Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTT1R ÞRHXJUDAGUR 7. JULÍ 1987 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Skemmtileg baráftta efstu liða á Hlíðarenda LEIKUR Vals og KR, tveggja efstu liða 1. deildar, var dæmi- gerð barátta toppliða. Hvorugt liðið sætti sig við tap — varnar- leikurinn sat ífyrirrúmi, en bæði sköpuðu sér góð mark- tækifæri og sigurinn hefði þess vegna getað lent hvorum meg- in sem var. Viðureignin var skemmtileg á að horfa lengst af, jafnræði var með iiðunum f fyrri hálfleik, en barátta Vals- manna var öllu meiri í þeim seinni. Þá sóttu þeir meira, en skyndisóknir KR-inga voru hættulegar. Fyrstu 20 mínútumar gerðist ekkert markvert. Leikmenn voru greinilega taugaóstyrkir, hræddir við að taka áhættu og gera mistök. „Þessi kafli Steinþór iíktist einna helst Guðbjartsson miðlungs leik í 2. skrifar deild," sagði Ian Ross, þjálfari Vals. Mörg opin marktækifæri sáu dags- ins ljós, en bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni og í báðum tilfell- Valur - KR 1 : 1 Valsvöllur 1. deild, mánudaginn 6. júlí 1987. Mark Vals: Hilmar Sighvatsson (v. ó 84. mín.) Mark KR: Jósteinn Einarsson (45.) Guh spjald: Ingvar Guðmundsson Val (27.), Bjöm Rafnsson KR (45.). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 2968. Dómarí: Þorvarður Bjömsson 6. Lið Vals: Guðmundur Hreiðarsson 3, Þorgrímur Þráinsson 2, Sævar Jónsson 4, Guðni Bergsson 4, Valur Valsson 3, Magni Pétursson 2, Hilmar Sighvatsson 2, Ingvar Guðmundsson 2, Siguijón Kristjánsson 2, Ámundi Sigmundsson 2 (Antony Karl Gregory, vm. á 84. mín., lék of stutt), Jón Grétar Jónsson 2. Samtals: 28. Lið KR: Páll Ólafsson 4, Jósteinn Ein- areson 2, Ágúst Mór Jónsson 2, Þor- 8teinn Guðjónsson 3, Gunnar Skúlason 2 (Eriing Aðalsteinsson vm. á 88. mín., lék of stutt), Andri Marteinason 4 (Jú- 1ÍU8 Þorfinnsson vm. á 81. mín., lék of stutt), Þoreteinn Halldóreson 3, Willum Þór Þóreson 2, Rúnar Kristinsson 2, Pétur Pétureson 2, Bjöm Rafnsson 2. Samtals: 28. um var landsliðsmönnum um að kenna. Hilmar kom Valsmönnum yfir með marki úr vítaspymu, sem var réttilega dæmd á Agúst Má, er hann hindraði Val Valsson gróf- lega. Ágúst Már virtist hafa fullt vald á boltanum, en gaf sér of mik- inn tíma, Valur komst inn á milli og landsliðsmaðurinn greip til þess örþrifaráðs að fella Val. Jósteinn jafnaði fyrir KR úr þvögu inni í markteig Vals. Bjöm skaust fram úr Guðna á vinstri vængnum, Guðni felldi Bjöm, Andri tók auka- spymuna strax, Ágúst Már náði að skjóta, Guðmundur varði, boltinn barst til Jósteins, sem jafnaði af stuttu færi. Valsmenn voru lengi í gang, en sóttu stíft í seinni hálfleik. „Það vantaði allan brodd í þetta hjá okk- ur í fyrri hálfleik og við slökuðum á eftir markið," sagði Guðni, sem var bestur hjá Val. Þeir fóru illa með góð færi, sérstaklega Jón Grét- ar, sem skaut einu sinni i stöng og lét Pál verja tvisvar úr opnum fær- um. „Við sóttum ekki nóg eftir markið og því kom jöfnunarmark KR mér ekki 'a óvart. Við fengum betri marktækifæri í seinni hálfleik, sem leikmenn náðu ekki að nýta og Páll stóð sig vel í marki KR. En ég er ánægður með leikinn, þó ég hefði viljað fá öll stigin," sagði Ross. KR-ingar fengu einnig sín færi, Guðmundur varði vel frá Willum og Pétri og Ingvar bjargaði á Iínu frá Andra. „Þetta vom sanngjöm úrslit í hröðum, hörðum og skemmtilegum leik. Við vomm að leika gegn toppliði deildarinnar hvers leikmenn hafa mesta reynslu og ég er ánægður með baráttu ungu strákanna hjá okkur. Það er sálfræðilegur sigur fyrir þá að gera jafntefli við Val á útivelli og heima- leikurinn er eftir," sagði Gordon Lee, þjálfari KR. „þetta er allt að koma hjá okkur," sagði Páll, sem var bestur hjá KR ásamt Andra. Þorvarður Bjömsson lét leikinn ganga, en sleppti augljósum brotum og var stundum smámunasamur. ■ Úrsllt/B 14 ■ Staöan/B 14 Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson. Barátta Mikil barátta var í leik toppliðanna í 1. deild karla í gærkvöldi — oft á kostnað spilsins. Þorsteinn Halldórsson hefur leikið mjög vel með KR í sumar og á myndinni hefur hann betur í baráttu við Siguijón Kristjánsson. SPURT ER/ Ætlar þú á Landsmót UMFÍ á Húsavík? Gunnar Rúnarsson Nei, ég kemst ekki þangað. Ég er nýkominn að utan úr frfi og ætla þvf ekki á Húsavík. Reyndar vissi ég ekki af þessu móti fyrr en ég sá auglýsingar um það. Þórður Krístjánss. Nei, ég á ekki von á því. íþróttaáhugi minn er alveg f lágmarki og ég ætla því ekki til Húsavíkur. Ætli ég noti ekki tfmann til að gera eitthvað skemmtilegra. Þórhildur Halldórsd. Húsavíkl? Nei, hvað er nú það! Landsmót, nú, er það á Húsavík, það vissi ég ekki. Nei, það er alveg á hreinu að ég fer ekki á Landsmótið á Húsavík. Þór Marteinss. Nei, ætli það. Ég hef samt áhuga á íþróttum, sérstak- lega fótbolta og ég fer oft á fótboltaleiki. Ég' verð f sumarbústað á fostudaginn og fer ekki á Húsavík. Elsa Lilja Hemnannsd Nei, ég hef voðalega lftinn áhuga á því. Ég hef samt talsverðan áhuga á íþrótt- um en ekki öllum. Helst eru það handbolti og fót- bolti sem ég hef áhuga á. Sólrún Sigurðard. Á Húsavík!? Nei, ég er að ferðast svo mikið að ég kemst ekki á Landsmótið. Ég hef samt mikinn áhuga á íþróttum og æfi hand- bolta með Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.