Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 55 Guðrún A. Einars- dóttir - Minning Fædd 19. september 1904 Dáin 26. maí 1987 Eg var að enda við morgungöngu með konunni minni, þegar við áttum leið framhjá Bogahlíð 8. Okkur kom saman um að fara nokkur skref til baka og koma við hjá Guðrúnu Andreu frænku minni ef ske kynni að hún væri komin á fætur. í stuttu máli komum við að lokuðum ystu dyrum og engin leið að gera vart við sig. Einn eða tveir dagar liðu þangað til Sjöfn, tengdadóttir henn- ar, tilkynnti okkur að Guðrún hefði látist í Landspítalanum 26. maí. Hún náði ekki að verða 83 ára en það hefði hún orðið 19. september næstkomandi. Síðast þegar ég heimsótti frænku mína var ég að efna gefið loforð. Ég hafði eignast bók sem sagði frá því hvemig við vorum skyld, um það varð ég að fræða hana. í þetta skipti var staddur hjá henni Kristján sonur hennar, við spjölluðum saman öll þijú og ég átti með þeim skemmtilega stund. Þegar ég kvaddi var frænka mín vel hress að sjá og útilokað að ég renndi grun í að ég væri að heimsækja hana í hinsta sinni. Við höfðum oft rætt saman um vonina og óvissuna varðandi framhaldslífið. Eg sé hana og heyri svara hugleiðingum mínum, — heldurðu það, frændi? — ég heyri mig svara — já, ég held það. Lífshlaup Guðrúnar Einarsdóttur einkenndist af prúðmennsku, geð- prýði og glaðværð. Frá henni streymdi svo oft undirstraumur góðleikans, sem yljaði mörgum um hjartarætur, sama hvort hún var stödd í eldhúsinu sínu eða stofunni. Heimilið var hennar ríki, þar kunni enginn betur til verka. Hún stjórn- aði heimili sínu alla tíð með miklum skörungsskap. Það mun hafa verið eitthvað fyr- ir 1930 sem ég kynntist Guðrúnu frænku minni, hún var þá að flytja með fjölskyldu sína frá Arnarfirði til Patreksfjarðar. E.t.v. var ég á þeim árum áhrifagjarn, enda var það svo að mér fannst þetta fólk flytja með sér mikla glaðværð og framandi blæ, sem féll vel að geði mínu, enda stóð ekki á því að fljótt myndaðist með okkur góð kynning, sem reyndist varanleg og bar engan skugga á hana. A Patreksfirði áttum við ekki langa samleið, það er ekki fyrr en nokkrum árum seinna hér í Reykjavík að lá aftur saman vegur vor, þá fjölgaði samverustundum okkar. Frá þeim á ég margar hug- ljúfar minningar um Guðrún frænku mína, sem sækja nú á hug- ann, enda eru þær geymdar en ekki gleymdar. Guðrún giftist ung Hermanni Kristjánssyni. Hann er látinn fyrir tíu árum. Þeim varð sex bama auð- ið. Þau eru: Sólveig, hún var gift Holger Clausen, hann er látinn; Finnur, hann var giftur Stellu Jó- hannesdóttur, hún er látin; Kristján, hann var giftur Asdísi Ámadóttur, hún er látin; Óskar, giftur Sjöfn Kristjánsdóttur. Stella, gift Harold L. Raatz og Björgvin, giftur Anettu Hermannsson. Auk þess ólu þau Guðrún og Hermann upp Hermann Kristjánsson, dótturson sinn, hann er sonur Stellu. Bamabömin eru orðin 21, bamabamabömin 27. Auk þess lifði hún að verða langalanga- amma að 2 börnum. Þetta er stór hópur. Hermann Kristjánsson, maður Guðrúnar, var mikill íjáraflamaður. Guðrún stóð alla tlð hófsöm við hlið Hermanns. Hann fór heldur ekki í grafgötur með að hún var mikil og góð húsmóðir. Þetta var í raun stórduglegt fólk, sem sést best á því, að þegar þau flytja suð- ur setjast þau að í Skeijafirðinum og þar byijar Hermann hrogkelsa- veiðar sem urðu hvati að fiskbúðinni á Leifsgötu 32. Síðan flytja þau á Spítalastíginn og þaðan í Samtúnið. I Samtúninu er opnuð nýlenduvör- urverslun og fískbúð. Næst gerist það að feðgamir, Óskar og Her- mann, festa kaup á bát sem þeir skíra Arnfirðing. Þetta gerðu þeir í félagi við Gunnar Magnússon skip- stjóra. í stuttu máli endaði þetta með því að Arnfirðingarnir urðu þrír, með heimahöfn í Grindavík. Þar var byggð fiskverkunarstöðin Arnarvík, hún var þá stærsta húsið sem byggt var í Grindavík. Þetta byijaði smátt, óx óðum og endaði í stórútgerð. Allt hefur þetta stóraukið umsvif húsmóðurinnar, sem varð gegnum erfið ár að gera lítið stórt, enda gædd þeim hæfí- leika í stórum stfl. Þá var lífíð ekki alltaf eilífur dans á rósum. Guðrún missti Hermann, manninn sinn, árið 1977 af slysförum. Hún átti ekki gott að sætta sig við þá reynslu. Það féllu fleiri skuggar á lífsleið hennar sem hún varð nauðug að sætta sig við. Elsta son sinn, efni- spilt, varð hún að horfa á bundinn við hjólastól.e.t.v. ævilangt. Þá mátti hún sjá á eftir tengdadætrum sínum tveimur í gröfína, sem voru henni mjjög kærar og hefðu orðið henni mikils virði í ellinni. Þrátt fyrir allt verður að líta svo á að Guðrún frænka mín hafi verið mik- il gæfukona, því sumt í lífí hennar var ævintýri líkt, enda auðnaðist henni sú gæfa að sjá land sitt rísa úr ánauð í velferðarríki. í þessari síðbúnu minningar- grein, segi ég frá því í upphafi greinarinnar, þar sem ég er að heimsækja Guðrúnu frænku mína í hinsta sinn, að ég er þá kominn til að fræða hana um frændsemi okkar. Ég var með bók, en í henni er sagt frá ferðalagi sem Einar, móðurbróðir minn, á að hafa farið árið 1888. Þá lenti hann í lífshættu- legum hrakningum. Er skemmst frá að segja að Einar lendir í kaf- aldshríð svo hann sér ekki út úr augum. Og í þeim hamförum rekur hann sig á kofa, sem hann álítur vera Qárhús þó að engin væri þar skepna. Einar var feginn skjólinu og ákveður að hvíla sig þar. Þegar Einar hafði hvílt sig fer hann að athuga hvemig umhorfs sé utan- dyra: „... sér hann þá skammt frá kofanum harðspora eftir menn“. Grunar hann þá að ekki sé langt í mannabústað og harðsporanum fylgdi hann þar til hann kom að Hóli I Dalahreppi, þar fékk hann holdvotur góða aðhlynningu. Eftir nokkrar samræður býður húsbóndi gesti sínum upp á loft til fólksins og segir að þar muni hlýrra og skemmtilegra en í stofunni. Þegar Einar var kominn upp á loftið og hafði heilsað heimamönnum vísar húsbóndi honum til sætis hjá ungri, laglegri stúlku. Var Einar nokkuð feiminn í fyrstu, en stúlkan, sessu- nautur hans, var alúðleg í viðmóti. Kvaðst hún heita Sólveig og vera dóttir Einars Hákonarsonar og hálf- systir húsbóndans á Hóli, en móðir sín væri Elín, dóttir Jóns Bjarnason- Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Heiluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður ar í Hvammi. Voru þau Einar því systrabörn. Tókust nú með þeim skemmtilegar samræður og leið svo kvöldið." Þessi unga, laglega stúlka var Sólveig, móðir Guðrúnar frænku. Elín, amma hennar, var systir Helgu, ömmu minnar — ömmurnar okkar voru því systur. Allar voru þessar systur kenndar við Hvamm, þar sem þær voru fæddar og kallaðar Hvammssystur. í föðurætt Halldórs Jónssonar eftir Sighvat Borgfirðing segir: „Jó- hannes Jónsson, f. 17.61, bóndi á Firði og Fossi, kona Sigríður Snorradóttir Jónssonar bónda á Vattamesi. Jóhannes og Sigríður áttu 20 börn, eitt þeirra var Sigríð- ur Jóhannesdóttir, f. 1802, átti Jón Bjamason, Jónssonar, Þórðarsonar, þau bjuggu í Hvammi á Barða- strönd.“ Arið 1840 eru talin 13 börn heima hjá þeim í Hvammi, 4 synir og níu dætur, meðal þeirra er Helga, amma mín, sögð vera 11 ára, og Elín, amma Guðrúnar, en það er ekki sagt hvað hún er gömul. Ég er ófróður um föðurætt Guð- rúnar frænku, þó þekkti ég Einar Finnsson, sem var faðir hennar, hann kom oft gestur til Patreks- Qarðar, þar sem ég dvaldist um tíma. Hann féll mér vel í geð. Það er því enginn vafí á að Guðrún er komin af góðu fólki í báðar ættir, um það bar hún best vitni sjálf. Það er mikill sjónarsviptir að jafn ágætri konu og Guðrun var. Á eng- um bitnar það harðar en á bömun- um hennar, sem voru henni svo kær. Það fymist yfír allt, en það mun halda áfram að gróa upp af leiðinu hennar frænku, í engu birt- ist okkur lífíð betur hvert sem við lítum, ekkert nema líf, sem virðist eiga sárafá stefnumót við dauðann. Þessu getum við fagnað og þakkað Guði fyrir, Drottni vomm, sem í okkur býr, ef við viljum ljá honum þar bústað. Það er margt sem leið- ir hugann að eilífðarmálunum. Ég veit að nú svarar þú ekki hugleið- ingum mínum og segir: Heldurðu það, frændi, nú veistu margt miklu betur, um það er ég sannfærður. Samferðafólk allt þakkar frænku minni samfylgdina. Enginn þakkar hana betur en bömin hennar, barnabömin og bamabarnabörnin. Þau em þakklát fyrir að hafa átt svo góða og göfuga móður. Eplið fellur ekki langt frá eikinni, það hefur margur fengið að reyna, sem kynnst hefur afkomendur Hvamms- systkina. Blessuð sé minning Guðrúnar Einarsdóttur. Bjarni G. Tómasson Blomastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tiiefni. Gjafavörur. + Hjartkær móðir ckkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR, Suðurgötu 49, Hafnarfirði, er lést að St. Jósefsspítala i Hafnarfirði þann 26. júni verður jarð- sungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.30. Gunnar Bjarnason, Magnús Bjarnason, Gróa Bjarnadóttir, Eygerður Bjarnadóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Kristrún Bjarnadóttir, Ásthildur Bjarnadóttir, Bryndfs Björgvinsdóttir, Ólöf Haraldsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Geir Þorsteinsson, Magnús Magnússon, Guðmundur I. Guðjónsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN SIGURJÓNSSON fyrrum bóndi, Brautarhóli, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 14.00. Jarðsett veröur að Torfastöðum. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Suöuriands og Biskupstungnasjóö. Kristrún Sæmundsdóttir, Sigríður G. Kristinsdóttir, Alfreö R. Jónsson, Arnleif M. Kristinsdóttir, Kjartan Runólfsson, Hrefna Kristinsdóttir, Eiríkur Þ. Sigurjónsson, Bjarni Kristinsson, Oddný K. Jósefsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Jón S. Kristinsson, Ragnar Ragnarsson, Steinunn Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, tengdafaðir og bróðir, GUÐMUNDUR SVEINSSON, sem lést á Elliheimilinu Grund föstudaginn 26. júni, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. júlí kl. 15.00. Guðrún Guðmundsd. D’Autorio, Róbert D’Autorio, Sigurást Sveinsdóttir, Guðmundina Sveinsdóttir, Kristin Sveinsdóttir. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, stjúpföður og fósturbróður, ÓLAFS SÍVERTSEN ÞÓRÐARSONAR, fyrrverandi leigubifreiðastjóra, Mánagötu 10. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á deild 14 og 11-A, Landspítalanum. Ingibjörg Auðbergsdóttir, Valgerður Axelsdóttir, Sigríður Ólsen. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓNU JÓNASDÓTTUR, frá Eyrarbakka, Kirkjustfg 5, Grindavík. Kristján Hreinsson, Ásta Kristjánsdóttir, Jón A. Jónsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Valdimar Gunnarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, GEIRÞRÚÐAR HILDAR BERNHÖFT. Sverrir Bernhöft, Hildur Bernhöft, Þórarinn Sveinsson, Sverrir V. Bernhöft, Ásta Denise Bernhöft, Ingibjörg Bernhöft, Bjarnþór Aðalsteinsson. + Bestu þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför litla drengsins okkar, SIGFÚSAR DAÐA. Bryndfs Halldóra Bjartmarsdóttir, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.