Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 61 Þessir hringdu . . Hamstrar fást gefins Höskuldur hringdi og vildi koma því á framfæri að hann vill gjaman gefa einhveijum þijá hamstra sem hann á. Hamstram- ir eru allir kvenkyns, hvtir og þriggja vikna gamlir. Þeir sem hafa áhuga geta hringt í Höskuld í síma 51796. Gullhálsmen tapaðist S.B. hringdi: „Dóttir mín varð fyrir því óhappi um daginn að tapa gull- hálsmeni með rauðum rúbínsteini á leiðinni ofan úr Breiðholti og að Landakoti síðastliðinn miðviku- dag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 72902.“ Sundlaug í Arbæinn Móðir í Árbænum hringdi: „Ég var að lesa í Morgunblað- inu á fostudaginn um að lögreglan hefði stöðvað hættulegan leik nokkurra drengja sem notuðu Ell- iðaámar sem sundlaug. Þetta eru auðvitað ógnvænlegar fréttir en vakti mig til umhugsunar um það af hveiju borgaryfirvöld koma ekki upp sundlaug í Árbæjar- hverfinu. Það er kannski ekkert skrýtið að bömunum hafi dottið í hug að fá sér sundsprett í Elliðaánum því að böm í Árbæjarhverfinu langar auðvitað jafnmikið til að busla og önnur böm. Það getur verið erfitt að fara með strætisvagni upp í Breiðholt eða niður í Laugardal og auðvitað er ekki hægt að senda yngstu bömin ein. Finnst mér orðið alveg timabært að bæta úr þessu.“ Trékúlumottur Matthildur hringdi. Hún vill gjaman hafa uppá einhverjum sem selur trékúlumottur. Þessar mottur eru einhvers konar nudd- tæki, margar trékúlur eru þræddar saman og lagðar yfir setu og bak í bílsæti. Þeir sem vita hvar hægt er að verða sér úti um þessar mottur eru beðnir að hafa samband við Velvakanda eða hringja f Matthildi í síma 656634. Tvær ávísanir týndust Kristín hringdi: „Ung írsk stúlka varð fyrir því óhappi að týna tveimur útfylltum ávísunum á leiðinni frá Stangar- holti og að pósthúsinu á Hlemmi. Þessar ávísanir áttu bæði að vera kaupið hennar og greiðsla á flug- farinu heim. Ávfsanimar voru útfylltar af Kolbrúnu Jarlsdóttur og er skilvís fínnandi vinsamlega beðinn að hringja í hana í síma 38800 á vinnutíma eða í frsku stúlkuna Eillen Ruddi í síma 25836 eða í síma 41461 og biðja um Kristínu.“ Skilið ofnplötunum H.G. hringdi: „í mars sfðastliðnum auglýsti ég til sölu bakaraofn með plötum og skúffu. Ég fékk kaupendur að ofninum og komu þeir og fóru með ofninn. Síðar hringdu þeir og sögðu að ofninn sprengdi hjá þeim öryggin og bauðst ég þá til þess að taka við ofninum aftur og endurgreiða þeim. Þau komu með ofninn og ég endurgreiddi. Tók ég eftir því að í ofninn vantaði plötumar og skúffuna og sögðust þau myndu skila þeim við fyrsta tækifæri. Sfðan hefur ekkert til þeirra spurst. Þvf segi ég: Þið sem eruð með ofnplötumar mfnar, skilið þeim. Hvers vegna skilið þið þeim ekki eins og þið lofuðuð? Það kemur sér mjög illa fyrir mig að fá þær ekki þar sem ofninn er að öðm leyti í lagi. Viljið þið hringja í síma 18614 og segja mér heimilis- fangið ykkar og ég skal koma og sækja plötumar." Morgnnblaðið á mánudögnm Haraldur hringdi: „Mig langar til að taka undir með þeim sem skrifaði og bað um að Morgunblaðið yrði gefíð út á mánudögum. Það hlýtur að vera framkvæmanlegt. Eg hreinlega kvíði fyrir mánudögunum án Morgunblaðsins." 19. aldar hugs- unarháttur í umferðinni Daníel Guðmundsson hringdi: „Ég var að lesa grein um um- ferðaróhapp í Velvakanda síðast- liðinn fostudag. Þar er lýst aðdraganda að árekstri og óánægju með úrskurð lögfræð- inga tryggingarfélags um það hver eigi að bera tjónið af árekstr- inum. Mér fannst þetta bréf vera eins konar þverskurður af þeim 19. aldar hugsunarhætti sem við- gengst í umferðinni hér á landi. Synir þess sem skrifaði bréfíð höfðu fengið bfl hans lánaðan og komu akandi niður Breiðholts- brautina þegar þeir komu að skilti sem sagði að bannað væri að taka U—beygju. Var skiltið hulið snjó og klaka. Þar stöðvuðu þeir og ætluðu að taka U—beygju. Öku- maður sem kom á eftir þeim á vinstri akrein náði ekki að stöðva bifreið sína í tæka tíð og ók aftan á þá. Lögfræðingar tryggingarfé- lagsins úrskurðaði að báðir ökumennimir hefðu átt jafna sök á árekstrinum. Þetta var bréfrit- ari óánægður með og það reitti mig vægast sagt til reiði. Þessi hugsunarháttur að halda að hægt sé að aka eins og aðrir í umferðinni og þar á meðal þeir sem á eftir koma skipti engu máli og ekkert tillit þurfi að taka til þeirra er vítaverður. Loks bætir bréfritari gráu ofan á svart með þvi að spyrja hvað bflstjórinn sem á eftir kom var að gera á vinstri akrein. Veit hann ekki að vinstri akreinin er fyrir hrað- og frammúrakstur? Síðan vænir hann lögfræðingana um að hafa ekki kynnt sér umferðarlög- in.“ 15 sekúndur að tjalda. Engin hælun. 3 m3 geymslurými. 0« hjólbarðar. Allur búnaður í vagninum. Rlaðfiaðrir Vindþéttur og hlýr. Höggdeyfar! Botn i fortjaldi. Góð greiðslukjör VANDAÐU VALIÐ VELDU COMBI-CAMP c BENCO hf., Lágmúla 7. S: 91-84077. límtré sparar íyrir þig Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brennL Tilvalið efni fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 621566 og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar. 0g nú erum við í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.