Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 60
s if*) 60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 „þú villt þó ekki oö v'ið óeqjum öt, ebcv hvab ? " ást er... að láta bera sig burtu TM Reg U.S. Pal Otl.-all rights resennd C1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Með morgunkaffínu OD _ll_.l JQL ilíiill—L_J_ 413 ±1 K POLLUX Áttu eld? Sjónvarpið sýni Ottó Bréfritendur vilja gjarnan fá að sjá þætti með þýska háðfuglinum Otto í sjónvarpi. Nokkrir Ottóvinir skrifa: Við viljum gjarnan skora á for- svarsmenn Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 að taka til sýningar sjónvarpsþætti með þýska háð- fuglinum Ottó Waalkes. Þættir þessir hafa verið sýndir í sjón- varpsstöðvum í Þýskalandi og fleiri þýskumælandi löndum við mikla hrifningu og þætti okkur vænt um að fá að njóta þeirra líka. Ottó þessi er einn fyndnasti maður sem uppi er, á því leikur enginn vafi. Hann hefur sent frá sér, auk sjónvarpsþáttanna, bæði bækur og plötur auk þess sem hann gerði kvikmynd sem sýnd var hér á landi fyrir nokkru og er væntanlega ógleymanleg þeim er nutu. Nú skilst okkur að hann sé að vinna að nýrri kvikmynd og verður hún vonandi sýnd hér fljót- lega. Við félagarnir höfum verið svo heppnir að hafa átt leið um þýsku- mælandi hluta Evrópu af og til undanfarin ár og höfum við þá undantekningalaust orðið keypt allt það sem við höfum getað kom- ið höndum yfír frá þessum manni. Hefur þetta verið okkur til bæði ánægju og yndisauka. Viljum við nú vonast til að íslenskir sjónvarpsfrömuðir verði við þessari bljúgu bæn okkar svo að landsmenn allir fái notið afurða snillingsins, annað er ekki veij- andi. Bjórinn hættulegasti vímugjafinn Velvakandi. Heill og sæll. Ég var á norræna bindindis- þinginu á Akureyri 22 til 26. júní sl. Þar voru margir fulltruar frá öllum Norðurlöndunum, úr fjöl- mörgum atvinnustéttum, læknar og háskólakennarar svo að eitthvað sé nefnt. Þetta þing var mjög athyglis- vert og sérstaklega þau erindi sem þar voru flutt af þaulkunnugum mönnum sem lengi hafa rannsakað og fylgst með þróun áfengisbölsins bæði hér og á Norðurlöndunum. Þar var og varaformaður bindind- isráðs Sovétríkjanna en þau samtök telja yfír 10 milljónir manna. Allir fyrirlesarar og þeir sem tóku til máls voru ekki í neinum vafa um að bjórinn væri hættulegasti vímu- gjafi allra þjóða og sá vímugjafi sem verst hefði leikið fjölda manns. Þetta fór ekki framhjá neinum. Þegar ég svo kom heim lét ég ekki hjá líða að líta í mitt góða blað Morgunblaðið og haldið að ég hafi ekki orðið undrandi þegar ég fletti blaðinu frá 20. júní. Þar nær fyrir- sögn yfír hérumbil hálfa blaðsíðu og er á þessa leið: Bjórleysið það versta við langa dvöl, með stærsta letri. Oft hefur mig langað að fá svona stóra stafi yfír fréttirnar mínar héðan úr Hólminum, en svo gæfusamur hef ég ekki verið og kannski ekki farið fram á. Þetta hlutu því að vera stór tíðindi, tíðindi sem ættu að komast til lands og þjóðar sem fyrst, svo að landinn gæti belgt sig út af bjór og fengið eilífðar bjórvömb. En þetta var þá bara að af öllum sem talað var við af erlendum ferðamönnum á tjald- stæði Reykjavíkur, höfðu þau sem undirrituðu fréttina (þau voru tvö, minna mátti ekki gagn gera) rekist á einn Dana sem var orðinn það sósaður af bjór að hann átti erfitt með að sætta sig við vatnið okkar, sem auðvitað er að dómi frétta- manna langtum óhollara en dansk- ur bjór. En það sem hinir sögðu var lítilmótlegt hjá því sem Daninn hafði til málanna að leggja. Það er margt skrýtið í kýrhausn- um og kannski einna einkennilegast hve mikið er orðið til af þessum „þjóðhollu" íslendingum sem telja það mesta vandamál lands og þjóð- ar að geta ekki komið meiru af bjór og brennivíni niður í saklausar sálir þeim til „heilsubótar". Og fyr- ir afleiðingunum er alltaf lokað augunum. Þær þarf samfélagið að greiða í dýrri mynt. Og svo getum við bara sagt eins og forðum: Á ég að gæta bróður míns? Hvað munar menningarþjóð um þótt margir liggi afvelta og ósjalfbjarga í áfengiselfunni? Arni Helgason Stykkishólmi Víkverji Astæða er til að vekja athygli á grein eftir Rósu Björk Þor- bjamardóttur í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem hún fjallar m.a. um fjörur á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir m.a.: „Strandlengjan á Kársnesinu er einn af gimsteinum náttúrunnar og gæti verið okkur til yndisauka en við ógnum þessari perlu. Það yndi, sem náttúran gæti veitt okkur er skaðað af fyrrnefnd- um sóðaskap, óhreinindum í fjöru- borði og girðingum í sjó fram, svo vart er fært nema fuglinum fljúg- andi ... Pjörur eru ekki lengur augnayndi, ævintýraheimur bama, né áfangastaður fugla, ef þangað er dengt til uppfyllingar moldugu stórgrýti og gijótruðningi, múrbroti og alls konar járnarusli." Víkveiji vill taka undir þessi orð. Það hefur verið farið illa með fjörur víða á höfuðborgarsvæðinu m.a. á Kársnesinu. í áratugi hafa opin holræsi legið út í sjó í Fossvoginum með þeirri afleiðingu að fjaran Kópavosgmegin í Fossvogi er skrifar hvorki augnayndi né skemmtilegt útivistarsvæði. Þar að auki er sjór- inn í Fossvoginum skítugur. Nú hefur Kópavogsbær að vísu tekið til við að bæta úr því, en fram- kvæmdir við uppfyllingar á undan- fömum ámm hafa ekki verið til þess fallnar að varðveita fjöruna, sem útivistarsvæði og náttúmp- aradís, þar sem fuglalíf hefur m.a. verið fjölskrúðugt, heldur þvert á móti. Þess vegna er ástæða til að taka undir þessi orð höfundar: „Reynum því að fara vel með það, sem við enn eigum eftir af fagurri strand- lengju og leyfum, sem flestum að njóta með nærfærinni umgengni, göngustígum og hreinlæti. XXX Grasagarðurinn í Laugardal er einstakur. Það er afrek að hafa komið upp slíkum garði hér á íslandi og inn í miðri höfuðborg- inni. Hvað ætli margir höfuðborg- arbúar þekki þennan garð og viti af honum? Það er auðvitað skemmtilegt að ganga um garðinn og hafa tækifæri til þess að kynn- ast þeim tijátegundum og plöntum, sem þar em vandlega merktar. En það er ekki síður ánægjuefni að sjá, hvað hægt er að gera t.d. í tijárækt í okkar landi. Sennilega höfum við of lengi talið okkur trú um að þetta væri ekki hægt. Grasa- garðurinn í Laugardal afsannar það. Líklega er þetta eitthvert skemmtilegasta útivistarsvæði í allri höfuðborginni og nágrenni. XXX Víkverji dregur ekki í efa, að gos í dósum er vinsæl sölu- vara. En það er því miður stað- reynd, að þessar dósir liggja út um allt og em að verða umhverfís- vandamál. Hvað ætla framleiðendur að gera í þvf? ismtmsttK jtnmmw s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.