Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 2
2
Húnaflói:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN og UMHVERFI:
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt
Umhverfi Þjóðarbókhlöðunnar
f tillögu Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts að umhverfi verða trjáreitir með göngustígum. Unnið er að vegghleðslunni í
Þjóðarbókhlöðunnar er gert ráð fyrir vegghleðslu með hallandi sumar og uppsteypu á inngangi hússins en um 45 milljónum króna
grasbala í átt að síki sem verður umhverfis húsið. Við austurhlið er veitt til Þjóðarbókhlöðunnar í ár.
Fljótandi vörukynning
Islendinga í Færevjum
Hrunrækju-
stofnsins
er stórkost-
legt áfall
- segja forsvarsmenn
rækjuvinnslu á svæðinu
í SKÝRSLU Hafrannsóknarstofn-
unar um ástand nyíjastofna
sjávar er Iagt til að rækjuafli á
Húnaflóa verði á næsta vetri 500
tonn, sem er sama magn og á
síðasta vetri, en aðeins um fimmt-
ungur þess sem veiddist af rækju
í flóanum áður. í skýrslunni kem-
ur fram, að rækjustofninn í
Húnaflóa er nú mjög lítill.
„Ég yrði ánægður ef við gætum
þó veitt þessi 500 tonn því ég reikna
satt best að segja ekki með neinu
lengur," sagði Heimir L. Fjeldsted,
framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunnar
hf. á Skagaströnd. „Það er ekki raun-
hæft að gera sér neinar vonir, þvi
nú er mikil þorskgengd í flóanum og
sá þorskur er sjálfsagt að gæða sér
á síðustu rækjunum. í fyrra voru
veidd 525 tonn og af því fékk Rækju-
vinnslan 123 tonn. Til samanburðar
má geta þess að veturinn áður veidd-
ust um 2.800 tonn og af því fékk
Rækjuvinnslan 638 tonn. Af þessu
er ljóst að samdrátturinn í rekstrinum
er gífurlegur og það er mikið áfall
fyrir heimamenn."
Heimir sagði það helst til ráða
fyrir vinnsluna að fá báta til veiða á
úthafsrækju.
Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Steingrímsfjarðar, sagði
að hann ætlaði ekki að mótmæla því
að rækjustofninn í Húnaflóa væri
hruninn. „Þetta er stórkostlégt áfall
fyrir alla þá sem hafa haft lifibrauð
af rækjuveiðum," sagði Jón. „Það
sannaðist í fyrra að rækjan er horfín
úr flóanum og sá vetur var mjög
erfiður. Nú er að vísu aukning á bol-
físki, en það tekur mörg ár þar til
við getum farið að snúa okkur að
þeim veiðum í stað rækjunnar. Bát-
amir hafa til dæmis engan þorskk-
vóta.“
Jón sagði að það væri helst til
ráða að leggja aukna áherslu á út-
hafsrækjuveiðar og þorsk. „Við
höfum stundað skelfískveiðar, en nú
fæst ekkert verð lengur fyrir skelina.
Hvað þorskveiðar varðar þá er ljóst
að bátamir okkar em ekki þannig
að þeir gæti sótt á djúpslóð yfír vetur-
inn. Hálft árið hefur innfjarðarrækjan
verið hér uppistaðan í atvinnulífí og
áfallið er því gífulegt fyrir okkur,"
sagði Jón Alfreðsson, kaupfélags-
stjóri, að lokum.
TVEIR 8 metra langir trefja-
plastbátar leggja af stað frá
Islandi á þriðjudaginn og halda
til Færeyja. Þeir sigla síðan milli
15 staða í Færeyjum og kynna
islenska framleiðslu á vélum og
tækjum til fiskveiða og fisk-
vinnslu. Það er Útflutningsráð
íslands sem stendur fyrir kynn-
ingunni en í henni taka þátt f imm
fyrirtæki.
Jens Ingólfsson markaðsstjóri
tæknivara hjá Útflutningsráði sagði
í samtali við Morgunblaðið að mark-
aðskannanir hefður verið gerðar
reglulega í Færeyjum. Benti allt til
þess að markaður sé þar fyrir
íslenskar tæknivömr fyrir fískveið-
ar og fískvinnslu. Firnm íslensk
fyrirtæki hefðu því ákveðið að gera
markaðsátak í Færejjum. Þau em
Bátasmiðja Guðmundar, sem fram-
Ieiðir Sóma-bátana, 8 ;..etra langa
hraðskreiða fískibáta, DNG á Akur-
eyri, sem framleiðir tölvustýrðar
handfæravindur, NORM-EX í
Hafnarfírði, sem framleiðir plastker
í allar stærðir fískiskipa, Sjóvélar,
sem framleiðir línuspil og fleira og
fseind hf., sem framieiðir olíu-
eyðslumæla og annars konar raf-
eindamælitæki. Iðnlánasjóður
styrkir þessa kynningu að vemlegu
leyti.
„Við töldum æski'.egt að hefja
þetta markaðsátak með því að hafa
sýningu á vömnum sem fyrirtækin
framleiða og vekja almenna athygli
á þeim, “sagði Jens Ingólfsson.
„Maður hefði kannski valið aðrar
aðferðir á öðmm svæðum, til dæm-
is með því að taka þátt í sjávarút-
vegssýningum. En ekki er um slíkt
að ræða í Færeyjum. Með hliðsjón
af þeim vömm sem fyrirtækin fram-
leiða ákváðum við að reyna nokkuð
nýstárlega aðferð og sigla á milli
hugsanlegra viðskiptavina og bjóða
upp á fljótandi vömkynningu.
Vömnum verður komið fyrir í
tveimur Sóma-bátum. Vömkynn-
ingin hefst í Vestmannaeyjum
mánudaginn 20. júlí, en alls verður
farið á 15 staði. Henni lýkur í Þórs-
höfn laugardaginn 25. júlí.
Hæstiréttur um mál Helgu Kress:
Jafnréttisráð brast
málshöfðunarheiniild
Vogalax:
500 laxar teknir
á einum sólarhring
MÁLI Jafnréttisráðs gegn
menntamálaráðherra vegna
stöðuveitingar við heimspeki-
deild Háskóla íslands hefur nú
verið visað frá dómi. Hæstiréttur
staðfesti nýlega þann úrskurð
borgardóms að Jafnréttisráð
hafi brostið heimild til máls-
höfðunarinnar.
í ársbyijun 1986 setti þáverandi
menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, Matthías Viðar Sæ-
mundsson lektor í íslenskum
bókmenntum. Umsækjendur um
stöðuna vom sex og var Helga
Kress þeirra á meðal. Dómnefnd
heimspekideildar taldi þau Helgu
og Matthías Viðar hæfust til starf-
ans, en mælti sérstaklega með
Helgu. Heimspekideild greiddi síðan
atkvæði um umsækjendur og féllu
þau þannig að Helga fékk flest, eða
26, en Matthías Viðar 4.
Helga kærði stöðuveitinguna til
Jafnréttisráðs, sem ákvað að höfða
mál gegn ráðherra. Gerði Jafnrétt-
isráð þá kröfu fyrir dómi að
viðukennt væri að um brot á jafn-
réttislögum hefði verið að ræða, er
gengið var framhjá Helgu Kress
við stöðuveitinguna.
Af hálfu menntamálaráðherra
var þess aðallega krafíst að málinu
yrði vísað frá dómi, þar sem í jafn-
réttislögum sé kveðið á um máls:
höfðunarrétt Jafnréttisráðs. f
ákvæði laganna segir, að Jafnréttis-
ráð skuli, áður en til málssóknar
kemur, beina til gagnaðila ákveðn-
um tillögum um úrbætur og skilyrði
sé að þeim tillögum hafí ekki verið
sinnt. Af hálfu Jafnréttisráðs var
því haldið fram að slíkum tilmælum
hafí ekki verið beint til ráðherra
þar sem augljóst væri að ákvæðið
ætti ekki við þegar búið var að
setja í stöðu.
Þá var því einnig haldið fram af
hálfu menntamálaráðherra að máls-
sóknin væri tilkomin af því að
Jafnréttisráð hafí hagsmuni af þvi
að fá túlkun á ákvæðum laganna
og væri því verið að leita álits dóms-
stóls á lögfræðilegu álitaefni.
Þessum röksemdum vísaði Jafnrétt-
isráð alfarið á bug.
Úrskurðað var um frávísunar-
kröfu menntamálaráðherra í
borgardómi fyrir skömmu. í niður-
stöðum dómara segir, að máls-
höfðunarheimild Jafnréttisráðs
samkvæmt jafnréttislögum sé
bundin því ófrávílq'anlega skilyrði,
að ráðið hafi áður beint rökstuddum
fyrirmælum um ákveðnar úrbætur
til þess aðila, sem að mati ráðsins
hefði gerst brotlegur við ákvæði
laganna. Þvf hafí Jafnréttisráð
brostið heimild til höfðunar málsins.
Nýlega staðfesti Hæstiréttur nið-
urstöðu borgardóms um að málinu
skyldi vísað frá dómi á þessum for-
sendum og var málskostnaður
felldur niður. Þorgeir Örlygsson,
borgardómari, kvað upp úrskurð
undirréttar, en í Hæstarétti dæmdu
málið hæstaréttardómaramir, Hall-
dór Þorbjömsson, Guðmundur
Jónsson og Þór Vilhjálmsson.
UM 700 laxar eru komnir upp
hjá Vogalax og er búist við að
um 3.000 laxar náist i sumar. Það
eru tæplega 13% heimtur, sem
er mjög góður árangur að sögn
Vilhjálms Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Hver lax vegur um 3 kg og fást
300 til 400 krónur fyrir kílóið á
erlendum mörkuðum.
Fyrstu laxamir gengu í stöðina
um miðjan júní en aðalgangan hófst
fyrir um viku og voru 500 laxar
teknir á einum sólarhring. „Þetta
er miklu betri árangur en þegar
best lét árið 1985 en þá náðust
12,6%,“ sagði Vilhjálmur.
Laxinn verður seldur í verslanir
í Reykjavík og til Evrópu og Banda-
ríkjanna. „Það er eftirspum eftir
laxi í Bandaríkjunum núna og fæst
gott verð fyrir hann, en verðið er
heldur lægra í Evrópu," sagði Vil-
hjálmur.
Ný lokið er sleppingu 400 þúsund
gönguseiða og er það stærsta seiða-
slepping á íslandi til þessa og þriðja
til fjórða stærsta á Atlandshafslaxi
í heiminum. Á næsta ári er áætlað
að sleppa 1,7 milljón seiðum og
verður Vogalax þá orðin stærsta
hafbeitarstöð við Norður-Atlands-
haf.