Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 48
48 T86i Ln'n. ,t Hut>AQut.oifi<i oiaA.imiuunoM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Bertel Andrésson skipstjóri — Minning Fæddur 29. maí 1890 Dáinn 24. júní 1987 f dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskirkju Bertel Andrésson skipstjóri en hann lést 24. júní sl. á sjúkradeild Hrafnistu, 97 ára gamall. Hann var fæddur í Reykjavík og foreldrar hans voru Þuríður Erlend- sóttir ljósmóðir, dóttir Erlends Ólafssonar og Þuríðar Þórarins- dóttur, Jörva í Kolbeinstaðahreppi, og Andrés Andrésson verzlunar- maður Ná J.P.T. Brydesverzlun. En þeir voru bræður hann og Magn- ús Andrésson alþingismaður og prestur á Gilsbakka í Borgarfirði, en faðir þeirra var Andrés Magnús- son bóndi í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Einn albróður átti Bertel, Magn- ús Andrésson útgerðarmann í Reykjavík. Andrés, faðir þeirra, kvæntist Kristínu Pálsdóttur frá Brennustöðum á Mýrum og átti með henni 6 börn: Harald vélstjóra, einn af stofnendum Nýju Blikk- smiðjunnar, Axel íþróttaþjálfara, Baldur cand theol, starfsmann borgarstjóraembættis til fjölda ára, Páll verzlunarmaður, Guðrún Kon- erup-Hansen húsfrú, Reykjavík, Magnús yngri, forstjóri Johnson og Kaaber, en þau eru öll látin. Bertel var komið í fóstur til Ól- afs Ingimundarsonar útvegsbónda í Bygggarði á Seltjarnarnesi og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur. Símar 35408 - 83033 Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Háteigsvegur Stóragerði Bólstaðarhlíð Heiðargerði frá 40-56 og 58-68 Háaleitisbraut Hverfisgata frá 4-62 frá 117-156 o.fl. Tunguvegur Flókagata | Úthlíð KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut FOSSVOGUR Kópavogsbraut Goðaland frá 84-113 o.fl. Grundarland Sunnubraut Birkihvammur Bertel mat fóstra sinn _ mikils og talaði oft um hann. Ólafur var þekktur á meðal sjómanna á þess- um slóðum fyrir það hvað hann var afburða veðurglöggur og var það ekki svo lítils virði á þessum tímum. Það hefur því verið góður skóli fyr- ir Bertel að alast upp hjá þessum reynda útvegsbónda. Á Seltjamar- nesi stundaði hann sjómennsku frá bamsaldri á opnum bátum í Faxa- flóa og þilskipum gerðum út þaðan. Hann tók farmannapróf frá Stýrimannaskóla Islands 1919. Og var stýrimaður á ýmsum skipum en hann réðst til Eimskipafélags íslands árið 1920 og starfaði þar lengst af sem stýrimaður og síðast var hann skipstjóri á Brúarfossi er hann hætti störfum vegna aldurs. Bertel var farsæll í sínu starfi sem stýrimaður og skipstjómarmaður og stýrði ávallt sínu fleyi heilu í höfn. Hann var af aldarmótakyn- slóðinni og starfaði í 33 ár hjá Eimskipafélagi Islands og hafði mikla trú á því fyrirtæki. Reyndar var Eimskipafélagið óskabarn þjóð- arinnar sem sú kynslóð byggði upp af miklum áhuga og dugnaði. 10. ágúst 1935 kvæntist Bertel Ingibjörgu Sæunni Jónsdóttur, sem fæddist á Bæ í Gufudalssveit en H'OTEL UHV RAUÐARÁRSTlG 18- REYKJAVlK SlMI 623350 _________________________/ MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIKASSAR OG STANGAHÓLKAR foreldrar hennar vom Jón Amfinns- son og kona hans, Elín Guðmunds- dóttir, en Ingibjörg var alin upp í Sviðnum á Breiðafirði hjá Eyjólfi Ólafssyni og Kristínu Guðmunds- dóttur. Bertel og_ Ingibjörg eignuðust fjóra syni: Ólaf Magnús, svæðis- stjóra Grænlandsflugs á íslandi, kvæntan Helgu Sigurbjarnadóttur og eiga þau tvö börn; Arnfinn, byggingarverkfræðing hjá vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, kvænt- an Valdísi Kjartansdóttur og eiga þau þrjú böm; Andrés Eyjólf, loft- skeytamann á ms. Álafossi, var kvæntur Ástu Benediktsdóttur en þau skildu og eiga þau þijú böm; Guðmund rafiðnfræðing, kvæntur undirritaðri og eiga þau eitt barn. Þegar ég kynntist Bertel var hann kominn á áttræðisaldur og bar aldur sinn vel, með silfurgrátt hár og dökkeygður, mjög myndar- legur eldri maður. Hann var beinn í baki og snöggur í hreyfíngum. Hann var mjög sérstakur, yfirveg- aður, agaður og traustur og hélt alltaf sínu jafnvægi, en þó gat hann á góðri stundu verið hrókur alls fagnaðar, sagði skemmtilega frá, enda frá mörgu að segja á við- burðaríkri ævi og humor hans var sérstaklega skemmtilegur. Hann var mjög vel lesinn og fróður jafnt í innlendum og erlendum bók- menntum, m.a. voru fomgrískar bókmenntir í miklu uppáhaldi hjá honum. Íslendingasögurnar hafði hann marglesið. Ég minnist þess að einni sögu hafði hann sérstakar mætur á, það var „Auðunnar þáttur vestfirska", sem segir frá Auðunni og bjarndýrinu og samskiptum Auð- uns við þá konunga Svein og Harald. Að hann hafði miklar mæt- ur á þessari sögu lýsir mjög vel hugarfari og persónuleika hans. Bertel hélt heimili með móður sinni, Þuríði Erlendsóttur, á Njáls- götu 40 frá 1918 og þar til hann kvæntist. Heimili Bertels og Ingi- bjargar var lengst af á Njálsgötu 106 í Reykjavik, en árið 1958 fluttu þau í Álfheima 27, en þaðan í Há- tún 10 um 1970 og bjuggu þar þangað til Ingibjörg lést árið 1980. Seinna sema ár veiktist Bertel og hefur dvalið á sjúkradeild Hrafnistu síðan. Á stríðsámnum keyptu þau býlið Sveinskot á Áltanesi og vom þar með búskap. Bertel var í Ameríku- siglinum á þessum ámm og var þá siglt í skipalestum en þessar ferðir tóku yfirleitt 2—3 mánuði. Skeyti vom send frá New York til að til- kynna aðstandendum að skipin hefðu komist til hafnar en eftir það var ekkert vitað hvenær skipin næðu til íslands aftur, þetta vom erfiðir tímar og mikil óvissa fyrir sjómennina og fjölskyldur þeirra. Uppeldi barna og stjóm heimilanna heftir ávallt hvílt meira á herðum sjómannskonunnar vegna fjarvem mannanna langtímum saman á sjónum. Þetta hefur alltaf verið erfítt og ekki síst á þessum ófrið- artímum. En Bertel varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hann átti Ingi- björgu fýrir konu en hún var sterkur persónuleiki, mikil móðir og hús- móðir, og hjónaband þeirra var farsælt og einkenndist af gagn- kvæmu trausti og virðingu. Að leiðarlokum mun ég minnast Bertels sem góðrar fyrirmyndar, það var bæði þroskandi og lær- dómsríkt að fá að umgangast hann. Fyrir það þakka ég. Blessuð sé minning hans. Emilía Júlíusdóttir I dag verður lagður til hinstu hvílu Bertel Andrésson skipstjóri, sem andaðist miðvikudaginn 24. júní sl. á Hrafnistu, DAS, í Reykjavík. Hann var fæddur 29. maí 1890 og var því á 98. aldurs- ári þegar hann féll frá. Foreldrar hans vom Andrés Andrésson, yfir- pakkhúsmaður hjá Brydesverslun hér í Reykjavík, og Þuríður Erlends- dóttir ljósmóðir. Olst hann upp hjá Ólafi Ingimundarsyni, útvegsbónda á Seltjamamesi, og var þar til heim- ilis til ársins 1918. Minning: Þórhailur Guðmunds- son frá Laufási Fæddur 9. febrúar 1900 Dáinn 30. júní 1987 I gær var til moldar borinn tengdafaðir minn, Þórhallur Guð- mundsson frá Laufási í Amarfirði, aðeins sex vikum eftir að hann sjálf- ur fylgdi hjartkærri eiginkonu sinni og lífsfömnaut, Mörtu Guðmunds- dóttur, til grafar þann 19. maí sl. Þannig er það oft með samrýnt fólk, sem lifað hefur saman í heilan mannsaldur, háð saman harða lífsbaráttu og uppskorið stóra og mannvænlega fjölskyldu, það er orð- ið hluti hvort af öðm, lifír í sama hugarheimi og getur vart án hvors annars verið. Þá er annað fellur frá að lokinni langri ævigöngu er sem lífsvilji hins slokkni til að geta hald- ið sameiginlegri göngu áfram um nýja heima, sem okkur eftirlifendum verða huldir enn um stund. Þórhallur var fæddur á Setbergi í Fellum í Norður-Múlasýslu þann 9. febrúar árið 1900, en fluttist á öðm ári með foreldmm sínum í Tálknafjörð þar sem hann ólst upp á heimili þeirra í Steinhúsi á Sveins- eyri. Hann fór ungur að stunda sjósókn og reri meðal annars með Guðmundi Lámssyni í Vinaminni í Ketildölum við Arnarfjörð þar sem hann kynntist Mörtu, dóttur Guð- mundar, sem hann síðar gekk að eiga. Hófu þau búskap í Laufási, í næsta nágrenni Vinaminnis, árið 1923 og bjuggu þar allt til ársins 1947 að þau fluttu á Bíldudal, sem var viðkomustaður flestra, sem yfirgáfu þessa harðbýlu sveit á þess- um tímum. í Ketildölum fæddust þau níu böm sem Marta ól Þórhalli. Af bömunum níu lifa 7 foreldra sína og em af þeim komin 25 bamaböm og 28 bamabarnaböm. Þórhallur og Marta komu til Reykjavíkur árið 1958 með stuttri viðkomu á Akur- eyri og bjuggu í Reykjavík til æviloka. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrst fyrir um 30 ámm þá er ég kom heim ft-á tangskóianámi erlendis með konu og tvö böm. Þama kynntist ég bráðskörpum, víðlesnum alþýðu- manni, sem hafði gengið í gegnum erfíðan skóla lífsins og upplifað tímana tvenna. Fljótlega tókst með okkur vinátta sem brátt einkenndist af gagnkvæmri virðingu og trausti, sem efldist er tímar liðu. Að öllum samferðamönnum mínum ólöstuðum hef ég af fáum meira numið en Þórhalli. Hann losaði mig úr viðjum tæknimenntunar og opnaði skilning minn á íslenskri þjóðmenningu, sem gerir okkur íslendinga að einni þjóð. Hann kynnti mér íslensku skáldin og verk þeirra, vitnaði í þau orðrétt og fór með langa kvæðabálka, allt utanbókar. Hann fræddi mig um þá hörðu lífsbaráttu, sem útvegsbónd- inn háði á fyrri hluta aldrinnar, og opnaði augu mín fyrir kjörum fólks í landinu á þeim tíma. Hann vitnaði í öndvegishöfunda heimsbókmennt- anna, sem ég hafði aldrei heyrt nefnda, og sagði mér frá verkum þeirra, enda maður víðlesinn og vandur að lestrarefni. Mikla virðingu bar ég ávallt fýrir bókasafni tengdaföður míns, þessum fallegu snjáðu bókum, sem báru þess svo greinileg merki að vera marglesnar, enda féll Þórhalli sjald- an bók úr hendi þá er liann átti frístund. Þetta bókasafn var að vísu ekki mikið að vöxtum, en því merki- legra, að það samanstóð af verkum íslensku skáldanna fyrr og nú, þjóð- legum fróðleik og perlum heims- bókmenntanna. Mætti hvert heimili vera stolt af slíku safni. í huga Þórhalls voru bækumar gersemar, sem fylgt höfðu honum á langri lífsleið og voru hluti af honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.