Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 45
45 meti, sveppum, kartöflum og blómum án umsagnar helstu hags- munaðila. Þetta mál veltir upp spumingum um stöðu Landbúnað- arráðuneytisins í íslenska stjóm- kerfinu og almenn réttindi íslenskra neytenda. Þeir fá smám saman skil- greinda réttarstöðu sína í lögum, en veigamesta framförin fólst í lög- um nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Síðan koma önnur lög, þ.e. búvörulögin frá 1985, sem vom stórkostlega gölluð. Þau vom barin í gegnum Alþingi án nauðsyn- legs undirbúnings og kynningar. Fjölmörg atriði laganna em hrein tímaskekkja og skerða stórlega rétt íslenskra neytenda. I 42. grein laga segir, að land- búnaðarráðherra veiti leyfí til að flytja til landsins kartöflur, nýtt grænmeti, sveppi og blóm. Vísað er síðan í neftidarskipan í þessu sambandi, en sú nefnd skal skipuð tveimur fulltrúum framleiðenda, tveimur fulltrúum innflytjenda og oddamanni frá landbúnaðarráð- herra. Málið er semsé í höndum framleiðenda. Það em síðustu aðilar á íslandi, sem ættu að ákveða inn- flutning, því hann er í samkeppni við innlenda framleiðendur. Auk þess er það óeðlilegt, að fulltrúar innflytjenda séu í slíkri nefnd, því þeir menn úr þeirra hópi, sem þekk- ingu hafa á þessum málum, em auk þess fulltrúar fyrir tiltekin fyrir- tæki, sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Þetta mál virðist náttúm- lega ekkert koma íslenskum neyt- endum við! Hið eina eðlilega í þessu máli er, að innflutningsmálin séu í höndum viðskiptaráðherra, sem á að geta metið hagsmuni íslenskra neytenda og framleiðenda saman. Reglumar, sem ráðherrann gaf út, skulu síðan tryggja, að íslensk framleiðsla hafí forgang á mark- aðnum, án þess að framboðið magn verði af skoraum skammti eins og þar segir. Þetta stendur hvergi í lögunum. Ráðherra telur sæm- andi að þrengja stórlega rétt íslenskra neytenda með reglugerð- um. Þetta er verkefni fyrir rlög- fræðinga og eitt af mörgum rannsóknaverkefhum varðandi embættisferil landbúnaðarráðherra. Reglumar gera ráð fyrir því, að KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 innflutningsleyfí verði einungis gef- in til þeirra, sem dreifa íslenskri framleiðslu. Þetta er nýtt afbrigði af kvótakerfí, sem bindur innflytj- endur við þjónustu við innlenda framleiðendur, sem beta sett inn- flytjendur út í kuldann með því að neita þeim um viðskipti. Þessu hef- ur þegar verið beitt gagnvart einum innflytjanda, sem kærði málið og fékk jákvæðan úrskurð Verðlagsr- áðs. Aðrir innflytjendur hafa látið sér lynda að kaupa af „grænmetis- markaðnum" sem millilið í stað þess að versla beint við framleið- endur. Þeir hafa sennilega ekki þorað annað til þess að detta ekki út úr áðumefndum kvóta. Allt er á sömu bókina lært! Ennfremur stendur í reglunum, að innflutningsnefndinni sé skylt (heimilt?) að taka tillit til þess, að hafí hún rökstuddan grun um, að ákveðin tegund hamli sölu á ann- arri íslensk-ræktaðri. Á venjulegu máli þýðir þetta, að unnt er að banna innflutning á kínakáli, ef það hefur áhrif á sölu íslensks hvítkáls. Ymsar aðrar þrengingar á rétt- indum íslenskra neytenda felast í umræddum reglum, en ekki verður fjallað nánar um það að sinni. Neytendasamtökin hafa farið þess í leit við forsætisráðherra, að umræddar reglur verði numdar úr gildi og jafnframt hafa þau skorað á samtök framleiðenda að virða reglumar að vettugi vegna þess, að þær valda öllum aðilum tjóni enda samdar út frá þröngum og skammsýnum hagsmunum. Neytendasamtökunum er kunn- ugt um það, að framleiðendur stóðu fyrir undirskriftasöfnun til ráða- manna þess efnis, að þeir hvikuðu ekki frá reglunum. Þar með virðist faðemið að þeim sannað. Niðurlag Það er skoðun greinarhöfunda, að umrætt upphlaup til einokunar á sviði marggetinna afurða muni fyrr eða síðar leiða til þess, að verð- lagning á öllum afurðunum verði annað hvort sett undir opinberar nefndir eða að öllu saman verði hrundið. Það verður enginn markaður til með því að skýra einokunarbrölt markað frekar en dúfa verður úr vargi með nafngift einni saman. Því verður tæpast trúað, að allir félagsmenn í Sambandi garðyrkju- bænda viti gjörla um hvað málið snýst. Það skal minnt á það hér, að ísegg reyndi að koma á einokun og framleiðslustýringu eggja með því að kalla framtakið „dreifingar- stöð“ á sakleysislegan hátt. Það vom margir, sem bám skaða af því máli, bæði framleiðendur og neyt- endur. Það er von okkar, að grein þessi megi skýra nokkuð sjónarmið Neyt- endasamtakanna í umræddu máli og að félagar í Sambandi garð- yrkjubænda taki fram fyrir hend- umar á forystusauðum sínum í máli þessu, taki mark á sjónarmið- um Neytendasamtakanna og virði lög í þessu landi og vinni þannig að því að bæta úr því vandræða- ástandi, sem ríkir á íslenskum markaði með umræddar afurðir. Jóhannes Gunnarsson er formað- ur Neytendasamtakanna ogjónas Bjarnason er formaður landbún- aðarnefndar samtakanna í þriöja sinn á tæpum sex árum er nýr bíll frá Opel verksmiðjunum valinn bfll ársins af kröfuhörðum gagnrýnendum bflablaða. OMEGA er íburðarmikill, rúmgóður og þægilegur fólksbfll. Og eins og gagnrýnendur bflablaða Evrópu, teljum við OMEGA tæknilega fullkominn og einn besta fólksbfl á markaðnum í dag. Ef lýsingar þessar nægja þér ekki, en þig langar að láta eftir þér að eignast það besta á bílamarkaðnum í dag, hafðu samband við okkur og fáðu að reynsluaka OMEGA. Það nægir. — Þú munt sannfærast. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.