Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTT1R ÞRWJUDAGUR 7. JULÍ 1987 HREYSTI Núlega var gefið út rit á framkvæmd ýmissa af þessum vegum framkvæmda- verkefnum sé í höndum annarra. nefndar um framtíðarkönnun er Margir þættir móta viðhorf fólks nefnist „Gróandi þjóðlíf". Þessi til heilbrigðis, s.s. fjölskyldan, nefnd var skipuð af forsætisráð- skólar, fjölmiðlar, heilbrigðis- herra til að gera spá um þróun kerfíð, kirkjan og fleiri. Upplýs- ýmissa þjóðlífsþátta framtil ársins 2010. „Gróandi þjóðlíf" er fyrsta ritið í ritröð um þessa þætti og fjallar um mann- fjölda, heilbrigði og fleira. I kaflanum um heilbrigði og lífshætti er m.a. skrifað um lífsstíl og mótun hans og líklega þróun. Sá þáttur er mjög at- hyglisverður aflestr- ar og á mikið erindi í pistil sem fjallar um hreysti. Er birt- ur hér á eftir út- dráttur úr umfjöllun um lífsstíl með leyfi höfunda. „Sennilega er engin einhlít skil- greining á því, hvað telst heil- brigður lífsstíll. Flestir geta þó verið sammála um að fólki beri að keppa að því með líferni sínu, að koma í veg fyrir þá sjúk- dóma, sem unnt er að hafa áhrif á tneð lifnaðarháttum eða venj- um. Flestir álíta heilbrigði, sem birtist í líkamlegri og andlegri vellíðan, eftirsóknarvert mark- mið í lífinu. Margir þættir eru þekktir, sem hafa áhrif á heilsufar, bæði til góðs og ills. Fjölbreytt matar- æði, hófleg vinna, hreyfíng, nægileg hvíld, útilíf og andlegt jafnvægi stuðla að góðu heilsu- fari meðan reykingar, ofát, óhóflegt vinnuálag, drykkja og notkun annarra vímuefna eru heilsuspillandi. Flestir munu þeirra skoðunar að bein fyrirmæli eða tilskipanir ríkisvaldsins við ákvörðun lífsstíls sé óæskileg og ekki vænlegt til árangurs. Vænlegra er, að með óbeinum aðgerðum Lífsstm Ríkisvaldið gæti haft sterk áhrif á mótun lifsstíls þegnanna. ingar, sem þjóðin fær um hvað er hóllt og hvað óhollt, stangast þó oft á, þannig að fólk veit ekki hvetju skal trúa. Með markvissri heilbrigðis- fræðslu er unnt að auka ábyrgð og áhuga fólks á eigin heil- brigði. I því sambandi má benda á eftirtalda þætti: ★ Mikilvægt er að örva áhuga fólks á heilsusamlegum iifnaðar- háttum og benda á þann ávinnig sem slíkt lífemi leiðir af sér, vellíðan og hreysti. ★ Fræða þarf um eðli, afleið- ingar og forvörn algengra sjúkdóma og slysa, án þess þó að „hræðsluáróður" nái yflr- höndinni. ★ Sérstaka áherslu þarf að leggja á ábyrgð heilbrigðis- starfsfólks og kennara að sýna gott fordæmi og skipuleggja þarf nám þessara hópa rrieð þetta fyrir augum. Auka þarf umræðu um sam- ábyrgð manna á heilbrígði sínu og annarra, ekki síst ábyrgð foreldra á uppeldi bama sinna. beini ríkisvaldið einstaklingnum á þær brautir að heilbrigður lífsstíll verði eðlilegri valkostur en sá óheilbrigði. Bent hefur verið á ýmsar leiðir að þessu marki. ★ Umhverfi stuðli að heilbrigð- um lífsstíl, t.d. með greiðum aðgangi að útivistaraðstöðu til íþróttaiðkana fyrir ijöldann. ★ Auka þekkingu einstaklings- ins á heilbrigðum lífsstíl og heilbrigði almennt. ★ Styrkja félagasamtök, sem vinna að bættu heilsufari, t.d. íþróttafélög. ★ Haga verðlagningu neyslu- vara þannig að hún hvetji til neyslu hollustuvara en letji neyslu óhollra og hættulegra efna, s.s. áfengis og tóbaks. ★ Skattlagning á sykur og sælgæti getur dregið úr tann- skemmdum. Lækkun aðflutn- ingsgjalda á ávexti getur bætt matarræði. Þótt stefnumörkun komi frá stjórnvöldum er æskilegt að Nauðsynlegt er að fólk fylgist betur með kostnaði vegna rekst- urs heilbrigðisþjónustunnar. . Gera má ráð fyrir að á næstu ámm muni koma fram nýjar aðferðir til að örva heilbrigðan lífsstíl, og hafa raunar nokkrar •nú þegar skotið upp kollinum, bæði hér á landi sem erlendis. Má þar nefna: ★ Auglýst er eftir starfsfólki, sem hvorki reykir né ofnotar áfengi. ★ Vinnuveitendur lengja vinnuhlé starfsmanna, sem nýta þau til heilsuræktar. ★ Tryggingarfélög veita afslátt af iðgjöldum (einkum líftrygg- ingum) til þeirra sem lifa heil- brigðu lífi.“ Eins og sjá má benda höfundar á einfaldar leiðir sem ríkisvaldið geti haft á mótun lífsstíls. At- hyglisverð leið til að auka hreysti heillar þjóðar. Grímur Sæmundsen ir|lR|IA|[U|IW| Þá er komið að öðrum hluta júlígetraunarinnar hjá okkur. Það hafa eflaust allir getað svarað spurningunum í fyrsta hlutanum og eru tilbúnir að svara þeim spumingum sem hér fara á eftir. Þegar þið eruð búin að svara þeim spumingum sem hér eru fyrir neðan skuluð þið klippa svarseðilinn úr blaðinu, setja hann í umslag ásamt fyrsta hlutanum sem þið svömðuð í síðustu viku og geyma fram á næsta þriðjudag, en þá kemur þriðji og síðasti hluti júlígetraunarinnar. Þegar þið hafið svarað spumingunum sem þá birtast hér hjá okkur, setjið svarseðlana þijá saman í umslag og sendið okkur sem allra fyrst. Dregið verður úr réttum lausnum sem hafa borist okkur fyrir 23. júlí, en þá rennur skilafrestur júlígetraunar út. 1. íslendingur vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum 1984. Hvað heitir hann? Svar- FfiÍÞRÍK***** 2. Með hvaða enska knattspyrnuliði leikur lan Rush? Svar: .......................... 3. Frá hvaða stað kemur Ragnheiður Runólfsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í sundi? Svar: ® .......................... 4. Hvaða íslendingur leikur með þýska handknattleiksliðinu Gumm- ersbach? Svar: IE............................................. Sem fyrr segir birtist hver getraun í þremur blöðum, en að henni lokinni fá þátttakendur viku frest til að senda inn getraunaseðlana þjjá og skuli þeir merktir: íþróttagetraun Morgunblaðsins, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Getraunin er nú sem áður ætluð unglingum og yngri lesendum blaðsins, 16 ára og yngri, og verða þrír vinningshafar verðlaunaðir. Allir fá þeir vegleg verðlaun, m.a. íþróttagalla og íþróttatöskur, en sá sem á fyrstu réttu lausnina sem upp kemur, hlýtur aðalverðlaunin, sem eru boðsferð á Wembley-leikvanginn í Englandi í ágúst og á opnunarleik enska keppnistímabilsins. Þar munu Everton og Coventry leika um Góðgerðarskjöldinn. Þegar er ljóst að Sigurður Samúelsson frá ísafirði og Haukur Harðarson úr Biskupstungum fara þessa ferð og þann 24. júlí kemur í ljós hver verður svo heppinn að fara með þeim til London. Nú verða allir með og freista þess að komast í þessa ævintýraferð! ->g- JÚLÍGETRAUN 1. Fyrir hvaða þjóðum tapaði íslenska landsliðið í handknattleik á mótinu í Júgóslavíu sem lauk á fimmtudaginn? Svar: D................................................................................. 2. Hver var kjörinn besti leikmaður 1. deildar karla í handknattleik á síðasta keppnistímabili? Svar: D................................................................................ 3. Hver varð markahæstur á Tommahamborgara-mótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrir skömmu? Svar: □....................................................................... 4. Hver vann einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis sem lauk á sunnudaginn? Svar: \Z\................................................................. 5. Hvað heitir knattspyrnufélagið á Eskifirði sem leikur í 3. deild? Svar: O................................................................... 6. í hverju keppa þeir feðgar Jón Rúnar Ragnarsson og Rúnar Jónsson? Svar: D................................................................... Lausnarorð: .............................................................. Nafn: ..................................................................... Heimili: .................................................................. Sími: ............................................... Aldur: .............. Munið að senda ekki svörin fyrr en allir þrír hlutar júiígetraunar hafa birst 14. júlf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.