Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 47 þannig hefur ensk tunga verið opin fyrir áhrifum og breyst og aðlagast á hveijum stað. Eins og höfundar segja, „breytingar á máli berast að neðan“. Enskir málhreinsunarmenn á Englandi segja aftur á móti, að málið „breytist vegna vanþekking- ar“, koðni niður og spillist. Höfund- ar fja.Ha nokkuð um máldeilur sem uppi eru á Englandi nú. Gott dæmi um viðhorf þeirra sem telja ensku máli hættu búna er umsögn Somers lávarðar: „Ef til er lágkúrulegra mál á jarðkringlunni, en bandarísk enska, þá þætti mér vænt um að fá að vita hvað það væri.“ Enskan á sér langan myndun- artíma, forsendumar að þeirri gerð, sem nútíma enska er, eiga sér sögu í þremur innrásum og einni menn- ingarbyltingu. Daniel Defoe sagði um enskuna: „Latína, engilsaxn- eska, normannska“. Og þótt nú hagi svo til, að enskan sé heimsmál- ið eða „lingua franca" nútímans, þá er ekki ólíklegt að Robert Burch- fíeld, aðalritstjóri Oxford English Dictionary, spái rétt, þegar hann líkir ofurveldi enskunnar nú á dög- um við veldi latínunnar í rómverska heimsveldinu. Með hruni Rómaveld- is, kvistaðist látínan niður í nokkrar tungur, spænsku, frönsku, ítölsku, allar mótaðar af áhrifum innrásar- þjóðanna. Burchfíeld spáir því að eins muni fara um enskuna, þegar engilsaxneskar þjóðir ráði ekki lengur heiminum. Þetta er mjög fróðleg og skemmtileg bók, fjöldi mynda og uppdrátta fylgja í texta. „Meðvitund og tungumál eru samofin ...“ Víxlverkanir samfé- lags og tungumáls eru grundvöllur og kveikja sögunnar. Wilhelm von Humboldt var höfundur nútíma málvísinda, þótt hann sjálfur teldi mjög hæpið ef ekki fráleitt að nota hugtakið „vísindi" um málrann- sóknir. Hann notar „Studium" eða „Kunde" um þessi efni, „sérhvert tungumál er ekki endanlegrar gerð- ar“. Humboldt skrifar: „Orð og hugsun eru háð hvort öðru og því er tungumálið ekki aðeins tjáning- arform, sem notað er til þess að tjá þegar þekkt sannindi, heldur kveikja hugmynda að nýjum upp- götvunum...“ Chomsky talar um „vöxt“ máls- ins með hveijum einstaklingi, sem hann telur að orsakist af hvatningu umhverfisins og meðfæddum eigin- leikum fyrir málnotkun. Hann heldur því fram að það væri óger- legt að læra mál til einhverrar hlítar, nema að meðfæddir eigin- leikar væru fyrir hendi, sem eru þess eðlis að fyrsti vísirinn að mál- notkun magni margföldun hæfileik- ans og að þannig „vaxi“ málfæmin af sjálfu sér, þegar hún hefur einu sinni verið vakin. Kveikja þessara kenninga er sú staðhæfing von Humboldts „að málfhæfnin skapi endalausa hæfni til sjálfgefinnar málhæfni. . .“, þ.e. takmarkað fyr- irbæri í sjálfu sér sé leið til enda- lauss fjölbreytileika og sköpunar, að mál skapi mál. Ferdinand de Saussure endumýj- aði og endurskóp kenningar von Humboldts um málrannsóknir í riti sínu „Cours de linguistique génér- ale“, en þriðjungur þess rits fjallar um þróun og nýsköpun tungumáls- ins. Bloomfield minnist á kenningar von Humboldts í riti sínu „Langu- age“ 1933, þar sem hann telur hann vera brautryðjanda um rann- sóknir á formgerð þjóðtunga. Von Humboldt talar um málið sem „spegilmynd heimsins" og sem slíkt er það bundið persónulegri meðvitund og því djúpstæðari og víðari meðvitund eða sjálfsvitund, því magnaðri verður málvitundin. Þessi einkenni koma skírast í ljós í skáldskap, skáldin endumýja og endurskapa og auðga tungumálið, vegna þess að þeim er gefið óvenju- legt næmi fyrir orðinu og sjálfsvit- und þeirra er sívökul, þess vegna em orð þeirra lifandi. Aukin meðvit- und frjóvgar tungumálið og lifandi mál víkkar sjálfsvitundina. Skáld- skapurinn, ljóðið er fullkomnasta máltjáningin. Kveikjan að kenningum von Humboldts voru rannsóknir hans á víxlverkunum tungu og sögu í Baskalandi á Spáni 1801. Síðan hófust samanburðarrannsóknir hans á tungumálum og hann komst að því að viss formgerð væri til staðar í öllum tungumálum. I þessu riti er birtur m.a. einn merkasti fyrirlestur von Humboldts, sem haldinn var 1 Prússnesku vísinda- akademíunni 29. júní 1820, „Úber das vergleichende Sprachhstudium in Beziehung auf die verschiedenen Epochen der Sprachentwicklung". Síðan fylgdu fyrirlestrar um þessi efni og er úrval þeirra birt í þess- ari bók, auk þess 33. kapítuli úr inngangi að rannsóknum hans á Kawi-málinu á Jövu. „Úber die Kawi-Sprache auf der Insel Java“, sem kom út í þremur bindum 1836—39, að von Humboldt látnum. Þessi inngangur kom út sérprentað- ur 1836. í 33ja kapítula fjallar höfundurinn um póesíu og prósa, en hann áleit að í þeim greinum risi málkenndin hæst. Heimspekilegar hugrenningar von Humboldts um tungumálið eru inntak þessa inngangs og jafnframt er hann lykilverk um skoðanir höf- undarins á mikilvægi málsins, sem sífijós hvata til aukinnar meðvit- undar og aðals mannsins. Hann taldi að tungumálið væri óaðskiljan- legt meðvitundinni og þar með væru allar tilraunir til þess að leita uppruna málsins, sem slíks, þýðing- arlausar. Von Humboldt var maður upplýs- ingarinnar, hann Qarlægðist aldrei hugmyndir upplýsingarinnar eins og margir samtíðarmenn hans, sem urðu alteknir af rómantísku stefn- unni, en sú stefna mótaði þó viðhorf hans að vissu marki og varð áreið- anlega kveikjan að hugmyndum hans um mikilvægi tungumálsins. Ahrif kenninga Kants gætir mjög í verkum hans og heimsskoðun hans var kantísk og kenningar hans um tungumálið voru hliðstæða við kate- góríur Kants. Þér standa allar dyr opnar í Nýjabæ á laugardöguin. Þegar búöirnar í bæn- um loka er aðeins eitt til ráöa: Aö versla í næsta bæ viö. í sumar er opið í Nýja- bæ á laugardögum frá kl. 9-13, á föstudöq- umtil kl. 21 og alla aðra daqa til kl. 19. RÆR VÖRUHÚSIÐ EIÐISTORGI HRINGDU in skuldfærðá_______ greiðslukortareikning ■•íi.r.od.H.nirpr— SÍMINN ER 691140 691141 2H«r£un!»fo8>ft Vönduð og þvær veL. Vestur-þýsku þvottavélarnar frá Miele þvo einstaklega vel, fara vel með þvottinn og eru einfaldar í notkun. Þær eru nákvæmar og áreiðanlegar. Veldu Miele — annað er málamiðlun. JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF Sundaborg 13 — sími (91)688588 IVfiele • Tekur 5 kg af þvotti • 47 lítra tromla • Stiglaus hitastilling • Lotuvinding, 1 lOOsn/mín • Kerfi fyrir hálfhlaðna vél • Orkusparandi kerfi • Leiðbeiningar á íslensku • Ryðfrítt stál í tromlum • Emaleruð utan og innan • 2 hitaelement Settu gæðin á oddinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.