Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 64
Viðlaga þjónusta STERKTKORT ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um minni þorskveiði: 3,0 til 3,5 milljörðum lægri útflutningstekj ur Lögreglan er snör í snúningum BIFREIÐ var stolið í miðbæ Reykjavíkur í gær, en þegar lög- reglunni barst tilkynning um það var hún þegar búin að grípa þjóf- inn. Síðdegis í gær hvarf bifreiðin af bflastæði hjá pylsuvagninum í Tryggvagötu. Þegar eigandinn kærði þjófnaðinn var tilkynnt um málið í talstöð lögreglunnar. Svör bárust strax frá tveimur lögreglu- þjónum, sem voru staddir í Lækjar- götu við Skólabrú. Þeir höfðu séð ástæðu til að stöðva bifreið þar sem aksturslag ökumannsins var ekki upp á marga fiska. Var þar kominn bflþjófurinn, svo för hans varð ekki löng. Mun vera sjaldgæft að lögreglan hafi hendur í hári þjófa áður en vitað er um brot þeirra. Hafskipsmál: Málflutn- ing^urá mánudag MUNNLEGUR málflutningur um frávisunarkröfu forráðamanna Hafskips verður í Sakadómi Reykjavíkur mánudaginn 13. júli kl. 9.30. Mál ákæruvaldsins gegn fjórum forráðamönnum Hafskips hf. var þingfest í sakadómi 5. maí sl. og kröfðust þeir þess að málinu yrði vísað frá dómi, þar sem ríkissak- sóknari hefði átt að víkja sæti. Áður en krafan var tekin fyrir ósk- uðu veijendur eftir þvi að vitni kæmu fyrir dóminn og vissra upp- lýsinga aflað, en þeirri kröfu hafnaði sakadómur. Hæstiréttur staðfesti þann úr- skurð 5. júní síðastliðinn og verður munniegur málflutningur um frá- vísunarkröfu fjórmenninganna á mánudag. „ÉG ER sammála Hafrannsókna- stofnun að draga verði úr þorskveiðum, en hversu mikið það verður er ekki hægt að segja á þessari stundu. Upplýsingar stofnunarinnar hljóta að verða aðalforsendan við endurskoðun fiskveiðistefnunnar í haust,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra í tilefni nýút- kominnar skýrslu Hafrann- sóknastof nunar um ástand fiskistofnanna, þar sem lagt er til að þorskveiðar verði takmark- aðar við 300.000 tonn næstu tvö árin. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar myndi slíkur samdráttur veiða leiða til 1-2% minnkunar þjóðarframleiðslu. Halldór sagði tillögur Hafrann- sóknastofnunar ekki hafa komið sérstaklega til umræðu í stjórn- armyndunarviðræðunum. Halldór sagði, að hann væri þeirrar skoðunar, að of mikið hefði verið veitt undanfarið af þorski og að draga bæri úr veiðunum. „Það, hversu mikið við drögum úr þeim, er komið undir því, hvað við viljum leggja á okkur." Taldi Halldór að nú væri rétti tíminn til þess að draga úr veiðum og rétta við þorsk- stofninn. Um auknar veiðar á öðrum stofnum sagði Halldór að ekki væri um að ræða slíkt magn að það vegi upp samdrátt í þorsk- veiðum. Halldór sagðist fagna því hversu snemma skýrsla Hafrannsókna- stofnunar kæmi á þessu ári. „Við höfum lagt mikla áherslu að flýta þessari vinnu og er nú árangurinn af henni að koma fram.“ Guðmundur Hallvarðsson vara- formaður Sjómannasambands íslands sagði í samtali við Morgun- blaðið að Sjómannasambandið myndi á haustdögum kalla saman sambandsstjómarfund, þar sem rætt yrði um viðbrögð við tillögum Hafrannsóknastofnunar. Guð- mundur sagðist vera í aðalatriðum á sama máli, en þar sem hér væri um mjög mikinn samdrátt að ræða og þar af leiðandi tekjurýmun, teldi hann eðlilegt að samráð yrði haft við hagsmunaaðila. „Við munum skoða þetta mál mjög vel,“ sagði Guðmundur að lokum. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar myndi 300.000 tonna þorskafli í grófum dráttum leiða til 3,0-3,5 milljarða lægri út- flutningstekna, sem þýðir um 5% minni útflutning eða væntanlega um 1-2% samdrátt þjóðarfram- leiðslu. I samtali við Morgunblaðið sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar að samdráttur- inn myndi leiða til þess að í þjóðar- búskapnum yrði minna tii skiptanna. „Við þessu yrði að bregðast með því að draga úr þjóð- arútgjöldum, annars myndi sam- drátturinn leiða til aukins viðskipta- halla gagnvart útlöndum og aukinna skulda," sagði Þórður. Hrafnsungi í fóstri Grindavík. HJÁ starfsmönnum Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi hefur hrafnsungi verið í fóstri siðast- liðnar fjórar vikur. Unginn er enn ófleygur en tals- vert stór, enda étur hann hvað sem er. Hann er mest úti við en sækir inn í félagsskap og lætur vita þegar hann er svangur. Hann á ekki langt að sækja þenn- an viðgjöming starfsmanna hita- veitunnar því foreldrar hans voru einnig aldir upp á sama stað og koma af og til í heimsókn, sérstak- iega á vetuma þegar harðnar í ári. Starfsmennimir hafa á orði að tímabært sé að breyta heiti staðar- ins úr Svartsengi í Hrafnsengi. Kr. Ben. Geir Þórólfsson stöðvarsljóri var ekki hrifinn að fá Krumma í heimsókn inn á áætlanaútreikningana sem voru dreifðir um allt skrifborðið. Síðast þegar það henti skeit Krummi á dagsverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.