Morgunblaðið - 07.07.1987, Page 11

Morgunblaðið - 07.07.1987, Page 11
MORGUNBLAÐiÐ, /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987 B 11 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD Morgunblaðiö/Bjarni Ég er stærstur! Guðmundur Erlingsson markvörður Þróttar nœr hér með fingur- gómunum til knattarins og þaó dugói til aó bægja hættunni frá aó þessu slnni. Selfyssingar voru klaufar aó vinna ekki Þrótt í leiknum á sunnudaginn. ÍBÍ-ÍR 1:3 Einu sinni, einu sinni enn ÍSFIRÐINGAR töpuðu einu sinni, einu sinni enn í 2. deild- inni um helgina og nú á heimavelli fyrir ÍR-ingum. Virð- ist nu fátt geta bjargað liðinu frá falli. w Isfirðingar hófu loikinn af miklum krafti og skoruð strax á 10. mínútu. Kristinn Kristjánsson tók aukaspyrnu frá vinstri inn í teig og á kollinn á Guð- Frá FtúnariMá mundi Jóhnannssyni Jónatanssyni sem skallaði nett í á Isa/irði markið. Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins tveimur mínútum síðai- jöfnuðu IR-ingar. Þvaga myndaðist fyrir framan ÍBÍ markið, skotið vai' að marki, Heiðar varði en missti boltann fyrir fætur Páls Rafnssonar sem potaði honum í netið og jafnaði. Eftir þetta sóttu heimamenn mikið, léku þokkalega og var allnokkuð um færi, en þau voru ekki nýtt sem skyldi. í síðari hálfleiknum var annað uppi á teningnum. ísfirðingar virtust hafa kólnað niður og voru ekki svip- ur hjá sjón. ÍR-ingar hins vegar allir að færast í aukana. A 50. mínútu komust þeir yfír. Þvaga var í vítateig ÍBÍ og Halldór Halídórs- son náði að skalla í gegnum klofið á Heiðari markverði. Nokkuð óvænt mark. Stundarfjóðrungi síðar skoruðu ÍR-ingar sitt þriðja rrjark. Heimir Karlsson var á auðum sjó á vítateig ÍBÍ og vippaði laglega yfir Heiðai-. ísfirðingar reyndu aðeins að klóra í bakkann á lokamínútunum og fengu mjög gott færi en Örnólfur Oddsson skaut í stöng. Leikurinn var ekki vel leikinn en þó brá fyrir skemmtilegu spili inn á milli. Sigur ÍR var full stór miðað við gang leiksins. Maður leiksins: Páll Rafnsson, |R. ■ Úrslit/B 14 ■ Staöan/B 14 Þróttur- Selfoss 5:2 Selfyssingar betri en Þróttarar unnu HANN var dálítið furðulegur leikur Þróttar og Selfoss í 2. deildinni á sunnudaginn. Sel- fyssingar voru betri aðilinn lengst af en engu að siður voru það Þróttarar sem unnu auð- veldlega! Já furðulegt, en svo virðist sem Þróttur hafi einhver tök á Selfyssingum á Val- bjarnavelli því sama gerðist í fyrra, Þróttur vann þó svo Sel- fossliðið væri betra. Sigfús Kársson skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, fékk góða stungu inn fyrir hina slöku vörn Selfyssinga, lék á markvörðin ■^■^■1 og skoraði örugg- Skúli Unnar lega. Sveinsson Jón Birgir Kristjáns- skrifar son jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Heimir Bergsson gaf þá góða scndingu fyrir markið og Jón Birgir varð á undan varnar- mönnum og markverði Þróttar og skallaði í laglega í netið. Kristján Svavarsson, sem nú lék á nýjan leik með Þrótti, skoraði annað mark Þróttar á 61. mín. Hann elti saklausa sendingu inn í teiginn og þegar Anton markvörður missti boltann mjög klaufalega frá sér þakkaði Kristján fyrir sig með marki. Theódór Jóhannsson skoraði þriðja mark Þróttar með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu. Atli Helga- son skoraði síðan úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kristjáni hafði vorið brugðið innan vítateigs. Lúðvík Tómasson lagaði aðeins stöðuna fyrir Selfoss. Hann var augljóslega rangstæður en ekkert var dæmt þrátt fyrir mótmæli Þróttara. Síðasta mark leiksiní skoraði Sigurður Hallvarðsson með langskoti, en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Það vantaði illilega þá Jón Gunnar Bergs, sem var í leikbanni, og Pál Guðmundsson í lið Selfoss að þessu sinni. Liðið lék þó vel úti á velli en tókst ekki að skora. Vömin var mjög léleg og þetta var ekki góður dagur hjá Antoni markverði. Maður leiksins: Kristján Svavarsson, Þrótti. ■ Úrslit/B14 ■ Staðan/B14 Einherji - Leiftur 2:1 Mikil barátfta GÍFURLEGA mikil barátta var í leik Einherja og Leifturs á Vopnafirði á laugardaginn. Bæði liðin ætluðu sér sigur, rúmlega 200 áhorfendur sáu skemmtilegan leik, stemmn- ingin var góð og svo fór að heimamenn unnu sanngjarnt 2:1. Gústaf Omarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Leiftur á 12. mínútu. Mikil þvaga var við mark Einheija, heimamönnum tókst ekki að FráBirni hreinsa og Gústaf Björnssyni skoraði. áVopnahrði Jafnræði var með liðunum út hálfleik- inn, leikmenn náðu ekki að skapa sér marktækifæri, en á síðustu sek- úndunum jafnaði Hkllgrímur Guðmundsson. Leiftursmenn byrj- uðu á miðjn og dómarinn flautaði til hlés. Baráttan hélt áfram í seinni hálf- leik og á 62. mínútu skoraði Árni Ólafsson eitt fallegasta mark, sem sést hefur á Vopnafirði. Þungri sókn Einheija lauk með því að bolt- inn barst til Árna, sem var rétt utan teigs, hann skaut að marki, boltinn í slá og inn. Eftir markið sóttu bæði liðin stíft, Leiftursmenn sættu sig greinilega ekki við að tapa og Einherji vildi bæta við. Heimamenn voru öllu ákveðnari í sínum aðgerðum, en Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, hreinlega lokaði markinu. Hann var besti maður Leifturs, en ' Gústaf Ómarssun átti einnig góða kafla. Oft hefur verið einkennandi fyrir Einheija að byija vel en gefa eftir í lokin. Svo var samt ekki að þessu sinni, en bestir í liðinu voru Árni Ólafsson og Einar Bjöm Krist- bergsson. Maður leiksins: Árni Ólafsson. ■ Úrslit/B 14 ■ Staðan/B 14 KS - UBK 2:1 IMaumt á Sigtfirðinga SIGLFIRÐINGAR mjökuðu sér upp töfluna í 2. deildinni um heígina með því að vinna Breiðabliksmenn í miklum bar- áttuleik á Siglufirði. að var fýrst og fremst barátta og aftur barátta sem einkenndi fyrstu mínútur leiksins. Bæði liðin voru staðráðin í að krækja sér í stig, þrjú frekar en Frá Rögnvaldi eitt, og allir lögðu Þórðarsyni sig fram til þess að á Siglulirði ná því marki. Guðmundur Guð- mundsson kom Blikum yfir á 23. mínútu. Boltinn barst inn í vítateig- inn og var Guðmundur aðeins á undan markverðinum og skallaði að marki. Varnarmaður náði að bjarga á marklínunni með því að spyrna hátt í loft upp en Guðmund- ur var fyrstur til og skallaði í tómt markið. Heimamenn sóttu það sem eftir var fyrri hálfleiks undan norðan golunni og fimm mínútum eftir að Guð- mundur skoraði mark UBK jafnaði Mark Duffield. Hann stökk hæst allra í vítateignum eftir homspyrnu og skallaði í markið. Jónas Bjömsson skoraði síðan sig- urmarkið tíu mínútum fyrir leikhlé með því að ptjóna sig í gegnum vömina og skora. Breiðabliksmenn sóttu látlaust í síðari hálfleik en heimamenn áttu þó skyndisóknir inn á milli. Mörkin urðu þó ekki fleiri en tveir fengu að líta gula spjaldið hjá dómara leiksins, þeir Sigurður Siguijónsson ,KS, og Ingvaldur Gústavsson, UBK. Jón Þórir Jónsson var góður hjá Blikum og Rögnvaldur Rögnvalds- son einnig en hjá heimamönnum var Mark Duffield bestur og Jónas Björnsson átti einnig ágætan dag. ■ Úrslit/B 14 ■ Staóan/B 14 Víkingur-IBV 3:3 Varamaðurinn hetja Víkings Varamaðurinn Jón Bjarni Guð- mundsson var hetja Víkings, sem náði jafntefli gegn ÍBV í leik liðanna í 2. deild á laugar- dag. ÍBV hafði yfir 3:1 þegar aðeins sjö mínútur voru til leiksloka en Jón minnkaði mun- inn og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Trausti Ómarsson skoraði úr. Þegar á heildina er litið þá var 3:3 jafnteflið sanngjarnt en leikmenn ÍBV geta nagað sig í handarbökin yfir lokamörkun- um. yjamenn voru mun ákveðnari í byijun og náðu forystunni með marki Elíasar Friðrikssonar úr víta- spyrnu. ■■■■■■ í síðari hálfleik jafn- Frosti aði Björn Bjartmarz Eiðsson leikinn með góðu sknfar skoti rétt innan víta- teigs. Stuttu síðar fengu Eyjamenn sína aðra víta- spymu og Elías skoraði aftur af öryggi. Vítaspyrnudómurinn og mark Eyjamanna virtust hleypa illu blóði í Víkinga sem misstu öll tök á leiknum. Tómas Tómasson bætti þriðja markinu við og flestir ætluðu eftirleikinn auðveldan. Jón Bjami og Trausti skomðu síðan báðir á lokamínútunum eins og áður sagði. Eyjamenn börðust lengst af mjög vel og liðsheildin var aðall liðsins í þessum leik. Þeir léku með sorgar- bönd vegna fráfalls Eiríks Guðna- sonar fyrrverandi formanns Týs. Víkingar virðast vera að hægja á sér eftir góða byijun og hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Dómgæslan var slök og allir víta- spyrnudómarnir mjög umdeildir. Maöur leiksins: Jón E. Guðmundsson, Víkingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.