Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 tesa XO LÍMBÖND TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEG Hin þekktu TESA-LÍMBÖND eru til í mörgum geröum, enda eru þau til margra hluta nytsamleg. Við bjóðum upp á máln- ingarlímbönd, einangrunarlímbönd, teppalímbönd, kjallím- bönd, viðgerðarlímbönd, sjálflímandi þéttilista, límbands- statív og fleira, allt frá TESA. Ennfremur eigum við hin frábæru TESA-innpökkunarlím- bönd fyrirliggjandi, brún og glær í mörgum gerðum. VIÐ PRENTUM Á INNPÖKKUNARLÍMBÖND -þar með er límbandið orðið að góðri og ódýrri auglysingu. Heildsölubirgðir: J.S. HELGASON HF Draghálsi 4, Reykjavík. Símar: 91-37450 & 91-35395. Saga enskuim- ar og um tungumálið Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Robert McCrum, William Cran, Robert MacNeil: The Story of English. Faber and Faber — BBC Public- ations 1986. Wilhelm von Humboldt: Úber die Sprache. Ausgewahlte Schrifen. Mit ein- em Nachwort herausgegeben und kommentiert von JUrgen Trabant. Deutscher Taschen- buch Verlag 1985. Originalaus- gabe. „Þetta er fyrsta tilraunin sem gerð er til þess að segja alla sögu enskrar tungu á alþýðlegan hátt og sem er ætlað að verða öllum aðgengileg." Þannig segir í bókar- kynningu. Bókin er unnin upp úr sjónvarpsþáttum, en undirbúningur þeirra fór fram á árunum 1983—85. Höfundamir hafa leitað fanga, þar sem enska er töluð. Móðurmálið vekur alltaf áhuga, vegna þess að það er sameign þeirra sem tala það og meira en það, við lifum i málinu og með því, það „er í með- og und- ir“- meðvitund okkar, hluti meðvitund- arinnar. Nú á dögum eru tungumál talin vera um 2.700. Af þeim öllum er ensk tunga lang orðflest. Oxford English Dictionary telur um 500.000 orð og þar að auki eru óskráð tækni- og vísindahugtök lítið færri, ef allt er talið. Þýskan telur um 185.000 orð og franskan innan við 100.000. Um 350 milljónir manna tala ensku sem sitt móðurmál og 34 ríki, þar sem enskan er ekki móðurmálið hafa tekið upp ensku sem ríkismál. Fjarskipti fara mjög mikið fram á ensku, tækniheimurinn og heimur fjölþjóðafyrirtækja nota ensku sem tjáningarmiðil. Alþjóðastefnur og stofnanir Sameinuðu þjóðanna nota ensku. 80% af efni tölvubankanna er á ensku. Svona mætti lengi telja. Saga enskrar tungu í þessu formi er einnig saga Englendinga allt frá dögum Engilsaxa. Margvíslegustu ástæður voru fyrir landnámi Eng- lendinga um jarðkringluna. Norð- ur-Ameríka varð í fyrstu nýlenda sértrúarsafnaða og ævintýramanna frá Englandi, Ástralía var upphaf- lega fanganýlenda, smáglæpa- mönnum og vafasömu kvenfólki var safnað saman í breskum höfnum og sent til þessarar þá nýfundnu álfu, Ástralíu. Þetta þótti á sínum tíma mjög heppileg ráðstöfun og það fór þegar frá leið mun betur um þetta lið í nýlendunni en í betr- unarhúsum í heimalandinu, auk þess var þetta heppilegt fjárhags- lega fyrir ríkisvaldið. Áhrif Eng- lendinga í Afríku opnuðu fyrir innflutning Englendinga þangað og víðar og víðar mynduðust enskar nýlendur og áhrifasvæði sem olli því að enskan breiddist út um alla jarðkringluna. Höfundamir rekja þessa sögu og þær breytingar sem urðu á enskunni í hinum ýmsu heimshlutum. Breska heimsveldið átti því mest- an hlut að útbreiðslu enskunnar og þegar sögu þess lauk tók við annað heimsveldi, Bandaríki Norður- Ameríku, fyrrverandi nýlenda Englendinga. Þótt sú enska sem töluð er í fjölmörgum ríkjum nú á dögum sé innbyrðis íjarri því að vera „Standard English“, þá skilst hún sem enska. Enskan hefur tekið upp fjölmörg erlend hugtök og HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD REAL TIME Velur sjálfvirkt hvenær þörferáframhjóla- .afturhjóla- eðaaldrifi. Kynnist þessumfrá- bærueiginleikum. Honda, merki hinna vandlátu. Verð kr. 587.500.- Bylting í gerð aldrifsbíla HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 S. 689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.