Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Nick Kamen ánær- buxunum Slagsmál í rallbíl á fullri ferð í keppni Breski söngvarinn Nick Kamen, sem þekktastur er fyrir lagið „Each Time You Break My Heart“, hóf frægðarferil sinn með buxumar á hælunum. Hann vakti fyrst at- hygli þegar hann lék í breskri gallabuxnaauglýsingu þar sem hann kemur inn í þvottahús, rífur sig úr buxunum og bíður á stutt- buxunum einum fata þar til hann fær gallabuxurnar aftur, hreinar úr vélinni. Auglýsingin náði bók- staflega að þeytivinda hjörtu kvenþjóðarinnar sem féll kylliflöt fyrir Kamen. En auglýsingin náði ekki aðeins athygli kvenfólksins heldur upp- götvuðu hljómplötuútgefendur skyndilega tilvonandi stjörnu í strákpeyjanum sem áður hafði ár- angurslaust reynt að koma á framfæri sýnishornum af tónlist sinni. Bandaríska söngkonan Madonna sá líka efni í stráknum og hafa þau mikið unnið saman og gefa nú tón- list sína út undir sama merki; Siren. Samband þeirra virðist þó ekki ná lengra enda eins gott ef hinn af- brýðisami og áraásargjami eigin- maður, Sean Penn, er einhversstað- ar á næstu grösum. Nick Kamen er um þessar mund- ir að leggja bandarísksa poppunn- endur að fótum sér og virðist braut frægðarinnar blasa við honum, bein og breið. Hann á tímann fyrir sér, aðeins 25 ára gamall, með fullkom- ið útlit ogóaðfínnanlega framkomu. Madonna er líkleg til að vekja á honum athygli auk þess sem hann hefur gert tónlistarmyndband fyrir tónlistrarsjónvarpið MTV og svo em lögin á breiðskífunni hans tilval- in danslög. Það eina sem hann hefur enn ekki gert til að þóknast aðdá- endum sínum er að halda tónleika, en það er ekki útséð með það ennþá. Breski leikarinn Timothy Dalton í hlutverki njósnarans 007 ásamt kærustunni einu sem Maryam d’Abo leikur. James Bond bætir ráð sitt Njósnarinn frægi, 007, sem birst hefur 16 sinnum á hvíta tjaldinu síðan 1962 hefur, í höndum nýs leikara, breytt um ímynd. Ja- mes Bond, sem flestir þekkja sem heldur ábyrgðarlausan en ótrúlega heppinn spæjara sem vefur kippum af föngulegu kvenfólki um fíngur sér, hefur nú tekið upp fast sam- band við eina konu og er farinn að taka starf sitt sem njósnari alvar- legri tökum. Nýjasta Bond-myndin, „The Living Daylights“ var frumsýnd í Lundúnum nú um síðustu helgi og þykir Bond, að sögn breskra gagn- rýnenda, „breskari" og yfirvegaðri en áður. Hann er hættur ábyrgðar- lausu kvennaflangsi en heldur sig við eina stúlku. í takt við áróðurinn gegn eyðni hefur hann hætt öllu kynlífi en lætur sér nægja ást og rómantík. „Hinn nýji Bond er bæði trúverðugur, úrræðagóður njósnari og sannfærandi elskhugi" segir gagnrýnandi breska blaðsins „The Star“. En ekki eru allir á sama máli um ágæti umskiptanna. í dag- blaðinu „Daily Mail“ segir:„Bond umgengst kærustuna af ámóta upp- burðarleysi og skrifstofublók sem fylgir dóttur forstjórans á árshátíð fyrirtækisins. Eftir villt^nn kapp- akstur Connerys og strákapör Moores er þessi nýji Bond sem stundar öruggt kynlíf heldur svip- laus og bældur". vm m Nick Kamen vakti fyrst á sér athygli þar sem hann kom fáklæddur fram i gallabuxnaauglýsingu. Að slást um borð í railbíl í miðri keppni og á fullri ferð hlýtur að vera einsdæmi og óvenjuleg reynsla, en nokkuð sem henti tvo keppendur í Skagarallinu um s.l. helgi. Þeir Sigurður B. Guðmundsson og Gunnlaugur Ingvarsson óku elsta rallbíl landsins, Lancer, sem hefur fleiri hildi háð en nokkur keppnis- bíla. En slagsmál hafa örugglega ekki viðgengist í bílnum áður. „Við erum bláir og marðir eftir keppnina. Við rifumst oft heiftarlega í bílnum og kýldum hvorn annan. Við lá að aðrir keppendur þyrftu að skilja okkur að þegar við komum út úr bílnum á milli leiða. Mótlætið fór svona rosalega í taugamar á okkur, en við lentum í ýmiskonar vandræð- um“ sagði Sigurður B. Garðarsson í samtali við Morgunblaðið. „Eg er venjulega dagfarsprúður skrifstofumaður en spennan í rallinu og erfíðleikamir umtumuðu mér al- veg. Við vomm báðir foxillir og sérstaklega skapstirðir. Þetta byijaði á því að við áttum í stríði við bensínstíflu fýrsta daginn sem hleypti illu blóði í okkur. Síðan náð- um við öðmm keppnisbíl á einni leiðinni sem hleypti okkur ekki fram- úr í lengr tíma. Við sluppum framhjá og í enda leiðarinnar stökk Gulli út, hljóp að bílnum umrædda og spark- aði af alefli í hann, öskuvondur. En ég held hann hafi tábrotnað, a.m.k. var hann slæmur í tánni alla helg- ina.“ Reuter Frá vinstri: Fulltrúi Frakklands sem varð númer tvö, Ungfrú Evrópa, Anja Homich og spænska stúlkan, Margarita Campos sem varð I þriðja sæti. Þýsk stúlka kjörin Ungfrú Evrópa Keppni um titilinn Ungfrú Evr- ópa fór nýlega fram í Madrid á Spáni. Þýsk stúlka, Anja Homich var kosin fegursta stúlka Evrópu en 23 stúlkur toku þátt í keppn- inni. I öðm sæti varð Sandra Rossi frá Frakklandi og í því þriðja varð fulltrúi Spánar, Margarita Campos. 1,2'$$Xdagar eftir 1SIAW> í brennipunkti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.