 0,75, hafði ég samband við forstjóra Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins, Hákon Ólafsson, og tjáði honum þetta. Fór ég þess á leit, að hann léti breyta umsögn rannsóknar- nefndarinnar um húsið. Tjáði hann mér, að verið væri að endurreikna allar byggingamar sem vom at- hugaðar, með tilliti til svæðisstuð- uls Z = 0,5, en byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur lýst því yfír, að það gildi beri að nota í Reykjavík. Föstudaginn 19. júní barst mér bréf undirritað af Gunnari Torfa- syni og Þór Aðalsteinssyni, þar sem þeir greina frá því, að húsið að Suðurlandsbraut 22 standist kröfur ÍST 13 miðaða við svæðis- stuðul Z = 0,5. Bréf þetta er ekki á vegum Rannsóknarstofnunar- innar, en bréfritarar munu vera í þeirri rannsóknamefnd, sem Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins skipaði. 4. Lokaorð Með órökstuddum fullyrðingum um jarðskjálftaþol byggingarinnar á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík hefur Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins valdið húseigend- um og byggingaraðila hússins miklu tjóni. Það að opinber stofnun skuli senda frá sér skýrslu með órökstuddum fullyrðingum um burðarþol húsa er alvarlegt mál. Einkum þegar Iitð er til þess, að þeir aðilar, sem skipuðu rannsókn- amefndina, geta ekki talizt sér- fræðingar á sviði burðarþolshönn- unar og alls ekki á sviði jarðskjálftahönnunar mannvirkja. Verður því að gera þá kröfu, að Rannsóknarstofnunin leggi tafar- Iaust fram þá útreikninga, sem em gmndvöllur fuliyrðinga um burð- arþol hússins á Suðurlandsbraut 22. Endanlegar niðurstöður um burðarþol hússins verði birtar op- inberlega, þar sem fyrri athuga- semdir um ónógt burðarþol em augljólega rangar. Seltjamamesi 23. júní 1987 Júlíus Sólnes Hr. Július Sólnes, verkfræðing- ur Miðbraut 31 170 Seltjarnarnes V / Suðurlandsbrautar 22, Reykjavík í könnun ,sem gerð var nýlega á burðarþoli nokkurra bygginga var Suðurlandsbraut 22 meðal þeirra. í þeirri athugun var reikn- að með svæðisstuðli skv. ÍST 13, Z = 0,75 sem er meðaltal á milli svæðis 2 og 3. Nú hefur bygginga- fulltrúinn í Reykjavík lýst því yfír að nægjanlegt sé að reikna með svæðisstuðli Z = 0,5, því hefur fyrri athugun verið endurskoðuð miðað við þessar breyttu forsend- ur. Niðurstöður em að byggingin stenst þessar kröfur. Virðingarfyllst Gunnar Torfason Þór Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.