Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐH), /IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 7. JULÍ 1987 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 3. DEILD Fylkir með forystu Leikurinn þótti frekar slakur og fóru mörg færi forgörðum fyrir leikslok. En stigunum þremur náðu þeir og tróna nú enn á toppi A- riðils 3. deildar. Andrés Pétursson skrifar Grindavik — IK2:3 ÍK sótti Grindvík- inga heim og fór til baka með þrjú stig í sarpinum. ÍK byijaði leikinn af miklum krafti og áður en Grindvíkingar vissu hvaðan stóð á þá veðrið höfðu ÍK-ingar sett þijú mörk á þá. Virtist fjarvera mesta markaskorara þeirra, Steindórs Elíassonar, ekki hafa áhrif á fríska Kópavogsbúa. En Grindvíkingar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og gerðu harða hríð að marki ÍK. Eyjólfur Þórðarson í marki ÍK stóð sig eins og hetja, en þurfti að láta í minni pokann fyrir mörkum Júlíus- ar Ingólfssonar og bróður hans Pálma. Eyjólfur varði hinsvegar meistaralega nokkrum mínútum fyrir leikslpk er Pálmi komst einn inn fyrir. ÍK fór því með sigur af hólmi en Grindvíkingar sátu eftir með sárt ennið. Stjaman hefndi fyrir tapið í bikar- keppninni og burstaði Reyni, 5:1. Ekki er ólíklegt að Reynir sé nú með hugann við bikarleikinn við Leiftur en þeir verða að gera betur en þeir gerðu í þessum leik til að eiga möguleika í sterkt Leifturslið- ið. Stjaman spilaði þennan leik vel og aílt gekk upp í framlínunni. Gamla kempan, Arni Sveinsson, siglir upp markatöfluna, en í þess- um leik gerði hann tvö. Hin mörk Garðbæinga gerðu Valdimar Krist- ófersson, 2, og Birgir Sigfússon. Haukar lögðu Afturoldingu Það var tími til kominn að Haukar sýndu hvað í þeim býr og því miður fyrir Mosfellinga þurfti það að vera í leik gegn þeim. Leikurinn var lítið fyrir augað en Haukamir vom mun sterkari. Páll Poulsen og Kristján Kristjánsson sáu um mörkin en gamla kempan, Ögmundur Krist- insson, stóð sig með sóma í marki Hauka. Mark Aftureldingar kom nokkmm sekúndum fyrir leikslok og gerði það Óskar Þ. Óskarsson. B-riðill Fyrsta stig Skallagríms Borgnesingar heimsóttu Breiðholtið og gerðu jafntefli, 3:3, við Leikni í miklum baráttuleik. Skallagrimur kom á óvart með góðum leik og hafði yfír, 0:2, í hálfleik. Leiknis- menn vanmátu andstæðinga sína og vöknuðu ekki fyrr en í seinni hálfleik. Tvö fyrstu mörk þeirra vom ævintýraleg. Það fyrra gerði Sævar G. Gunnleifsson með hörku- skoti næstum því við homfánann og Ragnar Baldursson það síðara með þmmuskoti frá miðjupunkti. Hljóp nú nokkur harka í leikinn og þurfti dómari leiksins að grípa til gulra og rauðra spjalda til að róa menn. Bæði liðin bættu við einu marki áður en yfir lauk og endaði því leikurinn 3:3. Mörk Skallagríms gerðu Gunnar Jónsson, Olafur Helgason og Þór Daníelsson en Ragnar Baldursson gerði tvö fyrir Leikni. Tindastóll tók á móti Þingeyingum í heimsókn um helgina og sendi þá til baka með stórt tap á bakinu. Eyjólfur Sverrisson fór á kostum í þessum leik og réðu HSÞ-menn ekkert við hann. Hann hefur ekki verið á skotskónum í fyrri leikjum en nú gerði hann sér lítið fyrir og gerði fjögur mörk. Fimmta mark Sauðkrækinga setti bróðir hans, Sverrir Sverrisson. Magni frá Grenivík fór til Horna- fjarðar og sigraði heimamenn örugglega, 1:4. Leikurinn var ein- stefna á mark Sindra og virtust Sindramenn ekki ná sér á strik í þessum leik. Mörk Magna skiptu Jón Ingólfsson, Þorsteinn Jónsson, Eymundur Eymundsson og Tómas Karisson bróðurlega á milli sín en eina mark Homfirðinga gerði vara- formaðurinn Elvar Grétarsson. Það var mikill markaleikur á Ar- skógsströnd er Austri frá Eskifirði kom í heimsókn. Reynismenn byij- Ekkert brot!? Marteinn Geirsson þjálfari Fylkis á hér eitthvað vantalað við dómara í leik Fylkis. Árbæingar eru nú í efsta sæti Á-riðilsins og hefur gengið vel í sumar. Á myndinni hér til hægri er Kristján Ásmundsson um það bil að skora fjórða mark Reynis í leik gegn Austra á Grenivík um helgina án þess að Benedikt Jóhannsson markvörður Austra fái nokkuð að gert. uðu leikinn af miklum krafti og vom yfír, 3:0, í hálfleik. Þeir slök- uðu aðeins á klónni í seinni hálfleik og Austramenn náðu að minnka muninn í 3:2 en þá sögðu Reynis- menn: hingað og ekki lengra og Kristján Asmundsson innsiglaði sigurinn, 4:2, með góðu marki. Hetja Reynis í þessum leik var Júl- íus Guðmundsson en hann gerði þrennu í leiknum. Mörk Eskfirðinga settu bræðumir Bjami Kristjánsson og Siguijón Kristjánsson. Morgunblaðið/KGA ISLANDSMOTIÐ 4. DEILD Arvakur kominn í úrslitakeppnina Dalvíkingarnir í UMFS unnu Hvöt í E-riðli LIÐ ÁRVAKURS frá Reykjavík sem leikur í A-riðli var fyrsta liðið til að tryggja sér sœti í úrslitakeppni 4. deildar. Að vísu á Augnablik úr Kópavogi fræðilega möguleika að ná Ar- vakursmönnum þ.e. ef þeir vinna báða sína leiki og Árvak- ur tapar báðum með miklum mun en það er mjög ólíklegt að það gerist. að sem gerði útslagið var óvænt tap Ármenninga fyrir Stokkseyri 3:2. Mikil harka var í leiknum og þurfti dómari leiksins að gefa ófá gul spjöld. Ármenningar voru yfir 2:0 í hálf- leik en virtust full sigurvissir. Stokks- eyringar mættu í seinni hálfleikinn af fullum krafti og náðu að skora þijú mörk og tryggja sér sigur í leiknum. Mörk þeirra gerðu Bjarni Magnússon, Steingrímur Sigðurðs- son og Vilhelm Henningsen en mörk Armenninga gerðu ívar Jósa- fatsson og Bryngeir Torfason. Árvakur átti rólegan dag gegn Grundfírðingum á gervigrasinu og sigraði 5:0. Leikurinn var frekar jafn í byijun en eftir að Árvakur gerði sitt fyrsta mark var eins og Grundfírðingar gæfust upp og Bjöm Pétursson 2, Ólafur H. Ólafs- son, Friðrik Þorbjömsson og Þorlákur Bjömsson sáu um að gera út af við leikinn. Árvakur sigraði Ármann í síðustu viku 0:2 og sá Ólafur H. Ólafsson um bæði mörk þeirra í þeim leik. Grótta stendur vel í B-ríðli Nágrannamir af Seltjarnamesinu Grótta og Hvatberar gerður jafn- tefli í öðmm „derby“ leik sínum. Með þessum ' úrslitum standa Gróttumenn vel í riðlinum þar sem þeir sigruðu í fyrri viðureign lið- anna. Leikurinn var nokkuð harður og var mikið sótt á báða bóga. Hvatberar höfðu yfír í hálfleik 1:0 með marki Kristjáns Pálssonar. En Grótta sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og Bernharð Petersen sá um að jafna leikinn 1:1. í hinum leiknum í riðlinum sigraði Skotfélagið Víking Ólafsvík örugg- lega. Þeir Arnar Sigurbjörnsson og framkvæmdastjórinn sjálfur, Skúli Helgason, sáu um mörkin fyrir „byssumennina". Víkingar náðu að minnka muninn alveg undir lok leiksins. Markasúpa í Höfnunum Það er ekki oft sem skoruð eru 11 mörk í meistaraflokki karla og hvað þá að annað liðið skori 4 en hitt 7. En þetta gerðist þá í Höfnunum er heimamenn mættu Snæfelli. hafnir spiluðu sinn fyrsta leik á grasi í sumar og virtust menn kæt- ast svo að vörnin gleymdist algjör- lega. Snæfellingar voru mun sterkari í þessari flugeldasýningu og settu tuðruna sjö sinnum í mark Hafna. Þeir Halldór Halldórsson 3 og formaðurinn Guðmundur F. Jón- asson sáu um mörkin fjögur fyrir en því miður náðist ekki í Snæfell- inga til að fá uppgefna markaskor- arana. Reynir enn efst í D-riðli Bolvíkingar náðu forystu í D-riðli með því að sigra efsta liðið Reyni 1:0 á miðvikudaginn. Sá leikur var í jámum allan tímann en Bolvíking- ar tryggðu sér sigur með vítaspyrnu sem Sigurður Guðfinnsson skoraði örugglega úr. En Reynismenn vom fljótir að ná forystu aftur í riðlinum því þeir sigruðu síðan Bíldudal 2:1 á laugardag. Leikurinn var ein- stefna á mark Bíldælinga í fyrri hálfleik og skoruðu Reynismenn þá tvívegis. En Bíldudalur hresstist í seinni hálfleik og náði að minnka muninn með marki Þórarins Hann- essonar. Mörk Reynis gerðu Vil- hjálmur Matthíasson og Jóhannes Ólafsson. Þrátt fyrir þennan sigur em Bolvík- ingar líklegastir til að sigra í riðlin- um þar sem þeir eiga einn leik til góða og em með hagstæðari markatölu en Reynismenn. UMFS lagði Hvöt í spennandi leik Það kom að því að Hvöt tapaði sínum fyrsta leik. Það vom Dalvík- ingar sem urðu fyrstir til að leggja þá að velli. Hvorki meira né minna en 250 manns mættu á völlinn í Dalvík og er það met í þeim bæ. Virtist þetta hafa góð áhrif á heima- menn, en mikil spenna ríkti fyrir leikinn. Ef Hvöt hefði sigrað í leikn- um hefðu þeir svo gott sem verið komnir í úrslit. Það var því að duga eða drepast fyrir UMFS. Leikurinn var í járnum allan leikinn og var jafnt 0:0 í hálfleik. En þjálfari UMFS Garðar Jónsson og eitt sjálfsmark sáu um að sigurinn end- aði UMFS megin. Markamaskínan Páll Leó Jónsson setti mark þeirra Hvatarmanna sem sóttu stíft undir lok leiksins en Dalvíkingar vörðust vel og náðu að halda fengnum hlut. Neisti frá Hofsósi sigraði Kormák frá Hvammstanga ömgglega 4:0. Formaður og framkvæmdastjpri félagsins Kristján Jónsson frá Ós- landi sá um tvö mörk en Bjöm í Engihlíð sá um hin tvö. Eina leikn- um sem átti að vera í F-riðli milli Æskunnar og HSÞc var frestað til 17. júlí. Höttur og Huginn sigra Huginn vann stórsigur á liði Hrafn- kels 6:0. Leikurinn var mjög ójafn eins og tölurnar gefa til kynna og sáu þeir Þórir Ólafsson 3, Birgir Guðmundsson, Jóhann Stefánsson og Valgeir Guðmundsson um mörk Seyðfírðinga. I leik hinna glötuðu tækifæra gerðu Leiknir og Valur markalaust jafn- tefli. Ekki vantaði færin í leiknum en leikmönnum virtist gersamlega fyrirmunað að setja boltann í netið hjá andstæðingnum. Mikið markaregn var á Stöðvarfírði þegar Héraðsbúar komu í heim- sókn. Höttur byjaði af miklum krafti og í hálfleik var staðan 0:3. I síðari hálfleik gáfu þeir eftir og Súlumenn komu meira inn í leikinn og brátt var staðan orðin 2:3. Hresstust þá Hattarar og bættu tveimur við en Súlan náði einungis að svara einu sinni fyrir sig. Leikur- inn endaði því með sigri Hattar 3:5. Mörk þeirra gerðu Hilmar Gunnlaugsson 2, Heimir Þorsteins- son og Jón Jónsson_ 2. Mörk Súlunnar settu Jónas Ólafsson úr víti, Andrés Skúlason og Jón Pétur Róbertsson. ■ Úrslit/B 14 ■ Staðan/B 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.