Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 7. JULÍ 1987 Morgunblaðiö/Valdimar Kristinsson Selfur frá Keldudal er skráður á tvelmur stöðum í mótsskrá nýafstaðins fjórðungsmóts. Á öðrum staðnum, ( skrá yflr gœðlnga.f er getlð um fœðlngarstað en f skrá yflr kapprelða- hross er aðeins getlð um aldur, llt, elganda og knapa. Hvaoan eru gæðingamir? Algengt er að fæðingarstað hrossa sé sleppt í mótsskrám Á ÖLLUM þeim fjölda hesta- móta sem haldin eru víða um land frá því snemma á vorn og fram i endaðan ágúst eru gefnar út mótsskrár. Eins og oft vill verða eru þessar skrár misjafnlega úr garði gerðar, því vandaðri sem mótið er umfangsmeira. Skrár þessar hafa tvíþœttan tiigang, í fyrsta lagi til upplýsingar fyrir mótsgesti og eftir á er þetta heimild um þátttöku ein- stakra hesta og manna í mótinu. Áberandi hefur verið í mörgum mótsskrám það sem af er þessu keppnistímabili að sleppt er fæð- ingarstað hrossanna. Er það mjög bagalegt þar sem HESTAR áhugamenn um Valdimar hestamennsku spá Knstinsson mikjð j það; j fyrsta lagi hvaðan hrossin séu og í öðru lagi undan hvaða stóðhesti þau eru og síðan undan hvaða hryssu. Gildir það einu hvort menn eru að fylgjast með gæðinga- eða íþróttakeppni. Mjög algengt er að getið sé ald- urs og litar hrossanna sem í sjálfu sér skiptir fólk minna máli en fæðingarstaður og ættemi. Hér má minna á útgáfu LH á sérstök- um skráningareyðublöðum þar sem gert er ráð fyrir öllum nauð- synlegum upplýsingum og eru þessi blöð ætluð fyrir allar keppn- isgreinar hestamennskunnar. Er greinilegt að þessi blöð eru ekki rétt notuð eða ef til vill alls ekki og þarf þar að gera bragarbót á. En fyrst hér er rætt um ónógar upplýsingarí mótsskrám má einn- ig minnast á skráningu kynbóta- hrossa á héraðssýningum en þar hefur verið illa að málum staðið hjá mörgum hrossaeigandanum. í þessu tilfelli er um algera nauðsyn þess að eyðublöðin séu samvisku- samlega útfyllt og hafa starfs- menn búnaðarfélagsins oftsinnis hótað því að hrossum verði vísað frá dómi og er orðið tímabært að þeir geri nú alvöru úr því. Sannleikurinn er sá að hestamenn hafa allflestir mikinn áhuga á ættfræði hrossa og er því mikil- vægt að fram komi skilmerkilegar og greinargóðar upplýsingar í mótsskrám framtíðarinnar og þar sé meðtalinn fæðingarstaður gæðinga og kappreiðahrossa. Veiðivörur EIÐISTORGI Veitt á Cat Spec- ial á Kattarfoss- brún — nema hvað? Runólfur Ágústsson velólvöröur meö fallegan afla og köttlnn, sagt er frá f taxtanum... Jóhann Guömundsson með fyrsta lax sumarslns úr Langá. að gerist margt á heilu lax- veiðisumri. Veiðimenn heyja ógleymanlegar glímur við stór- laxa af öllum stærðum, nýjar flugur eru hnýttar VEIÐI Og slá í gegn og alls kyns ófyrirsá- skrifar myndinni sem fylgir pistlinum að þessu sinni er Runólfur Ágústsson veiðivörður í Langá með fallegan afla. Ber að taka fram, að köttur- inn sem hann heldur nauðugum viljugum í vinstri hendi er ekki hluti af aflanum, en kemur eigi að síður verulega við sögu. Mynd- in er frá fyrsta veiðideginum og hafði Runólfur reynt ýmsar flugur án árangurs í Kattarfossbrún. Þá datt honum í hug að reyna flugu sem hann hafði hnýtt í veiðihúsinu kvöldinu áður og var við hæfi að hárin voru af brúnleitum kettinum í veiðihúsinu. Og á Kattarfossbrún gaf kattarflugan lax í fyrsta kasti. Nema hvað? Eftir að hafa sálgað 6 punda hængnum, var kisi síðan sóttur niður í veiðihús ,og síðan stilltu allir hlutaðeigendi aðilar sér upp, Runólfur, kötturinn og laxinn dauði. í baksýn er svo Kattarfossveiðisvæðið. Flugan fékk nafnið Cat Special en lýsing- in á henni var í Morgunblaðinu um miðjan júní og verður það að duga. Hin myndin á síðunni er af Jóhannesi Guðmundssyni veiði- félagsformanni Langár með fyrsta lax sumarsins. Sá beit á á slaginu sjö og geispaði golunni rúmum 5 mínútum síðar. Var það líka 6 punda hængur. Það hefur borist inn á borð, að fyrir þremur árum var byijað að flytja inn til landsins á vegum Sportvörugerðarinnar í Mávahlíð, sérsmíðaðar stangir frá fyrirtæk- inu Sportex sem hefur aðsetur í Vestur-Þýskalandi. Stangir þess- ar eru 13 feta úr stífu grafíti og hannaðar eftir formúlu Þórarins Sigþórssonar og henta þær því sérstaklega vel fyrir sjónrennsli- sveiðar með maðki, en sú veiðiað- ferð gefur þeim sem hana kunna marga laxa. Þórarinn er einn af frumkvöðlum þessarar veiðiteg- undar, fleiri mætti nefna; Guðlaug Bergmann, Snæbjöm Kristjáns- son og fleiri. Fluguveiði er ekki eina deild stangveiðinnar sem stækkar, æ fleiri heillast af sjón- rennslisveiðum, um það ber áhugi á sérsmíðuðum stöngum til brúks- ins glöggt vitni. Sagt er að 15 slíkar stangir hafi komið til lands- ins fyrir skömmu, allar löngu pantaðar, og kosta þó 16.000 krónur stykkið. Fylgir sögunni, að mikið sé spurt um slíkar stang- ir. Það er alltaf eitthvað í veiði- skap sem heitir það nýjasta nýtt. Nú eru ýmsir búnir að uppgötva, að lax á það til að gína heldur yfir túbuflugu ef á hana hefur verið festur silfurlitaður öngull í stað önguls með hefðbundnum lit. Kveður svo rammt að þessu að sagt er að laxar hafi hlaupið á sig í fyrstu köstum veiðimanna með silfuröngla eftir að hafa horft á margar flugur með hefðbundna litnum synda fram hjá nefum sínum. Stærsti laxinn sem frést hefur af sem greip silfuröngul, var 22 punda hængur sem veid- dist „við Garðinn“ í Haffjarðará, en veiðimaðurinn var Jón Steinar Gunnlaugsson. Þá hefur borið á því að á þessu furðulega veiðisumri, að ef laxinn tekur á annað borð, þá á hann til að gera það svo grannt, að jafn- vel vönustu veiðimenn eru farnir að efast um hæfni sína, svo marga missa þeir. Sumir hafa brugðist rétt við þessu og annað hvort hnýtt sér eða haft með sér litlar laxaflugur hnýttar á hárbeittar þríkrækjur... SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Austurver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.